Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID Fostuofagur 23. Júlí 1965 Flutningaskip og bátar til Hjaltlands ef veiðist JBLNS og sagt var frá í Mbl. í gær eru nokkur íslenzk síldveiði skip ásamt flutningaskipi Krossa nesverksmiðjunnar, Pqlana, lögð af stað á miðin við Hjaltland. ]>ar sem sáralítil sildveiði hefur verið og er enn fyrir Austur- landi, eru nú mörg skip að búa sig undir að halda suður á bóg- inn og reyna veiðar þar. Flestir bíða þó enn átekta þar til nánari aflafréttir berast frá Hjaltlandi, en það verður væntanlega í dag. Blaðið hafði í gær samband við forráðamenn sildarflutningaskip- anna og spurðist fyrir um hvort þau mundu á förum til Hjalt- lands. Guðfinnur Einarsson í Bolung- arvík sagði, að'Dagstjarnan, sem flutt getur um 6500 mál síldar í hverri ferð, mundi fylgja ís- lenzku skipunum eftir, ef þau héldu til Hjaltlands, og taka af þeim síld til verksmiðjunnar í Bolungarvík. Þá skýrði Gunnar Ólafsson blað inu frá því í gær, að flutninga- skip síldarverksmiðjanna á Suð- vesturlandi mundu einnig fara tii Hjaltlands, ef veiði íslenzkra skipa yrði þar góð. Annað skip- anna Laura Terkol, sem flutt get- ur 10 til 12 þúsund mál, er nú að Iosa á Akranesi. Hitt skipíð, Rubistar, getur flutt 9 til 10 - Sir Alec Framhald af bls. 1 foorið á brýn að hann væri ekki nógu framkvæmdasamur, áræðinn og hugmyndaríkur, og skorti ýmsa kosti, sem flokksleiðtogum væru bráð- nauðsynlegir. — Hann lét þó ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana og þrátt fyrir orðróm á orðróm ofan um að hann hygð- ist segja af sér sökum óánægju flokksmanna með forystu hans, lét hann svo um mælt fyrir rétt- um tveim dögum, að hann hefði fullan hug á að leiða flokk sinn til sigurs í næstu kosningum. En af því verður ekki — Sir Alec sagði af sér í dag á tilþrifa- miklum fundi, að sögn AP og var kvaddur með virktum af flokks- mönnum sínum, sem risu á fæt- ur í virðingarskyni við foringj- ann. sem þeir felldu sjálfir. Er nú búizt við harðri vanda- baráttu innan íhaldsflokksins um formannsstöðuna og einkum til nefndir þeir tveir sem áður sagði, Maudling og Heath. McLeod, sá er margir vildu nefna í sömu and rá, beið ekki boðanna en lýsti því yfir þegar í stað að hann gæfi ekki kost á sér í embætti formanns ihaldsflokksins. A fundi með fréttamönnum síð ar í dag, sagði Sir Alec og lagði á það áherzlu, að ákvörðun sína hefði hann tekið einn og ótil- neyddur. Aðspurður, hvað valdið hefði skoðanaskiptum hans, hvers vegna hann hefði hætt við að gegna formennsku áfram eins og hann hefði áður sagzt myndu gera, anzaði Sir Alec: „Það er ekki ólíklegt, að gengið verði til kosninga í haust. Það var ekki seinna vænna að skipta um leið- toga, ef á annað borð átti að gera það.“ En Sir Alec viður- kenndi, að hann hefði ekki ver- ið þess ófús að gegna embætt- inu áfram. „Það rak mig eng- inn til þessa“, sagði hann. „Eng- inn gaf mér í skyn að eiginlega fyndist honum ég eiga að fara frá. En eins og þessi ákvörðun mín ber með sér, er ég sammála þeim sem voru þeirrar skoð- unar að betra væri að nýr mað- ur tæki við.“ Wilson forsætisráðherra var fámáll um álit sitt á fráför Sir Alecs, en sagði að öll þeirra skipti hefðu verið hin vinsamleg- ustu og Sir Alec jafnan verið manna kurteisastur og alúðlegast ur við að eiga. þúsund mál. Rufoistar lá í gær- kveldí í vari nálægt Hornafirði. Mun skipið halda til Hjaltlands um leið og góðar aflafréttir ber- ast, en búizt var við að heyra um horfurnar seint í gærkveldi eða í nótt. Langstærsta síldarflutninga- skipið á vegum síldarverksmiðj- anna er Síldin, sem flytja mun síld til Faxaverksmiðjunnar og Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- urnar í Reykjavík. Síldin leggur af stað til íslands í kvöld. Humarveföin glæðist Akranesi, 22. júlí. Humarbátar lönduðu hér í dag og er afli þeirra sem hér segir: Sæfaxi 1300 kg, og Skipaskagi 1275 kg. í gær lönduðu þrír bát- ar humri: Svanur 1290 kg., Ver 1266 kg. og Reynir 667 kg. Allt er þetta slitinn humar. Það er greinilegt að humarveiðin er stórlega að glæðast. Handfærabáturinn Haukur landaði 14 tonnum af fiski hér í gær. Hann hafði ísforða um borð til að kæla fiskinn. Nýlega kom þilfarstrillan Frosti, sem er á handfærum, inn eftir 3 til 4 daga skak og landaði 7 tonn- um af fiski, að verðmæti 58 þús. kr. Fjórir menn eru á Frosta. Var Frosti á skaki út af Jökli, svo og Haddur, þilfarstrilla, sem landaði 5 tonnum. — Oddur. Sátlafundir í KVÖLD kl. 9 verður sáttafund ur með farmönnum, en aðrir sáttafundir hafa ekki verið boð- aðir, hvorki með járnsmiðum og fleiri eða aðilum vinnudeilunnar í Vestmannaeyjum. Vísitalan óbreytl KAUPLAGSNEFND hefur reikn að vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun júlí 1965, og reyndist hún vera 171 stig, eða hin sama og í júníbyrjun. (Frétt frá Hagstofu fslands). Prestkosn ing að Valþjófsstað PRESTSKOSNING fór nýlega fram í Valþjófsstaðarprestakalli i N-Múlaprófastsdæmi. Á kjör- skrá voru 252. Þar af kusu 145. Atkvæði féllu þannig, að síra Bjarni Guðjónsson, settur prest- ur að Valþjófsstað, sem var eini umsækjandinn, hlaut 144 at- kvæði, en einn atkvæðaseðill var auður. Kosningin var lögmæt, og síra Bjarni Guðjónsson því löglega kjörinn sóknarprestur að Val- þjófsstað. (Frétt frá skrifstofu biskups). Ólafur Geirsson aðstoðary firlækuir Ólafur Geirsson látinn ÓLAFUR Geirsson, aðstoðaryfir- læknir á Vífilsstöðum, lézt í .fyrri nótt, 56 ára að aldri. Banamein hans var heilablóðfall. Ólafur Geirsson fæddist á Brúnavöllum á Skeiðum, sonur frú Guðbjargar Gísladóttur og Geirs Halldórssonar, síðar kaup manns í Reykjavík. Ólafur tók stúdentspróf vorið 1929 og kandí datspróf 1935. Næstu ár vann hann sem kandidat og aðstoðar- læknir við íslenzka og danska spítala, unz hann var viðurkennd ur sérfræðingur í berklalækning um 1940. Árið 1942 varð Ólafur Geirs- son. deildarlæknir á Vífilsstöð- um, þar sem hann starfaði fram á síðasta dag. Hin síðari ár var hann aðstoðaryfirlæknir. Fyrir nokkrum árum var Ólafur einn- ig viðurkenndur sérfræðingur í lyHækningasjúkdómum. Ólafur Geirsson lætur eftir sig eiginkonu, frú Erlu Egilsson og 3 uppkomin börn. Fiugdagur á Sauðárkróki SVIFFLUGFÉLAG Sauðárkróks og Félag íslenzkra einkaflug- manna, gangast fyrir flugdegi á Sauðárkróksflugvelli næstkom- andi sunnudag 25. júlí. Flugmála stjóri Agnar Kofoed Hansen set- ur mótið kl. 14,00. Síðan verður flugsýning. Einkaflugmenn munu fjöl- menna norður á vélum sinum og fara í hópflug yfir flugvellinum. Sýnt verður listflug á svifflug- um og ýmis önnur svifflugatriði. Þá munu þotur frá varnarlið- inu koma í himsókn. Hin nýja þyrla landhelgisgæzlunnar verð- ur til sýnis og einnig munu koma þama vélar frá Birni Pálssyni og Tryggva Helgasyni, og senni- lega einnig vélar frá Flugsýn og Þyt. Svifflugmenn frá Reykjavík og Akureyri munu koma með svifflugur sínar. Gestum mun gefast kostur á að skoða flugvélarnar og fara í hringflug. Síld til Raufarhafnar Raufarhöfn, 22. júlí. VON er nú á síld hingað til Raufarhafnar í fyrsta sinn í tvær vikur. Þórður Jónasson er á leið til lands með 400 tunnur, sem fara eiga til söltunar hjá Norðursíld h.f. — Einar. tregur síldarafli ALLGOXT veður hefur verið á síldarmiðunum. Þó var nokkur þoka í fyrradag, en birti i gær og gerði smákalda. Skipin voru á sömu slóðum, 40—60 niílur und an landi í Norðfjarðardýpi og á Gerpisflaki. Aflinn var afar treg ur. í fyrrinótt tilkynntu 23 skip um afla, samtals 7.400 mál og tunnur. Ekki var kunnugt um neinn afla í gærkvöldi og höfðu leitarskipin ekki fundið neina sítd heldur. á Su Síldarbræðslur á Suð- vesturlandi að fyllast Verksmiðjur á Austfjörðum senn búnar að bræða • UNDANFARNA daga hefur tals- vert sildarmagn borizt til síldar- verksmiðjanna á Suð-Vesturlandi af miðunum fyrir Austurlandi. Vegna yfirvinnubanns í Vest- mannaeyjum hefur síldinni, sem þar hefur veiðzt, einnig verið landað í verksmiðjur á Suð-Vest- urlandi og er nú svo komið, að þær geta varla tekið á móti öllu meira sildarmagni í bil. Á sama tíma eru síldarverksmiðjurnar á Austurlandi að verða búnar að bræða alla síld, sem þeim hefur borizt, en mjög treg veiði hefur verið fyrir Austurlandi nú um nokkurt skeið. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an í Sandgerði getur nú vart tek- ið á móti meiri síld í bili, að því er Guðmundur Jónsson á Rafn- kelsstöðum tjáði blaðinu í gær. Þar er nú aðeins unnið á einni vakt í 14 til 15 stundir á dag. Erfiðlega hefur gengið að fá fleira starfsfólk, svo að unnt sé að bræða allan sólarhringinn. — Verksmiðjan á enn síld til um það bil 10 daga, en erfitt er að geyma síldina öllu lengur, þar sem þá er hætt við að lýsið súrni. Afköst verksmiðjunnar nú eru 1200—1400 tunnur á vakt, en með fullum afköstum getur hún unnið 2500 mál á sólarhring. — Verksmiðjan hefur að mestu ver- ið að bræða síld af Eyjamiðum en fékk einnig fyrir skömmu 4000—5000 tunnur af Austfjarða- síld. Guðmundur á Rafnkelsstöð- um kvað Suðurlandssíldina vera erfiða til vinnslu þar sem hrogn eru í henni. Auk þess er hún mjög horuð og kvaðst Guðmund- ur þeirrar skoðunar, að miðað við gæði væri Suðurlandssíldin miklu dýrari en síldin af miðunum fyr- ir Norður- og Austurlandi. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an í Reykjavík, sem einnig er eigandi Faxaverksmiðjunnar í Örfirisey, er nú hætt síldarmót- töku í bili. Ræður þar miklu um» að erfitt hefur verið að fá verka- fólk. Jónas Jónsson, forstjóri, sagði í gær, að Suðurlandssíldia væri mjög vatnsmikil og að erfitt væri að vinna hána. Þá hefur rigningin síðustu daga valdið nokkrum örðugleikum, þar sem síldin er geymd á opnum plönum og óhemju mikið vatnsmagn hef- ur safnazt á bau og borið síldina upp að veggjum verksmiðjunnar. Valdimar Indriðason, forstjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness hf., sagði, að þar væri enn hægt að taka á móti meiri síld. I gærkvöldi var verið afí landa úr flutningaskipinu Laura Terkol til verksmiðjunnar á Akranesi, og hefur Mbl. frétt að löndunin gengi stirðlega. Guðmundur Guðmundsson, for stjóri Lýsi & mjöl hf., í Hafnar- firði, sagði, að þar væri enn tekið á móti síld. Enn væri þó aðeins unnið á einni vakt frá kl. 8 á morgnana til kl. 11 á kvöldin, þar sem ekki fengist nægur mann skapur til að unnt sé að vinna allan sólarhringinn. Frá Keflavík, Njarðvíkum og Grindavík er það að segja, að enn er tekið á móti síld. Þó eru horfur á að erfitt verði að taka á móti miklu til viðbótar á næst- unni. Vilhjálmur Ingvarsson, for- stjóri Hafsíldar hf. á Seyðisfirði, sagði, að verksmiðjan mundi ljúka við að bræða í nótt þa síld, sem borizt hefur þangað. Einnig mun Síldarveiksmiðja ríkisins á Seyðisfirði eiga lítið eftir ó- brætt. Frá Norðfirði er þá sögu að segja, að verksmiðjan þar á eftir hráefni til aðeins tveggja eða þriggja daga. Annars staðar á Austfjörðum eru verksmiðjuru ar óðum að ljúka við að bræða. Bruni í Alftagerði Mývatni, 22. júlí. í FYRRINÓTT brann gamalt íbúðafhús í Álftagerði, eign Gests Jónassonar bónda þar. Eiiiginn bjó í gamla bænum, en í honum voru geymd allskonar tæki, varahlutir í bíl og dráttar- vél, silunganet, reiðtygi og ýmis- legt fleira. Engu var bjargað úr húsinu. Kona Gests, Kristín Jónsdóttir, vaknaði um kl. 3 um nóttina og sá bjarma út um gluggann. Þeg ar hún gáði betur að logaði eldur upp um þak gamla bæjarins, sem stendur milli tveggja nýju íbúðarhúsanna í Álftagerði. Fjögur íbúöurhús eru í Álfta- gerði og var fólk þar vakið til að hjálpa til við að varna eldin- um útbreiðslu. Beitt var slöngum og sprautað á húsin sinn hvorum megin gamla bæjarins. Eldurinn var orðinn of magnaður til að ) hægt væri að slökkva eldinn í gamla bænum né bjarga nokkru af því, sem þar var geymt, ea hins vegar tókst að verja hin húsin skemmdum. Allmikið tjón varð í eldinum. Ekki er vitað að hve miklu leyti varningurinn var vátryggður. Jóhannes. = UM HÁDEGI í gær var A og var víðast 10—14 stig, en held | f NA-átt hér á landi, þurrt að ur kaldara á annesjum eystra. | = mestu norðan lands og vest- Lægðarsvæði er fyrir sunnan | I an, en þokuloft og rlgning á ísland og nm Bretland, en = I Suður- og Austurlandi. Hiti hæð yfir Grænlandi. E 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.