Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið bandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Alþýðubandalagið hélt hins vegar fast í þá stefnu, sem örugglega varð undir í kosningunum og ekki var meirihluti fyrir á Alþingi. Þrátt fyrir ótvíræð úrslit kosninganna ætlaði Al- þýðubandalagið að knýja fram í stjórnarmyndunar- viðræðum vinstri flokk- anna kröfu um endanlegan brottflutning varnarliðsins og afnám landvarna. For- Samstaða um varnarmál Deilurnar um varn- armálin undanfarin þrjú ár hafa skipt þjóðinni upp í stríðandi fylkingar og um leið verið vatn á myllu þeirra upplausnarafla í þjóðfélaginu, sem með öllu vilja rjúfa samstarf íslands við vestrænar þjóðir. I al- þingiskosningunum fyrr í sumar kvað þjóðin upp dóm í þessari þrætu, þar sem meirihlutinn óskaði eftir áframhaldandi land- vörnum og samstarfi við Bandaríkin í þeim efnum eins og sakir standa. Þessi úrslit lögðu grundvöll að farsælli lausn þessa deilu- efnis. Formaður þingfloHks framsóknarmanna ræðir í forystugrein Tímans í gær um afstöðu Framsóknar- flokksins til varnarmál- anna í viðræðum vinstri flokkanna fjögurra um hugsanlega stjórnarmynd- un. Þar segir m.a.: „Fram- sóknarflokkurinn reyndi að finna meðalveg, sem var byggður á þeirri stað- reynd, að ekki var lengur þingmeirihluti fyrir þeim tillögum óbreyttum, sem Einar Ágústsson lagði fram í viðræðum við Bandarikjamenn á síðast- liðnum vetri.“ Þessi yfirlýsing gefur til kynna, að Framsóknar- flokkurinn hafi þegar i við- ræðum við vinstri flokkana tekið upp ábyrgari afstöðu í varnarmálum en áður var, í fullu samræmi við niðurstöður alþingiskosn- inganna. Áður hafði samn- inganefnd Alþýðuflokksins greint frá því, að samstaða hefði verið með Alþýðu- flokknum og fulltrúum framsóknarmanna í við- ræðunum við Alþýðu- ystumenn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins komu í veg fyrir, að af þessu yrði. Áður en vinstri stjórnin fráfarandi var mynduð 1971 höfðu Al- þýðuflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn um langt árabil haft samstöðu um utanríkis- og varnarmál- efni, þó að þá greindi á um önnur málefni í stjórn og stjórnarandstöðu. Þessi samstaða flokkanna tryggði trausta og ábyrga utanríkisstefnu. Yfirlýsing formanns þingflokks Framsóknarflokksins í Tímanum I gær bendir ein- dregið til þess, að nú sé á ný grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja í þessum efnum. Vissulega væru það ánægjuleg tíðindi ef takast mætti að setja niður þær deilur, sem risið hafa um varnarsamstarfið við Bandaríkin, í samræmi við skýran vilja meirihluta þjóðarinnar í alþingiskosn- ingunum. Athyglisvert er, að Framsóknarflokkurinn virðist hafa tekið þessa af- stöðu áður en hann hóf við- ræður við Sjálfstæðisflokk- inn um stjórnarmyndun. Það bendir til þess, að forystumenn hans vilji heilshugar vinna að sam- starfi lýðræðisflokkanna í utanríkis- og varnarmál- um. Ofriður Grikkja og Tyrkja Ofriður Grikkja og Tyrkja vegna Kýpur hefur sett blett á varnar- samstarf Atlantshafs- bandalagsríkjanna. Gríska stjórnin hefur tilkynnt, að hún hafi hætt þátttöku í hernaðarlegu varnarsam- starfi Atlantshafsbanda- lagsins, en muni halda áfram stjórnmálasamstarf- inu. Þá er Ijóst, að Tyrkir telja, að þeir geti ekki átt samleið með bandalagsríkj- unum meðan núverandi ástand helzt óbreytt. Deila þessara tveggja bandalags- ríkja er vissulega stjórn- málalegt áfall fyrir Atlantshafsbandalagið. Engum dylst, að jafnframt veikir þetta ófriðar- og hættuástand varnir banda- lagsríkjanna á þessu svæði, þar sem tyrknesku sundin eru siglingaleið Sovétríkj- anna inn á Miðjarðarhaf. Áður en deila Grikkja og Tyrkja komst á svo alvar- legt stig benti margt til þess, að samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins hefði styrkzt á nýjan leik. Atlantshafssáttmálinn benti til batnandi sam- búðar við Bandaríkin og lýðræðisþróunin í Portúgal gaf vonir um, að sá svarti blettur, sem einræðis- og nýlendustjórnin þar hefur verið á bandalaginu, væri úr sögunni. Átökin á Kýp- ur leiddu síðan til þess, að herforingjastjórnin í Grikklandi hrökklaðist frá völdum og þar var á ný mynduð borgaraleg stjórn. Með hliðsjón af þessurn aðstæðum er eðlilegt, að ráðamenn Atlantshafs- bandalagsins hafi þungar áhyggjur af þróun mála á þessu svæði. Að vísu er það Svo, að bandalagið getur ekki beitt valdi til þess að setja niður deilur aðildar- ríkjanna innbyrðis. Hitt er ljóst, að bandalagið getur gegnt mikilvægu sátta- semjarahlutverki við lausn deilunnar eins og áður hefur átt sér stað. Vonir manna eru nú bundnar við, að pólitískur þrýstingur Sameinuðu þjóðanna og annarra ríkja Atlantshafs- bandalagsins geti stuðlað að friðsamlegri lausn máls- ins. LJÓÐ UM FRELSIÐ TYRKNESKA skáldið Nazim Hikmet (1902—1963), af mörg- um talinn mesta skáld Tyrkja á síðari tímum, nýtur mikillar hylli um þessar mundir. Ljóð Hikmets hafa lengi vakið at- hygli, en á þessu ári er óvenju mikið rætt um þau og bækur með þýðingum á þeim hafa víða komið út. I Svíþjóð hefur úrval úr ljóðum Hikmets komið út á vegum FIBs Lyrikklubb í þýð- ingu Görans Tunströms undir nafninu Moskvasymfonin. t danskri þýðingu nefnist úrval ljóða Hikmets: For sammen at plöje landet, for sammen at- synge, útg. Arena. Ole Sarvig og Erik Stinus völdu Ijóðin og eru flest ljóðin þýtt af hinum síðarnefnda. í Ameriean Poetry Review, 2. tölublaði þessa ár- gangs eru birt allmörg ljóð eftir Hikmet í þýðingu Randy Blas- ing og Mutlu Konuk. Þorsteinn Valdimarsson hefur þýtt þrjú ljóð eftir Hikmet: Kvöldgöngu, Míkrókosmos og Æxiun og voru þau fyrst prentuð í Tfmariti Máls og menningar 1. heftir 1954 og síðar í bókinni Erlend nútfmaljóð, sem kom út 1958. Um aðrar íslenskar þýðingar er mér ekki kunnugt nema hvað Sigfús Daðason birti eftir sig þýðingu á ljóði Hikmets Um lífið í 1. hefti Tímarits Máls og menningar 1959. Nazim Hikmet var af yfir- stéttarfólki kominn, fæddist f Salonika og ólst upp í Istanbúl. Ungur stundaði hann háskóla- nám f Moskvu og kynntist þá mörgum skáldum og listamönn- um, m.a. Majakovskí og Meyer- hold. Þegar hann sneri heim var hann dæmdur í fangelsi fyrir uppreisnartilraunir gegn stjórninni og róttækan skáld- skap. Hann sat oft í fangelsi, en notaði tímann í fangelsinu vel, orti mikið og hvatti þjóð sína til baráttu. Ljóð hans bárust um allan heim og árið 1950 tókst að fá hann lausan úr fangelsinu, ekki sfst fyrir áeggjan áhrifa- manna erlendis. Heilsa skálds- ins var biluð eftir tólf ára inni- lokun, hann hafði fengið hjartaáfall, en og eftir árs dvöl í Tyrklandi hófust ofsóknir gegn honum að nýju. Hann valdi þá þann kostinn að flýja land og hélt til Moskvu. 1 út- legðinni bjó hann í Moskvu, Búlgarfu, Varsjá og Parfs og ferðaðist mikið, m.a. til Peking, Kúbu og Afríku. Hann kynntist Pablo Neruda, en þeim hefur oft verið Ifkt saman. Hikmet dó í Moskvu. Fyrsta bók Hikmets kom út í Istanbúl 1929 og skipaði honum þegar f fremstu röð tyrkneskra skálda. Nokkrar bækur í viðbót komu út eftir Hikmet í Tyrk- landi, en eftir fangelsun hans 1938 voru verk hans bönnuð. Eftir fall Menderes stjórnar- innar 1960 voru verk hans endurprentuð og á árunum 1965—66 komu um það bil tutt- ugu bækur út eftir Hikmet í Tyrklandi. Ljóð Nazims Hikmets lýsa oft fangelsislífi, draumi hans um frelsi og réttlátara þjóðfélag, einnig félögum í fangelsinu og hvers kyns mannlegum vanda- málum. Stjórnmálaleg yrkis- efni eru áberandi, til dæmis spænska borgarastyrjöldin, árás Mussolinis á Eþfópfu og byltingin f Kína, svo að ekki sé gleymt hinum magnaða epfska ljóðaflokki, sem hann orti í fangelsinu og fjallar um sögu Tyrklands: Mannlegt landslag lands mins. Hikmet lærði margt af módernistum, túlkun hans og framsetning er oftast mjög nútímaleg og upprunaleg, en raunsæi og Ijós framsetning gerir Ijóðin auðskilin. Hikmet hefur eins og fyrr segir verið Ifkt við Pablo Neruda, ekki ein- ungis fyrir stjórnmálaskoðanir sínar, en hann var alla tíð sann- færður sósíalisti, heldur fyrir hinn skáldlega og innblásna ljóðstíl, sem hann fórnar aldrei á altari boðskaparins og áróðursins. Garcfa Lorca hefur lfka verið nefndur í sömu and- ránni og Hikmet. Þjóðleg áhrif eru þessum skáldum sameigin- leg, þau leitast við að tengja þjóðkvæði og gamla hætti nýj- um tfma í ljóðlist. Það, sem gæðir ljóð Hikmets töfrum og gerir þau nákomin lesandanum er einlægni þeirra og hjarta- hlýja, sem nýtur sín vel f tær- um einfaldleika, hrynjandi mælts máls. Hikmet er ýmist mælskur og opinskár, fyllir ljóð sín af bergmáli daglegs lífs og skoðunum, sem í sjálfu sér eru ekki ýkja frumlegar, eða fágað- ur og ljóðrænn. I Sjálfsævisögu lýsir hann sjálfum sér með aðdáunar- verðri hreinskilni: sfðan ég varð fjórtán ára hefur skáldskapurinn verið eina starf mitt. Til er fólk sem þekkir allar tegundir fiska, ég þekki allar tegundir skilnaðar, Framhald á bls. 21. í DAGERSUNNUDAGUR eftir Nazim Hikmet I dag er sunnudagur. I dag, í fyrsta skipti fóru þeir með mig út í sólskinið og í fyrsta skipti á ævi minni horfði ég á himininn og furðaði mig á hve fjarlægur hann er svo blár og svo víður. Ég stóð hreyfingarlaus, svo settist ég auðmjúklega á svarta jörðina og hallaði mér upp að múrnum. Engin hugsun um dauðann hvarflaði að mér. Ég hugsaði ekki heldur um frelsið eða konuna mína. Jörðin, sólskinið og ég.. við erum hamingjusöm. Þýðing: Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.