Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 17
Fðstuffagur 23. júlí 1965 MOBCUNBLADIÐ 17 Gtiðimmdur Helgason IVIinningarorð GUÐMUNDUR Helgason tré- smiðux, er jarðsunginn í dag frá Dómkirkjunni. Fyrir fáum dögum frétti ég, að frændi minn Guðmundur væri allur. >au ör- lög fær enginn umflúið, en eitt er víst, að Guðmundur var und- ir þau búinn, og hann gekk glað ur á Guðs síns fund. Kynni okkar Guðmundar eru raunar jafngömul sjálfum mér. Hann vann frá árinu 1913 á inn- römmunarverkstæði Guðmund- ar Ásbjömssonar uppi á loftinu hjá verzluninni VÍSI á Lauga- vegi 1, en þar var ég heimagang- ur. Margir áttu leið upp á loftið til Guðmundar þar. Flestir list- málarar bæjarins voru vinir hans, en hann sagði seinna svo frá, í blaðaviðtali að verk hans „væri að leggja síðustu nond á verkið, eftir að listmálarinn eða ljósmyndarinn hafa lokið sínu. Og þá liggur alltaf á. Maður reynir að gera eins og hægt 'er. Tekur að sér það sem mögu- legt er að komast yfir. Stundum þegar fallegt málverk kemur, skilur það eitthvað eftir hjá manni.“ Guðmundur Helgason fædd- Íst að Hvítanesi í Hvalfirði 27. október 1888, sonur Helga bónda þar Guðmundssonar. Hann flutt ist til Reykjavíkur 1907. Átti hann lengst af heima á N.iáls- götu 59, en síðustu árin í Norð- urmýrinni. Guðmundur kvæntist hinni ógætustu konu, Guðrúnu JBene- diktsdóttur, og eignuðust þau 7 börn, uppkomin nú. Svo sem áð- ur segir hóf hann 1913 að.vinna á innrömmunarverkstæði Guð- munaar Ásbjörnssonar, og vann þar lengst af, en síðustu árin var hann trésmiður við líkistuverk- stæði Kirkjugarðanna í Reykja- vík. Sem ungur drengur kom ég á verkstæðið til Guðmundar. Hann kveikti í mér eldlegan á- huga fyrir náttúrufræðum, og ég á engum manni meir að þakka fyrir það, að náttúru- fræði er mitt hugstæðasta áhuga mál í dag en Guðmundi. Hann var .vel lesinn á þessu eviði, en hitt var þó meira virði, hve hann gat talað um og út- skýrt leyndardóma náttúrunnar, hve einlæg var aðdáun hans á þessum hlutum, hve ósvikin hrifning hans á furðuverkum náttúrunnar. Mátti segja, að hann kæmist í annan heim, þeg- ar þessi mál bar á góma. Við fórum í náttúruskoðunar- ferðir á stundum, þó alltof fáar. Þeim stundum gleymi ég aldrei, því að allt þetta var honum svo dýrmætt, Gæti ég sagt hon- um frá skemmtilegum hlutum á þessum sviðum, var eins og færi nýtt blóð um æðar hans. Hann lifnaði allur við. Síðast fyrir tveim árum heimsótti hann mig, ekki beinlínis til að þyggja kaffi, heldur til að færa mér skeljasteinsgerfinga úr Fossvogi, sem haiyi hafði fundið og hvetja mig til að rannsaka það mál nán ar. Mér er máski þessi þáttur í fari Guðmundar minnisstæðast- ur Ekki má þó gleyma hinu, að hann hjálpaði mér dyggilega við smíði sumarbústaðar míns, a ég held mest fyrir það, að þarna væri ég tengdari náttúr- unni en ella, nær hans hugðar- málum. Sá, sem unnið hefur með Guð- mundi að smíðum gleymir ald- rei kappi hans. Hann smitaði i frá sér. Allt var svo gott í kring um hann. Eiginlega var ekkert ómögulegt. Guðmimdur átti til að bera sérstæðan persónuleika, hann var engum líkur. Vini átti hann marga, raunar held ég, að allir hafi verið vinir hans, sem kynnt ust honum. Umtalsfrómari manni hef ég ekki kynnst. Guðmundur Helgason dó og lifði sem einlægur trúmaður. Hann var einn þeirra hamingju- sömu manna, sem áttu trúarsann færingu. Hann var aldrei í vafa um það, hvað við tæki eftir dauð ann. Hann átti frelsið í .Tesúm Kristi. Ég og fjölskylda mín, kveðj- um Guðmund Helgason með djúpum söknuði en jafnframt með þakklæti fyrir viðkynning- una. Hann var okkur hjartakær. Við minnumst hans, sem eins hins bezta manns, sem við höf- um hitt á vegferð okkar. Per- sónulega þakka ég honum alla al úðina og allar hvatningar hans mér til handa. Við sendum konu hans, Guð- rúnu, og öllum börnum þeirra og tengdabörnum innilegustu sam- úðarkveðjur vegna fráfalls hans. Blessuð sé minning þessa góða manns. Megi ísland eignast marga slíka syni. Friðrik Sigurbjörnsson. GUÐMUNDUR Helgason mun seint úr minni líða þeim mörgu, sem kynntust honum. Hann var nágranni minn röska þrjá ára- tugi. Hann var góður nágranni svo af bar óádeilinn, hressileg- ur, greiðvikinn og úrræðagóður. Þótt Guðmundur væri sístarf- andi og léti sér annt um hús og heimili flestum mönhum frem- ur, átti hann sér hugðarefni á öðru sviði sem hóf hann yfir fjöldann. Hann gat setið mður- sokkinn í ferðalýsingar og nátt- úruathuganir þótt bömin væru á hlaupum út og inn u n litla hús- ið á Njálsgötu 59, sem nú er horf ið. Stjörnufræðibækur voru hon um ósvikinn skemmtilestur. Ég minnist þess að hann varð fyrst- ur manna að benda mér á hala- stjörnu, sem hér var á ferð fyrir nokkrum árum, enda mun hann ekki hafa verið óviðbúinn gest- komunni. Þegar hann dvaldist í sumar- leyfi í sveit lét hann ekti góð- viðrisdagana ónotaða. Komiiin á áttræðisaldur tók hann sér i marga morgungönguna upp um fjöll og dali löngu áður en aðrir brugðu blundi — árrisull maður og léttur í spori. Þau hjónin Guðrún og Guð- mundur áttu því láni að fagna að eignast mannvænleg börn í bezta lagi, sem öll hafa verið þeim sérlega samhent um að gera heimilið að sönnu heimfli. Og þáttur frúarinnar í þeirri við leitni verður hvorki mældur né veginn’ Við nágrannarnir þökkum þér fyrir samfylgdina, Guðmundur. Friður sé með þér. Sigurkarl Stefánsson. Til sölu Marta Sigurjónsdóttir Minning F. 12. nóvemb. 1948 J. 15. júlí 1965. Þótt kveðji vinur einn og einn. Og aðrir týnist mér. "Ég á þann vin, sem aldrei bregzt. Og aldrei burtu fer. MARTA dláin! Fregnin um andlát hennar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ekki datt okkur í hug, að það væri í síðasta sinn, sem við sæjum hana þegar við kvöddumst á æfingu kvöldi'ð áður . Við getum sagt svo margt um Mörtu, því við höfum átt marg- ar ánægjustundir með henni, bæði í ferðalögum og íþróttum. Alltaf var Marta lífsglöð og skemmtileg og hrókur aUs fagn aðar hvar sem hún var. Ef eitt- Ihvað bjátaði á í félagsskap okk- ar, var hún alltaf sami tryggi félaginn, reiðubúin til að hjálpa. Ef finna ætti eins duglega og kjarkmikla stúlku og Marta var, mætti leita lengi. Kjörorð henn- ar voru ætfð: „Aldrei að gefa-st upp, þótt á móti blási“, og fylgdi hún þeim dyggilega allt til hinstu ítundar. Það eru ekki aðeins við, sem kveðjum Mörtu með sorgmæddu tijarta, því dauði hennar er reið aralag fyrir alla, sem þekktu hana. Að svona ung og tápmikil stúlka skuli vera tekin frá okk- ur öllum — við vinkonur henn- ar úr handboltanum spurðum bara — hvers vegna? En hver getur svarað því? Mynd Mörtu mun lifa lengi í hjörtum okkar. Við vottum for- eldrum hennar, systkinum og skylöfólki okkar innilegustu samúð. Svo kveðjum við þig Marta með djúpum söknuði og biðjum Guð að blessa minningu þína. Vinkonur úr Ármanni Tendraðu lítið skótaljós .... Okkur langar til að minnast !þín, en vi'ð eigum aðeins fátæk- leg orð, sem á engan hátt megna að lýsa tilfinningum okk ar á þessari stundu. Okkur hef- ur alltaf fundizt skátailjósið þitt svo skært og bjart, en skyndilega er Ijósið horfið — þú ert kom- in yfir landamærin miklu, og horfin sjónum okkar. Við erum hljóðar og sem agndofa, við get um ekki áttað okkur á því, að þú sért ekki lengur í o’kkar hóp. Við minnumst þín sem hins glaða og góða skáta, sem ávalt varst vi'ðbúin — Þú varst okkar góði og trausti félagi og vin- stúlka. Þú hafðir svo einstaklega gott lag á því að vinna vel og vera létt og kát, hvað sem á gekk Sannarlega varstu. góður foringi, og okkur til fyrirmyndar. Við stöndum eftir og spyrjum.: Hversvegna — hversvegna ein- mitt þú, sem hafðir svo mörgum störfum að gegna — störfum, sem við vissum að unnin voru af alúð og álhuga til heilla fyrir land og þjóð. En við þessari spurningu fáum við ekkert svar. En við eigum trú — og það er trúin á Guð, sem er hin bjarg- fasta stoð og mikli styrkur, þeg ar aillt annað bregst. Við trúum því, að þú sért farin HEIM. Far- in til meiri starfa Guðs um geim. Við trúum því, að litla skátailjós- ið, sem þú tendraðir hérna mitt á meðal okkar, eigi eftir að loga enn þá skærar, og lýsa þér langt inn í eilífðina. Litla ljósið þitt Framhald á bls. 23. er húseignin Brekkugata 7B á Akureyri, ásamt bak- húsi hentugu til verzlunarreksturs. Húsin eru á 154 ferm. eignarlóð og leigulóðum ca. 276 ferm. og 176 ferm. Húseign þessi er í miðbæ Akureyrar og er aðstaðan tiivalin til verzlunar eða iðnaðar. Tilboðum í eignina sé skilað fyrir 1. ágúst nk. til Ragnars Steinbergssonar, hrl., Akureyri, sem gefur allar nánari upplýsingar. Einnig gefur Bragi Eiríksson, framkvæmdastjóri,' Melhaga 16, Reykjavík, upplýsingar varðandi eign- ina. II sölu SALTFISKVERKUNARHUS mitt við Skildingaveg 2, Vestmannaeyjum, er til sölu ef viðunandi boð fæst. EIRÍKUR ÁSBJÖRNSSON V estmannaey jum. ALLT TIL FERMLAGA OG ÚTILEGII TJÖLD alls konar hvít og mislit PICNIC TÖSKUR margar stærðir VINDSÆN GUR margar gerðir GASSUÐUÁHÖLD alls konar SVEFNPOKAR mjög vandaðir FERÐAFATNAÐUR alls konar og SPORTFATNAÐUR í mjög fjölbreyttu úrvali. ALLT aðeins úrvals vörur GEYSIR HF. VESTURGÖTU 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.