Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 3
Fostuðagur 23. júlí 1965 MORGUNBLADIÐ Þar reynir á rif bíleigandans EINS OG hver einasti bif- reiðareigandi hér í borg hef- ur eflau$t orðið áþreifanlega var við (ef ekki, þá mun koma að því innan skamms), stendur nú yfir bifreiðaskoð un í Reykjavik. IJndanfarnar vikur hafa hílar streymt inn í bifyeiðaeftirlitið við Borgar tún, þar sem þeir hafa verið skoðaðir hátt og lágt. Líklega reynir fátt eins mik ið á þolrif bifreiðareigandans, og einmitt skoðunin. Fyrst er það nú biðin eftir því að kom ast að. Og svo þegar maður er nú loksins orðinn næstur, þá óskar maður þess, að verða aftur orðin síðastur, því þá man maður allt í einu eftir því að hafa gleymt að láta gera við hemlana eða ljósin að framan eða flautuna o.s. frv. Hver er svo uppskera alls erfiðisins. Ef allt er í himna- lagi hjá manni, fær maður hvítan kringlóttan miða, sem varla hefur kostað meira en tvær krónur, en ef eitthvað smávægilegt er að hjá manni, fær maður fallegan rauðan miða, líklegast á sama verði, nú og ef eitthvað meira en smávægilegt er að — þá fær maður engan miða, til þess að státa af. Nú fyrir skömmu brugðum við okkur inn í bifreiðaeftir- lit, til þess að fylgjast með því er þar færi fram. Við sá- um fyrst, hvar ungan pilt Bar að garði á gulum Chevrolet, árgerð 1954. Hann náði sér í biðnúmer og beið síðan þar til númer hans yrði kallað upp. — 54, kallaði bifreiðaeftir- litsmaðurinn upp. — Já, hérna, svaraði pilt- urinn og benti á „Lettann". Eftirlitsmaðurinn virtist ekki taka eftir því, hvert pilt urinn benti, því að hann spurði: Hvar er bölv . . . beiglan? Og aftur endurtók pilturinn handbendingu sina. Við sáum nú, að bifreiðin, sem var með Þ-númeri, hafði rautt merki á framrúðunni til merkis um, að hann væri með hálfa skoðun, og var auðséð að nú átti að gera tilraun til þess að fá fulla skoðun. Bif- reiðaskoðunarmaðurinn fór nú yfir allt það, sem athugavert hafði verið við. frá því seinast og nú virtist allt vera i lagi. Loks lét hann piltinn opna vélarhúddið og athugaði það gaumgæfilega. Síðan Sagði hann: „Þetta er engin festing á geyminum. Þetta gæti allt hrunið til f jandans einn góð- an veðurdag. Það á að ganga teinn hérna í gegn og þá er geymirinn tryggilega fastur“. •—■' Já, já, það getur vel_ ver ið, svaraði pilturinn. — Ég á ekki þennan bíl og veit ekk- ert um þetta. Nú settist bifreiðaeftirlits- maðurinn upp í bifreiðina og fór að reyna ljósaútbúnaðinn o. fl. Skyndilega veitti hann athygli gríðarstórum hundi, sem sat í aftursætinu. Þeir horfðust lengi í augu og höll- uðu báðir undir flatt. Loks sneri eftirlitsmaðurinn sér að piltinum og spurði: — Átt þú þennan — Nei, nei. — Er hann búinn að fá skoð un? — Nei, svaraði pilturinn og hló. — En ég var með annan hérna um daginn og sá flaug í gegn. — Tjahá, sagði eftirlitsmað urinn og leit enn einu sinni á hundinn. — Jæja, vinur, sagði hann svo við piltinn, þú læt- ur laga festmguna á geymin um og komdu svo aftur. Og svona hélt þetta áfram, hver bifreiðin eftir aðra var skoðuð, og oft heyrðum við hrópað á fjórum og fimm stöðum í einum-: Kveikj a park ljósin, lágu, skifta, hægra ljósið að framan logar ekki á háu ljósunum. Síðan var bifreiðin tjökkuð upp og stýr isútbúnaðurinn athugaður, hemlarnir og allur annar ör- yggisútbúnaður. Já, þeir höfðu sannarlega nóg að gera bif- reiðaeftirlitsmennirnir, og það var sama hvernig við reyndum að ná tali af ein- hverjum þeirra, það var árang urslaust, þar sem þeir voru alltaf uppteknir við að skoða einhverja bifreiðina. En loks tókst okkur þó að ná tali af einum þeirra, - Ágústi Kornel íussyni, eftir langa mæðu og röbbuðum við hann smá stimd. — Það er sannarlega nóg að gera hjá ykkur núna, sögðum við fyrst. — Er þetta alltaf svona? Agúst festir skoðunarmiðann á bifreið, sem klakklaust í gegn. komizt hefur — Ja, ég myndi nú segja að þetta væri með rólegra móti núna. Það er alltaf slappt í byrjun vikunnar en eykst síð an jafnt og þétt eftir því, sem lengra líður á hana. — Hvað skoðið þið marga bíla á dag? — Ætli það sé ekki svona hátt á þriðja hundrað bíla, þegar mest lætur. — Ertu búinn að vera lengi í þessu, Ágýst? — Ég byrjaði hérna fyrst 1959. . — Hvaða menntun þurfið þið að hafa? — Við erum flestir bifvéla- virkjar. — Við sáum áðan, að þú varst að skoða bíl einn, sem ung stúlka, mjög hugguleg kom með. Eruð þið ekkert eft irlátari við þær en aðra? — Nei, þær verða nú að hafa sitt í lagi, eins' og aðrir Annars myndu eiginmennirn- ir bara senda eiginkonurnar með bílana og láta þær blikka okkur. Það yrði varla til þess að bæta umferðamenninguna. — Jæja, Ágúst. Þú hefur eflaust frá einhverju skemmti legu að segja úr starfi þínu hér. — Já, það hefur ýmislegt skemmtilegt gerzt hérna en maður veit gara ekki hvað maður á helzt til að taka. Það var t.d. maður, sem kom hing- að einu sinni með bíl í skoð- un, og er ég fór að skoða hann, fann ég að bíllinn dró ekki annað afturhjólið við hemlun. Ég benti manninum á þetta atriði og sagði að þetta Er ekki allt í lagi þarna, spyr eigandinn skoðunarmanninn, hann sjálfur undir bifreiðina. en til frekara öryggir kikir - yrði hann að laga. Þá ságði hann, að hann vissi alveg af hverju þetta stafaði. Hann hefði nýlega skipt um dekk á þessu afturhjóli og það hefði verið rússneskt. Það væri auðvitað allt því að kenna! Svo var það annar maður sem kom með bílinn sinn hingað í skoðun, það var áður en stéttin hérna var steypt en í stað hennar var trépallur. Þegar ég fór að skoða bílinn, fann ég út að annað stefnuljósið blikkaði ekki, svo ég lét bílinn bara fá hálfa skoðun. örskömmu seinna kemur maðurinn aftur með bílinn og þá er allt í lagi. Ég spyr hann þá, hver skoll- inn hafi verið að. — Nú skilurðu það ekki maður. Stefnuljósið fékk ekki jörð út af þessum skollans trépalli hérna. Nú renndi bifreið í hlað og ákváðum að tefja Ágúst ekki lengur frá skyldustörfunum, heldur lögðum leið okkar inn á skrifstofu bifreiðaeftirlits- ins, þar sem við hittum að máli, Pálma Friðriksson, full trúa hjá bifreiðaeftirlitinu. — Hvernig hefur nú skoðun in gengið núna, Pálmi? — Ég held maður geti sagt að hún hafi.gengið alveg ágæt lega. Við erum fimm til sex í skoðuninni á hverjum degi, og þetta gengur nokkuð fljótt fyrir sig. Það, sem einna helzt háir okkur er plássleysið. — Stendur það nokkuð til bóta? — Ja, það er búið að gefa loforð fyrir nýrri skoðunar- stöð og það eina sem nú stendur á er lóðin. — Hvernig er það, Pálmi. Eru reykvískir bifreiðaeigend ur farnir að gæta þess oetur, að koma með bifreiðir sínar á réttum tíma til skoðunar. — Já, það hefur skánað mjög mikið núna á síðustu ár um. — Og hvað heldur þú að valdi því? — Þetta skánaði mjög*mik ið eftir að lögreglan fór að sekta bifreiðir, sem ekki mættu til skoðunar á réttum tíma, og ég býst við að það sé aðalástæðan. — Ekki er nú svona mikið að gera hérna allan ársins hring? — Jú, alveg nóg. Það er t.d. geysilega mikið að gera í bílaprófunum, við skráningar á nýjum bílum, og umskrán- ing á gömlum bílum, en því fylgir skoðun um leið. Nú og svo eru það allar aukaskoð- anirnar. Á veturna boðum við sérleyfisbíla til aukaskoð unar og bílaleigu bílar eru skoðaðir á þriggja mánaða fresti. Ef lögreglan finnur bif Framhald á bls. 23. STAKSTH^AR Leirugt gull? Sigurður Baldursson, hæsta- réttarlögmaður, er nýlega kom- inn úr yfirreið um Austur- Þýzkaland. Hann kynnti sér sér- staklega meðferð afbrotamanna og tugthúsmál austur þar og leizt harla vel á, ef marka má ummæli hans í Þjóðviljanum í gær. Hann fór líka til Sovétríkj- anna í fyrra og meira að segja „alla leið til Miðasíu“. Hæsta- réttarlögmaðurinn er því vænt- anlega vel fær um að leggja hlutlægt mat á ástand mála í hin- um sósíalísku rikjum. Það reynir hann líka að gera í vitnun sinni í Þjóðviljanum og kemst að þeirri niðurstöðu að í austri finni hann leirugt gull, en í vestri gylltan leir. Sigurður Baldursson segir að „þýzka alþýðulýðveldið“ sé „sam félag venjulegs fólk, sem hafi við venjuleg vandamál að striða . . . fólkið hefur sitt nöldur og sína óánægju og væri reyndar einkennilegt, ef svo væri ekki“. . „Nöldrið" og „óánægja“ fólks- ins í „Þýzka alþýðulýðveldinu" tekur á sig einkennilegar mynd- ir. T.a.m. tók það á sig mynd allsherjaruppreisnar alþýðufólks í þessu leppríki Sovétmanna 1953, þegar verkamenn og æskufólk í A-Þýzkalandi réðust með berum höndum einum saman gegn skrið drekum og morðtólum kommún- ískra valdhafa. Það tók á sig mynd fjögurra milljóna flótta- manna, sem flúðu til Vestur- Þýzkalands undan kúgunar- stjórn kommúnista. En „alþýðustjórnin“ kann ráð við svona „nöldri" og „óánægju“. Hún byggði stóran múr og raðaði við hann vopnuðum vörðum, því að múrinn einn nægði ekki. Tugt- > húsið, sem íslenzki lögfræðingur- inn, Sigurður Baldursson, skoð- aði í austurvegi var nefnilega stærsta tugthús sem veraldarsag- an kann frá að greina. Það er ekki einungis girt með „grindum fyrir gluggum og læst- um hurðum“ eins og Sigurður Baldursson segir. Það er ramm- lega víggirt með steinsteypu og gaddavir, skriðdrekavörnum og vopnuðum hermönnum, jarð- sprengjubeltum og varðhundum. Það er ekki bara stærsta tugthús, sem veraldarsagan þekkir, það er lika rambyggilegasta tugthús, sem sögur fara af og þar era fleiri fangar en dæmi eru til, 16—17 milljónir — fjórúm millj- ónum hefur tekizt að flýja þrátt fyrir allar viggirðingarnar. Gylltui leir Sigurður Baldursson segir, að þetta tugthús sé „laust við ýmsa höfuðókosti okkar samfélags“. T.d. greiði menn ekki „nema 10— 15% tekna sinna í húsaleigu". En hvernig „hús“ ætli það séu? Ætli húsaleigan fyrir þau „hýbýli", sem mönnum er boðið upp á í þessu fjöldafangelsi yrði ekki tal in okurleiga hér. t austurvegi er það „óþekkt að fjáraflamenn sölsi undir sig stór- atvinnurekstur heillar greinar efnahagslífsins“. Það má vera, en hvergi nema þar hefur það gerzt, að ÖNNUR ÞJÓÐ (Rússar) hafi sölsað undir sig efnahags- og at- vinnulif heillar þjóðar og merg- sogið það af öllum þess auði, svo að hliðstæð dæmi finnast ekki • , ,1 , einu smni a mektardögum gömlu nýlenduveldanna. Sigurður Baldursson segir, að þetta sé „leirugt gull“. Ætli hlut- lægara mat verði ekki það, að hinn sanntrúaði kommúnisti sé að reyna að gylla leirinn fyrir hjörðinni hér heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.