Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. júlí 1963 CEORCETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN - Ég er sannfærð um það, Hubert, að hann getur með engu móti pínt út úr þér einn einasta skilding í vexti. Lögum sam- kvæmt ætti hann ekki einu sinni heimtingu á höfuðstólnum. Lof- aðu mér bara að lána þér þessi fimm hundruð pund og farðu með þau til hans og heimtaðu skuldabréfið og hringinn. Segðu hon- um, að ef hann gangi ekki að þessu, sé þér sama hvaða aðferð hann beiti. — Og láta hann segja frá mér í Oxford? Ég fullvissa þig um, að hann er rakinn fantur. Hann mundi gera mér alla þá bölvun, sem hann getur. I>ví að hann er nú ekki venjulegur okurkarl, heldur jafnframt þjófshylmir, eða milligöngumaður fyrir þjófa, skilurðu. Og, það sem meira er, hann mundi neita að skila hringnum, og jafnvel þótt ég færi í hart við hann, yrði hann búinn að selja hann, býst ég við. Soffía gat ekki snúið honum, hvernig sem hún reyndi. Hann var sýnilega talsvert hræddur 34 við Goldhanger, og þar eð henni fannst það óskiljanlegt, grunaði hana, að hann ætti yfir höfði sér einhverja harðari hótun en hann hafði sagt henni. Hún gerði samt enga tilraun til að komast að því hver sú hótun væri, því að hún var sæmilega viss um, að það væri ekkert, sem henni mundi ofbjóða. f stað þess spurði hún hann, hvernig hann ætlaði að Jarðýta til leigu Höfum stóra jarðýtu í stærri og minni verk. Sími 16337 og kvöldsími 38617. Gorðsófur nýkomnir. Fjölbreytt úrval garðhús- gagna. — Sterkbyggð. — Hagstætt verð. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. Sími 13879. Einbýlishús í Hofnorfirði Stórt og vandað steinhús á mjög góðum stað við Lækinn til sölu. í húsinu eru 7 herb. og eldhús auk geymsluriss. Þvottahús í kjallara. Bifreiða- geymsla fylgir. — Lóðin er stór og vel ræktuð. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, HRL. Linnetsstíg 3. — Hafnarfirði. Sími 50960. HRINGVER VEFNAÐARVÖRUVERZLUN Blússuefni Pilsefni Siðbuxnaefni AUSTU RSTRÆTI SlMI 179 losa sig úr þessum vandræðum, úr því að hann vildi hvorki leita til bróður síns né þiggja lán af henni. Svarið var ekki neitt ákveðið, þar eð Hubert var enn gæddur þeim hæfileika ungra manna að trúa á kraftaverk. Hann endurtók, að enn væri mánuður til stefnu áður en hann þyrfti að grípa til örþrifaráða, og enda þótt hann óttaðist að sleppa ekki við leita til bróður síns, trúði hann því augsýnilega, að eitthvað mundi gerast sem losaði hann frá þeirri krossgöngu. Hann reyndi að vera kátur og bað Soffíu að gera sér enga rellu út af þessu, og þar eð hún sá, að frekari fortölur yrðu árangurs- 'lausar, lét hún málið niður falla. En eftir að hann var farinn, sat hún stundarkorn með hönd undir kinn og hugsaði málið. >að fyrsta, sem henni datt í hug, var að leggja málið í hendur lögfræð ings Sir Horace, en þá hugmynd gaf hún frá sér tafarlaust. Hún þekkti hr. Meriden nógu vel til þess að vita, að hann mundi ein- dregið aftra henni frá að fara að fleygja út fimm hundruð pund- um í hendurnar á okurkarli. Hvaða ráð, sem hann gæfi henni, yrði bara til þess, að þetta gönu- hlaup Herberts yrði uppvíst, og auðvitað kom það ekki til nokk- urra mála. Hún hugsaði til heils hóps af kunningjum, en þá varð hún að hætta við, af sömu ástæðu. En nú var hún ekki vön að hætta við neina fyrirætlun, sem hún hafði tekið í sig, og því datt henni aldrei í hug að láta frænda sinn einan um að bjarga sér út úr þessum vandræðum. Henni virtist ekki annað betra ráð fyrir hendi en takast sjálf á — Ég held að það væri fallegt að hafa lampa úr stáli þarna við stólinn. við hr. Goldhanger. Ekki Romst hún samt að ákvörðun þessari fyrr en eftir vandlega umhugsun, því að enda þótt hún væri alls ekkert hrædd við Goldhanger, var hún sér þess fullkomlega meðvitandi, að ungar dömur lögðu það ekki í vana sinn að heimsækja okurkarla, og að öllu fína fólkinu mundi ofbjóða slíkt tiltæki. En þar sem hún hafði ekki ástæðu til að ætla, að neinn annar en þau Hubert fengi nokk- urntíma um þetta að vita, komst hún að þeirri niðurstöðu, að óhætt væri að varpa frá sér öll- um penpíulegum ótta, því að hitt bæri aðeins vott um heimsku DANFOSS M0T0RR0FAR TRYGGIÐ ENDINGU RAFMÓTORANNA Látið hina vinsælu DANFOSS mótorrofa leysa vandamál yðar. Framleiddir í mörgum gerðum til flestra nota bæði til lands og sjávar. Áralöng reynsla í öllum meiriháttar iðnaði landsins sannar gæðin. Ávallt fyrirliggjandi í miklu úrv;. = H E-ÐINN = Vélaverzlun Seljavegi 2, simi 2 42 60 BOND Eftir IAN FLEMINC Bomp fpesheus up to STABT £tíMSLIM6 BlP AT TUB CUS/MO. . . Bond hressir sig upp áður en hann byrjar sem fjárhættuspilari í spila- vítinu. — Og úti á þjóðveginum til Parísar. — Þessir ensku ferðamenn ættu að leiða athyglina frá mér. og óframfærni, sem færi illa dóttur Sir Horace Stanton-Lacy. Úr því að hún hafði ákveðið að rísa upp Hubert til varnar, fór hún að eins og vænta mátti af henni og beið ekki með fram- kvæmdirnar. Það var einnig ein- kennandi fyrir hana, að henni datt ekki í hug að ganga á efni Sir Horace til að bjarga Hubert. Að hennar áliti, sem faðir hennar hefði áreiðanlega undirskrifað, var það eitt að eyða fimm hundr- uð pundum í samkvæmi til að koma sér á framfæri hjá fína fólkinu, og annað að fara að pína hann til greiðasemi við frænda hans, sem hann vissi víst varla, að væri til. í staðinn opnaði hún gimsteinaskrínið sitt og þegar hún hafði athugað innihald þess tók hún úr því demantseyrna- hringana, sem Sir Horace hafði gefið henni fyrir einu ári. Þetta voru alveg sérlega fallegir stein- ar, og hana tók sárt að sjá af þeim, en allir hinir dýru gim- steinarnir voru arfur frá móður hennar, og enda þótt hún hefði kynnzt þeirri konu, vildi hún síður farga því, sem hún hafði átt. Daginn eftir tókst henni að losna við að fara með frúnni og Ceciliu í einhverja silkibúð í Strand, en fór sjálf í staðinn al- ein, til hinna þekktu gimsteina- sala, Rundel & Bridge. Búðin var manntóm, er hún kom þang- að, en þegar aðal-afgreiðslumað- urinn sá unga dömu, svona há- vaxna og tilkomumikla, kom hann sjálfur fram buktandi, og spurði, hvað henni þóknaðist. Hann var mikill sölumaður og hrósaði sér af því að gleyma aldrei andliti neins viðskipta- manns, sem einhver slægur var í Hann þekkti ungfrú Stanton- Lacy þegar í stað, setti fyrir hana stól með eigin hendi, og spurði hvað hann mætti hafa þann heiður að sýna henni. Þegar hann komst að hinu raunverulega er- indi hennar, varð hann eins og þrumu lostinn, en jafnaði sig þó fljótt, svo að ekki bar á neinu, og gaf einum undirmanni sínum augnabendingu urr\, að kalla á hr. Bridge sjálfan. Hr. Bridge kom svífandi inn í búðina, og hneigði sig djúpt fyrir dóttur Blaðið hostar 5 krónur í lausasölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.