Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 10
MORGU N BLADIÐ r Laugardagur 24. júlí 1965 . 10 Sír Alec Douglas-Home segir af sér vegna gagnrýni flokksmanna sinna FRÁFARANDI form. brezka íhaldsflokksins, Sir Alec Douglas-Home, tók við for- mennsku flokksins og em- bætti forsætisráðherra Bret- lands af Harold Macmillan í október 1963. Flokkurinn var í öldudal, er forsætisráðherra skiptin urðu og mikilvægt að vel tækist um val eftirmanns Macmillans, þar sem þing- kosningar stóðu fyrir dyrum. Douglas-Home tókst ekki að leiða íhaldsmenn fram til sig urs, en hann sýndi fádæma kjark og hugrekki í kosninga- baráttunni. Þegar hann tók við formennsku thaldsflokks- ins, sýndu skoðanakannanir, að Verkamannaflokkurinn hafði mun meira fylgi, en þeg ar að kosningunum kom var mjög tvísýnt um hver fara myndi með sigur af hólmi. Sem kunnugt er, sigraði Verkamannaflokkurinn með naumum meirihiuta. Þótt talið sé, að Sir Alec hafi átt mestan þátt í því, að íhaldsflokkurinn fór ekki hrakfar'T í kosningunum, tók brátt að bera á gagnrýni í hans garð meðal flokksmanna hans. Þótti hann ekki sýna stjórninni nægilega hörku á þingi. Að undanfömu hefur verið þrálátur orðrómur á kreiki um að hann myndi segja af sér, og sá orðrómur varð að veruleika á fimmtu- dagskvöldið. Þegar Sir. Alec skýrði frá ákvörðun sinni sagði hann, að hann gæti ekki gegnt for- mennsku áfram vegna þess að gagnrýni flokksmanna hans, sundurþykkja og ósam- lyndi, gerði honum ókleift að halda þeim aga og einingu, sem nauðsynleg vær' Þegar Sir Alec tók við em- bætti forsætisráðherra afsal- aði hann sér, sem kunnugt er, lávarðstigninni, en áður var hann Home iávarður. Frá því að Salisbury lávarð ur myndaði stjórn 1895 hafa það verið óskráð lög, að for- sætisráherra gæti ekki setið í lávarðadeildinni. En nokkr um mánuðum áður en Sir. Alec tók við embætti voru samþykkt lög, sem heimila aðalsmönnum að afsala sér titlum sínum ævilangt, ef þeir óska. Skömmu eftir að Sir. Alec afsalaði sér lávarðs tigninni var hann i framboði við aukakosningar í kjör- dæmi í Skotlandi, fór með sig ur af hólmi og tók sæti í neðri málstofunni. Sir Alec, sem nú er 62 ára, hefur verið stjórnmálamað- ur í 28 ár, en sæti í ríkis stjórn tók hann ekki fyrr ei fyrir nokkrum árum, er hanr. varð samveldismálaráðherra. Þótt hann gegndi því embætti af miklum dugnaði og hefði verið ötull leiðtogi lávarða- aeildarinnar fré 1957, þekktu fáir Bretar nafn hans, þegar hann tók við embætti utan- ríkisráðherra af Selwyn Lloyd 1960. Mörgum þótti ó- hæfa, að utanríkisráðherrann skyldi sitja í lávarðadeildinni og komast þannig hjá hinum hörðu umræðum í neðri mál- stofunni. Voru flestir þeirrar skoðunar, að Macmillan, þá- verandi forsætisráherra hefði valið litlausan já-mann í em- bættið og Hugh Gaitskell sagði t.d.: „Utanríkisráðherr- ann er ekkert annað en leik- brúða“. En brátt kom á dag- inn, að Home var húsbóndi á sínu heimili. Hann vakti undr un hinna langþjálfuðu undir- manna sinna í ráðuneytinu vegna dugnaðar, glögg- skyggni og ekki sízt kímni- gáfu sinnar. Hann sýndi Rúss um þegar mun meiri festu en Macmillan hafði gert, en Gromyko hafði samt slíkar mætur á honum, að hann rabbaði við hann á ensku, þegar þeir voru einir. Þingmenn Verkamanna- flokksins sökuðu Home um einstengingslegan and-komm- únisma, en hann hefur jafnan verið reiðubúinn að ræða málin, ef nokkur von er um að unnt sé að leysa þau. — ★ — Sir Alec stundaði nám í Eton og Oxford. Skólabræður hans í Eton minnast þess að hann var afbragðsgóður cric- ket-leikari og vann frægan sigur í þeim leik í milliskóla- keppni 1922. Hinn frægi rit- höfundur, Cyril Connolly, sem var skólabróðir hans segir, að hann hafi boðið af sér góðan þokka, verið umburðarlyndur og syfjulegur drengur, sem alltaf hafi fengið alla hluti fyrirhafnarlaust upp í hend- urnar, jafnvel velþóknun kennaranna og aðdáun skóla- bræðranna. Connolly segir, að á 18. öld hefði Home orðið forsætisráðherra innan við þrítugt. Eftir skólavistina í Eton, Sir Alec Douglas-Home. þar sem skólastjórinn kvað hann metnaðarlausasta ungl- ing, sem hann hefði fyrir hitt, hélt Home til Oxford og lagði istund á sögu og lögfræði. iHann fékk snemma áhuga á stjórnmálum og 1929 var hann í framboði fyrir íhaldsflokk- inn í Coatbridge, en komst ekki að. Tveimur árum síðar bauð hann sig fram í hinu fá- tæka kolanámuhéraði Lamark og náði kosningu. Hélt hann sætinu til 1945, en beið þá ósigur í kosningum. Hann bauð sig aftur fram í hérað- inu 1950 og sigraði, en 1951 tók hann sæti föður síns í lávarðadeildinni og varð 14. jarlinn af Home. Fyrstu fjögur árin, sem Home átti sæti í neðri mál- stofunni, vann hann mikið að málefnum Skotlands, en 1937 varð hann einkaritari Nevilles Chamberlains. Þegar styrjöld- in skall á gekk hann í herinn, en eftir nokkurra mánaða her- þjónustu fékk hann berkla í bakið og varð að liggja tvö ár í sjúkrahúsi. Þau ár urðu hon- um mikilsverð því að þá tók hann að lesa fyrir alvöru, og einkum kynnti hann sér rit Marx og Lenins til „þess að reyna að gera sér grein fyrir markmiðum Rússa. — Þegar hann útskrifaðist úr sjúkra- húsinu tók hann sæti á þingi á ný og það er í minnum haft, að hann andmælti Churchilí þegar hann hrósaði Stalín fyrir loforð um að virða landamæri Póllands eftir styrjöldina. Það kom fljótlega á daginn, að Home hafði á réttu að standa. Hann hefur jafnan lagt áherzlu á, að menn verði að gera sér grein fyrir því, að Rússar leggi ann- an mælikvarða á hlutina og hafi önnur siðgæðissjónarmið en Vesturveldin. Þetta sé nauðsynlegt, eigi að vera unnt að komast hjá endalausum erfiðleikum, misskilningi og vonbrigðum. Áður en Sir Alec varð for- sætisráðherra, bjó hann með fjölskyldu sinni á hinu gamla feðraóðali Hirsel við Cold- stream og lifði íburðarlausu lífi. Ókunnugir gátu haldið, að húsbóndinn yrði að horfa í hvern eyri, en staðreyndin er sú, að hann er margfaldur milljónaeigandi. Kona Sir Alees, Elizabeth, er dóttir fyrrverandi skóla- stjóra hans í Eton (hún man ekki eftir honum úr skólan- um). Þau eiga þrjár uppkomn- ar dætur og einn son um tví- tugt, Dunglass lávarð. Hann mun erfa titlana, sem faðir hans afsalaði sér, ef hann ætl- ar ekki að verða forsætisráð- herra líka. Home-ættin er mjög gömul og hefur verið vellauðug frá því að Vilhjálmur Skotakon- ungur gaf á 13. öld einum for- föður Sir Alecs miklar landar- eignir fyrir auðsýnda holl- ustu. Á næstu öldum jukust eignir fjölskyldunnar og marg földuðust, að nokkru leyti með nýjum ættartensglum, og að lokum urðu jarlarnir af Home helztu landdrottnar í Suður- Skotlandi. Árið 1913 fékk fjöl- skyldan um r8 þúsund sterl- ingspunda arð af eignum sín- um. Og það leikur enginn vafi á því, að ætt Sir Alecs var sú auðugasta í Skotlandi fyrir hálfri öld, þegar hann var 10 ára drengur og hafði mestan áhuga á silungsveiðum og fiðrildasöfnun. Mikinn hluta tekna sinna hafði Home-ættin af kolanám- um, en þær missti hún 1946, þegar námurnar voru þjóð- nýttar og hún varð, þegar 1918 að selja landareignir og ættardýrgripi, því að greiða þurfti gífurlegan erfðafjár- skatt þegar 12 jarlinn af Home og kona hans létust bæði í sama mánuði það ár. Þegar faðir Sir Alecs lézt 1951, hafði einkahlutafélag verið stofnað til þess að hafa umsjón með landareignunum og fjármála- félögum verið falin umsjón lausafjár og annarra eigna. Reikningar þessara félaga eru leynilegir, og er því ókleift að fá upplýst hve auðugur Sir Alec er nú, en víst er að eign- ir hans eru miklar, þótt stór skörð hafi verið höggvin í þær. Bent er á hina gífurlegu verðhækkun, sem orðið hefur á jörðum í Bretlandi undan- farin ár. Sir Alec hefur aldrei þurft að vinna sér inn fé eða reka fjármálastarfsemi, en það hef- ur orðið hlutverk fjölmargra landeigenda á síðari árum. En fjármálahyggindi virðast ætt hans í blóð borin, og hún hef- ur verið laus við þann oflát- ungshátt, sem orðið hefur mörgum auðmönnum að falli. Sir Alec gæti veitt sér hvern þann munað, sem heimurinn hefur upp á að bjóða og falur er fyrir jarðneskan auð, en í frístundum sínum kýs hann helzt að fara upp í sveit til silungsveiða með litla flugu- stöng um öxl. Afmælisrit Jónasar Jónssonar frá Hriflu SÝ SLUNEFND Þingeyjarsýslu ákvað á fundi sínum í vor að gefa út afmælisrit til heiðurs Jónasi Jónssyni frá Hriflu, en hann varð áttræður 1. maí s.l. Var Jónasi Kristjánssyni frá Fremstafelli -falið að annast rit- stjórn verksins. Undirbúningi er senn lokið, og mun ritið koma út í næsta mánuði. í ritinu verða eftirtaldir þætt- ir: 1. Ævisaga Jónasar Jónsson- ar eftir Jónas Kristjánsson. — 2. Stjórnmálasaga Jónasar Jóns- sonar, eftir Aðalgeir Kristjáns- son. — 3. Úrval greina, sem rit- aðar hafa verið um Jónas Jóns- son á ýmsum tímamótum ævi hans. — 4. Skrá yfir bækur, rit- aðar og blaðagreinar, sem Jónas Jónsson hefur skrifað. Afmælisritið verður 12—15 arkir að stærð, prentað á vand- aðan pappír og myndum prýtt. Áskriftarlistar liggja frammi í Fræðsludeild SÍS og á afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, Reykja- vík. Einnig geta þeir, sem hug hafa á að eignast ritið, snúið hvert sem þér fariöhvenær sem þér farið hvernig sem þérferðist ALMENNAR TRYGGINGAR" SIMI1/700 ferðaslysatrygging sér til Jónasar Kristjánssonar, Sunnubraut 6, Kópavogi (Sími 41758). Leiðréltiny ÞAÐ var ranghermt hér í blaðinu í gær, að Pétur Péturs- son forstjóri væri formaður Kísiliðjunnar h.f. Formaður er Magnús Jónsson fjármálaráð- herra og aðrir í stjórn Pétur Pétursson forstjóri, Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur á Akureyri, Karl Kristjánsson. alþingismaður og Hollendingur- inn C. H. Costering. Hins vegar hefur Pétur Pétursson haft með höndum stjórn undirbúnings- framkvæmda við væntanlega kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Eldur í nýbyggingu í GÆRDAG kom upp eldur ! haugi af afgangsplasti í kjallara nýbyggingar nr. 37 við Hraun- tungu í Kópavogi. Slökkviliðið í Reykjavík kom á vettvang og slökkti eldinn fljótlega. Skemmd ir urðu á uppistöðum og móta- timbri undir plötu 1. hæðar. Tjón ið mun þó ekki mjög mikið. Talið er að eldurinn hafi kvikn að af völdum barna. AXIIUIiIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum odýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum biöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.