Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 15
Laugardagur 24. JVftí 1965 NOt>* <r n ABIÐ 15 — Svöl fjöll og tær \ Framhald af bls. 13 1 Ég hafði auðvitað mestan á- huga á Guðjóni í Laxnesi, því fáir núlifandi menn þekktu bet- ur föður Nóbelsskáldsins en Jónas í Stardal. Hann sagði að á Laxnesheimilinu hefði verið mikill menningarbragur. Guð- jón var skemmtilegur yfirmað- ur, sagði hann, stilltur vel og prúður, alvörugefinn, en þó glaðbeittur húmoristi og sagði vel frá. Hann var mjög músík alskur og kenndi söng. Hann stofnaði m.a. fyrsta kirkjukór Lágafellskirkju, lék vel á orgel, en þó einkum á fiðlu. Hann hafði unun af að fræða mann um margt og margvíslegt, sem hafði komið fyrir hann á ferða lögum um landið, og þótti mér mikill fengur að hlusta á hann. Hann hafði verið í vegavinnu á ýmsum stöðum, m.a. á Norð- uriandi og Austfjörðum, sem jþá voru útlönd í okkar aug- um. Guðjón var alinn upp á Síðumúlaveggjum í Mýrasýslu, og hafði einkar gaman af að segja frá aeskuslóðum sínum Og fólkinu þar. Hann hefur út og einu mest og bezt kunnað að velja gestum sínum og sam- starfsmönnum umræðuefni, þeirra manna, sem ég hef kynnzt. Hann var mikill áhuga maður um allt sem hann tók sér fyrir hendur, og göngumað ur svo röskur að fáir fylgdu honum eftir. Hann gat ekki slórt við neitt það starf, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var vel í meðallagi hár, fríður maður en holdgrannur. Halldór Laxness er nokkuð lík ur föður sínum í vaxtarlagi, en þó geri ég ráð fyrir að hann sé ekki síður úr móðurættinni, en það fólk þekkti ég minna. Sigríður Halldórsdóttir, móðir Halldórs Laxness, var fríð kona og svipgóð. En hún var heldur fáskiptin, þó trygg- lynd og vinföst. Hún var músíkölsk eins og Guðjón mað ur hennar, og hafði fallega söngrödd. Heimilisræktin var henni í blóð borin, enda held ég ekki að hún hafi farið nokkru sinni að heiman, svo orð sé á gerandi. Ævintýraþrána hefur Halldór sótt til annarra en móð ur sinnar. Hún gat verið áminn andi með snarpri kaldhæðni, ef iþví var að skipta, og líkaði illa að hlusta á forvitið fólk og spurult. Oft var gestkvæmt í Laxnesi. Eitt sinn kom þangað maður í heimsókn, sem hús- freyju þótti of forvitinn um heimilishagi. Hann spurði m.a. hver ætti stúlkubarn, sem þar var að leik. Þá sagði Sigríður, þar sem hún sat og strauk yfir lófann, eins og hún gerði gjarna lega: „O, Guð á allar eigur“. Ég spurði um Halldór Lax- ness á þessum árum. — Lg sá hann fyrst, sagði Jónas í Stardal, — þegar hann lítill drengur kom að Laxnesi með foreldrum sínum. Stundum var hann einnig með föður sínum í vegavinnunni. Ekki þótt’ mér hann vinnusamur, en góður fé- lagi var hann. Engum blandað- ist hugur um að hann var hneigður til ritstarfa, langt inn an við fermingu. Hann var kornungur sískrifandi. Guðjón sagði mér eitt sinn, að hann hefði ekki við að kaupa handa honum stílabækur. Halldór var snemma fljótur að skrifa. Ég er ekki viss um að Guðjón hafi skilið til fulls þessa ástríðu sonar síns. . Ég sagði: * — Halldór hefur oft minnzt Guðnýjar ömmu sinnar fagur- lega. Manstu vel eftir henni? — Ekki öðrum fremur, svar- aði Jónas í Stardal. — Ég er hræddur um að hún hafi stækk að í huga hans, fjarlægðin hafi sett á hana bláa móðu fjallanna. Mér þótti, frómt frá sagt, meira koma til foreldra hans en gömlu konunnar, enda var hún fyrir löngu koinin af bezta aldri, þeg ar þau fluttust að Laxnesi. Hún er mér ekki eins minnisstæð og Halldór hefur sjálfur lýst. Þó hygg ég að Sigríður hafi verið lík móður sinni, því gamla kon- an var orðfá. Hún átti til að vera þegjandaleg, en hýr og ógngóð í samskrafi. En líklega hefur hún gefið skáldinu meiri hlutdeild í for- tíð þjóðarinnar en aðrir gátu, og fyrir bragðið orðið honum minnisstæ'ðari. Guðný sat lengst um á rúmstokknum og prjón aði. Og henni þótti ósköp gott þegar maður rétti henni nef- tóbaksbaukinn. Þá tók hún ögn í nefið. M. (Framhald á morgun) Gjöfín seld Washington, 21. júlí (AP). OPINBERIR endurskoðendur Bandaríkjaþings fluttu þinginu skýrslu í dag varðandi korn- gjöf, sem send var til Egypta- lands fyrir fjórum árum. Korn þetta var sent vegna þess að yfir völdin í Egyptalandi töldu hung ursneyð yfirvofandi sökum upp- skerubrests, og átti að miðla því endurgjaldslaust til íbúanna. En nú segja endurskoðendurnir að nærri helmingur kornsins hafi verið seldur og opinberir aðilar í Egyptalandi hirt ágóð- ann. Hér var um að ræða 186 þús- und tonn af korni, og nam verð- mæti þess 23,7 milljónum doll- ara. Segja endurskoðendurnir ennfremur að ástæðulaust hafi verið að senda gjöfina, því eng- inn uppskerubrestur hafi orðið í Egyptalandi það árið. BYGGÐATRYGG- AR Á BLÖNDUÓSI \ i mt«ni að auglýsing i útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. HANDBOK HUSBYGGJENDA - NAUÐSYNLEG HVERJUM HÚSBYGG JENDA - SELD í BÓKABÚÐUM OG GEGN PÓSTKRÖFU - HANDQÆKUR HF. PO.BOX 2 68 Panfið í tíma fyrir Verzlunarmannahelgina í Hlíðar- dalsskóla. — Upplýsingar á staðnum. AÐLFUNDUR Byggðatryggingar h.f., var haldinn að Blönduósi, 20. júní s.l. Formaður og fram- kvæmdastjóri fluttu skýrslur um hag og starfsemi félagsins á sl. ári. í vor flutti félagið í nýja og rúmgóða skrifstofu í nýbyggðu húsi við Húnabraut 32, Blöndu- ósi. Framkv.stj. félagsins, Sigurður Kr. Jónsson, er þar til viðtals á virkum dögum frá kl. 13,00— 16,30 og í síma 122. Heildariðgjöld félagsins á ár- inu 1964 námu kr. 674.000,00. og er það um 36% aukning frá ár- inu 1963. Tjónagreiðslur á árinu námu um kr. 240,000,00, og er það um 10% minna en árið 1963. Á árinu var samið um trygg ingar við Siglufjarðarbæ, og hef ur félagið nú tekið við öllum lausafjártryggingum bæjarins, utan síldarverksmiðjunnar Rauðku. Á árinu voru opnuð umboð á, Siglufirði, Hofsós, Sauðárkróki, Þambárvöllum í Strandasýslu og Grafarnesi, Grundarfirði, og er fyrirhugað að opna umboð víðar um norður- og vesturland, enn- framur hafa verið opin umboð á Hvammstanga og Skagaströnd frá byrjun. Gefinn er 10% arður fram yfir venjulega bónus af ábyrgða- tryggingu bifreiða eftir tjónlaust ár. Einnig var greiddur 10% arður af iðgjöldum brunatrygg- inga. Félagið hefur til reynslu tekið upp það nýmæli að láta það ekki varða bónusmissi þótt ökumað ur verði fyrir því slysi að aka á skepnur, og er það gert með það fyrir augum að síður sé hlaupið frá dauðum eða slösuðum skepn- um og valda með því viðkom andi eiganda tjóni, sem ekki fæst bætt, ef enginn gefur sig fram sem tjónvaldur. Hluthafar eru nú milli 90—100, allir í Húnavatnssýslum. Á þessu ári verða til sölu hlutdeildar- hlutabréf, sem þeir, sem tryggja hjá félaginu geta keypt, eða 500 hlutdeildarhlutabréf fyrir 50 bús. króna tryggingu. Fylgir at- kvæðisréttur meðan gild trygg- ing er bak við. Það sem af er þessu ári hafa tryggingar hjá félaginu aukizt töluvert, meðal annars um 50 nýjar bifreiðatryggingar. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin en hana skipa: Formaður, Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli; varaform. Jóhann- es Björnsson, Laugabakka; rit- ari, Björgvin Brynjólfsson, Skaga strönd og meðstjórnendur, Jón Karlsson, Blönduósi, og Sigurð- ur Tryggvason, Hvammstanga. Endurskoðendur, Björn Lárusson og Jóhannes Guðmundsson, Auð- unnarstöðum. Varastj.: Björn Bjarnason, Hvammstanga; Þor- steinn G. Húnfjörð, Blönduósi og Kristmundur Stefánsson, Grænu- hlíð. Framkv.stj. er sem fyrr get- ur, Sigurður Kr. Jónsson, Blöndu ósi. A T H U 6 I Ð að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa ( Morgunblaðinu en öðrum biöðum. GÆTIÐ VERKFÆRANNA VEL Góð verkfæri kosta peninga, en þau endast lengi. verkfærin endast árum saman, ef þeim er haldið hreinum og smurðum — og höfð á vísum stað. Fást um allt land. BAHCO verkfærin eru afgreidd beint frá verksmiðju til kaupmanna og kaupfélaga. Vöruskrár sendar þeim, sem óska. verkfœrm verða lang ódýrust, miðað við endingar- tíma, ef vel er um Heimsþckkt l,aU huSsaS' gæðamerki. AB BAHCO er stærsta verkfærasmiðja í Evrópu. Aðalumboð: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.