Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 Gömlu síðutogar- arnir týna tölunni — aðeins 8 eftir Norska kirkju- og menntamáianeindin. Lars Koar Langslet er fyrir miðju. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. r Ymsir vankantar á grunn- skólalögunum í Noregi GÖMLU sfðutogararnir týna töl- unni. Samkvæmt upplýsingum Ingimars Einarssonar fram- kvæmdastjóra FlB eru nú gerðir út 8 sfðutogarar og a.m.k. tveimur þeirra verður lagt f haust, Sval- bak og Hjörleifi. Sfðutogararnir voru 47, þegar þeir voru flestir hór fyrr á árum. Skuttogararnir eru orðnir um 50, og enn eru nokkrir f smfðum. Enn eru gerðir út þrír nýsköp- unartogarar, Hjörleifur, Svalbak- ur og Harðbakur. Af nýrri síðu- togurum eru enn gerðir út Júpí- ter, Þormóður Goði, Maí, Narfi og Myndin er af Ólafi Jóhanni Rögnvaldssyni frá Siglu- firði, sem lézt af slysförum um borð í Dalvíkurtogaran- um Baldri fyrir skömmu. Námskeið fyr- ir reykingafólk ÍSLENZKA bindindisfélagið mun standa fyrir námskeiði fyrir fólk, sem vill hætta að reykja. Námskeiðið verður haldið í Árna- garði í Reykjavik dagana 1.—5. september n.k. Fyrsti fundur verður sunnudaginn 1. september kl. 20:30. Námskeiðið verður með sama sniði og fyrri námskeið, sem haldin hafa verið. íslenzka bindindisfélagið starfar á vegum aðventsafnaðarins á Islandi. Læknirinn, sem kemur til að annast fræðsluna á námskeiðinu, er J. D. Henriksen, ættaður frá Danmörku-,. en nú búsettur í Bandaríkjunum. Hann var við fyrsta námskeiðiö, sem hér var haldið fyrir reykingafólk. Jón H. Jónsson mun einnig starfa við námskeiðið. Fólk er eindregið hvatt til að sækja þetta námskeið, því að ekki er vitað, hvenær hægt verður að halda næsta námskeið. Innritun 1 námskeiðið fer fram á skrifstofutíma 1 slma 13899. Greiða þarf fyrir handbók námskeiðisins, en að öðru leyti er það ókeypis. Víkingur. Þrír fyrstnefndu eru einu gufutogararnir sem enn eru í notkun, knúnir oliugufuvélum. 1 haust verður tveimur þeirra lagt, Svalbaki og Hjörleifi, sem áður hét Ingólfur Arnarson. Hann var fyrsti nýsköpunartogarinn, kom fyrir 27 árum, árið 1947. Hefur togarinn reynzt mesta happa- fleyta togaraflotans og mikið afla- skip. Hjörleifur verður væntan- lega 'seldur I brotajárn ásamt Svalbaki, en verð á brotajárni hefur verið nokkuð hátt upp á síðkastið. Á undanförnum mánuðum hef- ur mörgum gömlum síðutogurum verið lagt, og sumir hafa þegar verið seldir I brotajárn. Utgerð þessara skipa hefur ekki þótt hag- stæð, og í mörgum tilvikum hefur reynzt erfitt að manna þau. Af þessum togurum má nefna mörg þekkt nöfn, svo sem Kaldbak, Sléttbak, Marz, Uranus, Neptún- us, Hallveigu Fróðadóttur, Þorkel Mána, Röðul og Jón Þorláksson. Síðastnefnda togaranum var breytt í nótaskip, hlaut nafnið Bylgjan. Hún sökk s.l. vetur. ÞÁ SJÖ mánuði, sem af eru árinu, hafa orðið 4040 umferða- óhöpp, þar af 530 með meiðslum, þar sem 714 slösuðust og 8 létust. Sömu mánuði ársins 1973 var skráð 4051 óhapp, þar af 507 með meiðslum. Slys með meiðslum eru 23 fleiri, þótt færri óhöpp séu skráð á þessu ári. Þessa sjö mánuði, sem af eru árinu, létust 8 manns f umfefðarslysum, en á sfðasta ári 17 miðað við sömu mánuðí. Af þeim 714 vegfarendum, sem „EFTIR ferð okkar um Island höfum við séð, að lslendingar muni eiga í enn meiri erfiðleik- um en Norðmenn að framfylgja slasast hafa á þessu ári, voru 544 akandi og 170 gangandi. Akandi vegfarendur skiptast þannig: 242 ökumenn, 245 farþegar og 57 hjól- reiðamenn. Þeir 714, sem slasazt hafa, skiptast þannig í aldurshópa: Yngri en 6 ára: 49, 7 — 14 ára: 122, 15 — 17 ára: 107, 18 — 20 ára: 108, 21 — 24 ára: 72, 25 — 64 ára: 229 og 65 ára og eldri: 27. Bllaaukning landsmanna s.l. ár var um 12%, og reiknað er með sömu aukningu a.m.k. á þessu ári, nýju grunnskólalögunum,“ sagði Lars Roar Langslet, formaður kirkju- og menntamálanefndar norska stórþingsins á fundi með þannig að miðað við bílaaukning- una fer umferðaróhöppum fækk- andi. I BLAÐINU Hagsveifluvog iðnað- arins fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs kemur fram, að fram- leiðsluaukning f iðnaði hefur orð- ið 5—7% miðað við sama tfma á sfðasta ári. Engin aukning varð frá sfðasta ársf jórðungi 1973. Bú- izt er við nokkurri framleiðslu- aukningu á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Lftilsháttar minnkun hefur orðið á fjárfestingaráætl- unutn fyrirtækjanna og fyrir- liggjandi pantanir hafa minnkað nokkuð miðað við sama tfma f fyrra. Innheimta söluandvirðis hefur farið versnandi, og er það áberandi, að þau fyrirtæki, sem telja innheimtuna ganga verr, skipta aðallega við fyrirtækl tengd sjávarútvegi. 1 flestum iðngreinum er ekki um að ræða verulegar sveiflur. Þó má nefna nokkur dæmi, svo sem nokkra minnkun á framleiðslu I sælgætisiðnaði. Á hinn bóginn hyggja flest fyrirtæki I þeirri grein á fjárfestingu á árinu. Um- talsverð fraraleiðsLuaukning varð blaðamönnum f gær, en nefndin hefur verið á Islandí um viku skeið og kynnt sér nýju grunn- skólalögin og menningarmál á Islandi. I norsku menntamálanefndinni eru 13 manns og komu allir nefndarmenn með I þessa ferð, en menntamálaráðuneytið skipu- lagði ferðina. í upphafi fundarins I gær sagði Langslet, að þessi ferð yrði þeim örugglega minnisstæð, og hápunktur ferðarinnar hefði verið ferð til Vestmannaeyja. Það hefði I einu orði sagt verið stór- kostlegt að koma þangað og sjá alla uppbygginguna. Að vlsu hefði ferðaáætlunin verið nokkuð erfið, en allt hefði gengið sam- kvæmt áætlun. Lengi hefði staðið til að fara I þessa ferð, og nefndarmenn hefðu ioksins fengið þessa ósk sína uppfyílta nú á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Kirkju- og menntamálanefndin er skipuð fulltrúum allra stærri flokkanna á norska þinginu, en hún sér um framkvæmd allrar kennslu I Noregi, svo sem barna- skólafræðslu, háskólafræðslu, unglingavinnu, skólarannsóknir og íþróttakennslu. Því þykir nefndarmönnum jafnan gott að komast út fyrir landsteinana og kynnast nýjum viðhorfum. Nefndarmenn sögðu, að þeir þekktu hugmyndir og hugsana- ganginn bak við grunnskólalögin á tslandi, þar sem þau væru að nokkru sniðin eftir þeim norsku. Norðmenn hefðu lent I nokkrum erfiðleikum með að framfylgja þeim og Islendingar mundu lenda Framhald á bls. 18 I prjóna og fataiðnaði, sömuleiðis I drykkjarvöru og pappírsiðnaði, og eru fjárfestingaráætlanir vax- andi I þeim greinum. Nokkur framleiðsluminnkun varð I máln- ingariðnaði, meira en numið hef- ur árstíðasveiflu að undanförnu. Urtak hagsveifluvogarinnar nær til 23 iðngreina. Hagsveifluvog iðnaðarins er tekin saman fjórum sinnum á ári af Félagi Islenzkra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðarmanna. LÝST EFTIR SJÓNARV0TTUM Sunnudaginn 11. þ.m. lentu þrír bílar I árekstri á mótum Hringbrautar og Njarðargötu, laust fyrir kl. 11.00 um kvöldið! Þarna var um talsvert miklar skemmdir að ræða, og biður rann- sóknarlögreglan þá, sem kunna að gefa upplýsingar um málið, að hafa samband við-sig. Flókadalsá Ingvar Ingvarsson á Múla- stöðum I Andakílshreppi sagði okkur, að veiði I Flókadalsá hefði verið fremur dræm að undanförnu, en þó væru um 240 laxar komnir á iand á 3 stengur, sem er um 70 löxum minna en I fyrra. Ingvar sagði, að talsverður lax væri I ánni, en nokkuð erfitt að fá hann til að taka um þessar mundir. Gott og jafnt vatn er I ánni. Stærð laxanna nú er 4—7 pund, en meðalþunginn var nokkuð hærri fyrr I sumar. ERUÞEIR Laxá í Dölum Helgi Jakobsson I veiði- húsinu við Laxá sagði, að veið- in mætti teljast þokkaleg, ef miðað væri við aðstæður. Laxá er nú svo þurr og kemst laxinn lltt áfram. Hefur hann safnazt saman I stærstu hyljunum og hreyfir sig þar ekki. Nú eru komnir um 220 laxar á land á sex stengur. Er það miklu minna en síðastliðin ár. Veiðin hefur þó verið með betra móti síðustu dagana, og 25 laxar voru komnir á land hjá hópi, sem verið hafði tvo og hálfan dag I gær. Stærsti fisk- urinn I sumar eru 17,5 pund. Vann Mallorkaferð fyrir tómar flöskur Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmanna- I eyja um sfðustu helgi stóð hljómsveit Ragnars Bjarnason- ar m.a. fyrir bingóspili á úti- skemmtuninni. Þrír vinningar voru veittir, allt Sunnuferðir til Mallorka. Tveir drengir, 7 og 11 ára, unnu Mallorkaferðirn- ar, og ein húsmóðir I Eyjum, Sirrý I Glslholti. Við röbbuðum stuttlega við Eyjapeyjana tvo, sem hlutu vinningana. Hermann Ingi 7 ára gamall, safnaði tómum ölflöskum heilt kvöld á hátíðarsvæðinu til þess að geta keypt sér bingómiða. ,,Ég safnaði 20 flöskum“, sagði hann, „og gat þá keypt mér 2 miða, þvf að ég fékk 200 kr. fyrir flöskurnar. öðrum miðanum henti ég þó áður en bingóið byrjaði, því að hann var orðinn svo blautur I rigning- unni“. „ Ætlar þú að fara til Mall- orku“? „Nei, ég seldi mömmu hins stráksins, sem fékk lika Mall- orkaferð, á kostnaðarverði, því að ég ætla heldur að kaupa mér gírahjól." „Langar þig þá ekkert til Mallorku?" „Jú, mig langar, en mig lang- ar meira I Copper gírahjól." Gylfi Þór Guðlaugsson, 11 ára Framhald á bls. 18 Hermann Ingi og Gylfi Þór. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir I Eyj- um. Umferðaróhöppum fer fækkandi 4040 slys fyrstu 7 mánuði ársins Innheimta fyrir iðnað- arvörur fer versnandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.