Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID Laugardagur 24. júlí 1965 GEORGETTE HEYER FRIDSPILLIRINN viðskiptamannsins, sém hafi svo oft keypt af honum skartgripi (og oftast handa konum úr allt öðrum flokki), og bauf Soffíu inn í einkaherbergi sit jak við búðina. Hann gætti . að láta ekki uppi neina for .lcni um það, hversvegna hún vildi nú losa sig við dýrgripi, sem hún hafði sjálf svo vandlega valið árinu áður. Við kurteislegri spurningu um líðan Sir H.race, fékk hann það svar, að hann væri eins og stæði i Brasilíu, og hr. Bridges var fljótur að leggja saman tvo og tvo og ákveða að kaupa eyrna- hringina aftur sanngjörnu verði, í stað þess að grípa til þess al- genga ráðs að fara að tala um, hvað demantar hefðu fallið í verði, á síðasta ári. Hann ætlaði sér alls ekki að selja hringana, heldur geyma þá þangað til Sir Horace yrði næst á ferðinni, og þá mundi hann verða þakklátur fyrir þessa nærgætni og verzla við hann meira en nokkru sinni áður. Kaupin gengu því liðlega fyrir sig og báðir partar voru ánægðir, og hr. Bridge var svo nærgætinn að halda í ungfrú Stanton-Lacy inni hjá sér, þang- að til búðin var orðin manntóm aftur. Hann hugsaði sem svo, að Sir Horacy yrði ekkert hrifinn af að frétta, að dóttir hans skyldi hafa verið neydd til að selja skartgripina sína. Hann sam- þykkti orðalaust að kaupa hring- ana fyrir fimm hundruð pund í seðlum og taldi þá síðan fram á borðið, jafn kurteis og áður. Soffía stakk seðlunum í múff- una sina, hóaði í leiguvagn og það ekilinn aka sér til Bear Alley. Vagninn, sem hún valdi, var hvorki sá fyrsti né bezti, sem framhjá fór, en henni leizt vel á manninn, sem stýrði honum. Þetta var þrekvaxinn, miðaldra maður, kringluleitur og glaðleg- ur á svipinn, og Soffíu fannst strax sem hún mundi geta treyst honum, ef í nauðir ræki, og þetta álit hennar styrktist enn meir 35 við viðbrögð hans við fyrirskip- un hennar. Eftir að hafa horft vandlega á hana, strauk hann vetlingaðri hendinni um hökuna og lét þess getið, að hún mundi hafa villzt á heimilisfanginu, þar eð Bear Alley væri að hans áliti ekki staður, sem fínar döm- ur heimsæktu að öllum jafn- aði. Nei, þetta er óþverragata, sagði Soffía. — Það er að minnsta kosti enginn staður fyrir fína dðmu, sagði ekillinn, en svo vildi hann ekki segja neitt meira, Hann bætti því við og bað hana afsök- unar um leið, að hann ætti sjálf- ur dætur. — Jæja, hvort sem það er ein- hver skítagata eða ekki, þá vil ég nú komast þangað, sagði Soffía. — Ég á erindi við hr. Goldhanger, sem þar á heima og er, að ég er viss um, mesti fantur, og þér eruð einmitt þann ig maður, að ég treysti yður til að aka ekki leiðar yður og skilja mig þarna eftir. Hún steig síðan inn í vagninn og maðurinn truttaði hestinum sínum af stað. Bear Alley var þröng og þefill gata, þar sem allskonar óþverri lá og rotnaði milli götustein- anna. Skugginn af stóra fangels- inu virtist eins og vofa yfir öllu hverfinu, og jafnvel fólkið, sem hímdi á dyraþrepunum, var dauf legt á svipinn, og það meira en nokkurntíma efnahagur þess hefði þurft að gera það. Ekill- inn spurði mann einn í óhrein- um sloppi, hvort hann vissi, hvar Goldhanger ætti heima, og honum var vísað á hús við göt- una miðja, og það var rétt eins og viðmælandi hans færi hjá sér og vildi sem allra minnst um þetta tala. Laslegur leiguvagn, sem einu sinni hafði verið vagn herra- manns, vakti litla athygli, en þegar hann stanzaði og ung, vel búin stúlka steig út úr honum og hélt upp pilsunum til að óhreinka þau ekki, drógu tveir íðjuleysingjar og nokkrir strákar sig nær, til þess að glápa á hana. Ymsar athugasemdir voru gerð- ar um hana, en sem betur fór voru þær á það miklu skrílmáli, að Soffía skildi þær ekki. Það var búið að glápa á hana í svo mörg- um borgum á Spáni og í Portú- gal að hún var svo alls ófeimin við að vekja athygli, að þegar hún hafði snöggvast litið á mann- skapinn, sagði hún við einn litla drenginn: — Segðu mér, á einhver, sem heitir Goldhanger, heima í þessu húsi? Snáðinn glápti á hana, en þeg- ar hún rétti einn shilling að hon- um, dró hann snöggt að sér and- ann, rétt fram hönd, sem var eins og kló, og sagði: — Fyrstu hæð! Svo þreif hann peninginn og tók til fótanna, áður en stærri strákarnir gátu náð í aurinn af honum. Þetta örlæti varð til þess, að mennirnir tóku að nálgast Soffíu meir en áður, en ekillinn steig niður úr sæti sínu, með svipuna í hendinni og bauð hverjum, sem hafa vildi uppá „einn lítinn“. En enginn þekktist boðið og Soffía sagði: — Þakka þér fyrir, en komdu nú ekki af stað áflogum. En ég ætla að biðja þig að bíða mín hérna. — Ef ég væri í yðar sporum, ungfrú, mundi ég halda mig sem lengst frá svona stað, svei mér þá. Það er aldrei að vita, hvað fyrir getur komið! — Ef eitthvað kemur fyrir mig, ætla ég að öskra upp, og þá kem- ur þú og bjargar mér. En ann- ars skal ég ekki láta þig bíða lengi. Hún gekk síðan inn í húsið, sem henni hafði verið bent á. Dyrnar stóðu opnar og stiginn var ábreiðulaus og lá upp úr stuttum gangi. Hún gekk hann upp og kom á lítinn stigapall. Að honum lágu tvennar dyr, svo hún barði að báðum, hart og Æast. Það varð ofurlitil þögn og hún fann það alveg á sér, að einhver var að horfa á hana. Hún leit kring um sig, en gat ekki séð neina mannveru, og það var ekki fyrr en hún leit við aftur, að hún sá auga, sem var að horfa á hana gegn um lítið gat á annarri hurð- inni. Svo hvarf það strax og lykli var snúið, í hurðinni og hún opnuð hægt og hægt og í ljós kom magur svartleitur maður, méð langa, óhreina hárlokka, gyðinganef og smeðjulegan mál- róm. Hann var klæddur dökk- brúnum fötum, og ekkert á hon- um bar vott um það ríkidæmi, að hann gæti lánað nokkrum manni fimm hundruð pund. Augun mældu Soffíu frá hvirfli til ilja. — Góðan daginn, sagði hún. — Eruð þér hr. Goldhanger? Hann stóð ofurlítið boginn og neri saman höndum. — Og hvaða erindi munduð þér geta átt við hr. Goldhanger, frú mín? — Ég á erindi við hann, svar- aði hún — svo að ef þér eruð hann, þá látið mig ekki þurfa að standa í þessum skítuga gangi lengur. Ég get ekki skilið, hversvegna þér getið ekki einusinni sópað gólfið? Það var eins og kæmi á Gold- hanger, en það hafði ekki komið fyrir hann lengi. Hann var van- ur að taka móti allskonar «gest- um, allt frá laumulegum mönn- um, sem læddust -til hans i myrkri og breiddu allskonar gripi út um borðið hjá honum, við birtuna frá eina olíulamp- anum, allt til fínna ungra herra. sem þurftu að fá leyst úr augna- bliks vandræðum sínum, en aldrei hafði hann opnað dyr sín- ar fyrir svona framri ungri dömu, sem skammaði hann fyrir að sópa ekki gólfin. — Ég vildi, að þér vilduð hætta að glápa á mig eins og ein- hver bjáni! sagði Soffía — Þér eruð þegar búinn að kíkja á mig gegn um gatið á hurðinni, svo að þér getið hafa sannfærzt um, að ég sé ekki dulbúinn lögreglu- maður. Hr Goldhanger hreyfði ein- hverjum andmælum. Þessi glósa, um, að þjónar réttvísinnar væru honum eitthvað óvelkomnir gestir, virtist særa hann. Samt veik hann til hliðar til þess að hleypa Soffíu inn og bauð henni sæti öðrumegin við stórt skrif- borð, sem þakti alla miðjuna á gólfinu. — Já, en vilduð þér fyrst þurrka af honum rykið? sagði hún. Hr. Goldhanger framdi það verk með öðru frakkalafinu sínu. Hann heyrði að lykilinn snerist í skránni að baki honum, og er hann leit við, sá hann, að gest- urinn var að stinga honum í vas- ann. Blaðið kostor 5 krónur í lnusosölu SUPA MATIH HANDKLÆÐASKÁPAR VERZLANIR — SKRIFSTOFUR VERKSMIÐJUR — VERKSTÆÐI VINNUSTAÐIR — VEITINGAHÚS SKÓLAR AUKIÐ HREINLÆTI Á SNYTRIHER- BERGJUM ER BEZT TRYGGT MEÐ SUPA-MATIC handkBæðaskáp ENGIN ÓHREIN HANDKLÆÐI LENGUR HVER MAÐUR FÆR HREIN, MJÚK HANDKLÆÐI. Tvær stærðir fyrirliggjandi. BORGARÞVOTTAHUSIÐ BORGARTÚNI 3. — SÍMI 10135. HF. JAMES BOND ■o- & e Eftir IAN FLEMING Franska lögreglan hefur verið vör- — Hér er allt með feldu. Við erum — Hann tók okkur upp í hérna uð við. bara saklausir ferðalangar. skammt frá og leyfði okkur að sitja í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.