Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. júlí 1965 Rússar keppa í fyrsta sinn um Evrópubikar RÚSSAR eru nú þátttakendur í keppninni um Evrópubikarana í knattspyrnu í fyrsta sinn. Fara þeir þó varlega af staS ,því þeir tilkynna þátttöku aðeins í eina af þremur Evrópubikarskeppn- um — keppni um Evrópubikar bikarsigurvegara. Þeir eru hins vegar ekki með í keppni um Evrópubikar meistaraliða né í Evrópukeppni milli „messu“- borga Evrópu. Evrópukeppnirnar þrjár hafa til þessa verið í friði fyrir Rúss um, en á síðustu stundu nú á Zntopek horlinn nf metoskránni dögunum, kom tilkynning frá knattspyrnusambandi Sovétríkj- anna um að Dynamo Kiev myndi taka þátt í Evrópukeppni bikarmeistara. Þetta þykir boða að á næsta ári muni Rússar verða með í öll um keppnunum þremur, enda eiga þeir þangað fullt erindi, eins og sjá má af úrslituin lands leikja þeirra og annara lexkja. Leikir KR ákveðnir ÁKVEÐNIR hafa verið leikir KR og norska liðsins Rosenborg í 1. umferð keppninnar um Evrópubikar „bikarsigurvegara“. Fyrri leikurinn verður í Reykja- vík 24. ágúst nk. en hin síðari verður á heimavelli hins norska liðs í Þrándheimi 25. september. Sigurvegarar í golfmótinu með verðlaun sín. í miðið í frerrtri röð er íslandsmeistarinn. Fjórði t.h. í fremri röð er Hans Isebarn, er sigraði í unglingaflokki og við hlið hans Sigtryggur Júlíusson, Akur I eyri, er sigraði í öldungaflokki. Að baki hans er Hafsteinn Þorgeirsson, sigurvegari í 1. flokki, og i 3. f.v. í aftari röð Páll Ásg. Tryggvason, er sigraði í 2. flokki. — Mynd: Sveinn Þorm. RON HILL, brezli langhlaup- arinn setti heimsmet í 15 mílna og 25 km. hlaupi á mið vikudagskvöld. Tími hans á 15 mílum var 1:12.48,2 klst. Og 25 km. hljóp hann á 1:15.22,5 klst. Með þessum metum strikaði Ron IIills nafn Emils Zatopek — hins heimsfræga Tékka — út af heimsmetaskránni. Zatopek setti ofangreind heímsmet fyrir nær áratug síðan og voru þau 1:14,1 og 1:16,36,4. Hannes dæmir leikinn fréttum, eiga íslenzkir dómar- ar að dæma leikinn Celtic og Go Ahead, sem fram fer í Skot landi. Það mun nú vera af- ráðið að Hannes Þ. Sigurðs- son dæmi leikinn, en línuverð- ir verði Magnús Pétursson og Guðmundur Guðmundsson. 2. deild Staðan A-riðill: Þróttur 6 Siglufjörður 5 Haukar 6 Reynir 5 B-riðill: l.B.V. 7 l.B.Í. 7 Breiðablik 8 F.H. 7 Víkingur 7 2. deild: 5 1 0 26:10 11 2 1 2 11:11 5 2 1 2 9:10 5 0 1 4 2:17 1 5 0 2 ?',:11 10 4 1 2 12:15 9 4 1 3 16:28 9 2 1 4 17:15 5 1 1 5 12:20 3 Bjarni beinteinsson LÖGFRÆÐI NGU R AUSTURSTRÆTI 17 (silli & valdi) SÍMI 13536 Húseigendafélag Reykjavikur Skn fstofa á Grundarstíg 2A Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. Um 4 millj. manna in nan vébanda íþrótta- sambanda á Norðurlöndum Frá norrænni ráðstefnu í Rvík RÁÐSTEFNA ríkisíþróttasam- banda Norðurlanda var haldin í Reykjavík, dagana 18.—20. júni s.l. í Hótel Sögu. Ráðstefnuna setti og stjórnaði forseti iþrótta- sambands íslands, Gísli Halldórs- son. Fulltrúar á ráðstefnunni voru 4 frá Danmörku, 5 frá Finn- landi, 5 frá Noregi, 6 frá Sví- þjóð og 11 íslendingar. Þessar voru helztu gjörðir ráðstefnunnar: 1. Fluttar voru skýrslur frá starfi hvers íþróttasambands og kom af þeim í Ijós m.a. að með- limatala þeirra samanlagt eru rúmar fjórar milljónir. 2. Rætt var um samvinnu Norðurlanda, varðandi kvik- myndir um fræðslu og þjálfun íþróttamanna. Samþykkt var að íþróttasamböndin skipuðu, fyrir 1. sept. 1965, hvert fyrir sig, trúnaðarmann, er hefði það verk efni að fylgjast með því, er kvik- myndir koma á markaðinn, sem þýðingu hafa fyrir íþróttafólk, hvað þær kosta o.s.frv. Þessir trúnaðarmenn hafi síðan sam- band sín á milli. 3. Rætt var um notkun íþrótta- fólks á örvunarlyfjum, og starf Evrópuráðs til hindrunar slíks. Samþykkt var að senda Evrópu- ráðinu eftirfarandi ályktun: Ráðstefna íþróttasamband- anna á Norðurlöndum, haldin í Reykjavík, dagana 18.—20 júní 1965, hefur með miklum áhuga athugað starf Evrópuráðsins til að fyrirbyggja að keppendur í íþróttum noti örvunarlyf. Lýsir ráðstefnan yfir fyllsta samþykki Evrópuráðsins og UNESCO á sínu við áframhaldandi starfi þessu sviði. Ráðstefnan leggur sérstaka áherzlu á samþykkt, sem Alþjóðaolympíunefndin hefur gert í máli þessu. 4. Miklar umræður urðu um starf Evrópuráðsins og UNESCO á sviði íþrótta, svo og á hvern veg hin norrænu íþróttasamibönd eigi aðild að fulltrúarvali á ráð- stefnur alþjóðasamtaka, svo sem nefnd Evrópuráðsins um heilsu- gæzlu, UNESCO og m. fl., þegar íþróttamál eru tekin til meðferð- ar. Niðurstöður ráðstefnunnar í máli þessu voru þær, að hún teldi að hin mörgu alþjóðasam- tök hefðu aukið vinnu sína á íþróttalegum grundvelli á seinni árum. Hins vegar hafi fulltrúa- val viðkomandi landa á ráðstefn- ur þessar að mestu verið á opin- berum grundvelli, þ.e. fulltrúar sem ráðuneyti landanna hafa valið án nauðsynlegrar samvinnu við íþróttasamböndin. Því beri hverju íþróttasambandi Norð- urlandanna að taka mál þetta upp við viðkomandi ráðuneyti í landi sínu og reyna að fá full- nægjandi lausn málsins. Ráð- stefnan var sammála um að taka mál þetta upp aftur árið 1967, þegar næsta ráðstefna íþrótta- sambanda Norðúrlanda verður haldin. Næstu leikir NÆSTI leikur í 1. deild verður á Akureyri á sunnudaginn kl. 4 síðdegis. Þá keppa Akureyringar og Valur. Ráðgerður var leikur á sunnu dag á Akranesi milli Akurnes- inga og Keflvíkinga en honum er frestað vegna imglingamóts Norðurlanda. Þá verður og leikur í 2. deild á sunnudagihn kl. 2. Fer hann fram á Siglufirði og eigast við Siglfirðingar og lið Reynis frá Sandgerði. 5. Rætt var um slys er verða við íþróttamót og æfingar og samvinnu Norðurlandanna um þau vandamál. Því var vísað til | íþróttasambandanna að safna upplýsingum, hvert í sínu landi,1 og skiptast síðan á um þær upp- lýsingar, þar sem m.a. kom fram: Hinar fjárhagslegu afleiðingar slysanna og bætur, er hið opin- bera greiðir eða önnur trygg- ingarstarfsemi. 6. Rætt var um hindranir þær, sem gerðar hafa verið varðandi vegabréfaáletranir íþróttafólks er sækir hin alþjóðlegu íþrótta- mót og Olympíuleikana. Samþykkt var, að lýsa yfir stuðningi við gerðir ICSPE í málin og tekið undir ályktun Alþjóða Olýmpíunefndarinnar (CIO) í máli þessu. Taldi ráð- stefnan nauðsyn á því að vinna að því að íþróttaæska heimsins geti ferðazt hindrunarlaust á alþjóða-íþróttaþing og ráðstefn- ur um íþróttamál og sendir UNESCO og Alþjóða-Olympíu- nefndinni beiðni um að halda áfram starfi sínu, að greiða úr þeim erfiðleikum sem skapazt hafi. 7. Teknar voru fyrir tillögur um nýjar starfsreglur fyrir ráð- stefnu íþróttasambanda Norður- landa, sem framkvæmdastjórar sambandanna gerðu á fundi sín- um í Stokkhólmi 21. maí 1962. Miklar umræður urðu um tillög- urnar og var niðurstaðan sú, að vísa þeim til næstu ráðstefnu er haldin verður 1967. 8. Rætt var um hver og hve- nær næsta ráðstefna ríkisíþrótta- sambanna yrði haldin. Dönsku fulltrúarnir buðust til að halda höll á Þingvöllum kl. 2 e.h., sunnudaginn 2i0. júní af Gísla Halldórssyni, sem var forseti ráð- stefnunnar. Fundardagana, þegar hlé var á störfum þágu fulltrúar boð forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, verndara ÍSÍ, að Bessastöðum. Þá snæddu þeir kvöldverð í boði menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslasonar, svo og bauð borg- arstjórn Reykjavíkur þeim til kvöldverðar og íþróttabandalag Reykjavíkur til hádegisverðar. Þá var farið í ferðalag um suður- landsundirlendið, Þingvöll og að Geysi og Gullfossi. Ráðstefnan þótti takast vel og voru hinir erlendu fulltrúar mjög hrifnir af undirbúningi, skipulagi og störfum hennar. MOLAR Rosenberg, liðið í Þrándheimi sem leikur við KR í 1. um- ferð Evrópukeppni bikarmeist ara, og Lyn (Oslo) skildu jöfn í „vináttuleik“ liðanna á Ler kerdal Stadion í Þrándheimi á fimmtudag. Úrslit urðu 3—3 en staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Lyn. Noregur sigraði í I.venna- landskeppni í frjálsum íþrótt- um lið Danmerkur með 65 stigum gegn 50. Keppnin fór fram í sambandi við lands- keppni Noregs annars vegar og Beneluxlandanna hins veg- ar. Sigruðu Norðmenn með 107 stigum gegn 1 stigs for- ystu 104 gegn 103. Urðu Norð menn því að vinna boðhlaupið og það gerðu þeir með því að ná betri árangri en liðs- menn sveitarinnar höfðu gert fram til þessa á árinu. Afríkuleikar í frjálsum íþróttum hafa staðið yfir að undanförnu. Athyglisverðasta sigra hefur Kenyumaðurinn Kipchongo Keino unnið í 1500 m. hlaupi og 5000 m hlaupi. Hann var yfirburðarsigurveg- iri í 1500 m á 3.39.6 og var með öllu óþreyttur er hann kom í mark. Voru brautir t>ungar eftir rigningu og rign- ing meðan hlaupið stóð. Þykir Irammistaða hans hins frækn- ista. 5000 m. hljóp hann á 13:39.0 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.