Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID taugardagur 24. júlí 1965 // Birtingur" 70 ára Frá fundarhaldi fræðslustjóra höfuðborga Norðurlanda. Skólaskyldan virðist ekki lengur hafa þýðingu Rætt við Jónas B. Jónsson fræðslustjóra LOKIÐ er nú fundi fræðslu- stjóra höfuðborga Norður- landa, en af því tilefni átti blaðið stutt samtal við Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra Reykjavíkurborgar. Fer sam- talið hér á eftir. — Hafið þið rætt um skóla- byggingar á þessum fundum ykkar? — Já, skólabyggingar eru allt- af ofarlega á baugi. Miklar bygg ingaframkvæmdir standa yfir víða á Norðurlöndum, má t.d. nefna, að í Osló er gert ráð fyrir að byggja fyrir 40 milljónir norskra króna á ári í næstu fimm ár. — Hvernig er með skólabygg- ingar hér í Reykjavík? — Á síðustu fimm árum hafa verið byggð skólahús, sem eru um 70 þúsund rúmmetrar, eða að meðaltali 14 þúsund rúm- metrar á ári. Til samamburðar má geta þess, að Laugarnesskól- inn er af svipaðri stærð. Heild- arupphæðin þessi fimm síðustu ár, sem hefur verið varið til skólabygginga, eru krónur 142.427.517.00, eða að meðaltali 28% milljón kr. á ári. Þó að þessi krónutala sé lág miðað við upphæðir, sem nefndar eru í Osló, þá verður að gæta þess, að Reykjavíkurborg er ti’.tölulega lítil, en með mjög háa nemenda- tölu samanborið við fólksfjöida og samanborið við önnur Norður lönd. Má t.d. benda á, að í Dan- börn og unglingar innan 15 ára, þ.e.a.s. núll til 14 ára, um 25%, þó ofuríitið lægra í Bretlandi, en á íslandi er hliðstæð taia 35%. Fólk á aldrinum 15—64 ára er í Danmörku, Bretlandi og Nor- egi um 65% af íbúatölunni, en hér á íslandi er það innan við 60%. Af þessu leiðir, að það eru tiltölulega fámennir aldursflokk- ar, sem verða að gera hvort tveggja í senn, sjá fyrir fjár- magni til þess að leggja í fjár- festingu eða byggingu skólahúsa og í öðru lagi, úr þessum aldurs flokkum verðum við að fá fólk ekki einungis til þess að vinna að hinum ýmsu þáttum atvinnu- lífsins hvað snertir framleiðslu, heldur einnig að kennslu- og ‘appeldismálum. Þarna koma greinilega i ljós margháttaðir erf iðleikar, sem ísland á við að stríða vegna fólksfjölgunarinn- ar. 1930 voru á landinu rúmlega 100 þúsund manns, 1960 voru íbúar landsins um 180 þúsund og gert er ráð fyrir, að þeir losi 200 þúsund gxið 1970 og ár- ið 2000 verði þeir komnir yfir 400 þúsund. Á sama tima er fólks fjölgun í nágrannalöndum okkar svo til engin. — Hefur kennslustofum fjölg- að mikið hjá ykkur þessi síð- ustu ár? — Á síðastliðnum tíu árum hefur stofum fjölgað um rúm- lega 120. Árið 1956—1957 vorum við með 163 kennslustofur og höfðum þá 61% nemenda á hverja stofu, en síðastliðið ár voru stofurnar orðnar 286 og þótt nemendum hafi fjölgað á þessu tímabili um rúmlega þrjú þús- und, þá eru nú 46 nemendur á stofu. Gert er ráð fyrir, að á næstu árum fjölgi stofum meir heldur en aukningu nemur. Aukningin á kennslustofufjölda er því um 80% þessi tíu ár. — Er skólaskyldan svipuð á Norðurlöndum? — Það munar ekki miklu. Danmörk er með 7 ára skóla- skyldu, en hinar þjóðirnar eru með 8 og 9. Við hér á íslandi erum með 8 ára skólaskyldu, en hér í Reykjavik skiptir þetta ekki svo miklu móli, því að yfir 90 og 95% af átta og níu ára bekkjum, þ.e.a.s. 15 og 16 ára unglingum, í skólum. Skóla- skyldan virðist ekki lengur hafa mikil áhrif. Þörfin á skólanámi virðist svo augljós nemendum og ungu fólki, að það sækir eftir því. — Nokkrar nýjungar sérstak- ar frá Norðurlöndunum? — Margt nýtt hefur borið á góma. Það má kannski benda sérstaklega á, að í Stokkhólmi, er gert ráð fyrir að setja upp sérstaka tilraunastofnun fyrir skólana þar. Svo er háttað í Stokkhólmi, að allt skólastig frá fyrsta bekk barnaskóla og upp til loka menntaskóla er orðin ein heild og fellur undir Stokk- hólmsborg, og þeir hafa nú feng- ið heimild til þess að reisa eða setja á stofn sérstaka tilrauna- stofnun og hafa íengið til þess- arar stofnunar, til að byrja með, eina milljón sænskra króna og gera ráð fyrir að fá aukið fjár- magn til hennar eftir því sem tímar líða. Telja þeir þetta þýð- ingarmikið spor í áttina til þess að nýta sem bezt kennslukrafta og gera sér sem bezta grein fyrir menntunarþörf nemendanna. — Ég sé á dagskránni að það er minnst á að hefja skólagöngu fyrr? — Já, það eru víða raddir uppi um það, að ef til vill væri eðlilegra a taka börnin yngri í skólana, þó eru um það skiptar skoðanir. Hins vegar eru gerðar tilraunir, t.d. í Danmörku, með að hafa nokkurs konar leikskóla- bekki í barnaskólunum, eða í tengslum við þá, þar sem yngri börn eru tekin í leikkennslu, ekki tekið í starf neitt úr nánis- skrá barnaskólanna, heldur er höfuðmarkmiðið með þessari starfsemi að skapa góðar skóla- venjur með hinum ungu nem- endum og auka á skólaþroska þeirra með heilbrigðu starfi í tengslum við skólann. — Þið hafið líka rætt um af- brigðileg börn, hvað er um þau mál að segja? — í öllum löndum eru ýmsar deildir fyrir afbrigðileg börn, t.d. þau, sem eru sjóndöpur eða heyrnardauf, þau sem eru fötluð eða lömuð, þau sem eiga erfitt með lestrarnám og svo frv. Víð- ast er stefnt að því að fækka þessum bekkjum eftir föngum, gerðar eru tilraunir með að láta börnin vera í venjulegum bekkj- um. í Gentofte t.d. hefur þetta verið reynt núna síðustu tvö ár- in og gefizt mjög vel, foreldr- arnir eru hlynntir þessu og vilja gjarnan hafa börnin í almenn- um bekkjum. Ef þetta tekst ekki, verður auðvitað að setja börnin í sérbekki. Sums staðar er þessi starfsemi á vegum ríkis- ins, en annars staar á vegum sveitarfélaganna, sérstaklega þar, sem er um stærri borgir að ræða. — Hvar verður fræðslustjóra- mót næst? — Næsta fræðslustjóramót verður skipulagt af Frederiks- berg og Gentofte. Fræðslustjór- amir þar eru alltaf saman um fræðslustjóramót og eru þess vegna tvö mót i Danmörku á móti hverju einu á hinum Norð- urlöndunum. TÍMARITIÐ „Birtingur" hefur nú komið út í tíu árgöngum, og kom tiundi árgangur á markað- inn fyrir skömmu, ailur í einni bók, sem er samtals 154 blaðsíð- ur í stóru broti, hver síða tví- sett. Þessi afmælisárgangur er fjölbreyttur að efni, bæði inn- lendu og erlendu, og er þar margt nýstárlegt og girnilegt til fróðleiks eins og oft áður. Af innlendu efni má nefna „Af minnisblöðum málara“ eftir Hörð Ágústsson, þar sem hann heldur áfram að segja frá gömlum ís- lenzkum húsum og sýna lesand- anum þau með mörgum ágætum ljósmyndum og teikningum. Þessi greinaflokkur Harðar er merki- legt framlag til íslenzkrar menn- ingarsögu og rannsóknir hans brautryðjandaverk sem eflaust verður undirstaða allra framtíð- arrannsókna á sögu íslenzkrar byggingarlistar. Atli Heimir Sveinsson, sem nú hefur tekið sæti í ritstjórn „Birtings“, skrifar grein um tón- verkið „Sonorities“ og höfund þess, Magnús Blöndal Jóhanns- son. Tónverkið er síðan birt í heild, og mun það vera nýjung í íslenzku tímariti. Þá eru í rit- inu tveir nýir íslenzkir leikþætt- ir, „Samstilling — eða Helgi- stund fyrir skattgreiðendur“ eft- ir Odd Björnsson og „Athöfn í kirkjugarðinum" (útvarpskom- idía) eftir Bjarna Benediktsson frá Hofteigi. Thor Vilhjálmsson á í ritinu greinar um Tsékoff og Davíð Stefánsson ásamt smásögu sem hann nefnir „Kappar Hamilkars konungs". Þorvarður Helgason skrifar ítarlega grein um „Leik- hús nútímans“, Bryndís Schram skrifar um Jean-Paul Sartre og Jón Óskar greinina „Gagnrýn- andi á villigötum". Jón frá Pálm holti skrifar ritdóma um „Leik- föng leiðans" og „Blómin í ánni“. Af íslenzkum ljóðum má nefna „Davíð Stefánsson in memoriam" eftir Einar Braga, „Menn safns- ins“ eftir Steinar Sigurjónsson og „Tristranskvæði" gamalt is- lenzkt danskvæði. Erlent efni. Af erlendu efni í ritinu er fyrst að nefna fjöimargar ljóða- þýðingar, Jón óskar hefur þýtt „Óbundið ljóð um Síberíulestina og Jóhönnu litlu frá Frakklandi" eftir franska skáldið Blaise Cendrars, og skrifar jafnframt inngang um höfundinn. Ennfrem ur hefur Jón óskar þýtt ljóðið „Mannleg viðleitni" eftir Jacques Prévert. Baldur Ragn- arsson hefur þýtt þrjú Ijóð eftir gríska skáldið Konstantínos Kavafis (1868—1933), og Geir Kristjánsson hefur þýtt tvö kvæði eftir Manuel Bandeira, ásamt ljóðunum „Speglanir“, eftir Erik Lindegren og „Sumar- friður“ eftir Harry Martinson. Loks hefur Jón úr Vör þýtt ljóða syrpuna „Garður ásta“ eftir Franz Toussaint. Af öðru erlendu efni má nefna söguna „Okkar á milli, svarti bróðir" eftir Arnoldo Palacios, í þýðingu Andra ísakssonar, og kafla úr endurminningum Ehrenburgs í þýðingu Geirs Krist j ánssonar. EINSDÆMI A NORÐURLÖNDUM í tilefni af 10 ára afmæli „Birtings“ boðaði ritstjórnin fréttamenn á fund sinn á mánu- daginn, og hafði Thor Vilhjálms- son orð fyrir henni. Kvað hann ritið þannig til komið, að nokkr- ir ungir áhugamenn hefðu hver í sínu horni verið með ráðagerð ir um útgáfu tímarits, frétt hver af öðrum og ákveðið að taka höndum saman. í öndverðu voru ritstjórarnir sex: Einar Bragi, Geir Kristjánsson, Hannes Sig- fússon, Hörður Ágústsson, Jón Óskar og Thor Vilhjálmsson, en þeir Geir og Hannes hættu. Geir er eftir sem áður ötull liðsmað- ur ritsins, en Hannes hefur flutzt úr landi. Thor kvað sjónar mið stofnendanna hafa verið ólík í mörgum greinum, en þeir hefðu samt átt nógu margt sam- eiginlegt til að geta unnið sam- an. Markmiðið sagði hann hafa verið að koma af stað frjálsu og algerlega óbundnu tímariti i landinu, þar sem umræður gætu farið fram án tillits til flokka eða annarra hagsmunahópa. Kvað hann róðurinn oft hafa verið erfiðan, þar sem „Birt- ihgur" hefði aldrei átt neinn fjárhagslegan bakhjarl. Mundi það vera einsdæmi á Norðurlönd um nú, að út væri gefið tíma- rit án stuðnings frá útgáfufyrir- tækjum eða öðrum fjársterkum aðiljum. Thor kvað mikla bjartsýni ríkjandi í ritstjórninni, og væri ætlunin að yngja upp ritið með nýjum mönnum í ritstjóm og samstarfshópi. Atli Heimir Sveina son væri einn hinna nýju liðs- manna. Hann kvað megintilgang „Birtings" frá upphafi hafa verið þann að víkka sjóndeildarhring- inn, kynna það sém gerðist er- lendis og sýna vaxtarbroddinn í íslenzkum listum. Vegna mikils annríkis útgefenda hefði orðið hlé á útgáfu ritsins um sinn, en nú væri sem sé komið stórt og fjölþreytilegt hefti, og von væri á nyjum árgangi með haustinu, Framihald á bls. 19 Willicam Thomafe Möller Minningarorð Fæddur 12. marz. 1914. Dáinn 19. júlí 1965. Kveðja frá skólabróður. VIÐ fundum það fyrst í fyrra, þegar við hittumst fyrir norðan á þrjátíu ára stúdentsafmðeli okk- ar frá Menntaskólanum á Akur- eyri, hve samrýndur hópurinn okkar var og hve vænt okkur öllum þótti hver um annan. i Þrjátíu ára aðskilnaður hafði ekki rofið vinarböndin, sem hnýtt voru í sex vetra bekkjarsetu við j súrt og sætt og sitthvað á milli. Hrókur fagnaðarins í fyrra var ! Willi okkar og bezt allra hafði hann varðveitt minningar um (einstaka viðburði skólaáranna. En skjótt skipast veður. Nú hef- ur hann snögglega horfið af vett- vangi okkar til landanna hinu megin. Þetta skeði of fljótt að okkar viti, einkum vegna litlu barnanna hans, sem ekki fá leng- ur notið góðs og göfugs föðurs. En vegir Drottins eru heilagur akur. | William Thomas Möller fædd- I ist á Akureyri árið 1914, sonur Christians L. Möllers, síðar lög- regluþjóns á Siglufirði og konu hans Jónu Sigurbjargar Rögn- valdsdóttur, ættaðrar úr Skaga- firði. Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum á Akureyri 1934, kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands og prófi í forspjalls vísindum frá Háskóla íslands ár- ið 1937, dvaldi í Danmörku við framhaldsnám árin 1949-50, kennari við barnaskólann á Siglufirði 1937-49, en við Skóga- skóla undir Eyjafjöllum frá 1950 til dauðadags. Þannig er yfir- borðssaga hans skráð á bókum. En William Möller átti dýpri sögu, sem hér verður ekki rakin. Hann ver sviphreinn og einkar geðugur maður, sem í svip sínum bar öll merki heiðarleikans og góðmennskunnar. Hann var alla tíð feitlaginn maður og hefur það sérkenni hans vafalítið vald- ið ótímabæru fráfalli hans. 1 huga mínum var Willi okkar einhver sú bezta sál, sem ég hefi mætt í minni ferð. Hollvættir iandsins okkar vaki yfir ferðinni. William Möller var góður íslend- ingur. Eiginkonu, frú Guðrúnu Sig- urðardóttur, og blessuðum litlu börnunum þeirra votta ég samúð bekkjarbræðra hans og bið þeim huggunar í djúpri sorg. Stefán Bjarnasoo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.