Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 11
FöstudagTB- ífS'. júlí 1.96S MORCUNBLAÐIÐ 11 — Framtíðin er ágæt fyrir Isafjörð. Þetta er batnandi toær og við trúum á það, að ísafjörður eigi sér mikla fram tíð og fari vaxandi á ný ef við böidum unga fólkinu og það vilji lifa hér og starfa. Ég trúi því að ísafjörður eigi bjarta íramtíð og héðan vil ég ekki íara og vona að það sé ósk unga fólksins líka. Og að lokum, Finnbjörn, hvernig líkar þér á héraðsmót- inu? — Mótið líkar mér vel og Sjálfstæðisflokkurinn má vel við una að flytja fróðleik, gleði og gaman til okkar út á lan dsby ggðinni. 1 BOLFNGARVÍK Það var margt um manninn á héraðsmótinu í Bolungarvík ©g hið myndariega félagsheim- ili Bolvíkinga troðfullt út úr dyrum. Mótið var haldið á laugardagskvöld og auk heima xnanna var mikill fjöldi kom- inn á mótið frá Hnífsdal, ísa- firði, Súgandafirði, innan úr Djúpi og víðar að. Bolungar- vík er þróttmikið sjávarpláss og í miklum uppgangi. Út- gerð hefur verið mikil þar á undanförnum árum og farið vaxandi. Einar Guðfinnsson rekur þar mikla útgerð og stórt frystihús ásamt annarri fiskverkun og í fyrra tók til starfa síldar- og fiskimjöls- vérksmiðja fyrirtækisins. Á síðasta sumri vakti alþjóð- PáU Janus Þórðarson Suðureyri ar athygli er Einar Guðfinns- son og fyrirtæki hans leigðu olíuskipið Þyril til síldar- flutninga af miðunum fyrir austan og hófu tilraun, sem þótti mjög athyglisverð en einnig talsvert umdeild. Við snúum okkur til Guðfinns Ein- arssonar framkstj. og spyrjum hann um síldarflutningana, en Bolvíkingar og ísfirðingar hafa nú keypt Þyril í þessa flutninga og heitir skipið nú Dagstjarnan. — Dagstjarnan kom nú í vikunni með fyrsta farminn af síldarmiðunum hingað til Bolungarvikur, segir Guðfinn- ur. Skipið tók farminn, 6,500 máí, á veiðisvæði um 80 mílur frá Færeyjum og verður síld þéssi brædd í síldarverksmiðj unnj hér. — Ég tel það mjög mikil- vægt fyrir sjómenn og útgerð- armenn, að hægt sé að taka sild af veiðiskipunum þegar síldveiðar eru stundaðar á veiðisvæðum langt úti í hafi. Þessir síldarflutningar eru að visu mjög kostnaðarsamir, en ég hefi samt trú á því, að þeir eigi rétt á sér. Hér verður auðvitað reynslan að skera úr um það, hvort það er hag- kvæmt að taka síldina úti á miðunum og flytja hana til fjarlægari staða, þar sem verksmiðjur eru fyrir hendi. Vafalaust væri hægt að yfir- stíga ýmsa örðugleika við síldarflutningana og ekkert er óeðlilegt við það að taka síld- ina úr veiðiskipunum á mið- unum. Flugvélar taka benzín á lofti, skip taka olíu úti í rúmsjó og það ætti að vera hægt að leysa þann vanda, að tak» srld úr veíðiskipunum þótt töluverð bræla sé á mið- unum. — Flutningar eiga að geta aukið mjög veiðimöguleika flotans ef síldin er fyrir hendi, eins og greinilega kom í ljós í fyrra þegar Þyrill tók síld- ina úti i hafi, og voru þá öll veiðiskipin, sem lögðu upp í Þyril, búin að fá síld aftur á þeim tíma, sem tekið hefði að sigla með aflann í land. Þetta hefur svo endurtekið sig nú í sumar. — Þá má geta þess, að Dag- stjarnan hefur aðstöðu til þess að láta veiðiskipin hafa olíu og vatn og það hefur einnig Rafn A. Pétursson Fiateyri gerzt nú, að skip hafa fengið oliu og vatn úti á mið- unum og hafa veitt síld á þeim tíma, sem þau hefðu annars þurft að nota til að sækja vistir og eldsneyti. — Þetta tvennt sýnir ljós- lega, að úthaldstími fiskiskip- anna við sjálfar veiðarnar get ur lengzt verulega. — Þegar hefur verið komið fyrir í Dagstjörnunni búnaði til þess að flytja kælda síld í geymum og höfum við í huga á því að gera í sumar tilraun með slíka flutninga á síld til frystingar eða söltunar. Þeir fiska vel á handfæri hér fyrir vestan og við röbb- uðum Við einn handfærasjó manninn. Það er Magnús Ragnarsson í Bolungarvík. — Já, þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við* erum þrír á trillu, Guðjón fóstur- faðir minn Jónsson, hann er gamall forrhaður og mjög áhugasamur og stundar enn sjóinn þótt hann sé orðinn 71 árs og gangi við tvær hækjur. Sá þriðji er Benedikt Jónsson, gamail skipstjóri hér í Bol- ungarvík, sem er hátt á sjötugs aidri. Við erum á 5 tdnna trillu, sem heitir Guðjton eftir gamla manninum. -— Gæftirnar hafa verið einstaklega góðar og varla fallið úr dagur. Við byrjuðum 20. maí og fengum 11 þús. kr. í hlut. í júní var aflinn 35.800 kg. og hluturinn 30 þús. kr. að sem af er júlí höfum við fengið 18 tonn. — Þetta hefuf yfirleitt ver- Guðmundur Ragnarsson Hrafnabjörgum ið vel sæmilegur fiskur, var reyndar frekar smár í júní, en hefur verið ágætur núna í júlí. - Ég er nú búinn að vera sjö sumur á færum og þetta er bezta vertíð á handfærum, sem við höfum fengið hér á Vestfjörðum. Við höfum aldrei fiskað eins vel og í sumar. — Við sækjum nokkuð út af Rit eða i vestur Djúpkant- inn og yfirleitt er þetta 1% til 2% tíma að róa á miðin. Á ÞINGEYRI Síðasta mótið var svo hald- ið í Félagsheimilinu á Þing- eyri á sunnudag og var þar mikið fjölmenni, eða eins og rúmaðist í húsinu. Eitt þekktasta iðnfyrirtæki á Vestfjörðum er Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. Þetta er gamalgróið fyrirtæki, stofnað 1913, og er þjóðþekkt fyrir vandaða vinnu og þjónustu. Reyndar er það líka mjög vel þekkt í brezku hafnarbæjunum, sem senda togara á íslandsmið og leitað hafa til Þingeyrar áratugum saman. Stofnandi fyrirtækisins, Guðmundur J. Sigurðsson, er nú rétt á níræðisaldri og gengur enn hvern dag til starfa í vélsmiðjunni. Matthí- as sonur hans veitir fyrirtæk- inu forstöðu ásamt föður sín- um. Við biðjum Matthias að segja okkur frá framkvæmd- um á Þingeyri. — Óskadraumur okkar hér á staðnum hefur verið hafn- argerð til að veita bátunum gott skjól fyrir fjarðarbár- unni, þannig að bátarnir geti legið í góðu vari og menn þurfi ekki að vaka yfir bát- um sínum, eins ög oft hefur komið fyrir. Með slíkri hafn- argerð getur úthaldstími minni bátanna orðið lengri, en oft hefur þurft að taka þá á land snemma á haustin vegna erfiðra hafnarskilyrða. — Viðgerðaþjónusta við skipin hefur verið afar erfið af sömu ohsökum. En nú er þessi óskadraumur okkar áð rætast og byrjað er að gera hér lokaða höfn. Framkvæmd ir þessar hófust í fyrrahaust og var þá byrjað á landfyll- Framhald á bls. 23 Gunnhildur Guðmundsdóttir og Jón Stefánsson, Flateyri. Danskar hiEastengur komnar. — Upplýsingar að Langholtsvegi 176 eftir kl. 8 siðdegis. Jón Trausfason Simi 35310. ÞRÍFA8A RAFMÚTORAR Fyrirliggjandi mótorar af ýmsum stærð- um, 3000 — 1500 — 1000 og 750 snún/mín. Mótorarnir eru vatnsþéttir, málsetning samkvæmt IEC. Söluumboð: VÉLADEID S. í. S., Ármúla. Sími 38900. JÖTUNN H.F., Hringbr. 119. Sími 20500. Bíll tíl sölu Fimm manna bíll til sölu (ENSKUR) model 1955 í góðu ásigkomulagi. — Verð eítir samkomulagL Upplýsingar í síma 14616- litsala — IJtsala Á útsölunni kápur, kjóiar, dragtir og blússur á mjög hagstæðu verði. — Kjólar frá kr. 250,00. Kápur frá kr. 800,00. Fatnaður Skólavörðustíg 3. Ljósbrúnt skinn 31—33 — Verð kr. 450,00 34—38 — Verð kr. 490,00 39—42 — Verð kr. 545,00 — PÓSTSENDUM — Austurstræti 10. — Laugavegi 116. * titsafa KÁPUR o g KJÓLAR í miklu úrvali. — Mikill afsláttur. FATAMARKAÐURINN Hafnarstræti 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.