Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 22

Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGUST 1974 Einar Th. Guðmunds- son lœknir — Minning Sfðbúin kveðja til vinar míns og svila. Einar Th. Guðmundsson fæddist í Króki á Rauðasandi 15. nóvember 1913, sonur hjónanna Guðmundar hreppstjóra Sigfreðssonar og Guðrúnar ljósmóður Einarsdóttur bónda á Látrum og síðar í Vatns- dal í Patreksfirði, Jónssonar Thoroddsen. Einar var næst yngstur sjö bræðra. Einar lést á Lands- spítalanum 3. april s.l. eftir stutta, en erfiða legu. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 1935, en hóf þá nám í læknisfræði við Háskóla Islands og lauk þaðan embættisprófi i læknisfræði í mai 1945. Fjórða júlí 1945 var hann settur héraðs- læknir í Breiðabólstaðarlæknis- héraði á Síðu. Námskandidat var + BJÖRN ÁSMUNDSSON. Bræðraborgarstíg 32, andaðist á Landspitalanum 14. þ.m. Fyrir hönd systkina, Maríno Þórðarson. hann á Landspitalanum á árunum 1947—48. Almennt læknaleyfi fékk hann svo 5. júní 1948 og var þá skipaður 23. sept. héraðslæknir f Bíldudalslæknis- héraði. Því héraði fórnaði hann mest af sinni starfsæfi, eða 19 árum. Til Arnarfjarðar leitaði oft hugurinn, þar undi Einar sér vel, þar eignaðist hann marga góða vini. Þar eignaðist hann trúnað manna, sem sést á þeim mörgu trúnaðarstörfum, sem hlóðust á hann þar. Samhliða læknisstarf- inu, sem var ærið starf, sérstak- lega á vetrum, þegar snjóa og svellalög lágu yfir öllu og fara þurfti í vitjanir langar leiðir, — þá gengdi hann starfi skóla- nefndarformanns um árabil, átti sæti í skattanefnd og í stjórn kaupfélags Arnfirðinga á Bíldu- dal. Oft myntist Einar heitinn veru sinnar á Bíldudal, þá var gleði í rómnum. Lognið á sumrin — spegilsléttur sjórinn i fjörðum og vogum, þar sem sjóbirtingurinn vakti, — þar var hressandi að ganga um fjörur með veiðistöng og njóta einveru í þessari miklu kyrrð eftir erilsaman dag. Hann kvaddi Arnarfjörð með söknuði sumarið 1967, en þá var hann skipaður héraðslæknir í Eyrar- bakka og Stokkseyrarlæknis- héraði, þar sem hann starfaði til dauðadags. t GUÐRÚN SOFFÍA HELGADÓTTIR, Mávahllð 19, andaðist í Landakotsspítala, 14. ágúst. Agða Vilhelmsdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Tómas Á Jónasson. + Eiginmaður minn FRIÐRIK SIGUROSSON, Vallargötu 14, Sandgerði verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 17. ágúst kl 14. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna Jóhanna Guðmundsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR BENÓNÝSSON, Þórkötlustöðum, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 1 7. ágúst kl 2. Blóm afbeðin. Sigriður Ólafsdóttir. Ólafur Guðmundsson, Kristin Guðmundsdóttir, Kristján Sigmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Ágúst Guðjónsson, og barnabörn. ÖNNU SIGURPÁLSDÓTTUR, kennara. Fellsmúla 2, Rvk., er lézt að heimili sinu 7. þessa mánaðar, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 19. ágúst kl. 10.30. Gunnar Þór Magnússon, Brynja Sigurðardóttir, Páll R. Magnússon, Kristín Hafsteinsdóttir, Sigurpáll Þorsteinsson. Rósa Jónsdóttir, systkini og barnabörn. + Bróðir minn og móðurbróðir VETURLIÐI SIGURÐSSON, trésm iðameistari, Oddeyrargötu 30, sem lézt 10 ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, þriðjudag- inn 20 ágúst kl 1 3.30. Jóhanna Sigurðardóttir, Stefán Karlsson. Með Einari er genginn góður drengur, maður, sem helgaði líf sitt göfugu starfi, — já víst er það göfugt starf að líkna öðrum. Okkur, sem áttum því láni að fagna að kynnast Einari heitnum undraði það ekki, að hann skildi velja sér þetta æfistarf. Hann var viðkvæmur maður, nákvæmur og þó umfram allt vandvirkur. Hann hafði þá eiginleika, sem leikmanni finnst, að góður læknir þurfi að hafa. Ég held, að ekki sé ofmælt, að hann hafi verið heppinn í starfi, enda átti það hug hans allan og skifti þá ekki máli, hvort nótt var eða dagur. Einar heitinn kvæntist 19. oktober 1935 eftirlifandi konu sinni, Ölmu Tynes, dóttur Carls skósmíða- og tréskurðarmeistara frá Noregi og Elínar Steinsdóttur, sem sfðar varð eiginkona Páls Guðmundssonar hótelhaldara á Siglufirði. Alma bjó manni sinum og börnum gott heimili, sem gott var að heimsækja, því þar sat hjartahlýjan í öndvegi. Þeim Einari og Ölmu varð sex barna auðið en þau eru: Guðmundur Rúnar, útgerðarmaður á Bíldudal, kvæntur Erlu Sigmundsdóttur, Ragnar Páll listmálari í Reykja- vík, Sverrir, sem stundar lækna- nám i Svíþjóð, Elín Guðrún, hjúkrunarkona Reykjavík, Anna Sigríður, stundar leiklistarnám í Reykjavik, og Norma nemandi í Verzlunarskóla íslands í Reykja- vík. Barnabörnin eru orðin sex. Okkur, sem heimsóttum þau hjón í nóvember s.l., þegar Einar heitinn hélt uppá 60 ára afmæli sitt, grunaði ekki, hve stutt væri til skilnaðarstundarinnar. Þar virtist afmælisbarnið alheilbrigt og var þar hrókur alls fagnaðar. Enginn má sköpun renna. Kallið kom, um tveggja mánaða erfiða lega á sjúkrahúsi, þar sem dóttirin Elín dvaldi hjá föður sínum öllum þeim stundum, sem skyldustörf sjúkrahússins gerðu ekki tiikall til hennar, og getur nærri, hvort þetta hafi ekki verið erfiður reynslutími, því sjálfsagt hefir honum, lækninum, og henni, hjúkrunarkonunni, verið ljóst á undan öðrum, að hverju stefndi, en aldrei æðraðist hann og sló á glens við þá, sem hann heimsóttu, fram undir það sið- asta, og lagði á ráðin með veiði- ferðir á komandi sumri. En ferð hans varð önnur. Um þær mundir er laxinn nálgaðist ósa íslenzku ánna og bjó sig undir að ganga í þeirra tæra vatn — hélt Einar heitinn upp í sína síðustu ferð til bjartari og betri heima.— Við hjónin færum beztu þakkir fyrir allt, sem Einar hefir gert fyrir okkur — börn okkar og barnabörn. Góður Guð blessi hinn látna vin og veri með þeim, sem eftir standa, Iíknsamur. Haraldur Þórðarson Ólafsfirði. Kveðjuorð: Ingvar Ingvars- son, Desjamgri BORGARFJÖRÐUR eystri er ein af varðstöðvum íslenzkra byggða. Margvisleg fegurð er þar í landi, vinalegur fjallahringur, grasgefin jörð og oft gjöfull sjór á fisk. En nokkuó eru vetrarsam- göngur á landi við Fljótadals- hérað ótryggar. Því valda Njarð- víkurskriðurnar og Vatnsskarð milli Njarðvíkur og Héraðs. Höfn hefur einnig ótrygg verið til þessa, ef stormar af hafi, þótt nú sé vonandi að rofa til. Fólki hefur fækkað á Borgar- firði eins og mörgum byggðum + Eiginkona mín, LÍTA SIGURÐSSON, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju laugardaginn 1 7. ágúst kl. 1030 Haraldur Sigurðsson. öðrum. Ekki vegna lítils bjarg- ræðis, en fremur vegna ótryggra vetrarsamgangna. Viðnám slikra byggða veltur jafnan mjög á for- ustu. Slíka forustu hafði ekki sízt í þessari byggð oddviti þeirra, Ingvar Ingvarsson á Desjarmýri. Með fráfalli hans er því mikið skarð höggvið í varnarstöðina og sóknarliðið fyrir traustari byggð í Borgarfirði. Þegar ég heyrði hina hörmu- legu frétt um að Ingvar hefði látizt í bílslysi á Vatnsskarði varð mér þungt í sinni. Hví svo harka- + Móðir okkar JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, frá Aldarminni, Stokkseyri, sem lézt 7. ágúst verður jarð- sungin frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn 1 7. ágúst kl. 2. lega höggvið í garð þessa heimilis, í garð Borgfirðinga, f sveit traust- ustu forustumannanna í varnar- og sóknarliói strjálbýlisins á Austurlandi? En mannlegur máttur ræður ekki örlögum. Ingvar á Desjarmýri var fæddur þar og átti þar heima allan sinn aldur. Fyrst í föður- garði hjá prestshjónunum, síðar bóndi. Báðir vorum við Ingvar löngu fulltíða menn er við kynntumst. Hann var einn þeirra úrvals- manna, er ég kynntist allnáið þau ár, sem ég var þingmaður. Ég kom ekki til Borgarfjarðar, að ég heimsækti ekki Desjarmýri. Að sjálfsögðu m.a. vegna forystu Ingvars í sveitarmálum. En þó ekki síður vegna mannkosta hans, ljúfmennsku, festu og vitsmuna. Minningar koma fram i hugann. Mig bar þar að garði á Desjarmýri 11. júní 1970. Hafði ekki gætt að þvf, að sá dagur væri nokkuð sérstakur á þeim bæ. En þann dag var Ingvar fimmtugur. Mér var það mikii ánægja að svo skyldi hittast, að ég gat fagnað á heimili hans þessari stund í lffi hans og fjölskyldunnar. Þá var bjart yfir Borgarfirði. Og þá var auðfundið að Helgu konu hans var ljúft að gera dagamun og vitnaði um hlýja sambúð og hlýtt heimili, sem ekki duldist, hverjum úr fjölskyldunni sem kynnzt var. Slíks er ekki að vænta, ef heimilisfaðirinn er ekki mannkostum búinn. Vera má, að sumum hafi þótt Ingvar helzt til íhaldssamur á ýmsum sviðum. Vera má einnig, að einmitt það hafi laðað mig að Ingvari. Traustir menn vinna alltaf traust, og burðarásarnar f bændastétt fámennra byggða verða að vera þeim kostum búnir, fremur en áhlaupum og sprettum, sem of oft vill þá vanta úthald til að fylgja eftir. Ég veit að Borg- firðingum voru ljósir kostirnir í festu Ingvars og gætni. Það var dapurleiki yfir Borgar- firði, þegar Ingvar var jarðsettur. Þoka lálágtáloftiogskyggni náði skammt. Mannfjöldi var við útför- ina. Og nú drúpir Desjarmýri. Borgfirzka moldin skýlir nú syninum, sem var trúr sinni heimabyggð allt sitt líf. Framhald á bls. 18 Lilja Bjarnadóttir, Óskar Bjarnason, Jóhannes Bjarnason. + Útför móður okkar og tengdamóður SIGURLAUGAR Þ. GUÐBRANDSDÓTTUR verður gerð frá Fossvogskirkju I dag, föstudaginn, 1 6. ágúst kl 1 3,30. Guðfinna Hulda Jónsdóttir. Jóhannes Kristinsson, Hörður Guðmundsson, Sesselja Laxdal, Steingrímur Guðmundsson, Guðbrandur Guðmundsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför. PÁLS SIGURÐSSONAR, frá Auðshaugi. Fyrir hönd vandamanna, Annetta Sigurðsson. + Þökkum einstæðan hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS SÓLIMANNS LÁRUSSONAR, Vallargötu 6, Keflavik. Guðrún Hannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.