Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 17
Ijaugardagur 24. júlí 1965 MORCUNBLADID 17 ............. ■ ....... .. Landbúnaður — Sveitirnar — Landbúnaður Nýjustu mjúlkurumbúðirnar lSiLENI>INGAR eru heimsins mestu mjólkurbörn. Mun láta nærri, að þeir neyti eins mjólk- urlítra dag hvern, þegar all- ur mjólkurmaturinn, (rjóminn, smjörið, skyrið og Emmessísinn) er umreiknaður í nýmjólk. Sífellt vinna bændur og sam- tök þeirra að því að bæta vöru sína, gera hana útgengilegri fyr- ir framleiðendur og aðgengilegri fyrir neytendur. Síðasta nýjung- in á þessu sviði eru hinar nýju Hve marðir íslendinðar lifa á landbúnaði ? 1910 43411 manns eða 51,0% 1920 39003 manns eða 35,8% 1940 37123 maiins eða 30,5% 1950 28692 manns eða 19,9% 1960 26325 manns eða 15,0% (Þessi seinasta tala er að nokkru leyti áætlun). Af þessum tölum má ráða, hve afkastageta landbúnaðar ins hefur aukizt, því að aldrei hefur framleiðsla hans verið meiri. Hinsvegar ber líka þess að geta að miklu fleiri lifa raunverulega á landbúnaðin- um heldur en þessi tafla sýn- ir. Fjölmenn pláss, eins og t.d. sveitaþorpin á Suðurlandi, byggja alla atvinnu sína á sveitunum í loring og þeirra framleiðslu. umbúðir um nýmjólkina, hjá mjólkursamlagi K.E.A. á Akur- eyri. Hér á eftir fer frásögn frétta- ritara Mbl. á Akureyri af þessum nýju mjólkurumbúðum, sem hafa gefið svo góða raun að jafnvel Reykvíkingar eru farnir að kaupa mjólkina að norðan. ★ Hinn 6. maí sl. voru teknar í notkun nýjar 10 1 umbúðir um nýmjólk hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Samlagsstjór- inn, Jónas Kristjánsson, hefir alltaf gert sér far um að fylgjast með nýjungum og framförum á sínu sviði, enda eru mjólkurvör- ur samlagsins jafnan í fremstu röð um gæði og fjölbreytni. Er i skemmst að minnast þess, að þar , var farið að nota litaðar (brún- ar) mjólkurflöskur fyrir nokkr- I um árum, en í þeim geymist mjólkin miklu betur en í glær- um flöskum, þar sem sólarljósið hefir engin áhrif og veldur engu óbragði. Hinar nýju umbúðir eru tvö- faldur plastpoki í pappakassa, sem mjög þægilegt er að koma fyrir í venjulegum ísskáp. í kass- anum eru nákvæmlega 10 1 af ný- mjólk, sem er gerilsneydd og fitusprengd og skilur sig því ekki. A plastpokanum er stútur, sem liggur út í gegnum kassann, og á stútinn er svo skrúfaður krani, sem seldur er sérstaklega á 30 krónur og endist mjög lengi með góðri hirðingu. Húsmóðirin getur svo tappað af kassanum eftir þörfum í glas, könnu eða annað ílát. >egar kassinn er tæmdur, er honum fleygt, en kraninn notaður á næsta kassa Geymslu'þol mjólkurinnar er mjög mikið en vitaskuld verður að geyma hana í kæli. Algengt er að geyma kassann í 10 daga, og þessi mjólk hefir verið geymd í þrjár vikur algerlega óskemmd. Kassamjólkin er nú seld í kjör búðum KEA á Akureyri og einn- ig í Hrísey, Dalvík, Ólafsfirði, Hauganesi, Grenivík og Siglu- Sveitin og kirkjan: Hraungerði í Flóa MIÐJA VEGU milli stórfljóta Suðurlands rís hið forna prest setur, Hraungerði, yfir flatar mýrar Flóans. Prestsetur er þar ekki lengur. Selfossklerk ur, sr. Sigurður Pálsson, flutt ist þaðan vestur á bakka Ölfusár fyrir nokkrum árum. Er hann væntanlega síðastur Hraungerðisklerka í sögunni. Þá fóru að Hraungerði hjón in Sigmundur Ámundason frá Kambi og Guðrún Guðmunds- dóttir frá Túni og hafa setið þennan gamla kirkjustað af þeim myndarskap og snyrti- mennsku að sæmd er að. Hraungerðiskirkja er byggð árið 1902. Hún er hið reisuleg asta hús og setur aðalsvip sinn á staðinn, svo sem meðfylgj- anda mynd ber með sér. Vert er að koma að Hraungerði til að skoða hina fögru og sér- kennilegu altaristöflu. Að til- hiutan sr, Sigurðar Pálssonar skáru þeir skurðmeistararnir Guðmundur Kristjánsson og Karl Guðmundsson töflu þessa árið 1938, eftir hinni fornu töflu frá Hraungerði, sem nú er á Þjóðminjasafni. Auk líkans af Frelsaranum eru skornar út 17 mannamynd ir á þessari gömlu altaris- töflu. Af hinum mörgu HraungerÖ isklerkum mun a.m.k. eins þeirra ætíð getið í íslenzkri búnaðarsögu, þótt ekki komi það til af góðu. Það er sr. Sig- urður Thorarensen, sem hélt staðinn í 20 ár um miðja síð- ustu öld. Hann var mikill bú- maður og vildi bæta fjárkyn sitt með innflutningi hrút- lamba frá Englandi. Það var sumarið 1856. Með þeim er tal ið að fjárkláðinn hafi borizt til landsins. Eftir sr. Sigurð voru þeir feðgar, sr. Sæmundur Jóns- son og sr. Ólafur, prestar í Haungerði samfleytt í 73 ár. í sambandi við aldarafmæli sr. Ólafs, var þeirra feðga vel og rækilega minnzt í Morgun blaðinu 27. júní sl. firði. Vinsældir þessara umbúða fara hraðvaxandi, og eru nú framleiddir um 200 kassar á dag, sem er nálega fjórðungur allrar nýmjólkursölu á sölusvæði KEA Hún er t. d. mikið seld til skipa. Verð hvers lítra er kr. 6,80 eða 65 aurum hærra en á flösku- mjólk. Kassarnir eru sendir heim, ef óskað er, gjarna á umsömdum fresti. daglega, annan. hvern dag eða vikulega eftir þörfum hvers heimilis, en heimsendingin kostar 2 krónur á hvern kassa. Húsmóð- irin þarf sem sé engar áhyggjur af mjólkurkaupunum að hafa, fær hana senda heim í eldhús, þegar hún vill. Þess má geta, að ýmsir Reyk. víkingar eru farnir að láta senda sér kassamjólk með flugvélum suður, og yfirleitt fer eftirspurn hraðvaxandi og eru miklu meiri en forráðamenn Mjólkursamlags ins bjuggust við í upphafi. Sv. P. Kynbætur konferens- ráðsins „í FYRRASUMAR fékk konfer enzráðið frá Kaupmannahöfn hrút og gimbur af spönsku kyni, svo og bola og kvígu af dönsku kúakyni, sem haldið hið líkleg asta fyrir ísland. Þennan fénað hefur kóngur og svo gefið, og goldið kostnað þann er reis af flutningi bolans og kvígunnar frá Danmörku til ís lands. En hversu því nýkomna fé og nautpeningi reiðir hér af, verð ur nú ei sagt, einasta er víst, að atgervi þess nýkomna nautpen ings yfirgengur mikið innlenzkra nautavöxt og vænleik. Viðburðir þessir, að reyna til að bæta sauða- og nautkyn vort, sem er landsins vissasti bjargræðisstofn, eru svo mikilhæfir, að ónauðsyn legt virðist að útlista frekar hversu mjög þeir eru lofsverðir íslenzk sagnablöð. Öldin okkar). I Ijá- farinu FJÁRLÖGIN — skyldi nokkur maður nenna að lesa þau nema fulltrúarnir í fjármálaráðuneyt- inu? Kannske Guðmundur Jósa- fatsson frá Brandsstöðum, þegar hann vill fara að moraltsera út af meðferð stjórnarinnar á fjár- munum þess opinbera? Líklega ekki, það er í mesta lagi að menn líta á einstaka pósta td. til að vita hvað náunginn fær í eftirlaun eða styrktarfé eða eitthvað þessháttar. Hér skal samt ein grein fjár- laganna gerð að umtalsefni. Verð ur þá ekki, eins og gefur að skilja, hjá því komist að nefna nokkrar tölur. Grein nr. 16 í fjárlögunum er um fjárveitingar til atvinnumáia. Milli einstakra atvinnugreina skiptist það fé þannig: millj. kr. Landbúnaðarmál ......... 184,07 Sjávarútvegsmál ........ 140,19 Iðnaðarmál ............ 12,57 Raforkumál .............. 89,73 Rannsólcnir í þágr. at- vinnuveganna o. fl. ..... 22,94 449,50 Eins og sjá má af þessari upp- talningu, er fjárveitingin til landbúnaðarins miklu mest, eða ca. 40% af öilu því fé, sem Al- þingi veitir til atvinnumála. Er þá landbúnaðurinn svona miklu meira styrktur heldur en hinir höfuðatvinnuvegir landsmanna, t.l. sjávarútvegurinn, sem fær 140 millj. eða rúm 30%, að mað- ur nú ekki tali um iðnaðipn, sem fær einar 12,5 millj. eða að- eins tæp 3% Von er að menn spyrji. En hér koma ekki öll kurl til grafar. AS vísu er það svo, að allir stærstu útgjaldaliðir i landbúnaðarkafla þessarar greinar eru til hreinna landbúnaðarmála. Má þar t.d. nefna starfsemi Búnaðarfélags Íi lands, styrkur til jarðræktar og búfjárræktar, framlag til Stofu lánadeildar, kostnaður vegna f jár pesta o. fl. Hinsvegar er einnig í 16. gr. ýmsir útgjaldaliðir flokkaðir undir landbúnaðarmál, sem manni finnst að alls ekki eigl þar heima, þegar þeir eru bornir saman við aðrar greinar fjár- laganna. Búnaðarskólarnir eru t.d. látnir tilheyra landbúnaðar- málum og er það að vísu- ekki fjarri lagi. En hvers vegna er þá ekki líka iðnfræðslan talin með fjárveitingum til iðnaðar, held- ur til kennslumála? Þó er enn einkennilegra að flokka hús- mæðrakennslu utan kaupstaða undir landbúnaðarmál, þar sem húsmæðrafræðsla í kaupstöðum er á sínum rétta stað, í 14. grein, þar sem talin eru útgjöld til kennslumála. Þannig mætti lengi telja. Það eru afarmargir út- gjaldaliðir í landbúnaðarflokkl 16. greinarinnar, sem er fjarri öllu lagi, að hafa þar og telja stuðning við landbúnaðinn. Núverandi rikisstjórn hefur margt stórvel gert til stuðnings og eflingar þessum elzta atvinnu vegi þjóðarninar, enda mun ekki í annan tíma hafa verið meiri gróska, öflugri framfarir í sveit um landsins heldur en nú. En engum er neinn greiði gerður með því að telja fjárveitingar þess opinbera sérstaklega fram lög til landbúnaðarins, ef þær ekki eiga þar heima. Er þess að vænta, að þetta verði lagfært. svo að 16. gr. fjáriaganna verði eftir því sem næst verður komist, sönn mynd af fjárveitingum rik- isins til atvinnuveganna í land- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.