Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 U1 N H O R m Umsjón: Jón Magnússon og ■ Sigurður Sigurjónsson Friðrik Sophusson, formaður S.U.S.: Baráttuþing fyrir bættu þjóðfélagi Aukaþing S. U.S. Stjórn S.U.S. hefur ákveðið að efna til aukaþings f haust. Fyrirhugað er að fjalla aðallega um 3 málaflokka, en þeir eru byggðamál, efnahagsmál og stjórnarskrár- og stjórnskipunar- mál, auk þess mun þingið ræða stjórnmálaástandið. Þingstaður hefur ekki verið ákveðinn endanlega, en nánar verður skýrt frá þinginu og málefnum þess á næstu umhorfs- sfðum. Stjórn S.U.S. taldi eðlilegt að boða til aukaþings vegna þeirra sviptinga, sem átt hafa sér stað f fslenzkum stjórnmálum að undanförnu. Við þjóðinni blasir nú rfkisgjaldþrot eftir 3 ára vinstri óstjórn og við því öngþveitisástandi verður að bregðast af einbeitni og festu. Urslit sfðustu kosninga benda ótvfrætt til þess, að unga fólkið hcfur kosið Sjálfstæðisflokkinn f rfkara mæli en undanfarin ár. Það er þvf skylda ungra sjálfstæðis- manna að treysta böndin og bregðast við þeim vanda, sem við blasir f þjóðfélagsmálum, og móta skýra og ákveðna stefnu. Innan skamms munu starfshópar vegna þingsins taka til starfa og eru ungir sjálfstæðismenn hvattir til að taka þátt f störfum þeirra og vinna á allan hátt að þvf að aukaþing S.U.S. geti orðið það glæsilegt, að það undirstriki þá miklu sókn, sem Sjálf- stæðisflokkurinn er f á öllum vfgstöðvum um þessar mundir. Stjórn S.U.S. EINS og fram kemur annars stað- ar hér á síðunni, hefur stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna ákveðið að boða til auka- þings sambandsins í haust. Af þessu tilefni leitaði umhorfssíðan til formanns S.U.S., Friðriks Sophussonar, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Friðrik Sophusson Er ekki óalgengt, aö stjórn S.U.S. boði til aukaþings? — Aukaþing hefur aðeins einu sinni verið haldið áður, en það var haustið 1968. Þáverandi stjórn sambandsins taldi nauðsynlegt að kalla saman aukaþing vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Aðal- ástæður voru úrslit forsetakosn- inganna og vinstri sveifla meðal ungs fólks, en hún átti m.a. rætur í þjóðfélagsgagnrýni ungs fólks á Vesturlöndum. Þessa bylgju muna flestir vegna stúdenta- óeirða, sem voru þá daglegt brauð í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um. Ofan á þetta bættust gífurleg- ir efnahagserfiðleikar vegna áfalla á erlendum mörkuðum fyr- ir íslenzkar útflutningsafurðir. Aukaþingið 1968 tókst mjög vel og lagði grundvöllinn að ýmsum stefnu- og baráttumálum sam- bandsins næstu árin. Hver er ástæðan fyrir þeirri ákvörðun stjórnar- innar að boða til aukaþings nú? — Frá því að reglulegt þing var haldið að Egilsstöðum fyrir tæpu ári hefur staðan í islenzkum stjórnmálum gjörbreytzt. Stjórn Ólafs Jóhannessonar hefur misst meirihluta sinn á þingi, og fram hafa farið tvennar kosningar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bætti verulega stöðu sína, en að mínu áliti var þáttur unga fólksins stór í þeim sigri. pegar stjórnin tók ákvörðun sína um að boða til aukaþingsins var ljóst, að myndun meirihluta- stjórnar á Alþingi myndi hafa annað tveggja í för með sér: Sjálf- stæðisflokkurinn einn utan stjórnar eða í stjórn með flokki eða flokkum, sem hann hefur ekki setið með f ríkisstjórn f tvo áratugi. Hvort tveggja hlýtur að breyta verulega stöðu flokksins. Með tilliti til þessa og jafnframt með hliðsjón af efnahagsöng- þveitinu þótti stjórninni rétt og skylt að boða til aukaþings og leita eftir stuðningi ungra sjálf- stæðismanna um allt land við mótun þeirrar stefnu, sem sam- bandið mun fylgja á næstunni. Við gjörbreyttar aðstæður i ís- lenzku stjórnmálalífi er eðlilegt, að stjórnin leiti þannig samstarfs við starfandi félaga, sem fá þann- ig tækifæri til að bera saman bækur sínar við endurmat bar- áttumálanna. Það var áberandi í síðustu kosningabaráttu, hve S.U.S. starfaði í nánum tengslum við Sjálfstæðis- flokkinn. Telur þú, að þetta nána samband hamli starfsemi sambandsins? — Það er alveg rétt, að ungir sjálfstæðismenn stóðu fast með sfnum flokki í kosningabarátt- unni gagnstætt því, sem segja má um önnur ungliðasamtök stjórn- málaflokkanna. Skýringin er tví- þætt að mínu mati. Annars vegar gætir áhrifa af stefnu og störfum ungs fólks mun meira f Sjálf- stæðisflokknum en f öðrum flokk- um og hins vegar höfum við skiln- ing á, að farsælast er að leysa ágreiningsmálin innan vébanda flokksins í stað þess að bera þau á torg eða hlaupa f framboð með pólitískum ævintýramönnum,eins og vissir aðilar gerðu. — Á meðan jafn mikið tillit er tekið tifstefnu og starfs okkar og fullur skilning- ur forystunnar ríkir á nauðsyn endurnýjunar, er að mfnu viti báðum aðilum til góðs að hafa traust og náið samstarf. Hver verða helztu mál þingsins? — Að sjálfsögðu verður fjallað almennt um stjórnmálaástandið, en þar að auki verða sérstaklega teknir fyrir þeir málaflokkar, sem við viljum leggja áherzlu á. I því sambandi má benda á efnahags- og atvinnumálin með sérstöku til- liti til framtíðar einkaframtaks- ins, byggðamálin og stjórnar- skrár- og stjórnskipunarmálefni. — Þá er ráðgert að halda fund með formönnum kjördæmasam- taka og félaga ungra sjálfstæðis- manna, áður en aukaþingið hefst, og ræða vetrarstarfið. Það er von okkar í stjórn S.U.S., að þetta þing leggi grundvöll að endurnýjaðri stefnu ungra sjálf- stæðismanna í mikilvægum þjóð- félagsmálum. Þetta verður því baráttuþing fyrir bættu þjóð- félagi og gegn þeirri óstjórn, sem ríkt hefur að undanförnu. Við erum staðráðin f því að fylgja kosningasigrinum eftir. Unga fólkið átti stóran þátt í kosningasigri S j álfstæðisflokksins — Starfshópar vegna aukaþings — Stjórn S.U.S. hefur ákveðið að fela þremur starfshópum að vinna að þeim höfuðmálaflokk- um, sem teknir verða fyrir á aukaþingi S.U.S. nú í haust. Einn hópurinn mun fjalla um byggðamál, annar um efnahags- mál og sá þriðji um breytingar á stjórnarskrá og stjórnskipun. Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í starfi einhvers hópsins, eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu S.U.S. f Galtafelli, sfmi 17100, fyrir fimmtudaginn 22. ágúst. I. Starfshópur um byggðamál. Markús Orn. Antonsson veitir hópnum forstöðu. — Helztu efnis- atriði, sem til umræðu verða hjá starfshópnum, eru: 1. Ljóst er, að hvarvetna utan hins þrengsta kjarna höfuð- borgarsvæðisins eru það ein- staka efnisþættir þessa mála- flokks, sem fólk einblínir á, svo sem staðsetning opinberra stofnana, þar á rheðal banka, dreifing fjármagnsins m.a. til húsbygginga, samgöngumál, skólamál, heilbrigðisþjónusta o.fl. 2. Innan ramma valddreifingar- hugmynda ungra sjálfstæðis- manna hefur um skeið verið sérstakiega fjallað um stöðu sveitarfélaganna í stjórnsýsl- unni og landshlutasamtaka þeírra. í meðferð þess máls hefur verið gengið út frá því grundvallarsjónarmiði, að sveitarfélögin skuli hafa meira sjáifsforræði en þau gera nú og að dregið verði um leið úr umsvifum ríkisvaldsins og áhrifum þess á stjórnun og framkvæmdir sveitarfélag- anna. Svo að þessi árangur náist þarf að draga skýrar línur milli fjáröflunar ríkis og sveitarfélaga og auka hlut- deild hinna síðarnefndu í gjaldheimtunni miðað við nú- verandi ástand. Að því gefnu að sveitarfélögin fái breytta og aukna tekjustofna þarf síðan að ætla þeim skýrt afmörkuð verkefni þannig að forsjá þeirra í vissum málaflokkum verði afgerandi og fundinn hemill á óæskilegt samkrull í fjármálum og stjórnun ríkis- og sveitarfélaga. 3. í öllum umræðum þarf að hafa hugfast starf landshlutasam- taka sveitarfélaga og hvernig þær stofnanir geta sameinað krafta hinna smæstu byggða Markús örn Antonsson við lausn verkefna, sem þær ráða ekki við hver fyrir sig. Staða landshlutasamtakanna að öðru leyti er mjög áhuga- vert og aðkallandi umræðu- efni. Á samstarf innan þeirra að vera á frjálsum grundvelli eða lögbundið? Hvernig skal stjórn þeirra skipuð? Eiga landshlutasamtök að þróast yfir í formlegar byggðarstjórn- ir með byggðaþingum? II. Umræðuhópur um efnahagsmál og nýskipan einkaframtaksins. Jón Steinar Gunnlaugsson veit- ir hópnum forstöðu. — Helztu spurningar, sem hópurinn mun taka fyrir, eru: Hver er grundvallarmunur á Jón Steinar Gunnlaugsson kapitalísku og sósíalísku hag- kerfi? Hvert er hlutverk markaðs- kerfisins varðandi dreifingu þjóð- félagsvaldsins? Hvert stefnir á ís- landi? Hver hefur stefnan í efna- hagsmálum verið í stjórnartíð vinstri stjórnarinnar? Hvernig er sú stefna í samanburði við stefnu Sjálfstæðisflokksins? Hver er staðan I efnahagsmálum i dag? Hvernig eru ytri aðstæður og hvernig þær innri? Hvernig ber Sjálfstæðisflokknum að móta efnahagsmálastefnu sína? Hvaða tækifæri efnahagsþróunar eru fyrir hendi og hvernig á Sjálf- stæðisflokkurinn að bregðast við? Eru til stjórnmálaöfl á íslandi, sem markvisst stefna að þvl að grafa undan einstaklingseignar- rétti á atvinnutækjunum? Hvert stefnír þróun mála? Á Jón Magnússon smám saman að ganga að einka- rekstri dauðum með síauknum ríkisafskiptum? Hvaða áhrif hefur hin geigvænlega verð- bólga? Er hugsanlegt, að undir henni sé kynt til að grafa undan einkarekstri? Er fyrir hendi pólitiskur vilji til að aðlaga einkarekstrarformið breyttu þjóðfélagi? Hvernig hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið sig? I hverju verður slík aðlögun fólgin? III. Starfshópur um stjórnarskrá og stjórnskipun Jón Magnússon veitir hópnum forstöðu. — Helztu mál, sem tekin verða til umræðu hjá hópnum, eru: 1. Kosningatilhögun og kjör- dæmaskipan. Á að taka upp einmenningskjördæmi? 2. Skipun Alþingis. Á þingið að vera ein málstofa? Hvernig á Alþingi að starfa? 3. Vernd lýðræðisins. Hvernig er hægt að tryggja varanlegt lýð- ræði? 4. Valdsvið forsetaembættisins. Á að leggja forsetaembættið nið- ur? Á að auka vald forseta? 5. Embættaveitingar. Á að taka valdið til veitingar embætta úr höndum ráðherra? 6. Valddreifing. Hvernig á að hindra samsöfnun valds á fárra hendur? 7. Eignarrétturinn. Hvernig verður eignarrétturinn vernd- aður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.