Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 13
Laugilt-d4fcur 24. júlí 1965 ^ MORGUNBLAÐIÐ 13 MATTHIAS JOH ANNESSEIM: SVOL FJOLL OG TÆR 1. Eins konar formáli um örninn Við ókum sem leið liggur austur að Þingvöllum. Þaðan var ráðgert að fara um Uxa- hryggi og Hvalfjörð aftur til Reykjavíkur. Astæðan til þessa ferðalags var sú, að Jónas bóndi og vegaverkstjóri Magnússon í Stardal átti í vændum 75 ára afmæli, sem er nú í dag. Mig langaði að heyra hann segja frá landinu sem hann þekkir ekki af afspurn, heldur nánum kynn- um — ekki aðeins fjöll og fagra dali, heldur einnig grjótið á heiðinni og mölina sem áin safn aði í sarpinn í farvegi sínum, en liggur nú í veginum og á það til að rjúka, jafnvel í logni. Þegar við ókum undir Úlfars- felli á austurleið, rifjaðist upp fyrir mér eins konar feimnis- mál sem mér hafði verið sagt frá nokkrum kvöldum áður: að í hömrum fellsins væri fýla- byggð. Ekki er ég viss um að öllum Reykvíkingum sé kunn- ugt um nábýli fýlsins við borg- arbúa; þó fýllinn minni oft- lega fremur á fólk sem maður þekkir að því einu að spúa lýsi á mannlífið en unað spóans eða lóunnar til dæmis, er nábýli hans við borgina skemmtileg staðreynd. Flestir okkar horfa á hvíta sviffuglana í efstu belt- um hamranna og hugsa með sér: þarna flýgur mávurinn, eða: mávurinn er að leggja und- ir sig landið. En þá er ekki úr vegi að vita, að þarna á fýll- inn heima og unir vel sínum hag, að því er mér er sagt. Þeir sem sögðu voru læknarnir Björn Guðbrandsson og Úlfar Þórðarson, sem ég hafði farið með nokkrum kvöldum áður upp í Kjós í því skyni að festa augu á örninn sem þar á sér ból. Þá lögðum við bílnum nokkru vestan við Valdastaði, og héldum á Reynivallaháls, sem er meira og hærra fjall en margur hyggur. Við vorum einungis hálftíma upp á efstu bungu, það þótti Úlfari gott. Hann fór oftast á undan, enda kappsamur og kvikur á fæti. Stundum leit hann við og sagði kankvíslega við Björn: „Þú verður að ráða ferðinni, þú ert der Fúhrer". Þá settist Björn á Stein og blés úr sinni læknis- nös. Við Björn töluðum um heims- pólitíkina, eins og hún væri okkur í blóð borin. Og ég sagði við sjálfan mig: þá veit maður um hvað Björn Guðbrandsson hugsar, þegar hann fer stofu- gang. Oftast mundi ég telja að hann hugsaði um Stalín og Hitler og samleik þeirra á lang- spil sögunnar. Nú eru þeir hljóð færaleikarar horfnir og nýir framtóningar teknir við lang- spilinu. En ekki held ég Birni finnist samhljómurinn sá kom- ast í hálfkvist við söng hrossa- gauksins, ekki einu sinni vælið í kjóanum. En þó líkari því. Björn sagði mér, að hann hefði verið í Japan, og þá datt mér auðvitað í hug, að þar hefði einhver arnarstofninn verið í bráðri hættu. En svo var ekki, hann var þar í læknis- erindum eins og vera ber. „Þú settir að fara til Japans“, sagði hann, „Þar er allt fallegt.“ Ég kinkaði kolli. Þangað hafði mig einmitt alltaf langað til að fara. Þar eru lótusblóm svo stór og Jónas i Stardal. ilmfögur, Sð yfirganga allar þær suðrænu jurtir sem vaxa í draumi Norðurlandabúans. Þar eru stúlkur með hendur sem hreyfast eins og blóm og augu sem minna á tungl á hálflukt- um himni, þykist ég vita. Um það mál sagði Björn ekki orð. Reynivallaháls er gróðursæll þegar upp er komið. Þar vex tungljurt, sem er eiginlegt að búa á vallendi. „Ég er hissa að sjá hana hér“, sagði Úlfar. Hann er grasafræðingur af lífi og sál. „Tungljurt er sjaldgæf,1 ‘sagði hann, „fyrstu geimfararn- ir sem komast til tunglsins, ættu að fá hana í hnappagatið". Á Reynivallahálsi, sem rís nieð þvergnýpum úr djúpum Hval- firðinum, opnast manni huldu- heimar fegursta blómaskrúðs sem ég hef augum litið á ein- um og sama stað. Fjallíð var samfelldur ísaumur, og litadýrð in með ólíkindum. Úlfar var glaður eins og barn, hann benti á lambablóm og helluhnoðra, gult blóm með eftirsóknarverðu rykti. Og hér var hnoðrinn á sínum stað og engin hending að rekast á hann í þessu stóra m.ynstri, þar sem hvert nálar- spor er úthugsað og fyrirfram ákveðið. Við gengum yfir hálsinn. Þá blasti við okkur Hvalfjörður- inn í allri sinni tignu fegurð. Hvítanesið að vísu autt og eyði- legt, svo til beint undir fjallinu — það mátti muna sinn fífil fegurri. En örninn var ekki heima. Þeir hóuðu niður í hyl- djúp gilin, ekkert svar. „Hvert ætli hann hafi farið“ spurði ég? Þeir hristu höfuðið. ,,Hver veit?“, sögðu þeir. Og ég sá á þeim að þeir áttu þá ósk heit- asta að hann næði sér í maka þessi flökkugjarni piparörn, stofnaði heimili og fjölgaði nær útdauðum ættstofni sínum. Úlf- ar sagði að sumir hefðu talið sig sjá Ijósan, ungan örn á sveimi þar við heljargljúfrin, en Björn dró það í efa. Síðast verpti örninn í Hvalfirði um og eftir 1950. En þeir ernir, sem þar voru þá, áttu engu lífsláni að fagna. Annar var skotinn, hinn varð fyrir bíl 1954, og stendur nú útstoppaður á Nátt- úrugripasafninu. Ef ekki verð- ur farið að með gát, gæti að því rekið að hann yrði eini örn- inn í opinbérri eigu á íslandi. Þegar við snerum aftur, höfð- um við séð hrafnshreiður og fleyga ungana. Það var gaman að virða fyrir sér þennan stærsta og skemmtilegasta spör fugl í heimi. Svo nátengdur er hann sögu landsins og sál fólks- ins sem byggir það, að líklega mundi eitthvað deyja í okkur, ef hann hyrfi úr landinu. Hann flýgur í ljóðum skáldanna og hefur búið kyrfilega um sig í þjóðsögunni. Svo á hann það til að krúnka í draumum okkar. Þá skyldi maður vara sig. Á leiðinni niður fjallið var lítið talað um örninn. Aftur á móti þóttist Úlfar hafa reynslu fyrir því — eða öllu heldur grun um, að írsku munkarnir sem hingað komu á sínum tíma hafi haft vitneskju um að land var í norðri. „Þeir bjuggu í Shannon-dalnum", sagði hann. Þangað flugu farfuglarnir til og frá íslandi, og hvíldu sig á leið- inni. Munkarnir sáu að fuglarn- ir komu úr norðri og fóru þang- að aftur, og voru örþreyttir eft- - ir flugið. Þeir gátu í eyðurnar: sáu í hendi sér að land var í norðurátt. Þeir urðu fyrir sí- felldu ónæði og ákváðu að taka sig upp. Héldu í sömu átt og farfuglarnir. „Þannig fannst fsland“, sagði Úlfar. Næst þeg- ar saga íslands verður skrifuð, legg ég til að Finnur Guðmunds son semji fyrsta kaflann, sem gæti heitið: Upphaf fslands- byggðar. 2. — huldukonan kallar — Ég þekkti vel Guðjón Helgason í Laxnesi, sagði Jónas í Stardal, þegar við ókum upp Mosfellsdalinn. Ég nánast hrökk upp úr áleitnum hugleið- ingum um örnina í Hvalfirði, eins og Björn Guðbrandsson mundi komast að orði. En hann er líka Skagfirðingur. Framundan blasti við Gljúfra steinn, en Laxnes á vinstri hönd, og nokkru vestar ný og sérkennileg kirkjan á Mosfelli. Og einhvers staðar þarna í moldkyrri jörðinni liggja bein skáldsins, sem var tregt tungu að hræra. Og nú er tunga hans til trés metin. En ekki trúi ég, að bein Egils Skallagrímssonar verði raka og fúa að bráð, eins og kjúkur annarra manna. Og eitt er víst: enn er óstorknað skáldblóðið í Mosfellsdal. — Guðjón kom í Laxnes frá Reykjavík 1905, sagði Jónas í Stardal, og öll sumrin frá 1997 og þar til hann dó skyndilega úr lungnabólgu vorið 1919, vann ég undir stjórn hans, lengst af sem flokksstjóri. Eftir lát hans bað Geir Zoega, vegamálastjóri, mig um að taka við starfinu, og gegndi ég því þar til 1962, að ég fluttist til Reykjavíkur. Ég var tíður gestur í Laxnesi, og kynntist þeim hjónum náið. Guðjóni og Sigríði konu hans. Guðjón var einstæður búmaður, og framfaraþráin var honum runnin í merg og bein. Hann hafði unun af jarðrækt og húsa- bótum og var mikill starfsmað- ur. Hann var annálaður bóndi og ekki fór af honum lakara orð sem vegaverkstjóra. Hann var mjög vel greindur maður og ágætlega að sér. Hann kunni betur til verka en nokkur ann- ar sem ég hef kynnzt, var drjúg ur verkmaður og handbragð hans með eindæmum. Hann hafði beztu kosti yfirmanns: að kunna allt betur en undirmað- urinn og geta sagt til. Engan hef ég þekkt, sem kunni eins vel að segja undirmönnum sínum til við vinnu. Ef honum líkaði ekki handtökin, gekk hann þegjandi að verkfærunum og sýndi, hvernig átti að vinna verkið. Það fylgdi honum aldrei hávaði eða mælgi. Ef honum líkaði ekki kantflái, lét hann taka hann upp aftur. Hann skar öllum mönnum betur sniddur, hann hlóð vegakant af list- fengi. Brúarundirstöður og ræsagerð voru af hans hendi eins og bezt verður á kosið — þið hefðuð átt að sjá hvernig hann kenndi okkur að höggva grástein og fella saman í rennu- kampa. Þá var ekki sementið að troða í götin. Guðjón hafði verið með Árna Zakaríassyni, verkstjóra, og m.a. lært af honum. Árni var einlyndur maður og skrýtinh í háttum, gat verið illa lyntur og ónotahylki, en góður verkstjórL Hann var heljarmenni að burð- um. Guðjón hafði sagt mér margar skemmtilegar sögur af honum, svo ég lét hann ekki snúa á mig, þegar leiðir okkar lágu saman. Geir vegamálastjóri frétti, skömmu áður en Guðjón lézt, að hann væri lagstur veikur í lungnabólgu, og hélt að þá væri lítið unnið í Þingvalla- veginum. Hann sendir Árna austur. Þegar Árni kemur, erum við að slá upp fyrir brúnni við Reykjaá. Það var húðarigning, en karlinn situr sem fastast í hnakknum og horfir þegjandi á okkur. Þá heyrum við að hann tautar við sjálfan sig: „Já, ég vissi að þeir væru að vinna, hér er ekkert verkfall“. Hann tók svo við verkstjórn- inni og bjó í Laxnesi. Ég sagði við hann einn morgun: „Er ekki rétt að tína saman allt afhögg og trébúta og fara með að Lax- nesi?“. „Jú, við gerum þa2 Jónas. Þú þarna berhöfðaði maður, tíndu búta og farðu me8 að Laxnesi“. Strákurinn, sem til var talað, gerir eins og fyr- ir hann er lagt, en er lengi 1 ferðinni. Þegar hann loks kem- ur um morgunmatarleytið, fei hann sér að engu óðslega, en lætur hestinn dóla niður göt- una. Árni segir ekkert fyrr én búið er að borða, þá segir hann: „Þú þarna, stígvélaði maður taktu hestinn og vagninn, þvi maðurinn sem sat í vagninum þarf að hvíla sig“. Þetta þótti okkur í senn skrýtin og frum- leg ofanigjöf við „þann berhöfð- aða“. Árni hafði lært vegagerð af norskum mönnum, sem hingað voru fengnir skömmu fyrir aldamót, til að leggja Hellis- heiðarveg og Kamba. Hann var verkstjóri samtímis Einari Finnssyni frá Meðalfelli, sem lagði austurhluta Þingvallaveg- arins og sprengdi veginn nið- ur Almannagjá. Einar lærði vegagerð í Noregi og dvaldist þar um fjögurra ára bil. Báðir kunnu þessir menn vel til verka.“ Framhald á bls. 15 Lasnes (Iijósm.: Mbl. Ól. K. M).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.