Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ r taugardagur 24. jálí 1965 . 12 pfoqpmMg&ffe Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Mátthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 5.00 eintakið. AUKIN FJARFESTINGARLAN Allir þeir, sem gengið hafa í gegnum þá eldraun að hefja atvinnurekstur á ís- landi, munu vafalaust sam- mála um, að fátt er jafn mikl- um erfiðleikum bundið og það að stofna atvinnufyrirtæki, sem byggt er frá upphafi á heilbrigðum fjárhagslegum grundvelli. Vegna þess, að það frumskilyrði er ekki fyr- ir hendi, að kostur sé hag- kvæmra fjárfestingarlána, eiga mörg atvinnufyrirtæki hér á larícli í fjárhagslegum erfiðleikum frá upphafi og komast aldrei almennilega út úr þeim, að óbreyttum að- stæðum. Að vísu er það svo, að tölu- verð bót hefur verið ráðin á þessu síðustu árin. Stofnlána- deildir landbúnaðarins hafa verið byggðar upp á ný og þeim skapaður fjárhagslegur grundvöllur í framtíðinni. Út- gerðin á einnig kost á hag- kvæmum fjárfestingarlánum og sæmilega hefur verið að henni búið í þessum efnum. Iðnlánasjóður hefur verið efldur til mikilla muna á. síð- ustu árum og honum tryggð- ar töluverðar fastar tekjur. En aðrar atvinnugreinar búa við mun lakari aðstæður, t.d. bæði verzlun og fiskiðn- aðurinn. Forsvarsmenn verzl- unarinnar vinna nú að því að koma á fót stofnlánadeild við Verzlunarbankann og sett hefur verið á stofn Stofnlána- deild sjávarútvegsins, sem gegnir því hlutverki að sjá fiskiðnaðinum fyrir fjárfest- ingarlánum, en er tæplega nógu öflug enn sem komið er. Viðskiptabankarnir hér veita, svo sem kunnugt er, lítil sem epgin fjárfestingar- lán, enda er það ekki þeirra hlutverk. Af þessum sökum er það miklum erfiðleikum bundið að hefja atvinnurekst- ur hér á landi og ungir menn, sem hug hafa á því og búa ef til vill yfir góðum hugmynd- um og nýjungum, sem hag- kvæmar væru atvinnulífi okk ar, mega búast við því að lenda í fjárhagslegu basli fyrstu árin vegna þess, að þeir eiga ekki kost á fjár- festingarlánum. Hér er eitt mikilsverðasta úrlausnarefni í atvinnumálum okkar, sem nauðsynlegt er að unnið verði að á næstu árum. Þetta vandamál verður ekki leyst í einu vetfangi, enda er- um við fjármagnssnauð þjóð, sem eðlilegt er, þegar haft er í huga, að öll uppbygging at- vinnuvega okkar hefur orðið á tiltöiulega skömmum tíma. Eins og rakið var hér að framan, hefur núverandi ríkis stjórn komið á mikilvægum úrbót'dm í þessum efnum og er nauðsynlegt að halda á- fram á þeirri braut, jafn- framt því sem fjárfestingar- lánamál okkar verði endur- skoðuð frá grunni. Sérstak- lega er nauðsynlegt að kanna ítarlega, hvort unnt er að fá erlenda aðstoð eða samvinnu við erlenda aðila um að koma hér á fót öflugum fjárfesting- arlánastofnunum. — Auðugri þjóðir, sem búa yfir miklu fjármagni, leitast í vaxandi mæli við að láta fjármagns- snauðari þjóðir eins og okk- ar, verða þess aðnjótandi. Þetta er eitt mikilvægasta hagsmunamál atvinnuvega okkar í dag. Að lausn þess er unnt að vinna, ef okkur tekst að halda sæmilegu efnahags- jafnvægi, en ella er hætt við því, að lítill árangur náist. M.a. þess vegna þurfa allir aðilar að leitast við að hindra frekari verðbólguþróun. ÞÁTTASKIL í BREZKUM STJÓRNMÁLUM |>rezki íhaldsflokkurinn hef- ur jafnan átt mikilhæfum forustumönnum á að skipa og einn þeirra er Sir Alec Doug- las Home, sem nú hefur sagt af sér sem leiðtogi flokksins. Sir Alec varð leiðtogi í- haldsflokksins og forsætisráð- herra Breta 1963 eftir harðar deilur um eftirmann Mac- millans. Á þeim tíma var gengi íhaldsflokksins lítið og Verkamannaflokkurinn tal- inn vís um sigur í þingkosn- ingunum. Þó fór svo, að sigur hans varð mjög; naumur og litlu munaði, að íhaldsflokk- urinn ynni fjórða kosninga- sigur sinn í röð. Sir Alec var utanríkisráð- herra Breta áður en hann tók við forsætisráðherraembætti og sem slíkur ávann hann sér mikla hylli og þótti einn bezti utanríkisráðherra Breta síðari árin, ákveðinn og einbeittur í tali á alþjóðavettvangi og margar ræður hans á þeim tíma vöktu mikla athygli. Hann virtist ekki kunna jafn vel við sig í forsætisráðherra- embættinu, en þó var það fyrst og fremst þakkað hon- um, persónutöfrum hans og skemmtilegri framkomu, að íhaldsflokkurinn fór ekki ver út úr kosningunum. UZ YMm Drápshvelið Namu vek- ur heitar tilfinningar BANDARIKJAMENN og Kanadamenn eru nágrannar og 5.irleitt beztu vinir, þótt hvorugur vilji láta í minni pokann, ef því er að skipta. Nýlega gerSist atburður í haf- inu vestur af Kanada, sem kveikti óvenjulegan neista þjóðernistilfinningar ekki sízt með Kanadamönnum. Orsökin var hvalurinn Numa. Hvalurinn Numa, sem er að að vísu drápshveli hið mesta, enda 7 m langur og um 4 tonn, var nýlega á sundi, nærri smáþorpinu Numa, um 370 km fyrir norðan Vancouv- er. >á varð hann fyrir því óhappi að ánetjast. Fiskimenn, sem natin áttu, sáu brátt, hvernig komið var. í ljós kom, að Numa var óskaddaður. Fregnin barst til Seattle, og þar ákvað forstöðumaður fiskasafnsins þar í borg, Ted Griffin, að draga Numa inn í bandaríska landhelgi. Reiddi hann í skyndi fram um 320 þús. ísl. krónur, og var þar með orðinn eigandi Numa, sem um þessar mundir hafði kanadiskan ríkisborgara rétt. 1 skyndi var gerð fljótandi girðing, með neti undir. um- hverfis Numa, og síðan hófst „flutningurinn", um 600 km. langan veg. Numa undi sér allvel, enda aðeins alinn á úrvals laxi, um 100 kg. á dag. Fljótlega kom þó í Ijós, að maki Numa og afkvæmi tvö höfðu fylgzt gaumgæfilega með því, sem fram fór, og eltu nú. Fiskisagan flaug, og nú fór að heyrast í hvalavinum beggja vegna landamæranna. Leynilögreglumaður nokkur í Seattle komst svo við, er hann heyrði um örlög Núma, að hann tilkynnti, að hann myndi gera út lið froskmanna, ráðast á „búrið“ og frelsa Núma. Nánari athugun leiddi þó í Ijós, að Numa kynni að misskilja áhuga björgunar- liðsins og jafnvel leggja sér það til munns. Því hvarf leyni lögreglumaðurinn frá hug- mynd sinni. í Vancouver tóku menn að hafa orð á því, að það væri hart, að fyrirmyndarhvalur- inn Numa, af kanadisku bergi brotinn, væri fluttur ti'l Bandaríkjanna athugasemda- laust. Vancouverbúar eru mjög tilfinningaríkir, þegar um hvali er að ræða, sérstak- lega drápshveli, því að þar við borg hefur tekizt að halda lífi í fönguðum drápshval, þeim fyrsta, sem lifað hefur við slíkar aðstæður lengur en sólarhring. Sá hválur lifði í þrjá mánuði, var gefið nafnið Moiby Doll. Er fréttist um dauða hans, var almenn sorg í Vancouver. „Numa er og á að vera kanadiskur“, mátti lesa með feitu letri á forsíðum Van- couver-blaðanna, er umræður um Numa stóðu hæst. Sjó- mannasambandið á staðnum lýsti því yfir, að það minnsta, sem fiskisafnið í Seattle gæti gert, væri að borga söluskatt af Numa. Nú er Numa kominn til Bandaríkjanna, en framtíðar- horfurnar eru ekki góðar. Sjórinn í Elliot-flóa, þar sem hann hefst við, er svo meng- aður óhreinindum, að flestir telja, að dagar Numa séu tald- ir. Smáhvelin tvö og kven- hvalurinn hafa haldið sig í nágrenninu, og, sennilega end- ar ævintýrið með dauða Numa, sem þá hefur skilið eft- ir sig maka og ungviði tvö á ókunnum slóðum. Numa í búrinu Með afsögn Sir Alec verða kynslóðaskipti í íhaldsflokkn- um brezka og þáttaskil í brezkum stjórnmálum. Nú hverfur úr forustuliði brezkra stjórnmála síðasti stjórnmála- maðurinn, sem þátt tók í mót- un brezkrar utanríkisstefnu á dögum Hitlers og jafnframt síðasti áhugamaðurinn í for- ustusveit brezkra stjórnmála. Þeir, sem nú taka við for- ustu íhaldsflokksins, Heath, Maudling og Macleod, komu allir upp f flokknum eftir stríð, og voru allir lærisvein- ar Richard Butlers, sem stund um hefur verið nefndur bezti forsætisráðherra, sem Bretar aldrei áttu, og endurskipu- lagði stefnu flokksins og starf eftir kosningaósigurinn 1945. Þegar Sir Alec varð leig- togi stjórnarandstöðunnar leit aðist hann við að gefa þess- um ungu mönnum sem bezt tækifæri til að sýna hvað í þeim byggi. Það gerði hann af óeigingirni og án sjálfsrhetn- aðar, en hagaði störfum sínr um í samræmi við það, sem hann taldi flokki sínum fyrir beztu. Þeir, sem við taka, eru e£ til vill meiri hæfileikum bún- ir til þess að veita forustu stjórnmálaflokki nú á tím- um, en þeir varpa ekki yfir brazk stjórnmál þeim ljóma persónutöfra og áhuga- mennsku, sem brezkir yfir- stéttarmenn fyrri ára áttu og Sir Alec var síðasti fulltrúi fyrir. Þar situr nú pólitísk atvinnumennska í fyrirrúmi, bæði í stjórn og stjórnarand.- stöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.