Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 18

Morgunblaðið - 16.08.1974, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGUST 1974 — Tyrkir sækja fram Framhald af bls. 1 tyrkneskar flugvélar gerðu kröftugar árásir á strandveginn milli Lefka og Paphos, heima- bæjar Makariosar erkibískups A suðvesturströndinni. Tyrkir segja, að hermenn þeirra sæki í vestur frá Nikósíu til Lefka £ f logum Hafnarmannvirki í Famagusta stóðu i logum í dag, aðalher Tyrkja kom sér fyrir rétt hjá borginni og götubardagar geisuðu í borginni. Bílalest hermanna Kýpur-Grikkja reyndi að leita hælis í Dhekelia, en Bretar vísuðu þeim burtu, þar sem þeir báru vopn. Bardagar geisuðu einnig i fjöll- unum við Kyrenía á norður- ströndinni, og tyrkneskar flug- vélar réðust á stöðvar Kýpur- Grikkja á þessu svæði til að auð- velda sóknina til Lefka. Loftárásir voru einnig gerðar á Nikósíu. Bardagarnir í Nikósíu héldu áfram, en dvínuðu, þegar á daginn leið. Eldar loguðu á mörgum stöðum í iðnaðarhverfi borgarinnar. I London var sagt, að nánast enginn möguleiki væri á því, að rofað gæti til í Kýpurdeilunni, fyrr en Tyrkir hættu sókninni. Bretar hyggjast ekki bera fram nýjar friðartillögur, fyrr en bardagarnir hætta. Samkvæmt óstaðfestum fréttum tóku Tyrkir bæinn Myrtou um 30 km norðvestur af Nikósíu og sóttu til borgarinnar Morphou. — Nazarethmálið Framhald af bls. 32 lögfræðinga í London og beðið þá að taka málið að sér. Síðan hafi hann ekkert frétt fyrr en f gærmorgun, er Mountain Mana- gements umboðsaðili Nazareth (Nems er þar milliliður) hafði samband við Jón vegna breyt- inga á flugfari hljómsveitarinn- ar héðan. Höfðu þeir þá ekki hugmynd um, hvernig málin stóðu og töldu það ákveðið, að Jón fengi hljómsveitina. Er þeir heyrðu málavöxtu, lofuðu þeir Jóni, að honum yrði sendur samningurinn flugleiðis samdægurs, og varð sú raunin. Samningurinn er undirritaður af Steve Weltman, sem er sér- stakur samningsmaður fyrir Nazareth, en við hann hafði Jón talað fyrst. Bréfhaus samnings- ins er hins vegar merktur Nems, sem virðist þvf vera einhvers konar allsherjar dreifingarmiðstöð fyrir skemmtikrafta í Englandi. Þess má geta, að Steve Weltman er með Nazareth á ferð þeirra um Skandinavíu um þessar mundir, en Jón talaði einnig við hann i síma í gærmorgun. Sagði Jón, að næsta skref hjá sér væri að koma samningnum í hendur réttra aðila, og mundi hann hefja sölu aðgöngumiða á föstudag, þ.e. f dag. Er Mbl. hafði samband við Ámunda Amundason í gær og bar málið undir hann, sagði hann, að málið væri engan veginn útkljáð, þótt svo virtist sem Jón hefði töglin og hagldirnar f dag. Sagði Ámundi, að það mundi ekki koma sér á óvart, þótt John Fenton sendi skeyti á morgun, þar sem hann mundi ógilda samning Jóns. Sagði Ámundi, að hann hefði misst samn- inginn í bili, vegna þess að inn- borgun til Nems hefðí ekki borizt í tæka tíð, þ.e. á hádegi í gær, og væri því um að kenna, að allar vélar til London voru fullbókaðar. „Ég á enn ýmis tromp á hendi, og ef svo illa fer, að Jón fær endanlega samn- inginn, á ég skaðabótakröfu á hendur Eric Thompson, umboðsmanns f Kaupmanna- höfn og John Fenton", sagði Ámundi að lokum. — Björgvin Framhald af bls. 31 Magnús Halldórsson 169 Henning Bjarnason 169 2. flokkur karla Guðmundur Ingólfsson 174 Karl Jóhannsson 178 Ólafur Tómasson 180 3. flokkur karla Guðni Guðnason 185 Aðalsteinn Guðlaugsson 191 Helgi Gunnarsson 192 Unglingaflokkur Óli Laxdal 166 Hannes Eyvindsson 175 Ómar Ó. Ragnarsson 177 Meistaraflokkur kvenna Jakobína Guðlaugsdóttir 176 Jóhanna Ingólfsdóttir 180 Elfsabet Möller 185 1. flokkur kvenna Sigrún Ragnarsdóttir 202 Kristín Pálsdóttir 206 Karólína Guðmundsdóttir 216 Telpur eldri Kristín Þorvaldsdóttir 126 Telpur yngri Katrín Frimannsdóttir 105. — Minning Ingvar Framhald af bls. 22 Ég þakka Ingvari fyrir þau kynni er við áttum, fyrir vinátt- una og hlýjuna, sem eru mér veganesti æ síðan, ekki sízt bréfin þín, Ingvar. Guð blessi þig. Og nú vil ég senda heim að Desjarmýri innilegar samúðar- kveðjur, — til þín Helga Björns- dóttir, til dætra ykkar og sona, þessa mannvænlega og prúða hóps, sem ber foreldrunum svo fagurt vitni. Til bróðurins Sig- mars, bónda á Desjarmýri, og aldraðrar móður. Til allra nákom- inna og vina hans, — til Borgfirð- inga allra. Guð blessi ykkur öll og byggðina, og bæti sonarmissinn svo sem verða má. ' 4. ág. 1974 Jónas Pétursson. — Vankantar Framhald af bls. 2 í enn meiri erfiðleikum, en þvf væri ekki að neita, að íslendingar virtust eiga marga ótrúlega góða og vel útbúna skóla. Þingmaðurinn Jakob Aano sagði, að sér virtist auðveldara að halda uppi foreldratengslum á ís- landi en Noregi, þar sem skólarn- ir hér væru minni. Þá væri það athyglisvert, hve Islendingar hefðu náð langt í að byggja skóla, sem síðan væru nofaðir sem gisti- hús yfir sumartímann. Þá viku nefndarmenn að hinu langa fríi íslenzkra skóla- nemenda, sem er um 4 mánuðir. Töldu þeir, að þar sem flestir unglingar á islandi ættu kost á vinnu yfir sumartímann, þyrfti ekki að vera nauðsynlegt að lengja skólaárið, því að vinnan væri öllum nauðsynleg, en f Noregi er svo komið, að unglingar eiga ekki kost á mikilli vinnu yfir sumartímann. Þá var minnzt á umgengni í fslenzkum skólum, sem þeim virðist vera betri en í Noregi. Liv Aasen sagðist vera hrifinn af, hve vel íslendingar reyndu að varðveita tungu sína og hve mikið væri lagt upp úr móðurmáls- kennslunni í skólunum. Hér væri mál, sem nefndin gæti ihugað, þegar heim væri komið. Það kom fram á fundinum, að ótrúlega góð samstaða náðist á norska þinginu, þegar lögin um 9 ára skólaskyldu voru samþykkt. Allir flokkar þingsins náðu samstöðu f málinu, þrátt fyrir andstöðu 24 þúsund kennara í landinu. Hinsvegar væri því ekki að neita, að ýmislegt mætti betur fara, t.d. væru skólaeiningarnar oft á tíðum of stórar og þær vega- lengdir, sem nemendur þyrftu að fara í skólana, of langar. Þessar stóru skólaeiningar voru ákveðn- ar með það fyrir augum, að þá væri hægt að nýta betur kennslu- kraftinn. Nú væri nægur kennslu- kraftur fyrir hendi, og því væri það vandamál úr sögunni. Aðal- vandamálið um þessar mundir væri, hvernig ætti að gera 9 ára skólann að skóla, sem hentaði öllum nemendum í skyldunámi. — Kona Parks Framhald af bls. 1 binda blöðin, skerða mannrétt- indi og afnema þingræði. Sam- kvæmt þeim hefur 171 verið leiddur fyrir Ieynilega her- dómstóla, þar af margir kristnir menn og 14 hafa verið dæmdir til dauða. Forsetinn leitaði skjóls bak við ræðustólinn, þegar skothrfðin hófst og slapp heil á húfi, þótt ein kúlan hæfði stólinn. Kona hans sat á bak við hann á sviðinu og hneig af stól sínum. Unga stúlkan sat f fremstu röð í leikhúsinu ásamt um 200 öðrum félögum í kór, sem átti að syngja. Tilræðis- maðurinn stóð rétt fyrir aftan. Þegar kyrrð komst á, sagði for- setinn rólega: „Ég mun halda áfram máli mínu“ og hann talaði í fimm mínútur, og þegar Park fór út, klöppuðu allir viðstaddir, 1000 að tölu. Park var við sjúkra- beð konu sinnar, þegar hún lézt ásamt tveimur börnum þeirra þremur. Seinna var Park forseti við- staddur opnun nýrrar neðanjarð- arjárnbrautar í Seoul. Dómsmálaráðuneytið f Seoul ákvað síðar, að engir japanskir ríkisborgarar í Suður-Kóreu fengju að fara til Japans fyrst um sinn. Bannið nær einnig til Suður- Kóreumanna, sem eru búsettir i Japan, en eru í heimsókn í Suður- Kóreu. — Bátaflotinn Framhald af bls. 32 við þær forsendur, sem útgerð- inni eru ætlaðar og hún hefur búið við í sumar. Fólk hefur undrazt það, að út- gerðin skuli vera að tala um erfið- leika á sama tíma og það fær þá peninga í banka, sem það vill til ferðalaga og annars. En þótt þetta hafi gengið svo um sinn, þá kem- ur að skuldadögunum, þvf að það verður líka að hugsa um það hvað an peningarnir koma. Ef þeir, sem eiga að afla peninganna, eru gerðir óvirkir mun lítið koma inn þegar til lengdar lætur. Auðvitað ættu allir að geta fengið þann ferðagjaldeyri, sem þeir þarfnast, þótt svo sé reyndar ekki f dag, en fólk fær þennan ferðagjaldeyri í bönkum, að mínu mati, fyrir mun lægra verð en það kostar að afla hans, og þess vegna m.a. er nú svo komið fyrir útgerðinni eins og horfir í dag, vonlaus rekstur að óbreyttu." — Fallhlífar- maður Framhald af bls. 32 úr flugvélinni, ryðja steinum af væntanlegri braut og merkja hana fyrir lendingu, ef honum litist þannig á aðstæður. Ef aðstæður reynast í lagi, mun vélin lenda og taka flugvirkjann, en ef aðstæður reynast ekki nógu góðar, mun vélin snúa heim án hans, en þyrla frá Angmagsalik síekja flugvirkjann. Ef þessi til- raun íslenzks flugfélags til flug- vallargerðar á Grænlandi heppn- ast, liggja fyrir margar ferðir þangað með þýzka fjallgöngu- •menn í fyrrgreindum hugleiðing- um, og þá mun Sverrir Þórodds- son leiguflug láta setja upp vind- poka við þennan nýja völl og ann- að, sem frumskilyrði er, að sé á flugvöllum. Hópur vestur-þýzku fjallgöngumannanna var tilbúinn að leggja út í allan kostnað til þess að gera þessa tilraun. Flug- vélin er væntanleg aftur í dag. — Teitur sendi Framhald af bls. 30 finna leiðina að markinu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk leiknum því með sigri ÍA 1:0. Jóhannes Atlason lék að þessu sinni með og sömuleiðis Erlendur Magnússon og sluppu þeir sæmi- lega frá leiknum. Aðrir leikmenn sýndu ágætan leik, en vandamál Framara er, að þeim gengur illa að finna leiðina að markinu, en sýna aftur á móti ágætan leik úti á vellinum. Akurnesingar léku með sama lið og undanfarna leiki og átti framlínan, Karl, Teitur, Hörður og Matthías, góðan ieik. Einnig var Jón Alfreðsson góður og sömuleiðis Davíð í markinu. Þá er rétt að minnast á Björn Lárusson, sem átti mjög góðan leik og er án efa bezti bakvörður- inn í dag og furðulegt má heita ef landsliðsnefnd kemur ekki auga á það fyrr en síðar. JÚHANNES ATLASON SLEGINN NIÐUR: Að leik loknum gerðist það leiðindaatvik, að Jóhannes Atla- son var sleginn í andlitið. Forsaga þess var sú, að þegar leiknum var lokið voru þeir Benedikt Valtýs- son og Guðgeir Leifsson að kljást um knöttinn og greip Benedikt í Guðgeir, sem gerði sér lítið fyrir og sparkaði 1 Benedikt, sem lá óvígur á vellinum. Þegar Guðgeir var á leið til búningsherbergja áttu einhverjir æstir áhorfendur eitthvað van- talað við hann og rétt við dyrnar veittist að honum maður, en Jóhannes Atlason, sem þarna var nærstaddur, ýtti manninum frá f þeim tilgangi að koma Guðgeiri inn. Skipti það engum togum, að einhver áhorfandi sló Jóhannes f andlitið, þannig að hann féll við og mun hafa vankazt við höggið. Sem betur fer reyndust meiðsli hans ekki alvarleg, en atburðir sem slfkir eru alveg óverjandi og verður að tryggja leikmönnum það, að þeir komist til búnings- herbergja án þess að eiga von á lfkamsmeiðingum. Slíkt verður að teljast lágmarks krafa og vonandi eiga atburðir sem slfkir ekki eftir að endurtaka sig. H. Dan. —— ♦------- — Mallorkaferð Framhald af bls. 2 gamall, sagðist hafa átt eitt bingóspjald. „Ég ætla sko til Mallorku eftir Þjóðhátíðina", sagði hann“, og pabbi og mamma ætla með. Mamma gaf mér pen- inga fyrir bingómiðanum, en ef ég hefði selt vinninginn á kostnaðarverði, þá ætti ég nú 46 þús. kr„ þvf að ég á 10 þús. kr. í banka“. „Hefur þú farið til útlanda fyrr“? „Já, ég fór til Noregs í fyrra, en ég hlakka ofsalega til núna, verst að ég er ekki kúa- bólusettur, en það verður vonandi allt í lagi. Annars var ég ofsaheppinn, þvf að stelpa fékk bingó um leið og ég, en ég vann hlutkesti, vindkviða feykti tíkallinum á mína hlið. Annars hefði nú verið gaman að bjóða henni, ef miðinn hefði verið fyrir tvo“. — á.j. — Tvö mörk Framhald af bls. 30 lega fótbrot sem hann hlaut 1 fyrsta leik Vals í Islandsmótinu. LIÐIN Valsmenn voru vel að sigrinum komnir. Þeir léku á köflum skín- andi góða knattspyrnu, en duttu niður þess á milli. Vörnin og tengiliður voru virkir, en fram- línumennirnir klaufskir uppi við markið. Dýri, Bergsveinn, Hörður og Alexander voru einna beztir, ásamt þeim bræðrum Jóhannesi og Atla. Hjá IBK var Þorsteinn beztur, en auk þess áttu þeir Gfsli Torfason og Ólafur Júlíusson beztan leik. 1 heild voru leikmenn beggja liða baráttuglaðir. Dómari • var Eysteinn Guð- mundsson, og hafði hann góð tök á leiknum, en sumir dómar hans féllu ekki f kramið hjá áhorfend- um eins og gengur. Eysteinn bók aði" tvo leikmenn, þá Vilhjálm Ketilsson, IBK, og Inga Björn Al- bertsson, Val. — SS. ----------------- Maður fyrir bíl Maður varð fyrir bíl á móts við Laugaveg 10 í gærkvöidi, og var hann fluttur á Slysadeild Borgar- spftalans. Ekki var vitað, þegar Morgunblaðið hafði samband við Slysadeildina í gærkvöldi, hve meiðslin voru alvarleg, þvf að maðurinn var f athugun, en um einhver höfuðmeiðsl var að ræða. TIARNARBÚD Pelican leikur í kvöld frá kl. 9 — 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.