Morgunblaðið - 16.08.1974, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.08.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 25 félk í fréttum > ^ 6 étvarp Reykfavík 0 FÖSTUDAGUR 16. ágúst. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15, 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15, (og forustugr. dagbl.), 9.00, og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir byrjar að lesa þýðingu sfna á sögunni „Malena byrjar f skóla“ eftir Maritu Lindquist. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Spjallað víð bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Melos hljóðfæraflokkurinn leikur Septett f B-dúr fyrir strengja- og blásturshljóð- færi eftir Berwald, Erling Biöndal Bengtsson og Kjell Bækkelund leika Sónötu fyrir selló og pfanó f a-moll op. 36eftir Grieg. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og verðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Katrfn Tómasdótt- ir“ eftir Rósu Þorsteinsdóttur Höfund- ur les. (11). 15.00 Miðdegistónleikar: Janet Baker syngur nokkur lög eftir Schubert; Gerald Moore leikur á pfanó- ið. Milan Turkovic og Eugene Ysaye- strengjasveitin leika Konsert f C-dúr fyrir fagott og kammerhl jómsveit eftir Johann Gottfrfed Miithel; Bernhard Klee st j. * A skfánum FÖSTUDAGUR 16. ágúst 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lögregluforinginn Þýskur sakamálam yndaf lokkur. Lfk f mýrarfeni Þýðandi Brfet Héðinsdóttir. 21.25 Balzac Frönsk heimildamynd um rithöfund- inn Honoré de Balzac (1799—1850) og æviferil hans. Þýðandi Kolbeinn Sæmundsson. 21.45 Iþróttir Myndir og fréttir frá erlendum og inn- lendum fþróttaviðburðum. Dagskrárlok óákveðin. LAUGARDAGUR 17. ágúst 1974. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili. Breskur gamanmyndaflokkur Sfðdegisraunir Þýðandi Jðn Thor Haraldsson. 15.45 Lcsin dagská næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð- urfregnir). 16.20 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 t leit að vissum sannleika Dr. Gunnlaugur Þórðarson lýkur lestrí ferðaþátta sinn. (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsíns. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Spurt og svarað Ragnhildur Richter leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Samkeppni barna og unglingakóra Norðurlanda III Guðmundur Gllsson kynnir. 21.00 Gerð kjarasamninga og vfsitölu- kerfið Baldur Guðlaugsson ræðir við Björn Jónsson forseta ASt og Jón H. Bergs formann Vinnuveitendasambands ts- lands. 21.30 (Jtvarpssagan: „Aminningar“ eftir Sven Delblanc Heimir Pálsson fslenzkaði. Sverrir Hólmarsson og Þorleifur Hauksson lesa. (17). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþáttur: Úr heimahögum Gfsli Kristjánsson ræðir við Gfsla Andrésson hreppstjóra og bónda f Hálsi f Kjós. 22.35 Sfðla kvölds Helgi Pétursson kynnir létta tónlist. 23.20 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. 20.55 Strengir slegnir Tveir bræður, Sergio og Edwardo Abreu, leika saman á gftara lög eftir ýmsa höfunda. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 21.15 Hvaðer hægt aðgera? Fræðslumynd frá Sameinuðu þjóðun- um um ráðstafanir, sem gerðar eru til að koma f veg fyrir tjón af völdum jarðskjálfta, eldgosa og annarra nátt- úruhamfara. Þýðandi og þulur Krist- mann Eiðsson. 21.40 ElmerGantry Bandarfsk bfómynd frá árinu 1960, byggð á sögu eftir Sinclair Lewis. Leikstjóri Richard Brooks. Aðalhlutverk Burt Lancaster, Jean Simmons og Arthur Kennedy. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Aðalpersónan, Elmer Gantry, er bandarfskur farandprédikari seint á öldinni sem leið. Hann er sjálfur meir en Iftið blendinn f trúnni, en prédikan- ir hans hrffa almenning með meiri krafti en hann gat sjálfan órað fyrir. 23.35 Dagskrárlok Frá samkeppni nor- rænna bamakóra 1 KVÖLD kl. 20 kynnir Guö- mundur Gilsson útvarpsdag- skrá frá samkeppni barna- og unglingakóra Norðurianda, sem fram fór f Abo f Finnlandi nú f vor. Samkeppni sem þessi fer fram árlega til skiptis f hverju landi, og eru það útvarpsstöðv- ar Norðurlanda, sem standa fyrir þessari starfsemi. Barna- og unglingakórar skiptast á um að leiða saman hesta sfna, og f vor var það barnakór öldutúnsskóla i Hafnarfirði, sem fór utan ásamt söngstjóra sfnum, Agli Friðleifssyni. Sigurvegari f samkeppninni að þessu sinni var finnskur kór. Næsta vor keppa unglinga- kórar f Helsingborg. Við spurðum Guðmund Gils- son, hvernig vali til þátttöku í koppninni væri háttað. Sagði hann, að kórar, sem til greina kæmu f keppni sem þessa, hefðu verið svo fáir hér á landi, að ekki hefði verið unnt að efna til forkeppni, en nú væru hins vegar horfur á, að slfk keppni færi fram á næsta ári. Hér er um að ræða starfsemi, sem áreiðaniega hefur mjög hvetjandi áhrif á tónlistarstarf á Norðurlöndum bæði f nútfð og framtfð. Balzac í sjónvarpinu I KVÖLD kl. 21.25 er á dagskrá sjónvarpsins frönsk heimilda- mynd um rithöfundinn Honoré de Balzac (1799—1850). Balzac er f hópi þekktustu rithöfunda Frakka og einn mesti skáldsagna- höfundur allra tfma. Balzac þótti á sfnum tfma einn sérstæðasti persónuleiki f heimi bókmennt- anna og skrifaði bækur sfnar gjarnan f munkakufli. Hann var feikilega afkastamikill, enda skrifaði hann oftast eftir pöntun- um, og þá fyrír peninga. Þetta peningasjónarmið kom stundum niður á verkum hans, þvf að þótt hann væri með afbrigðum frjór rithöfundur, gætti f sumum verka hans nokkurrar óvandvirkni. Frægasta verk Balzac’s er sagna- bálkurinn „La Comédie humaine", en þar reynir hann að brjóta til mergjar Iffið f Frakk- landi f sinni tfð. Þýðandi mynd- arinnar er Kolbeinn Sæmunds- son. Þegar herra Lítill varð stór NEW Yoik-búar ráku margir upp stór augu, þegar þeir komu til vinnu sinnar á Manhattan einn morguninn fyrir stuttu. Vír hafði verið strengdur milli tveggja stórhýsa, 110 hæðir hvort, og maður nokkur labbaði þarna yfir f mestu makindum, þótt hæðin niður væri mörg hundruð metrar. Og hann gekk ekki bara einu sinni yfir, heldur tvisvar. Og í annað skiptið varð honum fótaskort- ur, svo hann hékk á fótunum einum. Algert umferðaröng- þveiti myndaðit á götunum fyrir neðan á meðan maður þessi lék kúnstir sfnar og þau vandræði leystust ekki fyrr en lögreglan hafði tekið manninn í sfna vörzlu. Maðurinn reyndist vera Frakki, Philippe Petit, 24 ára, loftfimleikamaður að atvinnu. Þegar hann kom til New York greip hann óstjórnleg löngun til að ganga á vfr milli þessara tveggja bygginga, og með að- stoð vina sinna gat hann látið drauminn rætast. Hann faldi sig á þaki byggingarinnar um kvöldið og I dögun kom hann útbúnaðinum fyrir og draum- urinn varð að veruleika. Petit útleggst á fslenzku lftill. Þennan miðvikudagsmorgun varð herra Lftill stór f augum íbúa New York. Tilgangslaus eltingaleikur PRÓF. Richard Beck er skáldmæltur vel, eins og við íslendingar þekkjum. í Lögbergi-Heimskringlu frá í sumar er að finna eftirfarandi vísu og stutta frásögn um til- orðning hennar: Eftirfarandi vísa er þannig til orðin: Fyrir nokkru síðan var ég að kvöldi dags á göngu í heimaborg minni. Vinstra megin gangstétt- arinnar voru hávaxin og limarik tré, en hægra megin fagrir rósarunnar framan við mörg húsin, eins og víða er í hinni frægu blómaborg, Victoria. Ljósið frá strætisljóskerunum féll þannig, að skugginn minn var alltaf á undan mér. Þannig voru tildrög vísunnar, sem er á þessa leið: Fegurstu eikur falla, fölnar hver rósar kinn; sumir þó ævi alla eltast við skuggann sinn. Richard Beck. „Frábær” úthlutar 60 lóðum á mánuði „A EINUM mánuði höfum við úthlutað 60 lóðum og á flestum þeirra hafa risið opinberar byggingar, svo sem lögreglustöð, leikhús o. fl. Og nú erum við að búa til styttu af víkingi í tilefni af 11 hundruð ára afmælinu. Samkvæmt skipulaginu er henni ætlaður staður á torgi Frábæjar. Já, geri Akureyrarbær betur! Það er heldur ekki laust við, að fólkið hérna í byggingunum í kring líti til okkar öfundar- augum þegar það sér húsin í Frábæ þjóta upp á nokkrum dögum eftir lóðaúthlutun.” Þetta hafði Guðný Stefánsdóttir bæjarstjóri Frábæjar að segja f samtali við blaðið íslending. Og hvað er svo Frábær? Jú, það er starfsvöllur, sem Akureyrarbær rekur fyrir norðan Skógarlund á Akureyri. Þar hafa mest verið um 100 börn, og í sumar hafa þau unað sér vel við útileiki í góða veðrinu. Og þegar veður hefur ekki verið sem allra bezt, geta fbúar Frábæjar brugðið sér inn f skúr, sem er í landi bæjarins, og stundað þar ýmiskonar innileiki og föndur. Við birtum hér með myndir af þremur fbúum Frábæjar að leik og starfi. Það má með sanni segja, að þetta sé smáfólk í fréttunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.