Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 12
12 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrseti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. FRAMTÍÐAR- VERKEFNI í A TVINNUMÁL UM MORGUNBLAÐID F8stu(Jagur 88. Jðlí 1965 Sumir verða þar auð- kýfingar á einum degi STAÐURINN heitir Cristall ina og er langt fra öllum mannabyggðum, í béraðinu Goyaz í Brasilíu. En í Cristall- ina, eins og víðar í Goyaz, finnast dýrir steinar í jörðu, gulir tópazar, fjoluibláir amet- ystar, rósraúðir rúbínar og bergkristallar hreinir og tærir — og ef heppnin er með, geta menn auðgast ótrúlega í Cristallina á örskömmum tíma. Þannig var það til dæmis um José nokkurn Carlos da Silva, sem kom til Cristallina að freista gæfunnar og var vanla búinn að stin-ga niður skóflu er upp í he'ndur honum kom heljarstór og fagurgulur tópaz — svo verðmætur, að José Carlos da Silva hefur ekki þurft að gera handAak síðan. En það eru ekki allir svo heppnir. Sumir grafa þarna og grafa mánuðum saman án þess að finna stein sem tali taki. Samt drífur menn að sí og æ, svo að nú eru taldir vera í Cristallina um fimm- tán þúsund manns. Öllum er þess beiðast er úthlutað jarð- arskika, sem er sex metrar á lengd og einn á breidd og greiða fyrir hann tíu hundr- aðshluta andvirðis þess sem þeir vinna þar úr jörðu. í Cristallina er yfir fjöru- tíu stgia hiti flesta daga, en næturfrost töluvert. Þar er fátt er freisti til langdvalar, en þó er það svo, að gimsteina grafararnir ílendast þar von úr viti. Það er erfitt að slíta sig frá holunni sinni, kannski eru ekki nema nokkrir metrar niður á gimsteininn, sem um- buni aflt erfiði’ð, kannski kem ur hann upp í hendurnar á manni í fyrramálið, kannski — og þessvegna eru þeir kyrr ir. En á svona stað, þar sem sumir höndla hamingjuna og aðrir sjá engan afrakstur af striti sinu, er óhjákvæmMegt að oftlega komi til missættis og menn skeyti skapi sínu hverjir á öðrum. Ríkislögregl an hafði af því spurnir, að í Cristallina væri ofgnótt skot- vopna og notkun þeirra tíðari en góðu hófi gegndi og gerði út hóp, vaskra manna að hafa eftirlit me'ð því að lög og réttur væru í heiðri höfð á þeim stað, þó fjarri lægi höf- uðborginni. Og lögreglumenn- irnir héldu til gimsteinabæjar ins staðráðnir í að koma lög* um yfir allan óaldarlýðinn í Cristallina. Þeir komu aldrei aftur. Leitarsýkin greip þá og þeir fengu sér skika að grafa í, svona að gamni sínu. En fyrr en varði var gamanið orðið alvara, lögreglustjórinn gleymdur og öll hans fyrir- mæli — og nú ríkir aftur í Cristallina einn og óskoraður réttur hins sterka. >f Svona er umhorfs í Cristallina — eins og í lundahyggð, hver holan við aðra og fjölsetnir rimarnir á milli. í næstu árum bíða mikil ^ verkefni úrlausnar í ís- lenzku atvinnulífi. Stærst þeirra eru stórvirkjunar- og stóriðjumál og aukning og efling fiskiðnaðar í landinu. Þessa dagana standa ýfir , viðræður um alúmínmálið og unnið er að undirbúningi stór virkjunar við Búrfell, en lög um Búrfellsvirkjun voru sam- þykkt á Alþingi sl. vetur. — Allar líkur benda til, að já- kvæð niðurstaða verði af samningaviðræðunum um Alúmínverksmiðjuna. í því sambandi er nauðsynlegt, að við athugum nánar einn þátt þess máls, sem athygli hefur þegar verið vakin á, en það er hvort hægt verði að koma hér á fót, í sambandi við alúmínverksmiðjuna, víðtæk- um iðnaði úr alúmíni. Eitt mikilvægasta atriði við stóriðjurekstur hér á landi er einmitt það, að með honum flytzt inn í landið, margvís- leg tækniþekking og fram- leiðslumöguleikar, sem við höfum enn ekki yfir að ráða. Margvíslegur hliðariðnaður úr alúmíni ryður sér mjög til rúms erlendis og þeim vöru- tegundum fer fjölgandi, sem framleiddar eru úr alúmíni, sérstaklega á sviði byggingar- iðnaðar og væri það auðvitað mjög mikilvægt fyrir okkur íslendinga, ef takast mætti að framleiða hér innanlands, í ríkari mæli en nú er, bygg- ingarvörur. Eitt erfiðasta vandamál íslenzks iðnaðar hefur jafnan verið skortur á hráefnum innan lands og er augljóst, að miklir möguleik- ar skapast í .þessum efnum, ef alúmínframleiðsla hefst hér á landi. Hugmyndir hafa einnig verið uppi um byggingu olíu- hreinsunarstöðvar hér á landi »g töluverð undirbúnings- yinna hefur þegar verið unn- In í því máli. Olíuhreinsun innanlands veitir tækifæri til þess að koma hér á víðtækum efnaiðnaði, en hann er ein- hver ábatasamasti iðnaður, *em til þekkist erlendis. Er þess að vænta, að hugmynd- nnum um olíuhreinsun og efnaiðnað verði fylgt eftir og ítarlegar rannsóknir fari fram á hagkvæmni slíks iðn- aðar fyrir okkur. Miklar framfarir hafa orðið í fiskiðnaði hérlendis síðasta áratuginn og hefur þar orðið mikil breyting frá því, er fisk- nrinn var seldur úr landi ó- unninn, að mestu. En þótt mikið hafi áunnizt í þessum efnum, eru þó mikil verkefni á þessu sviði óleyst enn. Sérstaklega er nauðsyn- legt fyrir okkur að auka og efla síldariðnaðinn í landinu, en með því er hægt að stór- auka enn verðmæti þeirrar síldar, sem hér aflast. Reynsla okkar í þessum efn um á undanförnum árum bendir eindregið til þess, að okkur sé nauðsynlegt að taka upp nána samvinnu við er- lenda aðila, sem meiri reynslu hafa á þessu sviði en við, sér- staklega í tæknilegum efnum og við markaðsöflun. Það er ekki vanzalaust, að mikil síld- arþjóð hafi enn ekki komizt upp á lag með að leggja niður og sjóða niður síld í miklu stærri stíl en gert hefur verið hingað til, meðan nágranna- þjóðir okkar kaupa íslenzka síld einmitt í þeim tilgangi að fullvinna hana og stórauka þannig söluverðmætið. Þetta eru hin stóru verk- efni í íslenzku atvinnulífi, sem leysa þarf á næstu árum. Þau verða ekki leyst á viðun- andi hátt, nema í samvinnu við erlenda aðila um tækni- kunnáttu, markaðsöflun og hagkvæm fjárfestingarlán. — Nauðsynlegt er, að viðkom- andi aðilar, atvinnurekendur, stjórnarvöld og aðrir, sem hafa með þessi mál að gera, einbeiti sér að þessum verk- efnum á næstu árum af aukn- um krafti. Ungir Sjáíf- stæbismenn k undanförnum árum hafa ungir Sjálfstæðismenn styrkt samtök sín mjög, bæði heildarsamtökin og hin ein- stöku félög út um land allt. Greinilegt er, að þetta starf er nú farið að bera ríkulegan ávöxt í sívaxandi fjölgun með lima og auknum áhrifum þeirra innan Sjálfstæðis- flokksins og utan. Skipulag heildarsamtak- anna, Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, hefur verið endurbætt í samræmi við kröfur nýs tíma og samtökin hafa fengið stórbætta starfs- aðstöðu, sem gerir þeim kleyft að halda uppi nánara sambandi við hin einstöku meðlimafélög en áður. Þá hefur starfsemi hinna einstöku félaga úti um lands- byggðina verið aukin svo sem kostur er, eftir aðstæðum á hverjum stað, en í mörgum hinna fámennari byggðarlaga er auðvitað töluverðum erfið- leikum bundið að halda uppi fjölbreyttu félagslífi. Mikilverðast af öllu er þó, að meðal ungra Sjálfstæðis- manna um land allt, ríkir mikill framfaraandi og um- bótavilji og glöggur skilning- ur á því, að þeir tímar, sem við lifum á, gera þær kröfur, að þjóðin verði sífellt vak- andi fyrir hinum miklu bylt- ingum sem verða með ótrú- legum hraða á sviði tækni og vísinda. Ungir Sjálfstæðismenn hafa sýnt það í ræðum og riti, að þeir skilja nauðsyn þess, að íslenzk þjóð fylgist vel með því, sem gerist í þeim efnum hjá stærri þjóðum og, að við tileinkum okkur ávöxt þess rannsóknarstarfs, sem þar fer fram eftir því sem okkur hent ar, jafnframt því sem vísinda- og rannsóknarstarfsemi verði aukin hér innanlands á þeim sviðum, sem við erum hæf- astir til þess að starfa á. Á þessum miklu breyting- artímum er mikilvægasta verkefni ungra Sjálfstæðis- manna á næstu árum að marka skýra, djarfa og fram- farasinnaða stefnu í atvinnu- málum okkar, þar sem tekið verði tillit til örrar þróunar og stórstígra framfara, sem næstu áratugir bera í skauti sér. Þeir verða einnig að ©in- beita sér sérstaklega að því að móta skýra og umbótasinn- aða stefnu í hagsmunamálum unga fólksins í landinu, sér- staklega menntamálum og húsnæðismálum. í þeim efn- um er mikilla umbóta þörf og engir eru betur til þess fallnir að gera sér grein fyrir þörfum upprennandi kynslóðar í þess- um efnum, en einmitt fulltrú- ar þeirrar kynslóðar, sem þekkja af eigin raun þau vandamál sem hún á við að stríða og viðhorf hennar til þeirra. Þess ber að vænta, að ungir Sjálfstæðismenn sýni í þess- um efnum sama dug, þor og dirfsku og þeir hafa svo greinilega sýnt í þróttmikilli, skipulagðri uppbyggingu sam fcaka sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.