Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 149. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 16. ÁGUST 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tyrkir taka Famagusta Þriðjungur Kýpur er á v aldi þeirra Nikósiu, 15. ágúst. AP. NTB. SKRIÐDREKAR Tyrkja sóttu í dag inn I haf narborgina Famagusta og þar með er allur norðausturhluti Kýpur ð valdi þeirra. Gríski herinn er enn þá f viðbragðsstöðu, en ekkert bendir til þess, að Grikkir ætli að setja her á land á Kýpur. Útvarp Kýpur-Tyrkja segir, að tyrkneskt herlið hafi Ifka tekið flotastöð Kýpur-Grikkja f Bognaz, 16 km norður af Famagusta, og hafið árás á Lefka á vesturhluta eyjarinnar. Tyrkir réðust einnig á sam- gönguleiðir vestur og austur af Nikósfu, bersýnilega til að umkringja höfuðborgina. Tilgangurinn virðist sá að taka þriðjung eyjarinnar f norðri og gera hann að tyrknesku sjálfstjórnarsvæði. 1 Washington skoraði Ford for- seti í fyrstu yfirlýsingu sinni um ástandið, á Tyrki að hætta öllum hernaðaraðgerðum á Kýpur, virða ályktun öryggisráðsins og fallast á vopnahlé. Flaggskip 6. banda- riska flotans á Miðjarðarhafi, Little Rock, sigldi frá heimahöfn á Ítalíu í dag til óþekkts ákvörð- unarstaðar, bersýnilega vegna Kýpurmálsins. Skipið átti ekki að láta úr höfn fyrr en í september- byrjun. í New York var Öryggis- ráðið kvatt saman til fundar, en fulltrúarnir ræddust við óform- lega í dag. 0 Vonleysi Um leið hugleiða foringjar Kýp- ur-Grikkja hugsanlegar tilslakan- ir við Tyrki. „Aðstaða okkar eru hroðaleg. Við erum tilbúnir að grípa í hvaða hálmstrá, sem gefst, til þess að bjarga okkur eða halda í eins mikið og við getum,“ sagði háttsettur embættismaður. Jafn- framt misstu Kýpur-Grikkir nán- ast alla von um aðstoð Grikkja. Konstantfn Karamanlis, for- sætisráðherra Grikkja, sagði í kvöld, að Grikkir mundu ekki setja her á land á Kýpur. Hann sagði, að gríski herinn gæti ekki skorizt í leikinn vegna f jarlægðar- innar, auk þess sem grfsk íhlutun mundi veikja varnir Grikklands. Hann sagði, að Grikkir yrðu að beygja sig fyrir óhagganlegum staðreyndum og kenndi herfor- ingjastjórninni, sem hrökklaðist frá völdum, um ástandið á Kýpur. Gríski utanríkisráðherrann, Georg Mavros, hafnaði boði um að fara til Washington til viðræðna við Henry Kissinger utanríkisráð- herra um ástandið, og látið var i það skína, að þess væri ekki leng- ur óskað, að Bandarfkjamenn Hermaður úr Þjóðvarðliði Kýpur-Grikkja hringir f sfma, þar sem hann og aðrir hermenn hafa leitað hælis undir stiga f verksmiðju skammt frá flugvellinum f Nikósfu vegna stórskotaárásar Tyrkja. Nixon stefnt fyrir rétt Washington, 15. ágúst.AP.NTB. Lögfræðingur John D. Ehrlich- mans lagði f dag fram stefnu gegn Richard M. Nixon fyrrverandi forseta til þess að hann geti borið vitni fyrir hann f réttarhöldunum vegna yfirhylmingar Watergate- málsins. Nixon getur beðið lögfræðinga sfna að fara fram á, að stefnan verði ekki tekin til greina. Réttar- höldin gegn Ehrlichman eiga að hef jast 9. september og dómarinn er John Sirica. Stefnan var send Nixon f San Clemente og þar sagði, að honum væri skipað að mæta fyrir héraðs- dómstólnum í Washington 9. september til þess að bera vitni fyrir John D. Ehrlichman og vera til taks, þar til hann yrði kallaður fyrir. Aðrir fyrrverandi ráðunautar Nixons en Ehrlichman, sem eiga að mæta fyrir Sirica dómara, eru H.R. Haldeman, Charles Colson, Robert Mardian, Kenneth Parkin- son, Gordon Strachan og John Mitchell fv. dómsmálaráðherra. Nixon var nefndur í ákærunni gegn þeim sem einn samsæris- manna yfirhylmingar Watergate- málsins, án þess að hann væri ákærður. Málið gegn Colson var látið niður falla, þar sem hann játaði sig sekan um að hindra framgang réttvfsinnar í Ellsberg- innbrotinu. Aðstaða Nixons hefur breytzt við það, að hann er fluttur úr Hvíta húsinu og getur ekki neitað að mæta fyrir rétti á þeirri for- sendu, að hann sé forseti. „Núna er hann eins og hver annar borgari," sagði einn lögfræðing- anna í Watergate-málinu f dag. Talsmaður sækjanda Water- gate-málsins segir, að enn hafi ekki verið ákveðið, hvort farið verði fram á, að Nixon verði ákærður og að ákvörðunar sé ekki að vænta á næstunni. hefðu herstöðvar í Grikklandi. Það eina, sem Bandarikjamenn vilja segja um þær fréttir, er, að engin opinber tilkynning hafi borizt um, að Grikkir muni segja upp herstöðvarsamningunum við Bandaríkín og heldur ekki um þá ákvörðum þeirra að draga sig út úr hernaðarsamvinnunni innan NATO. # Hrósasigri Tyrkir voru sigri hrósandi i dag og Bulent Ecevit forsætisráð- herra sagði eftir fund með sendi- herra Bandarfkjanna, að Ford forseti væri hlynntur sambands- ríki á Kýpur. Tyrkneska herliðið við landamæri Grikklands er enn í viðbragðsstöðu, en orðrómi um hugsanlega árás á Grikkland um Makedóniu er vísað á bug. Tyrk- neski utanríkisráðherrann, Turan Gunes, fór frá Genf f dag og sagði þá, að Tyrkir væru tilbúnir til að hefja nýjar samningaviðræður, hvenær sem væri. Gunnes sagði, að Tyrkir ætluðu ekki að innlima Kýpur. Þótt tyrkneska herliðið tæki stærra landsvæði en nauðsynlegt væri til að tryggja hagsmuni Kýpur- Tyrkja, hefðu Tyrkir aðeins áhuga á þvf að taka 34% eyjunnar, en um það mætti semja. Sovézki sendiherrann ræddi við Ecevit i 50 mínútur í dag að ósk forsætisráðherrans. 0 Berjast áfram Glafkos Klerides forseti átti fund með stjórn Kýpur-Grikkja, fulltrúum allra stjórnmálaflokka og forsvarsmönnum verkalýðs- hreyfingarinnar. Engin áþreifan- leg ákvörðun var tekin á fund- inum. Hann neitaði því eftir fund- inn, að hann væri fús að undirrita samning um afsal norðurhluta Kýpur í hendur Tyrkjum. Hann kallaði tillögur Tyrkja óaðgengi- Iegar og skoraði á Kýpur-Grikki að berjast áfram. „Famagusta er frjáls, lengi lifi tyrkneska Famagusta," sagði þulur tyrkneska útvarpsins, sigri hrósandi í dag, og bætti því við, að tyrkneskir borgarbúar hefðu þegar hafið hátíðarhöld til þess að fagna „frelsuninni." Útvarp Kýpur-Grikkja sagði: „Hermenn okkar börðust vask- lega gegn þrýstingi fjandmann- anna og færa sig nú í nýjar varnarstöðvar." Embættismenn segja, að rúm- lega 12.000 Kýpur- Grikkir — karlar, konur og börn — hafi flúið, áður en Tyrkir hófu sóknina, og leitað hælis í herstöðvum Breta á Kýpur. Þeir sögðu, að flóttamennirnir hefðu flestir komið frá Fama- gusta og flúið í stórum hópum eftir veginum til brezku her- stöðvarinnar Dhekelia, sem er f um 25 km fjarlægð. • A flótta Fréttaritari AP, Peter Arnett, sagði, að fréttin um sókn Tyrkja hefði greinilega breiðzt út eins og eldur í sinu, því að margir grískir hermenn hlupu um göturnar til þess að forða sér. „Við vitum ekki hvert við förum,“ sagði einn hlaupandi grískur hermaður, sem var fyrir- liði 20 hermanna. Tyrknesk herskip tóku þátt í bardögunum um Famagusta og Lefka á norðurströndinni, og Framhald á bls. 18 Kona Parks forseta lézt eftir tilræðið Seoul, 15. ágúst. AP. NTB. EIGINKONA Park Chung-Hee forseta Suður-Kóreu, lézt f dag af skotsárum, sem hún hlaut, þegar misheppnuð tilraun var gerð til þess að ráða mann hennar af dög- um. Kúla hæfði hana f höfuðið, þeg- ar tilræðismaðurinn skaut að Park forseta, er hann flutti ræðu f tilcfni þjóðhátfðardags Suður- Kóreu í þjóðleikhúsinu f Seoui. Park sakaði ekki, en sextán ára stúlka beið bana í skotbardaga öryggisvarða og tilræðismanns- ins, sem handtekinn var á staðn- um. Forsetafrúin lézt í sjúkrahúsi eftir skurðaðgerð, sem stóð í fimm klukkustundir og 40 mínút- ur. Frú Park var af rfku fólki kom- in og var kennslukona, áður en hún giftist forsetanum 1950, þeg- ar hann var ofursti í Kóreustríð- inu. Hún naut vinsælda vegna þátttöku í félagastarfsemi og menningarlífi og var góður mál- ari. Hún var tæplega 49 ára. Tilræðismaðurinn var Kóreu- maður, búsettur í Japan, og kom til Suður-Kóreu til þess að taka þátt í hátiðarhöldum á þjóðhátíð- ardeginum á vegabréfi, gefnu út á nafni Yukio Yoshii, en að sögn japönsku lögreglunnar er hið rétta nafn tilræðismannsins Minse Kwang. í Tokyo er gert ráð fyrir, að Park forseti muni taka í taumana eftir tilræðið. Hann hefur gefið út nokkrar tilskipanir, sem banna gagnrýni á ráðstafnanir, sem hann hefur gert til þess að múl- Framhald á bls. 18 Fellibylur nálgast nú flóðasvæði Nýju Delhi, 15. ágúst. NTB. AP. 80 milljón fbúar fylkjanna Vestur-Bengal og Orissa á Ind- landi búa sig undir að mæta fellibyl, sem nálgast flóða- svæðin f norð-austurhluta landsins, og þeim hörmung- um, sem hann getúr haft f för með sér og bætast ofan á hörm- ungarnar af völdum flóðanna miklu á Indlandsskaga, sem 33 milljónir manna finna fyrir. Fellibylurinn gengur yfir Bangladesh og Norðausturlnd- land f nótt, og hefur það ekki áður gerzt um þennan árstlma á þessari öld. Að minnsta kosti 200.000 manns fórust af völd- um feilibyls f Bangladesh 1970, en Mujibur Rahman for- sætisráðherra sagði, að verið gæti að 10 milljónir manna hefðu farizt. Stór hluti uppskerunnar á Norðaustur-Indlandi hefur eyðilagzt af völdum flóðanna, sem hafa jafnfrantt torveldað dreifingu matvæla, svo að hungursneyð stendur fyrir dyrum. t Assam borðar fólk matarleifar, sem það finnur á sorphaugum. Hungurdauði virðist bíða fÓIks I þorpum, sem hafa einangrazt vegna flóða I úttar Pradesh. Rúmlega 50.000 manns hafa misst heimili sfn af völdum flóða I miðhluta Burma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.