Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNRLAÐIÐ Fostudagur 23. júlí 1965 9 Tveir piltar sigruöu í 7 a! 18 greinum unglingamótsins Erlendur Valdimarssoa. Guðmundur Jónsson, HSK, sigr-. aði í þristökki og varð þriðji í sýndi góðan árangur í kúluvarpi, kringlukasti og‘ sleggjukasti. Kári Guðmundsson, Á, sigraði með nokkrum yfirburðum í stangar- stökki og varð 3. í spjótkasti. Helztu afrek mótsins’ voru þessi: 100 m hlaup 1. Ólafur Guðmundsson KR 11,3 2. Guðm. Jónsson HSK 11,4 3. Ragnar Guðmundsson Á 11,4 200 m hlaup 1. Ólafur Guðmundsson KR 22,7 2. Ragnar Guðmundsson Á 23,4 3. Reynir Hjartarson ÍBA 23,9 400 m hlaup Skemmtileg keppni en ekki óvæntur árangur HNGLINGAMEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri um sl. helgi. varu keppendur á mótinu um 50 talsins og keppnin yfirleitt jöfn og skemmtileg. Árangur var mjög jafngóður en yfirleitt hvergi framúrskarandi. Tveir piltar báru mjög af á mótinu fyrir fjölhæfni. Þannig sigraði Erlendur Valdimars- son, ÍR, í fjórum einstaklings- greinum, hástökki, kúluvarpi, kringlukasti og sleggjukasti. Var hann auk þess annar í spjótkasti og 3. í stangar- stökki. Erlendur er einn allra efnilegasti frjálsíþróttamaður landsins nú. Þá sigraði Ólafur Guðmundsson, KR, í 3 grein- um einstaklinga, 100 m hlaupi, 200 m hlaupi og 400 m hlaupi og var auk þess í sigursveit KR í boðhlaupinu. Bæði Er- lendur og Ólafur unnu yfir- burðasigra í sumum greinum mótsins. Ýmsir aðrir piltar vöktu athygli á þessu móti. — Má þar íyrst telja Ragnar Guðmundsson, Á, sem vann til verðlauna 5 sprett langstökki. Ingi Árnason frá Ak- ureyri sigraði í spjótkasti og hlaupum og sigínði í langstökki. Ólafur Guðmundsson 1. Óiafur Guðmundsson KR 50,7 2. Þórarinn Ragnarsson KR 52,5 3. Jóhann Jónsson UMSE 56,0 800 m hlaup 1. Þórarinn Ragnarss. KR 2.12,3 2. Bergur Höskulds UMSE 2.16,3 3. Svavar Björnss. UMSE 2.30,0 1500 m hlaup 1. Marinó Eggertsson UMÞ 4.22,0 2. Eyþ. Gunnþórss. UMSE 4.34,4 3. Herm. Herbertss. HSÞ 4.41,4 3000 m hlaup 1. Marinó Eggertsson UNÞ 9.26,5 2. Bergur Höskuldss. UMSE 10.18,0 3. Þórarinn Ragnarss. KR 10.25,2 400 m grind 1. Einar Gíslason KR 62,2 2. Þórarinn Ragnarsson KR 64,9 3. Gísli Guðjónsson ÍR 74,0 110 m grind j 1. Þorvaldur Benediktss. KR 16,4 ! 2. Reynir Hjartarson ÍBA 17,0 4x100 m boðhiaup 1. Sveit KR 45,5 2. Sveit Ármanns 45,7 3. Sveit HSÞ 46,9 1000 m boðhlaup 1. Sveit KR 2.06,0 2. Sveit Ármanns 2.10,1 3. Sveit HSÞ 2.24,9 Langstökk 1. Ragnar Guðmundss. Á 6,57 2. Gestur Þorsteinss. UMSS 6,45 3. Guðmundur Jónsson HSK 6,23 Þrístökk 1. .Guðm. Jónsson HSK 13,44 2. Þorv. Benediktss. KR 13,21 3. Gestur Þorsteinss. UMSS 13,07 Hástökk 1. Erlendur Valdimarss. ÍR 1,75 2. —3. Haukur Ingibergsson HSÞ 1,65 2.—3. Reynir Hjartarson ÍBA 1,65 Stangarstökk 1. Kári Guðmundsson Á 3,50 2. Ásgeir Daníelsson HSÞ 3,15 3. Erlendur Veldimarss. ÍR £,05 Kúluvarp 1. Erlendur Valdimarss. ÍR 13,40 2. Arnar Guðmundss. KR 12,60 3. Ingi Árnason ÍBA 12,44 Kringlukast 1. Erlendur Valdimarss. ÍR 43,39 2. Ingi Árnason ÍBA 37,36 3. Arnar Guðmundsson KR 36,36 Sleggjukast 1. Erlendur Valdimarss. ÍR 48,40 2. Ingi Árnason ÍBA 30,47 3. Arnar Guðmundss. KR 26,94 Spjótkast 1. Ingi Árnason ÍBA 53,55 2. Erlendur Valdimarss. ÍR 44,11 3. Kári Guðmundsson Á 43,09 V íkin»ur-ísaf jörð- ur í kvöld í KVÖLD verður leikur í 2. deild á Melavellinum. Keppa þá ísfirð ingar og Víkingar. — Leikurjnn hefst kl. 8.30. unnu 5-0 Norðurlandamót unglinga í knattspyrnu hófst í gær í bænum Falkenberg í Svíþjóð Landslið íslands og Dana léku þá sinn leik er lauk mueð sigri Dana 5:0. 1 hálfleik stóðu leikar 2:0. Svíar unnu Finna 2:0. Frd borgarstjórnarfundi í gær. Gjaldskrá Hitaveitu • hækkuð um 10% 1 GÆR var haldinn aukafundur borgarstjórnar og tekin fyrir, til síðari umræðu, tillaga um hækk- un gjaldskrár Hitaveitu Reykja- víkur um 10%. Tillagan var samþykkt með ellefu atkvæðium fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, en þrir fulltrúar kommúnista greiddu atkvæði gegn henni. Borgarfull- trúi Alþýðuflokksins var fjar- staddur. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) hóf síðari umræðuna að kvaðst ekki vera til viðræðu um hækk- un, þegar nýlega hefðu verið . gerðir kjarasamningar við verka lýðsfélögin. Hún sagði, að rök- stuðningur fyrir hækkunum skipti engu máli, þær kæmu jafn illa niður fyrir það. Borgar- fulltrúinn kvaðst ekki hafa sannfærzt um nauðsyn hækkana af þeim gögnum, sem hún hefði . undir höndum. Björn Guðmundsson (F) kvaðst hafa setið á nefndai’fund ásamt fleirum, þar sem fjallað var um fyrirhugaðar hækkanir á gjaidskrá Hitaveitunnar og sagðist hafa verið tregur til að fallast á 10% hækkun, en Guð- mundur Vigfússon, borgarfull- trúi kommúnista hefði þá talið hækkunina nauðsynlega. Borg- fulltrúinn sagði, að hitaveitan væri merkilegasta fyrirtæki borgarinnar og meðan hitaveitu- lagningar stæðu yfir, ættum við ekki að sjá eftir auknum greiðsl um til hennar. Barátta gegn nokkurrj hækkun heitavatnsins er barátta fyrir þeim, sem hafa Geir Hallgrimsson borgarstjóri tók næstur til máls og kvað óhjákvæmilegt að rifja upp nokkur atriði úr ræðu sinni, við fyrri umræðu, vegna ummæla Öddu 3áru. Ágreiningurinn um þetta mál í borgarstjóm 'væri einungis um það, hvenær hækkanirnar ættu að taka gildi en ekki hvort þær ættu að verða. Allir væru sam- mála um nauðsyn hækkana og þótt örlað hefði á beinni and- stöðu við þær hjá Öddu Báru, kvaðst borgarstjóri kjósa að líta svo á, að með þvi væri verið að finna einhverja afsökun fýrir mótstiöu við mállð, á síðasta stigi þess. gorgarstjóri kvað nauðsynlegt að meta, á hvaða tíma líklegast væri, að hækkunin hefði minnst áhrif á verðlagsþróunina. Sín skoðun væri sú, að minni hætta væri á því, að aðrir vísuðu til þessarar hækkana til rökstuðn- ings sínum hækkunum, ef gjald skrár hækkanirnar kæmu til framkvæmda strax, en ef þeim yrði frestað um 2—3 mánuði. Athyglisvert væri, að Adda Bára hefði í ræðu sinni tekíð undir tón Þjóðviljans um það, að nýgert samkomulag hefði vérið óhagstætt launþegum og forustu menn verkalýðsfélaganna hefðu haldið ilia á kjaramálunum. Það væri opinbert leyndarmál, að Þjóðviljinn hefði verið á móti kjarasamningunum, en hinir skynsamari menn í verkalýðs- hreyfingunni hefðu engu sinnt því og samið. Nú væri Adda Bára, að taka upp þessa afstöðu Þá ræddi borgarstjóri um hag Hitaveitu Reykjavíkur í tiiefni af ummælum Öddu Báru og benti á, að þótt rekstrarafgangur Hitaveitunnar hefði orðið 24 millj. kr. á sl. ári hefði fjárfest- ing Hitaveitunnar verið 111 millj. kr. og þar af 100 millj. vegna aukningar Hitaveitunnar. Hitaveitan hefði þannig lagt fram 24% eigið fjármagn til þess ara framkvæmda, en hitt hefði verið fengið að láni. Þegar tekið er tillit til þess, sagði borgar- stjóri, að þessi lán eru afborg- una laus, meðan á framkvæmd- um stendur, þannig að s.l. ár námu afborganir af lánum til langs tíma um 400 þús kr., en verða tæpar 16 millj. kr. á næsta ári, minnkar eigið fé Hitaveit- unnar enn, til nýrra fram- kvæmda. L-jóst er, að eigi er unnt að halda áfram fram- kvæmdum, nema Hitaveitan sé þess sjálf umkomin að leggja minnst 25—30% af kostnaðar- verði þeirra fram. Lánsfjár verð ur ekki aflað fyrir afganginum að öðrum kosti. Geir Hallgrímsson sagði síðan, að við verðlagningu á heitu vatni ætti að taka tillit til greiðslugetu heimilanna og það hefði Hitaveitan gert. Ef heita- vatnsverðið hefði fylgt verðlags þróuninni frá 1952, hefði verð þess átt að vera miklu hærra, en tillagan gerði ráð fyrir. Eftir 10% hækkun yrði verð á rúm- metra heita vatnsins 5,87 kr. og með 7,5% söluskatti 6,31 kr. Ef tekið væri tillit til verðlagsiþró- unar frá 1952, ætti hins vegar verð heita vatnsins miðað við verð á gasolíu að vera 8,63 kr., miðað við vísitölu framfærslu- kostnaðar ætti það að vera 6,96 kr.; miðað við vísitðlubygging- arkostnaðar ætti það að verá 9,20 kr.; og miðað við lágmarkskaup Dagsbrúnarmanna ætti það að vera 8,36 kr. Borgarstjóri sagði síðan að tryggja yrði öllum Reykvíking- um vatn og hita frá Hitaveitu Reykjavíkur. Eftir þessa hækk- un greiða þeir, sem hitaveitu hafa, 60% af hitaveitukostnaði, á við þá sem búa við olíukynd- ingu. Vegna greiðslugeta heimil- anna verðum við að tryggja auknar hitaveituframkvæmdir svo að sem flestir verði að- njótandi hitaveitunnar. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) ítrekaði enn fyrri skoðanir og kvaðst aldrei hafa skrifað ur.dir 10% hækkun heita vatnsins og af samtölum við Guðmund Vig- ' fússon gæti hún ekki markað, að ' hann hefði gert það. Hún kvaðst vilja vita meira um hag Hita- veitunnar en hún vissi, áður en hún gæti tekið aðra afstöðu til málsins. Geir Hallgrímsson borgarstjóri benti á, að erfitt væri að ræða málið, þar sem Adda Bára teldi sig ekki hafa þau gögn sem hún þyrfti, en sagði, að oorgarráðs- manni kommúnista hefðu verið afhent öll gögn máisins og jafn- framt væri vika liðin frá fyrri umræðum og öll nauðsynleg gögn hefðu verið til reiðu á þeim tíma, ef borgarfulltrúinn hefði óskað eftir þeim. Böðvar Pétursson (K) kvaðst ekki geta séð annað en megnið af kauphækkununum hefði legið fyrir, þegar fjárhagsáætlun Hita- veitunnar hefði verið gerð í des. s.l. Hann skyldi ekki segja um hvort gjaldskrá Hitaveitunnar- væri nákvæmlega sú, sem hún ætti að vera, en lýsti sig and- vígan hækkuninni. Kristján Benediktsson (F) sagði, að skoðanir sumra hefðu tekið nokkrum breytingum á einni viku. í siðustu viku hefði ekki veri deilt um nauðsyn hækkananna, aðeins um tímann. Vikan hefði haft þau áhrif, að borgarfulltrúar kommúnista leggðust nú gegn hækkuninni, þótt þeir teldu eftir sem áður tímann óheppilegan. Borgarfulltrúinn sagði, að þessi hækkun væri fullkomið réttlætis mál gagnvart þeim borgarbúum, sem enn hefðu ekki fengið hita- veitu. Hann benti á, að komm- únistar hefðu áður greitt atkv. með gjaldskrárhækkun Hitaveit unnar, t-d. í des. 1063 og þess vegna yrði að álykta, að annar- legar ástæður lægju að baki þess ari afstöðu, og skrif Þjóðviljans bentu til þess. Ef kommúnistar beittu slíkum málflutningi við önnur mál, kvaðst Kristján Bene diktsson ekki furða sig á að verkalýðsbaráttan á íslandi gengi treglega. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var gengið til atkvæða og nafnakall viðhaft. Frestunartillaga Guðmundar Vigfússonar var felld með 9 atkv. gegn 3 en fulltrúar Framsóknar- flokksins sátu hjá. Tillagan um hækkunina var síðan samiþykkt. Hvað er lýðháskóli? ATHYGLI skal vakin á erindl, sem í dag, 23. júlí verður flutt í hátíðasal Melaskólans kl. 4 síðdegis. Erindi þetta flytur frönsk menntakona, Me. dr. Erica Simon, að nafni og nefnir hún það: Hugleiðingar um lýðhá- skóla. Me Simon er kennari i nor- rænum fræðum við háskólaim i Lyon í Frakklandi og fjallaði doktorsritgerð hennar um þjóð- legar menntastefnur á Norður- löndum. Nýtur frúin mjög mikils álits meðal norrænna lýðháskóla manna. Samið við allt starfs- fólk á veitingahúsum SAMNINGAR hafa tekizt milli veitingamanna og matsveina á veitingahúsum og var samið um 4% grunnkaupshækkun og 44 etunda vinnuviku. Jafnframt var samið um aukið orlof og breyt- ingar á tilhögun fría. Veitingamenn hafa eánnig sam- ið við hljómlistarmenn um 4% grunnkaupshækkun og nokkrar breytingar á vinnutilhögun. Með þessum samningum hefur verið samið við allt ataríafólk k veitingahúsum. sérréttindaaðstöðu, sagði borg- . Þjóðviljans og hlyti það að arfulltrúi Framsóknarflokksins. I vekja nokkra furðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.