Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 2
2 MORZUNPLAÐW taugardagur 24. júlx 1965 Fjölsótt menningarkvöld haldiÖ i Háskólabióinu Gísli Magnússon, píanóleikari, lék Glettur eftir Pál ísólfsson og Idyl og Vikivaka eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. Gerður Hjörleifsdóttir las síðan „Hátíða ljóð“ Tómasar Guðmundssonar, sem ort var í tilefni af 20 ára afmæli lýðveldis á íslandi. A5 lokum söng Savanna-tríóið ís- lenzk þjóðlög og kynnti langspil- ið Fundir skólamótsins hefjast aftur í dag kl. með fyrirlestri prófessors Martti Takala frá Finn landi. Fjallar hann um stöðu ein- staklingsins í skólanum. Verður fyrirlesturinn fluttur í Háskóla- bíóinu. Sjö aðrir fundir verða haldnir fyrir hádegi í dag, og munu þá m.a. íslenzku mennta- skólakennararnir Gunnar Nor- land og Guðmundur Arnlaugs- son tala um tungumálakennslu og nýjar leiðir í stærðfræði- og efnafræðikennslu. Norræna skólamótinu verður slitið í dag kl. 16 á Þingvöllum. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, stjórnar samkomunni, Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, segir-- sögu Þingvalla og dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra flytur ávarp. Þá verða og fluttar kveðjur frá hinum Norðurlönd- unum. FUNDIR norræna skólamótsins héldu áfram í gær. Hófst fyrsti fundurinn kl. níu í gærmorgun og flutti þá danski kennaraskóla- stjórinn, K. Gro-Nielsen erindi um breytingar á myndugleika- aðstöðu kennarans. Klukkan tíu hófst svo annar fundur, er fjall- aði um skólann og greiningu námsbrauta. Jonas Orring, fræðslustjóri frá Svíþjóð flutti fyrirlestur um þetta efni og ræddi einkum um mismunandi leiðir í gegn um skólann, og þátt hans í uppeldi barna og ungl- inga Nefndi hann þær breyting- ar, sem Svíar væru nú að fram- kvæma á skólakerfi sínu, þ.e.a.s. tilraunir með hinn svonefnda „grunnskóla“, sem miða að því, að gefa nemendum tækifæri til að velja á milli námsgreina í rík ara mæli en verið hefur, og skólaskylda hefur verið lengd upp í 9 ár. Með þessu er álitið að fá megi fleiri unglinga til að stunda framhaldsnám. Þegar Jonas Orring hafði lok- ið máli sínu fóru fram umræður og töluðu fulltrúar frá hverju Norðurlandanna og sögðu frá námstilhögun í heimaland; sínu. Aí íslands hálfu talaði Kristinn Armannsson. rektor Menntaskól ans í Reykjavík í samtali við Morgunblaðið sagði rektor, að athyglisverðar tilraunir væru nú gerðar á hinum Norðurlöndunum á sviði skólamála og hefðu Svíar gengið einna lengst. Hafa þeir bersýnilega orðið fyrir ríkum á- hrifum frá Bandaríkjamönnum og Englendingum í þeim nýjung- um, sem þeir hyggjast koma á í öllum sænskum skólum árið 1970. Hafa þeir lengt skyldunám ið úr 7 árum í 9. Hafa Danir og í hyggju að lengja það með svip uðum tilraunum og Svíar. Hvað ísland snertir sagi rekt- or, að sökum smæðar þjóðfé- lagsins væri ekki hægt að leggja út í slíkar tilraunir strax, en beð ið væri eftir reynslu hinna þjóð anna, sem þegar hafa byrjað ; þessar tilraunir. j Menntaskólanefndin íslenzka, sem upphaflega var ætlað að end urskoða námsefni menntaskól- anna, kemur saman aftur um mánaðamótin ágúst-september ! og verður þá m.a. rætt um aukið val íslenzkra nemenda á náms- efni. Ekki væri þó sennilegt, að væntanlegar breytingar yrðu gerðar á næsta skólaári, sagði rektor. Starf nefndarinnar er mjög umfangsmikið, þar sem samráð verður að hafa við há- skólann um breytingar, og einn- ig verður að taka tillit til náms í barna- og unglingaskólum. — Verður kannað, hvort unnt verði að hefja tungumálakennslu fyrr en nú er, þ.e.a.s. þegar í barna- cóla. Slíkar breytingar verða ekki gerðar í einu vetfangi, og nefndi rektor sem dæmi, að Dan ir hefðu ákveðið 1958 að stofna nýja deild í menntaskólum, þjóð félagsfræðadeild, sem þó hefur ekki enn tekið til starfa nema í einum menntaskóla. Umræður um menntun barna- skólakennara fóru fram í sam- komusal Hagaskólans og töluðu þar fulltrúar allra landanna. — Fulltrúi íslands var dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri Kenn- argskóla íslands. Magnús Gíslason, námsstjóri Fulltrúar á skolamotinu drukku síðdegiskaffi í fyrradag í boðl borgarstjórnar í Hagaskólanum. Ferð hestamanna í slóð * Arna Oddssonar gengur ve! SIÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld í héldu þrír bílar frá Egilsstöðum I áleiðis upp á Brúaröræfi til móts við ferðalangana 5, sem eru að fara ríðandi sömu leið og Árni Oddsson fór forðum einhesta til Þingvalla til að bjarga heiðri föð- ur síns. Sá er munurinn að nú hafa þeir félagar 24 hesta og öll nýj- ustu tæki til að afla sér birgða á leiðínni. Þeir eru búnir stutt- drægum talstöðvum og geta hæg- i lega komizt í samband við flug- | vélar, sem fljúga yfir. Farar- ■ stjórn hefur Pétur Jónsson á Eg- ! ilsstöðum á hendi. Tveir bíla þeirra sem fóru til móts við ferða mennina, voru búnir vistum til að spara áburðarflutning á hest- I unum. Hestamenn gistu í Fagra- I dal við Kreppu, en þar eru góðir hagar. Þegar halda átti vestur yfir ána reyndist hún ófær vegna flugvaxtar. Þá var horfið að því ráði að ríða upp undir jökul og fylgdu bílarnir með trússið, en þar renna Kreppa og Kverká að- skildar. Gekk vel að komast yfir Kverká, en Kreppa var enn ó- reið. Var því horfið að því ráði að setja göngubrú yfir ána, með gömlum trjám, sem þarna liggja og reka hestana lausa yfir í ána. Bílarnir voru þá farnir áleiðis ! til baka niður í Egilsstaði, en ; biðu á hæðum í allmikilli fjar- | lægð og fylgdust hílstjórar með aðgerðum hestamanna í sjón- Hópur fulltrúa á norræna skólamótinu heimsóttu skóla í Reykja auka. Var þeim að síðustu veifað vík í gær. Þessi mynd var tekin í Laugarnesskólanum. i til merkis um að allt hefði farið I að óskum. Áður en þeir félagar í bílunum yfirgáfu hestana gekk einn milli þeirra og gaf þeim kex kökur. Er það breytt frá því er húsfreyjan á Brú gaf hesti Árna Odssonar smjörskökuna forðum. Hestamenn ráðgerðu að dveljast í gær í Hvannalindum áður en lagt yrði á sandana norðan ■ Vatnajökuls og síðan vestur um ! Vonarskarð. Þangað mun ráðgert að þeir fái hey, sem flutt verður til þeirra með bíl að -Sunnan. Birgðabílstjórar þeir er fóru til hestamannanna voru þeir Jón Egill Sveinsson og Hákon Aðal- steinsson og rómaði fréttaritarl blaðsins alla framgöngu þeirra í ferðinni. Ferðalangarnir fundu þrjár gæsir í sárum og óku kringum þær og lögðust þær þá niður og gátu þeir gengið að þeim og lesið af þeim merki er voru með ein- kennum British Museum. — Slepptu þeir síðan gæsunum með merkjum sínum. Hestamennirnir hugsa sér að halda vestur úr Vonarskarði í efstu grös á Gnúpverjaafrétti en fara síðan norður Kjöl og vestur Stórasand og ljúka förinni í Kai- manstungu. :co %>7.. HÆGVIÐRI var um nœr a-llt land í gær, sólskin norðan og vestan til, en skýjað á Austfjörðum. Hiti var 20 stig í Síðumúla og víða var 12—16 stiga hiti. I Horfur eru á góðvi'ðri yfir § helgina a.m.k. um sunnan og 1 vestanvert landið. fultti fyrirlestur í Háskólabíóinu kl. 14,30. Fjallaði hann um kvöld vökuna og þýðingu hennar fyrir íslenzka alþýðumenningu. Fjöl- menni var á öllum fundunum. Kl. 21.10 hófst svo í Háskóla- bíóinu „íslenzkt menningar- kvöld og var bíóið þéttsetið. Kynnir var Bjarni Guðmunds- son, blaðafulltrúi. Útvarpsstjóri Vilhjálmur Þ. Gíslason, flutti erindi um íslenzka nútímamenn- ingu og Sigurður Björnsson, óperusöngvari, söng nokkur ís- lenzk lög með undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Þá fór fram ljóðalestur. "Ele Byrith, yfirkennari frá Dan- mörku las upp ijóðin ,,Manelys“ og „Den farende svend“ eftir Jóhann Sigurjónsson, og Gudrun Loftesnes, kennari frá Noregi, las ljóðin „Konan, sem kyndir ofninn minn,“ eftir Davíð Stefáns son og „Vorsól“ eftir Stefán frá Hvítadal í þýðingu Ivars Org- lands. Næst var lesin þjóðsagan „Púkinn og fjósamaðurinn" í sænskri þýðingu. Gerði það Brita Strömsten-Cavonius frá Finnlandi. Því næst las Ingigárd Zetterholm, kennari frá Svíþjóð, kvæði Tómasar Guðmundssonar, „í vesturbænum". Viihjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, flytur erindi um íslenzka nútímamenningu á menningar- kvöldinu í Háskólabíóinu, (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Norræna skólamótinu haldið áfram í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.