Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID Föstudagur 23. júlí 1963 NORRÆNA skólamótið, hið 19. í röðinni var sett við hátíðlega at- höfn í Háskólabíóinu í gærmorg- un kl. 9,15 að viðstöddu miklu fjölmenni. Er þetta í fyrsta skipti að norrænt skólamót er haldið á íslandi, en 95 ár eru liðin síðan fyrsta mótið var haldið í Gauta borg. Meðal gesta við setningu mótsins var forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Menntamála- ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, setti mótið með ræðu. Skólamótið sækja á 12. hundr að fulltrúar, og eru íslendingar fjölmennastir, hátt á fjórða hundrað talsins, Svíar 326, Dan- ir 215, Finnar 150 og Norðmenn 110. Var Háskólabíóið því þéttset ið, er setningarathöfnin hófst. Á fremstu bekkjunum sátu ýmsir boðsgestir, þeirra á meðal for- seti íslands, menntamálaráðherr- ar Danmerkur, Finnlands og Nor egs.. Á sviðinu voru fánar sex Norð Séð yfir salinn í Háskólabíóinu við setningu norræna skólamótsins í gærmorgun (Ljósm. Sv. Þ.) Framfarir háðar j»ví, að skólakerfið sé eflt og bætt í sífellu sagði menntamálaráðherra m. a við setningu norræna skólamótsins 1 gærdag urlandaþjóða, þar a meðal fáni Færeyinga. Setningarathöfnin hófst með því, að strengjasveit lék tvö ís- lenzk þjóðlög í útsetningu Jo- han Svendsen. Stjórnandi var Björn Ólafsson. Þá flutti Helgi Elíaisson, fræðslumálastjöri, á- varp og bauð þátttakendur vel komna til mótsins. Sagði hann, að það væri fyrst og fremst hrað fara þróun í samgöngumálum á síðari áratugum að þakka, að nunt væri að halda skólamótið hérlendis. En samt mætti ekki einblína á tækniframfarir held- ur yrði að hafa augu og eyru op- in fyrir öðru, er gæfi lífinu gildi, gleði og hamingju. Foreldrar, skólar og kennarar gegndu þar mikilvægu hlutverki og skóla- mótið ætti að gefa skólafólki á Norðurlöndum tækifæri til að hittast og ræða sameiginleg á- hugamál á þessu þriggja daga móti, sem hófst í gær í Reykja- vík. Að ávarpi Helga Elíasson- ar loknu tók menntamálaráð- herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason til máls og flutti ræðu þá, sem hér fer á eftir: FYRIR RÚMUM hundrað árum fæddist efnalitlum, en gáfuðum hjónum sonur á kotbæ einum í Skagafirði á Norður-íslandi. Hann ólst upp í fátækt,' gekk aldrei í skóla, en lærði samt snemnaa að lesa og draga til stafs í heimahúsum. Nýfermdur fór hann í vinnumennsku, og tæp- lega tvítugur fluttist hann síðan til Vestnfrheims með foreldrum sínum og fleira frændfólki. Rétt áður fékk hann fáeinar vikur til sögn í ensku hjá prestum í sveit inni. Það var eina skólagangan á lífsleiðinni. í Vesturheimi varð hann fyrst daglaunamaður, síðar efnalítill bóndi langa ævi. En hann varð eitt mesta skáld, sem ort hefur á íslenzka tungu. Fræðimenn við æðstu menntastofnanir í Ame- ríku, sem hafa getað lesið ljóð hans á frummálinu, hafa jafn- vel hreyft þeirri skoðun, að hann muni vera eitt mesta ljóðskáld, sem uppi hafi verið í Kanada — eða jafnvel öllum Vestur- heimi. Þessi skáldbóndi, Stephan G. Stephansson, hefur ritað drög að ævisögu sinni. í henni er stutt frásögn af atviki, sem ifyrir hann kom tólf ára gamlan. Mér finnst hún vera lærdómsrík fyrir alla þá nú á tímum, sem hugsa af al- vöru og einlægni um skólamál. Hún er svona: „Eitt haust var ég úti staddur í rosaveðri. Sá þrjá menn ríða upp Vatnsskarð frá Arnarsta'pa. Vissi, að voru skólapiltar á suð- urleið, þar á meðal Indriði Ein- arsson, kunningi minn og sveit- Ungi, sitt fyrsta ár til skóla. Mig greip raun, ekki öfund. Fór að kjökra. Þaut út í þúfur, lagðist niður í laut. Mamma hafði saknað mín. Kom út og kallaði; ég svaraði ekki. Vildi ekki láta hana sjá mig, svo á mig kominn, en hún gekk fram á mig. Spurði mig, hvað að gengi; ég vildi verj ast frétta, en varð um síðir að segja 'sem var. Eftir þessu sá ég -seinna. Mörgum árum á eftir heyrði ég mömmu segja frá þessu, en ég hélt hún hefði löngu gleymt því. Hún bætti því við, að í það sinn hefði sér fallið þyngzt fátæktin. — Tvisvar síð- ar, einu sinni heima, öðru sinni hér (þ.e. í Ameríku) heíur mér boðizt ávæningur þess, sem gat verið byrjun að skólagöngu, en ég hafnaði. í öðru sinni vorum við öll ráðin til vesturfarar, svo að ekki varð við snúið. í hitt Hann er ekki heldur sá að undir strika, að miklum árangri má ná í kröppum kjörum, ef sterkur og einlægur þroskavilji beinist að réttu marki. Enginn þarf nú að fara á mis við skólagöngu. Og kröpp kjör eru ekki lengur að- alvandamál okkar. En hvað get- um við þá lært af þessari sögu Mér hefur alltaf fundizt það athyglisverðast við hana, að Stephan skuli segia. að ef til Dr. Gylfi Þ. Gislason flytur ræðu sína. skiptið, hér, hefði ég orðið að láta foreldra mína, aldurhnigna og utslitna, sjá fyrir sér sjálf, hefi ég reynt að reyna á. Nú veit ég ekki, nema lærdómsleys ið, með ölíum sínum göllum, hafi verið lán mitt, svo að ég uni því vel, sem varð“. Hvers vegna er ég að segja þessa sögu hér, þegar skólamenn frá Norðurlöndum öllum hittast til þess að bera saman bækur sínar og læra hver af öðrum? Tilgangurinn er ekki sá að benda á þá alkunnu og augljósu staðreynd, að unnt er að verða mikill maður án skólagöngu. Kveðjur fluttar frá skólayfirvöldum hinna Norðuriandanna. Talið frá vinstri: K. B. Andersen, menntamálaráðherra Dana, Jussi Saukkonen, menntamálaráð herra Finna, Helge Sivertsen, menntamálaráðherra Norðmanna og Sven Moberg, ráðuneytisstjóri í sænska menntamálaráðu- neytinu. ' vill hafi lærdómsleysið, með öll um sínum göllum, orðið lán sitt og átt gildan þátt í því, að hann varð það, sem htfnn varð: Sjálf- um sér og sínum gæfumaður og andlegur aflgjafi öllum, sem kynnast verkum hans og mann- | gildi. Hvers vegna gat þessi maður sagt, að jafnvel lærdóms- leysið hafi orðið sér til góðs? Skýringin er sú, að hann hafi gert sér ljóst, að skólanám get- ur því aðeins orðið til þroska, að það sé notað sem undirstaða 1 sjálfsmenntunar. Og lærdóms- ieysi hans varð honum hvatnin-g til enn meiri átaka við sjálfs- menntun sína. Hann lét ekki fá- tæktina og brauðstritið smækka sig. List han? og hugsun magnað ist og þroskaðist við torfærurn- ar. Hann varð sannmenntaður maður. Ekki einungis varð þekk ing hans víðtæk. Þekkingarleit hans mótaðist einnig af sannleiks ást og rökvísi. En jafnframt gerði hann sér skýra grein þess, hvað hann vissi og hvað hann vissi ekki. Hins vegar sljófgaði vit hans ekki tilfinningarnar. Þær voru sterkar og heitar, þótt hann bæri þær ekki utan á sér eða flíkaði þeim með væmnu orða- lagi. Með sterkum vilja stýrði hann viti sínu og stjórnaði til- finningum sínum. Þannig eiga sannmenntaðir menn að vera. Og þannig tókst þessu blásnauða bóndaskáldi að verða, þrátt fyrir lærdómsleysi sitt, — og jafnvel, að því er hann sjálfur segir, vegna þess. Af þessu má mikið læra. Nú á tímum eru allir sammála um nauðsyn skóla og mikilvœgi þeirra. Nútímaþjóðfélag fengi ekki staðizt án víðtæks skóla- kerfis. Og framfarir eru í vax- andi mæli háðar því, að skóla- kerfið sé eflt og bætt í sífellu. En við þurfum að gera okkur gleggri grein fyrir því en við ger um, hvert við eigum að stefna. Skólinn á ekki að vera hlutlaust hjól í þjóðfélagsvélinni. Hann á ekki aðeins að auka verkkunn- áttu og bæta starfshæfni, ekki að eins að stuðla að auknum fram- förum og bættum efnahag. Hann á fyrst og fremst að stuðla að mannbótum. Þá fylgir allt hitt i kjölfarið. Hann á fyrst og fremst að bæta skilyrði sérhvers manns til sjálfsræktar, því að úr þeim jarðvegi einum vex sönn ham- ingja. Þessu marki nær skólinn þvi aðeins, að hann leggi grundvöll að ævilangri viðleitni til sjálfs- menntunar. Og slík viðleitni ber ekki árangur nema fyrir andlegt átak. Mesta hættan, sem nú er á vegi skólanna, er sú, að þeir telji alla menntun geta verið skóla- menntun. Og mesta hættan, sem nú er á vegi skólaæskunnar, er sú, að henní gleymist, að enginn þroski næst án átaks. Líf og starf bóndans og skáldsins, sem fædd- ist norður undir heimsskauts- baug og dó vestur undir Kletta- fjöllum, ætti að geta hjálpað okk ur til þess að skilja þessar hætt- ur og vinna bug á þeim. Þess vegna hefi ég minnzt hans hér. í einu af bréfum sínum segir hann: „Ég er bara hversdagsmað ur í öllu, en hef aðeins reynt að lifa ofurlitlu andlegu lífi eftir beztu getu“. Þetta er það fyrst og fremst, sem skólarnir þurfa að kenna nemendum sínUm: Að lifa andlegu lífi eftir beztu getu. Skáldbóndinn gat það án skóla- lærdóms. Við eigum að reyna það með hjálp skólanna. Með þessum orðum lýsi ég 19. norræna skólamótið sett. Að ræðu menntamálaráðherra lokinni var þjóðsöngurinn leik- inn en næstur tók til máls mennta málaráðherra Dana, K. B. Ander sen. Sagði hann m.a. að þetta væri sérstakur hátíðisdagur hjá skólafólki á Norðurlöndum, því að í fyrsta skipti í sögu norrænu skólamótanna væru þátttakendur saman komnir á íslandi. Margir viðstaddra þekktu eflaust fsland frá fyrri heimsóknum, fegurð landsins og einstaka gestrisni ía lendinga. Aðrir hefðu lengi hlakkað til að sjá sögueyjuna fyrsta sinni. K. B. Andersen sagði, að nú færu fram umræður um breytingar á kennslumálum á Norðurlöndum I þá átt, að skól arnir útskrifuðu einstklinga m'eð tilliti til þess að þeir gætu all- ir mætt þeim kröfum, er gerðar eru í nútíma þjóðfélagi. Á Norð urlöndum hefðu fastar venjur skapazt á sviði skólamála og kæmi þetta sér að ýmsu leyti vel, en í annan stað gæti það einnig komi.ð í veg fyrir örar og nauð- synlegar umbætur. Skólinn ætti nú að búa nemendur undir nám allt lífið, en ekki vera algjör- lega lokatakmark eins og hjá fyrri kynslóðum. Auka yrði fjölda sérskóla, svo að sérhver einstaklingur fyndi eitthvað við sitt hæfi og gæti orðið að nýtum þjóðfélagsþegn. Norðurlandaþjóð irnar gætu unnið að mörgu sam- eiginlegu í þessu tilliti og lært margt hver af annarri, en samt yrði að hafa opin augu fyrir því, er gerðist annars staðar í veröld inni. fslendingar hefðu náið sam band við umheiminn og einmitt þess vegna getað unnið stórvirki á skömmum tíma. Hinar Norður landaþjóðirnar mættu því margt læra af Íslendingum. Þegar K.B. Andersen, mennta málaráðherra, hafði lokið máll sínu var þjóðsöngur Dana leik- inn og viðstaddir sungu með. Síðan tók til máls menntamála- ráðherra Finna, Jussi Saukkon- en. Flutti hann mótinu kveðjur ríkisstjórnar Finnlands og skóla manna þar í landi. Sérstaklega flutti hann kveðjur til íslendinga sem hefðu nú tekið að sér að halda þetta mót sem krefðist mikils undirbúnings. Saukkonen sagði, að norræn samvinna hefði Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.