Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐID Föstud.agur 23. Júlí 1965 Staðreyndir viiur- kenndar í USSR UNDANFARIÐ hafa stað- ið yfir í sovézkum tímarit- um margvísleg, óvenjuleg skrif um vandamál skipu- lagnlngar sovézks efna- hagslífs. Þar er m.a. viður- kennt í fyrsta skipti, að at- vinnuleysi ríki í Sovétríkj- unum, og brýtur sú full- yrðing algerlega í bága við grundvallarkenningar kommúnismans. — Sam- kvæmt þeim, er atvinnu- leysi aðeins fylgifiskur efnahagskerfa Vesturlanda. Annar þáttur þessara skrifa fjallar um hagfræði- legar upplýsingar, sem birt ar eru á vegum stjórnarinn ar um ýmsa þætti atvinnu- lífsins. Þekktur, sovézkur hagfræðingur komst ný- lega svo að orði, að lítt væri á þeim byggjandi. Sagði hann, að tölur um kornframleiðslu í Sovét- ríkjunum væri firra ein, fölsun, sem samræmdist ekki þeirri staðreynd, að flytja hefði orðið inn korn í stórum stíl. Gat hann þess til, að miðað væri við ó- þurrkað korn. Annar hagfræðingur hef- ur haldið því fram, að svo lítið sé á tölum hagstofu stjórnarinnar byggjandi, að öruggara sé að leita upp- lýsinga í bandarískum tímaritum um sovézkt efnahagslíf. Atvinnuleysi meira en á Vesturlöndum og í USA í síðasta hefti sovézka tíma- ritsins „Problems of Economy" (Vandamál atvinnulífsins) seg ir hagfræðingurinn Yefem Manevich frá atvinnuleysi í Sovétríkjunum. Atvinnuleysi samræmist ekki kenningum kommúnismans, og hefur því fram til þessa verið óhugs- andi vandamál. Því hefur aldrei verið viðurkennt, að þ~ð væri til; því hefur aldrei komið til umræðu að berjast gegn því. Manevich birtir fyrstu töl- umar, og þar kemur í ljós, að vandamálið er ekki minna í Sovétríkjunum, víða verra, en á Vesturlöndum, og á sér sum- part svipaðar orsakir. í Leningrad og Moskvu er um 6—7% íbúanna atvinnu- laixsir. Heildartalan er þó miklu hærri, segir Manevich (hærri en í Bandaríkjunum), og í einstaka héruðum ríkir allt að því neyðarástand. í Síberíu er atvinnuleysið mest, þar eru 25% íbúanna án at- vinnu. Það hefur verið vitað á Vest urlöndum undanfarin ' tvö ár, að atvinnuleysi er vaxandi vandamál í Sovétríkjunum. Ástæðurnar eru aðallega van- kantar á míðstjórn efnahags- mála, og vanþróun iðnaðar í afskekktum borgum og bæj- um. Atvinnuleysið hefur fram til þessa verið falið með ýms- um brögðum. Manevich gerir meira en að skýra frá því. Hann kemur fram með á- kveðnar tillögur til úrbóta, og leggur til, að atvinnuleysing- ar fái styrk, meðan verið sé að þjálfa þá til nýrra starfa. í grein í tímaritinu „Prob- lems of Philosophy" (Heim- spekileg vandamál) er skýrt frá því fyrir skemmstu, að ein orsök atvinnuleysisins sé sú, að verkamenn, sem fram til þessa hafa unnið með tækj- um eldri kynslóðarinnar, kunni ekki að fara með ný- tízku tæki, t.d. trakora og ýt- ur. Þeir hafi verið leystir af hólmi, en sitji síðan uppi at- vinnulausir. Þessi hlið at- vinnuleysis hefur lengi verið fylgifiskur iðnvæðingar á Vesturlöndum. Berorð skýrsla til miðstjórnarinnar Einn meðlima sovézku vís- indaakademíunnar, Aganbegy- an, 33 ára, er einn kunnasti hagfræðingur í Novosibrisk. Hann flutti miðstjórn sovézka kommúnistaflokksins skýrslu sína um ástand atvinnumála í desember sl. Skýrsla hans varð opinber, er hún var flutt í formi fyrirlestrar á vegum éins af bókaútgáfufyrirtækj- um ríkisins. Kosygin. Aganbegyan staðfesti margt, sem lengi hefur verið haldið fram um efnahagsmál í Sovét- ríkjunum. Hann sagði, að hagstofa ríkisins héldi tölum leyndum, svo að hagfræðingar víða um landið fengju þær ekki í hendur. Iðulega væri bezt að leita í bandariskum tímaritum, að réttum upplýs- ingum. Aganbegyan réðst harkalega á annan- starfsbróð- ur sinn, Stavrosvky, og sagði hann hreinlega hafa farið með ósannindi, er hann neitaði op- inberlega á síðasta ári skrif- um í Bandaríkjunum um á- stand efnahagsmála. „Undarlegar“ tölur hagstofunnar Sömuleiðis sagði Aganbegy- an, að þær tölur, sem fengjust hjá hagstofunni væru mjög undarlegar. Hann nefndi til dæmis tölur um kornfram- leiðslu. Þær segðu, að korn- framleiðsla í Sovétríkjunum hefði numið um 8 milljónum skeppa árið 1963. Segir Agan- begyan, að ef hér væri farið með rétt mál, hefðu Sovétrík- in orðið að selja korn á er- lendum markaði, í stað þess að kaupa það. Hann og starfs- bræður sínir í Novosibrisk hafi gert mjög- nákvæmár á- ætlanir um komþarfir þjóðar- innar, og m.a. tekið til greina það korn, sem notað er til ó- löglegrar fóðrunar á kvikfén- aði. Niðurstöðutölurnar hafi hins vegar orðið mjög miklu lægri en ofannefnd tala hag- stofunnar. „Blautvegið korn“ Aganbegyan segir, að það sé skoðun sín, að þessar tölur séu vísvitandi rangar, að korn ið hafi verið vegið vott, ekki eftir að það var þurrkað. Því hafi það komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar í ljós kom, hversu illa horfir með framkvæmd núverandi sjö ára áætlunar. „Sannleikurinn er sá“, sagði Aganbegyan, „að efnahagsvöxturinn eykst ekki, það dregur þvert á móti úr honum“. Hagfræðingurinn telur iðn- að Sovétríkjanna standa langt að baki iðnaði í öðrum nútíma þjóðfélögum. Hann tók eitt dæmi, verkfæraiðnaðinn. — Hann kvað jafnmörg tæki til framleiðslu þeirra vera fyrir hendi og í Bandaríkjunum, en helmingur þeirra væri hins vegar ónothæfur á hverjum tíma, sakir bilana. Því væri nú svo komið, að fleiri ynnu að viðgerðum, en við sjálfa framleiðsluna í þessum iðn- aði. Aganbegyan sagði jafn- framt, að vinnuafl Sovétríkj- anna væri verr nýtt en í nokkru vestrænu landi. „Neyzluvörur eins og í heimskreppunni“ Um timburiðnaðinn sagði hann, að ekkert timburfram- leiðsluland í heimi sýndi eins léleg afköst, ef miðað væri við unnin við. Eitt af því, sem vikið var að í fyrirlestrinum, var ástandið á neyzluvörumarkaðnum. „Við Framhald á bls. 23. Kr. au. // -/<?-?? //&»//(' c, //o /■6ö. cno OTV o-o — /&L ? _ " J *// 2~ /drréýc^jc) / úrO. crd //o^ oO // 2. r ÁcccIsl rZcrrv\ APtf. Crt> / /frtoJdÁ Oj - /Óú crO • ......,^...;.w.......... f. ... ^ q G"0 7 /ro. oc •’ * Kr. • íslenzk gestrisni Gestrisni okkar íslend- inga hefur löngum verið lofuð mjög og þá vart af tilefnis- iausu. En hætt er þó við, að tvær þýzkar konur, sem hér dvöldust um tíma, hafi aðra sögu og ófegurri að segja, því að móttökur þær, er konurnar fengu á bæ eimtm hér úti á landsbyggðinni, hljóta að telj ast fyrir neðan allar hellur. Forsaga þessa máls er sú, að ferðaskrifstofa ein hér í borg fær bréf þess efnis frá erlendri ferðaskrifstofu, að hún útvegi tveim konum, sem ætluðu hing að til lands, gistingu á ódýru og þægilegu gistihúsi úti á landi, þar sem nóg væri af allskyns skepnum, kúm, hestum, kind- um o. fl., því að báðar langaði til þess að kynnast íslandi frá þeirri hlið. Ferðaskrifstofa þessi hafði áður haft fregnir af bóndabæ einum hér, sem veitti þess kon ar þjónustu, og hafði bóndi sá, sem þar bjó, áður lýst fyrir forráðamönnum hennar hinni góðu og ódýru þjónustu, er hann hefði upp á að bjóða. Af þessum sökum leitaði ferða- skrifstofan til hans um fyrir- greiðslu fyrir þessar tvær kon- ur og kvaðst hann reiðubúinn til að taka á móti þeim. Einnig fékk ferðatskrifstofan að vita hjá honum, hvað dvöl kvenn- anna tveggja mundi kosta og reyndist það vera 350 krón ur á dag. Hinni erlendu ferða- skrifstofu þótti þetta of dýrt í fyrstu og afþakkaði því boðið en sendi skömmu seinna bréf, þar sem hún samþykkti kostn- aðinn fyrir hönd kvennanna. íslenzka ferðaskrifstofan hafði þá aftur tal af áðurnefnd um bónda, þar sem hún endur pantaði gistinguna fyrir kon- umar og samþykkti hann það með sömu kjörum og aður, að því er ferðaskrifstofan taldi. En annað varð uppi á teningn um, þegar konumar komu á bæ inn. Fyrst í stað vildi bóndinn ekki kannast við, að hann hefði iofað þeim gistingu, og sagði þeim að öll herbergi væru upp tekin. Konurnar sýndu honum þá skjöl þau, er þær höfðu milli handanna, og varð bondi þá að gefa sig. Hann lét þær fá herbergiskytru eina, sem geng ið var i inn af eldhúsinu. Var herbergi þetta allt fremur ó- hrjálegt, skítugt og auk þess alltof lítið, að sögn kvennanna, og einmg var þjónusta öll held ur léleg og maturinn, sem þær fengu, ólystugur, enda fór það svo að konurnar höfðu sig á brott eftir rétt rúmlega eins dags dvöl þar, skv. upplýsing- um ferðaskrifstofunnar. Að skilnaði lét bóndinn þær fá reikning þann, sem.hér sést á myndinni, og fengu þær hann síðan ferðaskrifstofunni 1 hend Kr. ráku að sjálfsögðu upp stór augu, er þeir sáu reikninginn, þar sem hann var talsvert hærri en reiknað hafði verið með og segja konurnar að ekki komi til greina að greiða hann. Og við það situr nú. Nýtt símanúmer: 38R2Q BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.