Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 23. júlí 1965 UM síðustu helgi voru héraðs- mót Sjálfstæðisflokksins hald- in á þremur stöðum á Yest fjörðum: á ísafirði, Bolungar- vík og á Þingeyri. Geysimikil aðsókn var að öllum þessum mótum og töluðu þrír ræðu- menn á hverjum stað og dag- skrártilhögun sú sama og ver- ið hefur á héraðsmótum flokksins í sumar. Svavar Gests og hljómsveit hans skemmti með mjög fjölbreytt- um skemmtiatriðum og ekki má gleyma söngvurunum Elly Vilhjálms og Ragnari Bjarna- syni. Á öllum þessum mótum talaði Ingólfur Jónsson ráð- herra, en auk þess þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu og fulltrúar ungu kynslóðarinnar. Á ísafirði talaði Matthías Bjarnason, al- þingismaður, í Bolungarvík Sigurður Bjarnason alþingis- maður frá Vigur og á Þing- eyri Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður. Af hálfu ungra Sjálfstæðis- manna talaði á ísafirði Jökull Guðmundsson verkamaður, í Bolungarvík Sigurður Helga- son framkvæmdastjóri úr Kópavogi og á Þingeyri Jón Stefánsson framkvæmdastjóri á Flateyri. Á ÍSAFIRÐI Héraðsmótið á fsafirði var haldið í Alþýðuhúsinu og var mjög fjölsótt. Mótinu stjórn- aði Bárður Jakobsson héraðs- dómslögmaður, formaður Sjálf stæðisfélags ísfirðinga. Á meðan á mótinu stóð var erfitt að ná tali af nokkrum manni, en eftir að dansleikurinn hófst með miklu fjöri náðum við tali af Högna Þórðarsyni bæjar- fulltrúa, sem um áraraðir hef- ur verið í fylkingarbrjósti í starfi Sjálfstæðisflokksins í höfuðstað Vestfjarða. Báðum við hann að segja okkur frá því helzta, sem er að gerast á ísafirði um þessar mundir. — Mér finnst rétt að segja frá því í upphafi, að á næsta ári, nánar tiltekið 26. janúar 1966, á ísafjarðarkaupstaður 100 ára afmæli. Hefur verið áformað að minnast þeirra tímamóti á ýmsan hátt og starfandi er afmælisnefnd að undirbúningi hátáðahaldanna, sem verða tvískipt: í fyrsta lagi í kringum afmælið, en al- menn hátíðahöld verða í júlí næsta sumar og vonum við að gamlir ísfirðingar og aðrir fjölmenni þá til ísafjarðar. Verður reynt að vánda til hátíðahaldanna og hafa þau fjöl'breytt. Frá hendi bæjar- stjórnar er lögð á það rík áherzla, að bæjarbúar sjálfir taki þátt í þessum undirbún- ingi með því að fegra hús sín og lóðir. — Atvinnuástand í bænum er yfirleitt gott þó segja megi að ennþá sé það of einhæft. Nú er erfitt að fá vinnuafl þannig að bæjarfélagið hefur ekki getað haldið uppi fram- kvæmdum vegna skorts á verkamönnum í sumar. Mér. finnst þó ástæða til að benda á, að fjölbreytni í atvinnu- lífinu er frafriundan, sérstak- lega í iðnaði. Um þessar mund ir standa yfir miklar fram- kvæmdir hjá skipasmíðastöð Marzellíusar Bernharðssonar. Fyrir tveimur árum var þar byggð stór dráttarbraut, sem getur tekið upp allt að 400 lesta skipum og er það til mikilla hagsbóta fyrir vest- firzka bátaflotann, sem áður þurfti að leita ýmist til Reykja víkur eða Akureyrar og jafn- vel til útlanda með sitt við- hald vor og haust, að minnsta kosti stærri skipin. Nú er ver- ið að koma hér upp stálskipa- smíðastöð hjá Marzellíusi og er þegar búið að reisa hús, þar sem hægt verður að byggja inni 330—350 lesta stálskip. Er nú verið að koma þar fyrir vélum og tækjum. Við bindum miklar vonir við þessa starfsemi og teljum að hún muni veita mörgum at- vinnu og aðrar iðngreinar njóti góðs af. Annars er rétt að benda á það, að hjá skipa- smíðastöðinni hefur nú síðari árin eingöngu verið um við- haldsvinnu að ræða, en okkur vantar illilega nýsmíði og þarf að leggja mikla áherzlu á aukna skipasmíði innan- lands. — Þá má geta þess, að hér hefur verið starfandi nokkur undanfarin ár iðnfyrirtæki, sem nefnist Fjöliðjan og fram leiðir sinangrunargler, og er sú framleiðsla seld viða um land og hefur líkað mjög vel. Hefur þetta fyrirtæki veitt mörgum ágæta og stöðuga at- vinnu. Forráðamenn þess eru nú að undirbúa stofnun verk- smiðju til framleiðslu á mið- stöðvarofnum í samráði við Finnbjörn Finnbjörnsson tsafirði brezkt fyrirtæki og er það mál komið á allgóðan rekspöl. Er búizt við að sú verksmiðja myndi veita talsvert mikla atvinnu. — Rétt um þessar mundir er svo nýtt iðnfýrirtæki að taka til starfa hér á ísafirði, en það er verksmiðja til fram- leiðslu á plastflotum fyrir síldarnætur, þorskanet' og fleiri gerðir af netum. Má bú- ast við að vestfirzki bátaflot- inn eigi mikil viðskipti við það fyrirtæki. Að því standa sömu aðilar og framleiða hér Torginol-efnin. bæði máln- ingu og efni til að 1"""^ á gólf í dúka stað. — Þá vil ég víkja að bygg- ingaframkvæmdum í bænum, sem nú eru með mesta móti. í fyrrasumar var byrjað á 1. áfanga nýrrar byggingu barna skóla. Skólahúsið, sem fyrir er, var byggt árið 1901 og er orðið of lítið og þrengsli mik- il, enda munu börn á skóla- skyldualdri hér vera um 400. í þessum fyrsta áfanga, sem er tvílyft hús við Austurveg, verða 8 kennslustofur, skrif- stofa skólastjóra og kennara- stofa. Nú er að hefjast smíði á samkomusal fyrir skólann, sem er áfastur við þá álmu, sem byggð var í fyrra. Gagn- gerar viðgerðir hafa verið gerðar á gamla skólahúsinu og verður það tengt þessum nýbyggingum, en fyrirhugað er að það verði fjarlægt þegar síðari hluti nýja skólahússins verður byggður. Áætlað er að þessi fyrsti áfangi og sam- komusalur kosti 13-14 millj. kr. og greiðir bæjarsjóður helming. Þetta er stærsta framkvæmd bæjarfélagsins um þessar mundir. — Þá hefur bæjarstjórn samþykkt að byggt skuli fjöl- býlishús á vegum bæjarins og er það mál í undirbúningi. Byggingarfélag verkamanna á nú í smíðum 2 fjölbýlishús með samtals 16 íbúðum, 12 Magnús Ragnarsson Bolungarvík fjögurra herbergja íbúðum og 4 tveggja herbergja íbúðum og er búizt við að hægt verði að flytja inn í flestar þeirra á þessu ári. Auk þess eru all- mörg hús og íbúðir í smíðum í bænum. Nýlega var rifið gamalt verzlunarhús Verzl. Björns Guðmundssonar, og er verið að byggja þar verzlunar- og íbúðarhús. Fyrir nokkru er ' hafin bygging mjólkurstöðvar og standa að henni bændur úr nærsveitum ísafjarðar og Kaupfél. ísfirðinga. Þetta verður stór og mjög fullkom- in mjólkurstöð, sem á að full- nægja þörfinni fyrir slíka starfsemi um langa framtíð. — Mér finnst rétt að það komi fram, að það háir tals- vert byggingum íbúðarhúsa hér í bænum, hvað landrými er af skornum skammti og í mjög náinni framtíð verður erfitt að hafa tiltækar bygg- ingarlóðir og nú þegar er þetta orðið mikið vandamál. Nýtt skipulag af ísafjarðarbæ hefur verið gert af Skipalags- stjórn ríkisins og liggur það fyrir hjá bæjarstjórn til at- hugunar og nokkrir þættir þess hafa þegar verið sam- þykktir. — Á undanförnum árum hefur verið unnið mikið að malbikun gatna í bænum og því verið haldið áfram í sum- ar; nokkrar götur og enn- fremur bifreiðastæði og opin svæði í bænum verið malbik- uð. Ætlunin er að búa tvær götur, Túngötu og Suðurgötu undir malbikun með endur- nýjun og nýlögn vatns og skólplagna. íþróttavöllur var tekinn í notkun í fyrra, en þar er enn mjög mikið verk óunn- ið. Fyrirhugað er að gera sjóvarnargarð við Sundstræti, en um þessar framkvæmdir fer eftir því hvernig tekst að fá vinnuafl til þeirra. — Hafnarnefnd hefur sam- þykkt að steypt verði 12 m. Guðfinnur Einarsson Bolungarvík breið plata á nýja bátahafnar- uppfyllingunni og áformað að setja fullkomna raflýsingu á hafnarsvæðinu og stefnt að því að verkinu verði lokið í sumar. Þá hefur hafnarnefnd- in samþykkt að óska eftir því við yitamálaskrifstofuna, að gert verði heildarskipulag af ísafjarðarhöfn með tillögum um stækkun á viðleguplássi og auknu athafnasvæði. — Útgerð héðan frá ísafirði fer vaxandi og mörg ný og stór fiskiskip hafa bætzt við á undanförnum árum. Jafn- framt hafa frystihúsin stækk- að og verið endurbætt og hafa góða aðstöðu til móttöku og verkunar á fiski. Niðursuðu- iðnaður er hér töluvert mikill og byggist mest á rækjunni úr Djúpinu, en mikil nauðsyn er á öflugum . stuðningi ríkis- valdsins við þá iðngrein til uppbyggingar og öflunar nýrra markaða og til meiri fjölbreytni í framleiðsluhátt- um. — fsfirðingar byggja miklar vonir á framkvæmdaáætlun Vestfjarða og þeim þætti, sem nú er verið að framkvæma í samgöngumálum byggðar- lagsins. Ég tel mikla nauðsyn á því, að við áframhaldandi áætlanagerð fyrir Vestfirði vinni sérfræðingar hins opin- bera í auknum mæli með heimamönnum svo að saman fari sérfræðiþekking og reynsla og kunnugleika heima manna. . — í bænum starfar barna- skóli, gagnfræðaskóli, hús- mæðraskóli, tónlistarskóli og iðnskóli og mikil ánægja er hér yfir samþykkt Alþingis á framvarpinu um mennta- skóla á ísafirði og miklar von ir bundnar við hann varðandi menntun unga fólksins og að hann muni verða lyftistöng í menningarlífi bæjarins. — Félagslíf hefur yfirleitt verið öflugt hér í bæ og marg- ur einstaklingur lagt þar fram Matthías Guffmundsson Hrafnabjörgum - mikið og óeigingjarnt starf, þó öll félagsstarfsemi sé nú erfiðari en áður vegna mikill- ar atvinnu og margs annars, sem tekur tíma frá mönnum. — Það er bjargföst trú min, að ísafjörður eigi að geta eflzt og dafnað í framtíðinni og fólkinu geti fjölgað og vegnað hér vel, ekki síður en annnars sfaðar. Einn af góðborgurum ísa- fjarðar er Finnbjörn Finn- björnsson málarameistari, skemmtilegur og ræðinn mað- ur, sem kann frá mörgu að segja, þótt fátt eitt af þvi verði fest hér á blað. Finn- björn mun einn elzti iðnrek- andi á ísafirði. — Ég byrjaði sjálfstætt hér árið 1923 og hefi stundað mína iðn síðan og einnig verzlun. Oddur sýslumaður Gísilason veitti mér verzlunarleyfið. Hann klappaði á öxlina á mér og minnti mig á, að ég væri ekki verzlunarlærður og þessu fylgdu réttindi og jafnframt skyldur. Ég verzlaði aðallega með málningarvörur, veggfóð ur, gólfdúka o.fl. Ég auglýsti í marga áratugi í Vesturlandi „Málið meira!“ Þetta var orð- in föst auglýsing í Vesturlandi og bankastjórar og aðrir góðir menn buðu mér ekki góðan dag, heldur sögðu við mig: „Málið meira!“ Þeir, sem selja málningu, þurfa eiginlega ekki að auglýsa annað. — Jú, blessaður Vertu, það var oft mikið að gera og mað- ur er búinn að slíta sér út á því að fegra ísafjörð utan og innan, en eftir því hefi ég ekki séð. Öll þessi mannvirki, skip og hús, litlu illa út ef ekki væri málarinn. Já, heimurinn væri ljótur ef ekki væri mái- arinn. — Nú er ég bráðum 74 ára og hættur að starfa að mestu leyti; var þó uppi í kirkjunni að mála hlerana í turninum. — Jú, ég er meðhjálpari við kirkjuna og ég á sæti í þrem- ur nefndum: sáttanefnd, sókn- arnefnd og Áfengisvarnaráði og verið á mörgum fundum i sáttanefnd og fengið fyrir það 12-15 krónur á 12-15 árum. — Hvert er viðhorf þitt til ísafjarðar í dag, FinnbjörnT — ísafjörður er ódrepandi. það hafa oft skipzt á skin og skúrir í atvinnumálunum, en ég hefi aldrei viljað flytja héðan þrátt fyrir ítrekuð til- mæli Sunnlendinga og ann- arra, sem hafa spurt hvera vegna maður væri að hanga hérna fyrir vestan þegar ekk- ert væri að gera. Ég hefi alltaf svarað því til, að það sé ekki aðalatriðið hvar maður lifir, heldur hvernig maður lifir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.