Morgunblaðið - 16.08.1974, Síða 30

Morgunblaðið - 16.08.1974, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 Tvö mörk í framlengingu mjj færðu Val sigur yfir ÍBK Barizt um boltann f vftateig KR. Ljósm. Mbl. R.Ax. ÞAÐ var enginn svikinn af leik Keflavfkur og Vals f bikarnum f fyrrakvöld. Sannkallaður þrumu- leikur, fjör, barátta og spenna. Valsmenn voru betri framan af, án þess þó þeir gætu skorað, en þá tóku Keflvfkingar leikinn f sfnar hendur og skoruðu eitt mark. Sfð- an náðu Valsmenn aftur undir- tökunum og tókst að jafna stuttu fyrir leikslok. Framlengja varð, Páll gerði vonir KR-inga að engu, en var svo vikið af velli 1 sannkölluðum bikarleik sigraði Vfkingur lið KR f fyrrakvöld með þremur mörkum gegn tveimur eftir framlengdan leik. Sigur Vfk- inga var nokkuð sanngjarn og f liði þeirra voru beztu menn vall- arins, þeir Páll Björgvinsson og Diðrik Ölafsson. Páll gerði tvö marka Vfkinganna og var, er leið á leikinn, potturinn og pannan f leik liðsins. Á sfðustu mfnútum framlengingarinnar braut Páll þó gróflega af sér og Bjarni Pálma- son, slakur dómari leiksins, gerði það eina rétta — vfsaði Páli af leikvelli. Til að byrja með var lítil bikar- stemmning í leik þessara baráttu- liða. Leikmenn voru áhugalausir mikið var dútlað, en baráttan, sem einkennt hefur leiki KR og Víkings f sumar, var ekki fyrir- ferðarmikil. Er leið á leikinn og Víkingar höfðu skorað fór að fær- ast líf í tuskurnar, leikurinn varð hraður, harður og mjög svo spennandi. Frá fyrstu minútu var mikið um tækifæri og áttu KRing- ar heldur fleiri framan af, en Víkingarnir voru allan tímann sterkari aðilinn út á vellinum og munaði mestu um góðan tengiliða þeirra. Páll Björgvinsson gerði fyrsta mark leiksins á 39. mfnútu með því að skalla yfir Magnús mark- vörð þeirra KR-inga. Kom markið eftir hárnákvæma sendingu Gunnars Arnar úr aukaspyrnu, sem hitti beint á höfuð Páls. A 13. mínútu sfðari hálfleiksins kvitt- uðu KR-ingar. Eftir aukaspyrnu Siguröar Indriðasonar við miðju vallarins skallaði Olafur Lárusson f samskeytin, knötturinn hrökk út f teiginn og þar var Ottó Guð- mundsson fyrir og átti ekki í erf- iðleikum með að renna knettinum yfir marklínuna. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sjálfum og varð því að framlengja í 2x15 mínútur. Á 7. mfnútu framlengingar skoraði Páll aftur fyrir Vfking með skalla eftir aukaspyrnu. Markið var mjög svipað og fyrra mark Vík- inganna, nema hvað nú hefði Magnús átt að geta varið. Kári Kaaber færði Víkingum svo tveggja marka forystu á 102. mín- útu leiksins. Mikill misskilningur átti sér stað f vörn KR-inga og Kári náði að skjóta af stuttu færi. Ekki var skotið fast, en að vísu alveg úti við stöng, Magnús gerði Teitur sendi bikarmeist- ara Fram út í kuldann MEÐ tveimur góðum mörkum sendi Teitur Þórðarson bikar- meistara Fram frá f fyrra út úr Bikarkeppninni f leik lA og Fram, sem fram fór á Akranesi á miðvikud agsk völd ið. Þegar á heildina er litið var leikurinn lengst af skemmtilegur og vel leikinn, en er Ifða tók á sfðari hálfleik fór að gæta nokkurrar hörku, þannig að dómarinn, Einar Hjartarson, þurfti að veita nokkrum leik- mönnum tiltal og auk þess að sýna tveimur Frömurum gula spjaldið, þeim Marteini Geirssyni og Guðgeiri Leifssyni, en sá sfðar- nefndi fékk það að vfsu eftir að leik lauk, en það atvik átti eftir að verða upphaf að leiðindum, sem rætt verður nánar um sfðar. Teitur skoraði fyrra markið strax á 3. mín. með hörku skoti, sem Þorbergur hefði vel átt að ráða við, ef hann hefði verið rétt staðsettur. Sfðara markið skoraði svo Teitur á 61. mín. Matthías var kominn frfr innfyrir og átti aðeins Þorberg eftir. I stað þess að reyna að leika á hann, gaf hann knöttinn út til Teits, sem kom brunandi inn og séndi knöttinn f mannlaust markið. Oft skall hurð nærri hælum hjá báðum liðum og áttu Framarar sín tækifæri til að skora, en það er eins og þeim sé fyrirmunað að Framhald á bls. 18 ekki tilraun til varnar, heldur stóð freðinn á marklínunni. Segja má, að Víkingar hafi tryggt sér sigur í leiknum með þessu marki, en spennan hélzt áfram út allan leikinn því Ölafur Lárusson, sem virðist hafa sér- stakt Iag á að gera usla í vörn Víkinga, gerði mark á 1. mínútu síðari hluta framlengingarinnar. Eftir fyrirgjöf Olafs Olafssonar varð mikil þröng í vítateigi Vík- inga og Diðrik komst ekki að knettinum. Það gerði Ölafur Lár- usson hins vegar og skallaði knöttinn í netið. Það væri hægt að fylla heila blaðsfðu ef fara ætti að telja upp öll tækifæri liðanna í þessum leik, hætt er þó við, að sú upptalning yrði Ieiðinleg lesning og verður því hér látið staðar numið í að lýsa leiknum sjálfum en rétt er að víkja aðeins að beztu leikmönnum hvors liðs. Eins og áður sagði átti Páll Björgvinsson mjög góðan leik með Víkingi að þessu sinni og ruddaleg framkoma hans í lok leiksins, er hann sparkaði í Hauk Ottesen, kann að kosta hann tveggja leikja bann. Er það mikill missir fyrir Víking að missa Pál úr hinni erfiðu botnbaráttu 1. deildarinnar. Diðrik Ólafsson varði mjög vel í þessum leik, en hafði að vfsu heppnina með sér — hæfileikar og heppni fara oft saman. Eiríkur Þorsteinsson og Þórhallur Jónasson unnu báðir mjög vel og Óskar Tómasson sýndi nú allt aðra og betri frammistöðu en f síðustu leikjum. í KR-liðinu voru þeir Ólafur Ólafsson og Sigurður Indriðason sterkastir og það lyfti liðinu mjög mikið er Haukur Ottesen kom inn á f hálfleik. — áij. og þá reyndist Valur sterkari aðil- inn og sigraði verðskuldað 3:1. Það verða þvf Valsmenn, sem komast áfram í fjögurra liða úr- slit bikarkeppninnar, en lslands- meistarar Keflavfkur eru úr leik rétt einu sinni. IBK hefur alltaf verið slakt bikarlið. Veður var ágætt í Keflavík þeg- ar leikurinn fór fram, smávegis gola en þurrt. Valsmenn léku á móti golunni í fyrri hálfleik og áttu mun meira í leiknum til að byrja með. Léku þeir vörn ÍBK oft grátt, enda vantaði f hana þrjá lykilmenn frá í fyrra, Einar, Guðna og Ástráð. Það munarum minna. Mark ÍBK slapp oft fyr- einskæra heppni að þvf er virtist, eða þá að Þorsteinn varði vel. Ógjörningur er að telja upp öll þau tækifæri, sem Valsmenn fengu í fyrri hálfleik, þau voru svo mörg. IBK TEKUR FORYSTUNA Undir lok fyrri hálfleiks dofn- aði heldur yfir Valmönnum, en hættu hjá vörn Vals. Svo var það á 80. mfnútu, að Valur jafnar. Gísli Torfason ætlaði að hreinsa frá marki, en datt um leið kylli flatur. Alexander Jóhannfesson náði knettinum sem farið hafði beint upp f loftið, lék í áttina að marki IBK og skaut. Þorsteinn kom höndum á boltann, en hélt honum ekki og boltinn skoppaði í markið. Jafnt, 1:1. Allt tal um rangstöðu í þessu tilviki er fjar- stæða. Og einni mínútu fyrir leikslok fékk Ingi Björn gullið tækifæri til að gera út um leikinn, þegar hann fékk að leika einn og óáreittur að marki IBK. Aðeins Þorsteinn stóð milli hans og marksins, en skot Inga Björns var lélegt, og Þorsteinn gat slegið boltann yfir. FRAMLENGINGIN Þar sem jafnt var, þurfti að framlengja f 2x15 mfnútur. Vals- menn höfðu undirtökin sfðustu mfnútur seinni hálfleiks, og þeir héldu þeim f framlengingunni, og á 5. mfnútu skoraði Valur. Alex- Keflvíkingar fóru að sækja í sig veðrið, án þess þó, að þeir sköp- uðu sér veruleg tækifæri lengst af. I byrjun síðari hálfleiks fór sókn þeirra að þyngjast, og á 55. mínútu náðu þeir forystunni. Þá kom löng sending fram miðjan völlinn, Ólafur Júlfusson náði knettinum og brunaði að marki. Hann hugðist leika á Sigurð Har- aldsson markvörð, en Sigurður henti sér þá fyrir fætur Ólafs og felldi hann. Augljóst vfti, og úr því skoraði Steinar Jóhannsson af öryggi. l:0fyrir Keflavík. Enn héldu Keflvíkingar tökum á leiknum, en sóknarleikur var samt ekki eins hættulegur og hjá Val í fyrri hálfleik. Það var helzt, að Olafur Júlfusson skapaði ander skaut föstu skoti frá hægri, sem Þorsteinn hélt ekki. Boltinn barst fyrir markið þar sem Helgi Benediktsson kom aðvffandi og skoraði 2:1 fyrir Val. Og það var svo á 22. mfnútu framlengingar- innar, 112 mfnútu leiksins, að Valsmenn ráku smiðshöggið. Löng sending kom fram völlinn, og virtist engin hætta á ferðum. Vilhjálmur og Þorsteinn mark- vörður virtust hafa knöttinn. Atli Edvaldsson hafði fylgt vel eftir, og öllum að óvörum náði hann að koma fæti milli þeirra félaga og senda knöttinn rakleitt f netið. 3:1 fyrir Val og sigurinn f höfn. Undir lokin kom Hermann Gunn- arsson inná hjá Val, og var þetta fyrsti leikur hans eftir hið alvar- Framhald á bls. 18 Völsungur gerði sér lítið fyrir og vann ÍBV Teitur Þórðarson f baráttu við Þorberg. Ljósm. Mbl. Hdan. Flestum á óvart og sjálfsagt Vestmannaeyingum mest, töpuðu þeir fyrir Völsungi f bikarkeppn- inni f fyrrakvöld — og það á heimavelli ÍBV á grasvellinum við Hástein. Völsungarnir voru sterkari aðilinn f fyrri hálf- leiknum og gerðu þá þau tvö mörk, sem færðu liðinu sigur. Völsungarnir eru nú kemnir f undanúrslit bikarkeppninnar og gætu vissulega gert fleiri 1. deildarliðum skráveifu. Völsungarnir fengu óskastart í þessum leik því ekki voru liðnar margar mínútur er Hermann Jónsson sendi knöttinn f netið. Glæsilegt mark Völsunga og Eyja- menn gátu ekki annað en sagt hver við annan en að þeir væru ekkert blávatn Þingeyingarnir. Það tókst lítið hjá heimaliðinu í fyrri hálfleiknum, sendingar voru flestar ónákvæmar og barátta Völsunganna kom IBV í opna skjöldu. Sfðara mark Völsunga var sjálfsmark Þórðar Hallgrfms- sonar, hann sendi knöttinn f eigið mark eftir nokkurt þóf í vítateigi IBV. I síðari hálfleiknum snerist dæmið alveg við, nú sóttu eyja- menn og sóttu, en ekkert gekk. Markvörður Völsunga varði snilldarlega hvað eftir annað, hann var sá brimbrjótur sem allt stöðvaði ef knötturinn komst inn fyrir vörn liðsins. Þrátt fyrir hina miklu sókn tókst Eyjaliðinu ekki að skora og máttu þeir því bíta í það súra epli að tapa þessum leik með núlli. Nokkuð sem fæstir áttu von á. Flestir leikmenn Völsungs eiga hrós skilið fyrir þennan leik og var nú allt annað að sjá til þeirra en I deildarleikjunum að undan- förnu. Beztur í liði þeirra var markvörðurinn Sigurður Péturs- son og Magnús Torfason. Af Vest- mannaeyingunum á aðeins Óskar Valtýsson hrós skilið fyrir leik- inn. —GS/áij. iai&iunti'ibi* liUVi: lb it énu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.