Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 24
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins 164. tbl. — Föstudagur 23. júlí 1965 Helmingi íitbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 1 Þorskur gleypti úr skipstiórans í 'VETUR missti skipstjóri lir ið af handieggnum á sér í sjó- inn, er hann var að veiðum út af Reykjanesi. Skömmu seinna kom sjómaður með úr ið til úrsmiðs, og kvaðst hafa fundið það í þorskmaga. Var úrið óskemmt með öliu. Hjörtur Björnsson, úrsmið- ur hjá Magnúsi Benjamins- syni, hafði tekið við úrinu þegar sjómaðurinn kom í veralunina og hafði meðferð is Pierpond armbandsúr, gyllt ísg var bandið í sundur. Sagð- ist sjómaðurinn hafa fundið það í þorskmaga og bað Hjört að líta á það. Úr þetta revndist vera í ábyrgð, keypt 16. nóv- ember 1964 hjá þessari verzl- un og skrásetningarnúmerið var 14571. Eigandi var skráð- ur Óskar Karl Þórhallsson, skipstjóri á Víði II. Hjörtur sagði að ekkert hefði verið að úrinu, enginn sjór hefði komizt í það og glerií^verið alveg heilt. Gerði hann við keðjuna og sagði sjó manninum að sér fyndist að hann ætti að fara með það á lögreglustöðina. En það hefur ekki verið gert enn. Eigandi úrsins, Óskar Karl Þórhallsson, er búsettur á Húsavík. Hann er nú á síld- veiðum með Víði II. En kona hans staðfesti við fréttarit- ara Mbl. á Húsavík, að þetta væri rétt. Óskar hetfði týnt úrinu þannig að það datt í sjóinn er hann var að veiðum út af Reykjanesi í marzmán- uði í vetur. Hefur þorskurinn líklega séð þennan glitrandi bita þeg ar hann kom niður í gegnum sjóinn hjá honum og talið að þarna færi hnossgæti, sem sjálfsagt væri að gleypa í snarheitum. 100 manns í hópferð til eyðibýlanna í Aðalvík ÁTTHAGAFÉLAG Sléttuhrepps hyggst fara eftir nokkra daga í ferðalag vestur í hreppinn, sem nú er algerlega í eyði. í hópnum verða um 100 manns, fólk, sem áður bjó í Sléttuhreppi, skyldu- lið þeirra og nokkrir kunningjar. Félagið hefur efnt til skemmti- ierða árlega, en þá aðeins farið um Suðurland eða Borgarfjörð, svo að nú þótti tilvalið að heim- sækja átthagana. Fólkið fer ýmist á eigin bíl- um, rútum eða með flugvélum til ísafjarðar. Frá ísafirði verður haldið með Fagranesinu kl. 5 nk. íimmtudag til Hesteyrar og siðan að Sæbóli og Látrum í Aðalvík. Kona sr. Sigurðar Einarssonar í Holti, frú Hanna Karlsdóttir, er ættuð úr Aðalvík og verða þau hjónin með í förinni. Mun séra Sigurður messa í kirkjunni á Stað í Aðalvík á sunnudaginn kl. 2. Ferðafólkið mun búa í göml- um húsum, en margir Sléttu- hreppsbúar hafa haldið við eða látið halda við húsum sínum þar. Til ísafjarðar verður aftur haldið á mánudag (verzlunar- mannafrídaginn). Fararstjóri verður formaður Átthagafélags Sléttuhrepps, Ingi- mar Guðmundsson, kaupmaður. Húsastæðið í Surtsey, Syrtlingur í baksýn. Málin rædd, þegar gengið Yfirsmiðurinn Eggert Ólafssoni þriðji frá vinstri. frá undirstöðunni. - Ljósm.: Sigurgeir. Ekki gefur í Surtsey til húsbyggingar EKKI ætlar að ganga vel að koma upp fyrsta húsinu í Surts- ey. Loks þegar húsið er full- smíðað í flekum í Vestmanna- eyjum, þá gefur ekki til að flytja það út í eyna. Hópur manna úr Vestmannaeyjum og Reykjavfk hafa nú beðið tilbúnir til að koma húsinu upp í hálfan mán- uð og í síðustu viku dag frá degi, en ekki komizt með húsflekana í eyna. Verður það enn reynt nú um helgina. Þann 4. júlí var farið í Surts- ey og iagðar undirstöður undir þetta 70 ferm. hús. Erfitt er að finna nægilega góða undirstöðu, en húsinu er vaiinn staður aust- Geysilegt gufugos úr borholti við IVfývatn norðaustan til á eynni, rétt við hraunjaðarinn að austan, þar sem hraunið rann lengst til norð urs. Þar var borað, steypt í 10 bala og stórir og miklir jarð- bitar boltaðir niður. Ofan á þetta á að reisa flekana. Húsið á að standa nokkurn spöl frá sjó, svo að erfitt er með efnis- flutninga til hússins. En eftir að búið er að koma flekunum i land, er yfir þungan sand, víkur og úfið hraun að fara rneð þá. Fundur um atvinnumáK ISt- og A- lands NEFND SÚ, sem ríkisstjórnin skjpaði til að ráða fram úr örð- ugleikum í atvinnumálum á N- og Austurlandi, hélt fyrsta fund 6inn á Siglufirði í gær. Var hann með síldarsaltendum og ráða- mönnum frystihúsa þar. Fundur- inn stóð enn, þegar Mbl. fór í prentun. 245 hvalír Akranesi, 22. júlí. Kl. 4:30 í dag höfðu 245 hval- ir veiðst á þessari hvalvertið. —■ Oddur. Flutningaskip Sem- entsverksmiöjunnar getur lestað 1100 t.n. og skipað upp 60 d klst Trecyari afli við Eyjar ALLMÖRG skip hafa farið af miðurium fyrir austan og haldið til Vestmannaeyja, en þar var afiinn tregari en að undanförnu. í fyrrinótt fengu 8 skip síid þar og fiuttu til Reykjavikur, alls 6000 tunnur. Mývatnssveit, 22. júlí. í gærdag hófst gufugos í kröft úgustu borholu, sem nú gýs hér á landi. Hún er í Bjarnarflagi við Námafjall. Áður var búið að bora þarna yfir 400 metra djúpa bolu, en hún gaus ekki. Nú í sumar var hún dýpkuð um 60 metra. í>á var orðið svo mikið gufuuppstreymi úr holunni, að búizt var við gosi þá og þegar. Borinn var því dreginn upp úr | í skyndi og kom samstundis ofsa legt gufugos. | Ekki er hægt að segja um ■ afi og hita gufunnar, því að goskrafturinn eyðilagði alla mæla. Gufan er svo yfirhituð, að hún er ósýnileg, þar til hún er ; kominn hátt yfir jörð. Þar þétt- , ist bún og myndar smágulu- I hnoðra. Unnið er af fullum kraftj við ‘ undirbúning kísiivinnslunnar. — Jóhannes. EINS og skýrt heíur verið frá I Morgunblaðinu er Sementsverk- smiðja ríkisins að láta smíða 1275 tonna flutningaskip í Aukra bruk A/S í Noregi skammt fyrir sunnan Þránd- heim. Kjölurinn verður lagður að skipinu í byrjun næsta mán- aðar, en skipið verður væntan- lega afheht í marz næsta ár. Dr. Jón Vestdal, forstjóri Sements- verksmiðjunnar, veitti MbJ. eft- irfarandi upplýsingar í gær. Skipið er sérstaklega útbúið til að flytja sement, að því leytl að lestin er aðeins ein og lestar- opið jafnstórt lestinni sjálfri. Á skipinu er krani, sem gengur á spori eftir því endilöngu. Hann getur lyft 5 tonnum og tekið vörur lóðrétt upp hvar sem er í skipinu, en slíkt lyftitæki er frumskilyrði þess að hægt sé að skipa upp sementi á pöllum án þess að nokkur poki rifni. . Sementið verður fermt í skip- ið á pöllum, 2 tonn á hverjun* og 3 raðir á hæðina. Skipið get- ur lestað tæplega 1100 tonn á pöllum. Þá verður um borð í skipinn lyftari, sem tekinn verður 1 land á þeim höfnum úti á landi, þar sem slíkt tæki er ekki tdl. Lyftarinn verður notaður til að ná pöllunum fljótt af bílunum. PalJarnir verða síðan skildir eft- ir og sóttir aftur, þegar sement- ið hefur verið selt af þeim. Með þessu móti er hægt að af- ferma 60 tonn af sementi á klst. Þarf þá aðeins 1 til 2 menn 1 lest og 1 á kranann. Verður þetta til mikilla úrbóta, þar sena geysileg mannekla hefur tafið Framibaid á btLs. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.