Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugarclagur 24. júlí 1965 6 A SUNNUDAG, 11. júlí, ræddi Pjörn Bessagon, endurskoðandi á Akureyri, um árnar Kolku og iHjaltadalsá í Skagafirði og um- hverfi þeirra. Kolka rennur um Kolbeinsdal, en Hjaltadalsá um •Hjaltadal, þar sem fyrrverandi höfuðstaður Norðurlands, bisk- upssetrið Hólar, stendur. Neðar, á flatlendinu, sameinast árnar og falla til sjávar við Kolkuós, skammt frá Hofsósi, en á Kolku- ósi var áður verzlunarstaður. — Greinargott erindi og skemmti- legt. Það er ekki á hverjum degi, sem menn fá leiðbeiningar um það í útvarpinu, hvernig umhorfs eé í himnaríki og helvíti, þrátt fyrir greinagóða vegvísunarþætti «m grundir og klungur fóstur- jarðarinnar. Þó var nokkuð bætt Úr þessu á mánudagskvöld, þótt 1 smáu væri, en þá greindi Sig- valdi Hjálmarsson, blaðamaður, frá merkilegum draumi, er mann einn dreymdi um borðhald á jþessum sögufrægu stöðum. Þar var ríkulegur matur á borðum á báðum stöðum, og virtist eng- inn munur á matargerð né gæð- um. En sá annmarki var á hvor- um tveggja staðnum, að hnífa- pörin voru þannig fest, að eng- inn náði með mat upp í eigin munn, heldur einungis upp í munn sessunautar síns. Greinan- legur munur var enginn á aðbúð manna í efra og neðra. En í neðra sátu þó allir með þjáninga- og ólundarsvip, þar sem þeir í efra aftur á móti nutu hins góða matar hinir ánægð- Östu. Þar hafði hver og einn ttefnilega mest- ftn áhuga á að 8eðja hungur ná Bngans, og fengu þannig allir nægju sína að .borða. En í víti, þar sem hver hugsaði ein- ,|föngu um sjálf- þn sig, sátu éhenn banhungraðir yfir rikuleg- Om krásum, þar sem, eins og áður getur, hverjum og einum yar tæknilega ókleyft að neyta matar úr eigin hendL I „Ef til vill er þetta dæmisaga þm, hvernig jörðin getur bæði verið himnaríki O'g helvíti, allt eftir afstöðu manna hvers til «nnars“ sagði Sigvaldi í lok þessa þáttar um daginn og veg- tnn. — Áður hafði hann rætt margt, en þó mest blaða- mennsku. Þótti honum það m.a. mikið vandræðaástand, að hér •kyldi engin sjálfstæð frétta- Stofa vera starfandi, eins og í flestum löndum. Þannig yrði hvert blað um sig að afla sér sjálfstæðra frétta af sama at- burði, þar sem ein fréttastofa gæti annað því verkefni og mat- Bð síðan blöðin á fréttum. Sig- valda þóttu dagblöðin yfirleitt of pólitísk, þótt mikil breyting hefði orðið þar til batnaðar á seinni árum. A þriðjudagskvöld talaði Grét- Br Fells, rithöfundur, um svefn og sálfarir. Hann sagði m.a., að raunar væri það svo, að menn vissu ekki fyrir víst, hvað svefn væri, fremur en dauði. Eigi að síður kom hann með margar skemmtilegar tilgátur og dæmi um það, sem nefnt er sálfarir, en þær skildust mér í því fólgn- ar, að hinn svonefndi geðlíkami yfirgefi jarðlíkamann í svefni og geti ferðast iítt takmarkað- ar vegalengdir, á meðan svefn- inn varir. Grétar taldi, að hugs- anlegt væri, að menn gætu rækt- að með sér hæfni til að fara sál- farir, þótt mönnum gengi mis- jafnlega vel að muna sálfarir sín- ar. Ef menn hugsa t. d. of mikið um sjálfa sig, reyna ekki að beina athygli sinni að einhverju öðru fólki eða ópersónulegum viðfangsefnum, þá eru litlar lík- ur til, að mönnum auðnist að fara sálfarir. Með réttri ræktun hugans taldi Grétar, að menn gætu notað svefninn sjálfum sér til mannbóta. Flestir hlustendur munu fagna Ævari Kvaran, en hann er nú aftur kominn fram á sjónarsvið- ið með nýjan þátt, sem hann nefnir: „Fólk og fyrirbæri“. Ævar er með allra vinsælustu útvarpsmönnum, enda jafnsnjall við efnisval og efnisflutning. — Að þessu sinni tók hann fyrir sænska nj ósnarann Wennerström, sem í fyrra var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi í heimalandi sínu fyrir njósnir í þágu Rússa — einn af átján. Það var ekki einungis, að Wennerström legði allt varnar- kerfi Svía upp í hendurnar á rússnesku leyniþjónustunni, held ur gaf hann Rússum einnig mikilvægar upplýsingar um varnarkerfi Atl- antshafsbanda- lagsins. Að svo miklu leyti sem hægt var að meta það tjón til fjár, sem hann olli, þá er talið, að það kosti um 2450 milljónir íslenzkra króna að gera nauðsynlegar breyting- ar, til að bæta skaðann. En fyrir snúð sinn, njósnir um • Vestmannaeyingur deiíir á póstinn Velvakanda hefur borizt skeleggt ádeilubréf frá Vest- mannaeyjum, þar sem póst- þjónustan er tekin til bæna. Bréfinu fylgir þetta forspjall: Vestmannaeyjum, 17. 7. 1965 Kæri Velvakandi. Bið yður vinsaml. að birta þennan stutta pistil á dálkum yðar. Þolinmæði vor er á þrot- um, skerjabúa. Vatnslausir er- um vér oft, kartöflulausir síð- ustu daga og stundum mjólkur lausir. Vín getum vér fengið í pósthúsinu.“ Hér kemur svo bréfið: „Líklega er leitun á þeirri stofnun íslenzkri, þar sem draugar bureaukratismas ríða eins húsum og hjó póstiþjónust- unni. Vinnubrögðin minna á aldamótin síðustu, blessúð sé þeirra minning. En látum þá, sem þar ráða 15 ára skeið, guldu Rússar Wennerström um 100.000 doll- ara alls eða nokkuð á fimmtu milljón íslenzkra króna. Sann- ast þar enn, að hægara er að rífa niður en byggja upp. Á miðvikudagskvöld flutti Gerður Magnúsdóttir skemmti- legan ferðapistil eftir föður sinn, Magnús Magnússon, fyrrverandi ritstjóra „Storms“. Greindi hann þar frá ferðalagi frá Reykjavík austur á Fljótsdalshérað. Lýsti hann búnaðarháttum og byggða- sögu ýmissa héraða á þeirri leið, svo og náttúrufyrirbærum, mönn um og málefnum, allt af þeirri frásagnarsnilld og skemmtileg- heitum, sem hann er löngu þjóð- kunnur fyrir. Skrifar Magnús líklega einna beztan og skemmti- legastan stíl þeirra manna hér- lendra, sem ekki eru að stað- aldri taldir til skáída eða rit- höfunda. Mættu raunar margir, sem þeim titli hampa, öfunda Magnús af frásagnargáfu hans. Höskuldur Sáagfjörð, leikari, las gamansögu eftir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli þetta kvöld. Það er hinn sami Einar Og sá. sem snuðaði útvarp- ið um tíu þúsund krónur í vetur með snaggaralegu geimskoti. — Ég varð fyrir vonbrigðum með sögu þessa. Hafði þó talið, að hinn umdeildi tíu þúsund kall hefði stælt höfundinn til nýrra afreka. Þeir, sem töldu „Geim- skotið“ gjörsamlega misheppnað verk, hafa eflaust orðið fyrir minni vonbrigðum, og óska ég þeim til hamingju fyrir kurteisLs- sakir. Á fimmtudagskvöid var leik- inn leikþáttur eftir Odd Björns- son, í þættinum: „Raddir skálda". Nefnir hann þátt þennan: „Kirkju ferð eða Heima er bezt“. — Þátt- urinn fjallar í stuttu máli um giftan mann, sem konan sendir í kirkju með krakkana. En lítið verður úr kirkjuferðinni, því að maðurinn skilur krakkana eftir húsum, um sína heimilishætti. Hitt er ekki þeirra mál, að þjónusta þessarar rikisstofnun ar við landsmenn er — vægast sagt — óviðunandL — Ég sendi í maí sl. áríðandi bréf til Hafn- arfjarðar. Það var ekki komið til viðtakanda að átta dögum liðnum. Veit ég þó, að það fór héðan frá pósthúsinu í Vest- mannaeyjum samdægurs. í stórborginni París er bréf, sem sett er í póstkassa fyrir hádegL komið hvert sem er innan borg- armarkanna kl. 4. Reykvíking- ar sumir hafa aðra sögu að segja. Þá væri æskilegt, að ekki störfuðu aðrir menn að póst- dreifingu en þeir, sem vissu hvað þeir væru að gera. En varla er hægt að ætla áð svo sé þegar póssendingar eru svo til daglega fluttar á aðra staði en þeirra rétta áfangastað. Nýlega var póstpoki, sem átti að fara til Vestmannaeyja, sendur með uppi við Öskjuhlíð og fer að keyra rúntinn með kunningja sínum. Fá þeir sér síðan einn lítinn, lenda á skemmtistað um kvöldið og að lokum sofnar sögu- hetjan í fangi gleðikonu, eftir að hafa greitt henni uppsprengdan taxta: tvö hundruð þúsund krón- ur. Um morguninn vaknar hann hjá löggunni, og er andlegum og líkamlegum eftirköstum of- drykkjunnar lýst mjög innvirðu- lega. Allt endar þó vel eftir at- vikum, heima í koju hjá eigin- konunni. Efnið er þannig ekki rismikið, en vel á því haldið að mínym dómi. Kannske má segja, að lýs- ingarnar á því, er söguhetjan er að rakna úr rotinu, séu nokk uð langdregnar, en líklega er það í þeim góða til- gangi gert að s ý n a mönnum víti til varnaðar, því að sannar- lega er þar dreg- in upp ömurleg mynd af mann-Oðd« Björnsson eskju. Hinn hái taxti gleðikonunnar verðum við að vona, að sé „skáldaleyfi“ höf- undar, unz við reynum annað. Nafnið á þættinum finnst mér óþarflega langt, en slíkt er smekksatriði. Sem sagt, skemmti- legur leikþáttur og — því miður — líklega ekki ólíkur mannlífinu á köflum. Þetta sama kvöld flutti séra Árelíus Níelsson mjög fróðlegt erindi um „Ansgar-postula Norð- urlanda“. Ansgar þessi, sem var fæddur 801, var franskur trú- boðb sennilega norrænn að upp- runa (Ansgar, sbr. Ásgeir). Hann vann mikið starf í þágu kirkj- unnar og átti drjúgan þátt í að útbreiða kristna trú á Norður- löndum, einkum i Danmörku, þótt aðrir rækju smiðshöggið á verk hans. Þátturinn „Efst á baugi", sem fluttur er á föstudagskvöldum, nýtur mikilla og vaxandi vin- sælda, enda ágætur fréttaþáttur. Og þar eru ekki einasta sagðar fréttir, heldur reynt að leggja út af þeim og geta í eyður, sem tekst að vísu misjafnlega, en gæðir þættina lífi og lit. Slíkt næturrútu til Akureyrar. Oft hefur póstur Vestur-Landey- inga viðkomu í Eyjum. Nú er ó læsi ekki lengur til að dreifa á íslandi, en þá er eitthvað, sem þessa blessaða menn vantar. Þá væri varila til of mikils mælzb að starfsmenn pósthúss ins í Reykjavík sæu um, að póstur hingað til Eyja væri e’kki látinn liggja súður á flug velli, þá er ekki hefur verið flugfært 2—3 daga, en tvö skip fari sama kvöldið frá Rvík. án þess að pósturinn sé látinn í þau. — H. G.” • Hjúkrunarkonur og sjúklingar Velvakanda hefur borizt bréf frá konu, sem átt hefur við langa vanheilsu að stríða, og segir hún meðal annars: „Mig langar til að vekja máls á málefni sem snertir sjúkraihúsin hér í borginni, eink hefur líka jafnan vextið háttur vinsælla sögumanna hér á landL Einar Guðjohnsen vísaði hlust- endum til vegar um gönguleiðir frá Landmannalaugum á föstu- dagskvöld. Sama kvöld las Jakob V. Hafstein líka nokkra kafla úr hinni nýju bók sinni, um Laxá í Aðaldal. Gæti ég trúað, að sú bók yrði vinsæl meðal náttúru- unnenda, sem við viljum víst raunar allir telja okkur, en sér- staklega hygg ég, að laxveiði- mönnum þyki fengur að bókinnL Er þar m. a. fjallað um veiðar að fornu og nýju í Laxá og farið listamannshöndum um efnið. Ég missti af „1 vikulokin" á laugardaginn, eins og svo oft áð- ur. — Þáttur Tage Ammendrup um kvöldið var ágætur. Sérstak- lega skemmtilegt viðtalið við Sig- fús Halldórsson, tónskáld, og hugljúf lögin, sem sungin voru eftir hann. Síðar um kvöldið var leikinn einþáttungur eftir Jökul Jakobs- son. „Afmæli í kirkjugarðinum** nefnist hann. Þessi leikþáttur var styttri og minni í sniðum en leik- iþáttur Odds Björnssonar fyrr 1 vikunni, en þó skemmtilegur á köflum. Vafamál verur þó að telja, að efnið sé það viðamikið og humorinn það góður, að hann eigi kröfu á heilum kirkjugarðb til að skapa sér „effecta". Þessa gætir stundum hjá Jökli, að hann er frekur á efnivið miðað við úrvinnslu, í einni skáldsögu sinni verður hann t. d. að gera sögu- hetjuna náttúrulausa, til að skapa ástardrama. En eftir þvi sem rithöfundar eru frekari á afbrigðileg eða óvenjuleg at- hafnasvið, finnst mér, að lesend- ur, eða hlustendur, hljóti að gera meiri kröfur til snjallra, listrænna taka. — Þó má vera, að útvarpsleikrit þrengi nokkuð val höfunda í þessum efnum og freisti þeirra fremur til að snúa sér þráð úr sjaldgæfu efni. En hvað sem því líður þá er ánægjulegt„ hvað leikritsformið freistar margra íslenzkra höf- unda um þessar mundir. — Það er leiðinlegt að þurfa að flytja erlenda leikþætti á hverju laug- ardagskvöldi, enda eru þeir líka afar misjafnir að gæðum. Sveinm Kristinsson. um þó samskipti sjúklinga og starfsfólks. Ég hef þurft spítala vistar við í ýmsum sjúkrahús- um borgarinnar, og tel mig hafa af þessu máli nokkur kynni. í samskiptum starfsfólks og sjúklinga tel ég, að mest reyni á hjúkrunarkonurnar. Oftast gera þær vel, en á því getur þó orðið misbrestur. Mun þar stundum valda, að þær vinna a'ðra vinnu jafnframt hjúkrun inni eða eru giftar og eiga fyr- ir heimili að sjá, svo að þær eru þreyttar og taugaspenntar yfir sjúklingunum. Þetta má þó ekki bitna á sjúklingunum, en því nefni ég þetta, að í vor varð ég fyrir ónærgætni og ruddaskap af hálfu ungrar hjúkrunarkonu, sem hreytti grófum ónotum í mig. Ég tel mjög nauðsynlegt, að brýnt verði rækilega fyrir nýliðum 1 ihjúkrunarliði spítalanna, að þeir sýni sjúklingunum fyllstu nærgætni og temji sér háttvísi gagnvart þeim. Ég álít, að hinar eldri og reyndari hjúkrunar- konur og þá ekki sízt þær, sem hafa yfirstjórn á deildum, eigi að kenna hjúkrunarnemendum sérstaklega framkomu og um- gengni vi'ð sjúklinga, og s»íðan fylgjast með stúlkunum í starfi þeirra í sjúkralhúsunum“. Þetta var kafli úr lengra bréfi frá „gömllum sjúklingi.” Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON kX Vesturgötu 3. — Lágmúbi S. Sigvaldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.