Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 23
5LaugardagWr 24. júlí 1965 MORCUNBLAÐIÐ 23 ER tveggja hreyfla flugvél af Navion-gerð frá Flugsýn hf. fór á loft frá fiugvellinum á Akri í gær varð flugmaður- inn, Egill Benediktsson, þess var, að eitthvað bilaði í nef- hjólsútbúnaði flugvélarinnar, og áleit hann helzt, að hjól- barðinn hefði sprungið í flug- taki. Tilkynnti hann flugturn- inum í Reykjavík um þetta og var slökkviliðið til taks, er vélin kom til Reykjavíkur um kl. 14.15. Nefhjól vélarinnar fór ekki alveg niður fyrir lend inguna af einhverjum ástæð- um, en lendingin tókst samt vel og urðu skemmdir mjög litlar á flugvélinni. Auk flug- manns var einn farþegi í henni og sakaði hvorugan. Or- sakir þessa óhapps eru ekki kunnar, en málið er í rann- sókn. Víkingur vann Isafjörð — og Vestmannaeyjar í úrslitum við Þrótt VÍKINGAR færðu Vestmanna- eyingum í gærkvöldi úrslitaleik- inn í annarri deild á silfurbakka. Þeir sigruðu ísfirðinga 2:1 í all- skemmtilegum leik í gærkvöldi á Melavellinum. Víkingarnir hristu af sér deyfðina og var sig- ur þeirra verðskuldaður. ísfirð- ingar voru ekki í formi og hjálp- uðu Víkingum við að skora eitt * A Akureyri í GÆR hófst á Akureyri íslands meistaramót í handknattleik hvenna í meistara- og 2. flokk. Úrslitin í gær urðu þessi: Valur-FH m.fl. 8:7, ÍBA-KR mfl. 11:6, Keflavík-Fram 2. fl. 2:1, Völsungur—Valur 2. fl. 2:0, ÍBA-KR 2. fl. 2:1. markið. Nú skiptir engu máli hvernig leikurinn Í.B.V. — F.H. fer. Vestmannaeyingar mega tapa þeim leik, þeir þurfa ekki einu sinni að leika leikinn. Víkingar voru mjög ákveðnir og voru óheppnir að skora ekki í seinni hálfleik. ísfirðingar spil- uðu þarna sinn lélegasta leik til þessa. Hafa þeir nú alveg glatað því tækifæri sem þeir höfðu til að komast í úrslit. FH og Vaður sigruðu 1 GÆRKVÖLDI fóru fram tveir leikir í handknattleiksmótinu á Hörðuvöllum. F.H. vann Ármann 31:9 og Valur vann Hauka 23:21. IVIargeir Sigurbjörnsson — IVfinningarorð — F. 26. maí, 1939. D. 20 júlí, 1965. í DAG er kvaddur hinztu kveðju Margeir Sigurbjörnsson, Lyng- holti 8, Keflavík. Langt um ald- ur fram hefur hann hlýtt kalli sláttumannsins mikla, og hverf- ur nú sjónum vandamönnum og vinum yfir breiðuna miklu til nýrra heima, mikil eftirsjá öll- um þeim sem fengu tækifæri til að kynnast þessum góða dreng. Margeir var fæddur í Hafnar- firði þ. 26. maí 1939, sonur hjón- anna Guðlaugar Jónsdóttur og Sigurbjörns Eyjólfssonar. Sín bernsku- og æskuár átti hann í Keflavík við leik og starf. En hugur hans stóð til frekari þroska og mennta, og haustið 1954 settist hann í 3. bekk Verzl- unarskólans. Úr verzlunardeild lauk hann prófi árið eftir með 1. ágætiseinkunn, og tveimur árum síðar er hann í hópi 22ja glaðra stúdenta, sem Ijúka prófi frá lœr öómsdeild skólans. Margeir inn- ritaðist haustið eftir í lagadeild Háskóla íslands, og hóf laganám sitt af kappi. Lauk hann undir- búningsprófum þar með ágætum árangri á skömmum tíma, en sneri sér þá að öðrum hugðar- efnum. Vann hann að ýmsum verkefnum í Keflavik og aðsfoð- aði m.a. föður sinn við útgerð hans. Kynni okkar hófust er við urð- um bekkjarbræður í Verzlunar- skólanum. hótt Margeir kæmi sem nýr nemandi inn í þriðja ’bekk féll hann fljótt í hópinn, varð einn af oss, og eignaðist þar strax góða vini og félaga, og hafa þau vináttubönd haldist æ síðan, þótt hópurinn hafi dreifzt í ýmsar áttir. Það sem einkum vakti þó athygli okkar bekkjar- systkina hans, auk ljúfrar fram- göngu, voru hinir ágætu náms- hæfileikar hans. Hann var frá- bærlega næmur og náði ágætum námsárangri án þess áð þurfa að sitja lengi yfir námsefni sínu, og var auk þess jafnvígur á allar námsgreinar. Við bekkjarsystkyni hans kveðjum í dag með miklum sökn uði mætan skólabróður, vin og félaga. Við þökkum honum fyrir samfylgdina, og þykir sárt að fá ekki að njóta hennar lengur. Heimurinn er breyttur að honum horfnum, en eftir lifir minningin um góðan dreng. Eiginkonu hans, börnum, for- eldrum og öðrum vandamönnum sendum við hjartanlegar samúð- arkveðjur. Hörður Sigurgestsson. — S'ildin Framhald af bls. 24. Síldarfréttir frá L.Í.Ú. í gær, voru sem hér segir: Ágætis veður var á síldarmið- unum s.l. sólarhriríg. Síldin veiddist í Reyðarfjarðardýpi og Norðfjarðardýpi. Samtals fengu 11 skip 3.050 mál og tunnur. tn. Pétur Sigurðsson RE 500 Guðbjörg GK 150 Bára SU 300 Sig. Jónsson SU 300 Sveinbj. Jakobsson SH 500 Ögri RE 150 Óskar Halldórsson RE 300 Hafrún IS 100 Sólfari AK 150 Dagfari ÞH 450 Jón Finnsson GK 150 Síldarleitinni var kunnugt um eftirtalin skip, sem farin voru til veiða við Shetlandseyjar: Jörundur II. RE Jörundur III. RE Siglfirðingur SI Heimir SU Snæfell EA Sigurður Bjarnason EA 5 i í Ungir Færeyingar í heimsókn hér Stutt spjall við fimm þeirra flokknum. Lögmaðurinn er frá i Fólkaflokknum, Hakon Djuc- i hus. Annars hefur stjórnar- = samstarfinu þegar verið slit- § ið, en stjórnin situr áfram. = Líklegt er a'ð kosningar verði = því í haust, en það verður ! ákveðið á Ólafsvökuþinginu, = sem háð verður 29. júlí. — Hvert er álit ykkar á i endurheimt íslenzku handrit- i anna? | — Okkur finnst það sjálf- I sagt að handritin komi tii ís- i UM þessar mundir eru stadd- ir hér sex ungir Færeyingar, fimm piltar og ein stúlka. >au eru ÖII félagar í „Unga tjóð- veldið“, sem er stjórnmála- félag ungs fólks, hið fyrsta, er stofnað er í Færeyjum. Það var stofnað hinn 1. janúar s.l. og er hluti af flokki Erlend- ar Patursonar, Tjóðveldis- flokkurinn. Þetta unga fólk heimsótti okkur á Morgun- blaðið og áttum við við það stutt samtal. Þau heita Ey- vör Paturson, dóttir Erlendar, Arinbjörn Danielsen, Bjarki Höjgaard, sem er formaður Unga tjóðveldisins, Þrándur Nybo og Hans Hansen. Sjötti maðurinn var farverandi úr bænum, en hann heitir Berg- ur Danielsen. — Hvert er tilefni komu ykkar hingað til lands? — Unga tjóðveldið, sem er félagið okkar var stofnsett 1. janúar. Það er fyrsta æsku- lýðsfélagið í Færeyjum, sem starfar á pólitískum grunni, svo að við komum aðallega hinga’ð tiil þess að kynna okk- ur hvernig slík félög eru skipulögð. — Þið eruð mjög róttæk í skoðunum?, spyrjum við, enda öll með stjörnu Æskulýðsfylk ingarinnar í hnappagatinu ásamt merki alþjóðahreifing- ar gegn kjarnorkuvopnum. — Já, mjög róttæk, en sjálf stæðismálið er númer eitt. — Er ekki nýstofnaður há- skóli í Færeyjum? Er það ekki stór áfangi í átt til sjálf- stæðis Færeyja? — Jú, í Færeyjum var stofna'ður háskóli í vor. Rekt- or hans mun verða Chr. Mat- ras, sem verið hefur prófessor í Kaupmannahöfn í færeysku. Til að byrja með verða auk færeysku saga, og náttúru- fræði. — Hve marga þingmenn hefur Tjóðveldisflokkurinn á þingi? — Hann hefur sex þing- menn og á aðild að stjórninni ásamt Fólkaflokknum, Sjálf- stýrisflokknum og Framboðs- lands. Færeyingar eiga einnig mikið af fornminjum, sem dreifð eru viðs vegar um lönd. En við munum áreiðan- lega endurheimta þau. — Hefur Unga tjó'ðveldið ekkert málgagn? — Jú og ég er ritstjóri þess, segir Arinbjörn Daniel- sen. Blað Tjóðveldisflokksins heitir 14. september og í því höfum við æskulýðssíðu tvis- var í mánuði. — Hvernig stendur á þess- ari nafngift, 14. september. — 14 septem.ber árið 1946 voru kosningar í Færeyjum, þar sem náðist mikilvægur árangur í heimastjórnarmál- unum. Þess vegna hefur blað ið okkar hlotið þetta nafn. — Hafið þið ekki haft þa'ð gott í ferðinni? — Okkur hefur þótt mjög skemmtilegt að koma til fs- lands, en metum það einna mest, að við skulum hafa hlot ið viðurkenningu hér sem Færeyingar en ekki sem Dan- ir. Hinir ungu Færeyingar. taldir frá vinstri: Uans Hanscn, Þrándur Nybo, Eyvör Paturson, Bjarki Höjgaard og Arinbjöru Danielsen. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) '.v:7? l S í 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.