Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 För Þórs til Útgarða-Loka Snorra Edda, Gylfaginning enn um nokkra leika. En undarlega mundi mér þótt hafa, þá er ég var heima með ásum, ef þvílíkir drykkir væru svo litlir kallaðir. En hvaða leik viljið þér nú bjóða mér?“ Þá mælti Útgarða-Loki: „Það gera hér ungir sveinar, er lítið mark mun að þykja, að hefja upp kött minn, en eigi mundi ég mæla þvílíkt við Ása-Þór, ef ég hefði eigi séð, að þú ert miklu minni fyrir þér en ég hugði.“ Því næst hljóp fram köttur einn grár á hallargólfið og heldur mikill. En Þór gekk til og tók hendi sinni niður undir miðjan kviðinn og lyfti upp, en kötturinn beygði kenginn svo sem Þór rétti upp höndina. En er Þór seildist svo langt upp sem hann mátti lengst, þá létti kötturinn einum fæti, og fékk Þór eigi meira að gert. Þá mælti Útgarða-Loki: „Svo fór þessi leikur sem mig varði; kötturinn er heldur mikill, en Þór er lágur og lítill hjá stórmenni því, sem hér er með oss.“ Þá mælti Þór: „Svo lítinn sem þér kallið mig, þá gangi nú til einhver og fáist við mig, því að nú er ég reiður." Þá litast Útgarða-Loki um bekkina og mælti: „Eigi sé ég þann mann hér inni, er eigi muni lítilræði Vísindamenn, sem rannsakað hafa beinagrindur risaeðlunnar, sem fyrir milljónum ára skokkuðu um sléttur Ameríku og A-Afríku, segja, að hún hafi náð hæð þriggja hæða húsa og verið allt að 50 tonn, á þyngd. í þykja að fást við þig, en kallið hingað kerlinguna Elli, fóstru mína, og fáist Þór við hana, ef hann vill; fellt hefur hún þá menn, er mér hafa litist eigi ósterklegri en Þór er.“ Því næst gekk í höllina kerling ein gömul. Þá mælti Útgarða-Loki, að hún skuli taka fang við Ása-Þór. Ekki er að orðlengja, að svo fór glíma sú, að þvi harðara sem Þór knúðist að fanginu, því fastara stóð hún. Þá tók kerling að leita til bragða, og varð Þór þá laus á fótum og voru þær sviptingar allharðar og eigi lengi, áður Þór féll á kné öðrum fæti. Þá gekk til Útgarða-Loki og bað þau hætta fanginu og sagði svo, að Þór mundi eigi þurfa að bjóða fleirum mönnum fang í hans hirð. Var þá og liðið að nótt, og vísaði Útgarða-Loki Þór og þeim félögum til sætis, og dveljast þeir þar náttlangt í góðum fagnaði. En að morgni þegar dagaði, stendur Þór upp og þeir félagar, klæða sig og eru búnir braut að ganga. Þá kom þar Útgarða-Loki og lét setja þeim borð; skorti þá eigi góðan fagnað, mat og drykk. En er þeir hafa matast, þá snúast þeir til ferðar. Útgarða-Loki fylgir þeim út, gengur með þeim braut úr borginni. En að skilnaði spyr Útgarða-Loki Þór, hvernig hon- um þyki ferð sín orðin, eða hvort hann hafi hitt ríkara mann nokkurn en sig. Þór segir, að eigi muni hann það segja, að eigi hafi hann mikla ósæmd farið í þeirra viðskiptum. „En þó veit ég, að þér munuð kalla mig lítinn mann fyrir mér, og uni ég því illa.“ Þá mælti Útgarða-Loki: „Nú skal segja þér hið sanna, er þú ert út kominn úr borg minni, og ef ég lifi og má ráða, þá skaltu aldrei oftar í hana koma. Og það veit trúa mín, að aldrei hefðir þú í hana komið, ef ég hefði vitað áður, að þú hefðir svo mikinn kraft með þér, og þú hefðir svo nærri komið oss í mikla ófæru. En sjónhverfingar hef ég gert þér. Hið fyrsta sinn í skóginum kom ég til fundar við yður; og þá er þú skyldir leysa nestisbaggann, þá hafði ég bundið hann með gresjárni, en þú fannst eigi, hvar upp skyldi Ijúka. En því næst laust þú mlg með hamrinum þrjú högg, og var hið fyrsta minnstogvarþósvomikið, að mér mundi endast til bana, ef á hefði komið. En þar sem þú sást hjá höll minni setberg og þar ofan í þrjá ANNA FRÁ STÓRUBORG — saga frá sextándu öld eftir Jón Trausta Anna horfði á hann hálfforviða. Enginn dráttur hreyfðist í svip hans. Það var sama lognið sem ætíð. En undir þessu logni bjó eitthvað meira en hún vissi. „Þú treystir þér ekki til að halda hann heima.“ „Bróðir minn er orðinn mér of voldugur.“ „Já, auðvitað.“ „Getur þú tekið við honum og geymt hann fyrir mig?“ Sigvaldi hristi höfuðið. „Nei, því er nú miður. Það get ég ekki. Bær minn liggur í þjóðbraut. Hjá mér gæti hann ekki leynzt. Og mig skortir tíki til að halda hann fyrir bróður þínum, ef hann leitar eftir.“ „Það er satt,“ mælti Anna og stundi við. „En þá er erindi minu lokið.“ Hún ætlaði að standa upp, en Sigvaldi sat kyrr og hugs- aði. Hún sá það á honum, að hann átti eitthvað eftir ósagt. „Þetta getur enginn undir Eyjafjöllum," mælti hann. „Og lieima hjá sjálfri þér er honum ekki óhætt heldur. Ég er ekki í minnsta efa um, að hvert mannsbam í sveitinni mundi vilja leggja þér lið til að verja hann fyrir lögmanni, hver sem eftirköstin yrðu. En sveitin er víðlend, og mönnum verð- ur ekki saman smalað í hendingskasti, þegar til þarf að taka.“ Þau þögðu bæði um stund. Anna fann, að hann hafði satt að mæln. „Ég þekki engan mann á öllu Suðurlandi, sem fær væri um að lialda hann fyrir lögmanni,“ hélt Sigvaldi áfram. „Og norður eða vestur, í umdæmi Eggerts Hannessonar, viltu auðvitað ekki senda hann.“ „Nei, það vil ég ekki.“ „Einmitt það. Það vissi ég lika.“ Aftur varð þögn. Sigvaldi hugsaði sig um. „Hjalti verður að leggjast út,“ mæltx hann og leit brosandi til önnu. Anna hrökk saman. Hún fann, að einhver neisti af alvöru var fólginn í þessu. „Hvað áttu við?“ spurði hún. Sigvaldi svaraði með sömu hægðinni og áður. „Ég á við það, að hægra væri kannske að leyna lionum einhvers staðar annars staðar en í bæjunum. Hann þarf að vera í byggðinni, en svo um hann búið, að hann geti sama sem horfið í jörðina á einu augnabliki, ef bráðan voða ber að höndum. Hann þarf að vera mitt á meðal okkar dag- lega, en þó svo, að hann finnist ekki, hvernig sem leitað er í bæjunum. Fólkið þarf að geta svarið með góðri samvizku, að það viti ekkert um hann, þótt það sjái honum bregða fyrir daglega. — Þetta eru nú mín ráð.“ „Hvemig má þetta verða?“ spurði Anna forviða. „Viltu koma með mér til næsta bæjar?“ — Mér þykir það leitt, Sigga, en ég fann ekki stærri stiga. — Þú þarna, númer 8, getur sparað þér þá dónalegu athugasemd, að ég þurfi að fara að fá mér gleraugu. — Hættu nú að ýta á takkana, lyftan er ekkert leikfang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.