Morgunblaðið - 16.08.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.08.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 3 Friðþór Hjelm. Bátsmaðurinn lézt, þegar stroffa slitnaði EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu lézt bátsmaðurinn á skut- togaranum Bjarti NK af völdum mikils höfuðhöggs í sl. viku. Stroffa, sem fest var í stóran bein- hákarl, sem skipið hafði fengið, slitnaði og slóst hún af miklu afli í bátsmanninn, sem lézt skömmu síðar. Hét hann Friðþór Hjelm. Friðþór heitinn var fæddur í Viðfirði 26. ágúst 1940 og var hann því tæplega 34 ára, þegar hann lézt. Hann fluttist til Nes- kaupstaðar árið 1965 og bjó þar með aldraðri móður sinni og bróð- ur. Akureyrartog- arar veiða vel AFLI Akureyrartogaranna hefur verið mjög góður upp á sfðkastið. Hafa þeir verið að koma inn með þetta 150—200 tonn eftir veiði- ferð. Uppistaðan f aflanum er vænn þorskur, en einnig er f hon- um ufsi og karfi. Togararnir hafa veitt á Halanum og úti fyrir Norð- urlandi. Mikil atvinna er f frysti- húsi Utgerðarfélags Akureyringa um þessar mundir. Utgerðarfélagið geriri út 5 tog- ara, 3 nýlega skuttogara og 2 gamla siðutogara. I vikunni kom Sléttbakur inn með 213 lestir og Svalbakur gamli með 131 lest. Sól- bakur var væntanlegur f dag með góðan afla. Akureyrarprent 1853-1862 AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri hefur opnað sýningu á allflestum þeim bókum, sem prentaðar voru á fyrsta áratug prentsmiðjurekst- urs í bænum. Elzta bókin á sýn- ingunni er „Sálma og bænakver“ eftir séra Jón Jónsson, seinast prest á Möðruvöllum i Hörgárdal, og Hallgrim djákna Jónsson, 2. útgáfa (1. útgáfa var prentuð í Kaupmannahöfn árið 1832). Bók- in er gefin út árið 1853 og er fyrsta bók, sem prentuð var á Akureyri. Af því, sem „látið var á þrykk út ganga“ á þessum bernskuárum akureyrskrar prentlistar, ber fyrst að nefna Norðra og siðar Norðanfara, fyrstu blöð, sem ú' voru gefin á Akuréyri. NrVI- ber á rímum, en þarna getur ig að líta markaskrár, sma og galdrakver, að ógleyn ýmsum guðrækilegum Ekki má heldur gleyma F borgarsögum, sem n. hneyksluðu á þeim tima, og flestir muna, er lesið hafa Heimsljós Laxness. Alls eru á sýningunni um 70 titlar auk blaðanna. Er ekki að efa, að ýmsum mun þykja fýsilegt að kynna sér, hvert lesefni bezt hefur þótt hæfa al- menningi á þessum árum. Sýningin mun standa til 13. septemb^t»c.*s*a* Svanhildur, Olafur Gaukur, Jörundur Guðmundsson, Agúst Atlason, Carl MöIIer, Benedikt Pálsson. Þau skemmta á héraðsmótunum NÚ hafa verið haldin tólf héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins á þessu sumri, á Vesturlandi, Austurlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum, hvarvetna að viðstöddu fjölmenni, og hafa jafnt ræðumenn sem hinir ágætu skemmtikraft- ar fengið hinar beztu mót- tökur og verið klappað lof í lófa. Á . héraðsmótunum eru sem kunnugt er flutt fjölbreytt skemmtiatriði, grín og gamanþættir, eftir- hermur og söngur, og eru flytjendur allt þekkt lista- fólk, þau Svala Nielsen, söngkona, Jörundur Guð- mundsson, sem sér um glens og gaman ásamt Svanhildi og hljómsveit Ólafs Gauks. Um næstu helgi verða haldin héraðsmót á Suður- landi, í Árnesi á föstudags- kvöld, Hellu á laugardags- kvöld og á Akranesi á sunnudagskvöldið, en um aðra helgi haldið norður á bóginn, til Dalvíkur föstu- daginn 23. ágúst, Skjól- brekku í Mývatnssveit á laugardegi, en Raufarhafn- ar á sunnudegi. Þar nyrðra lýkur svo héraðs- mótum þessa sumars. Fólk er hvatt til að fjöl- menna á þau héraðsmót, sem fram fara um næstu helgar, og láta ekki fram hjá sér fara hina ágætu skemmtun og tækifærið til að skemmta sér í góðum hópi, hlýða á ávörp framá- manna Sjálfstæðisflokks- ins og njóta þess, sem hið þekkta listafólk hefur fram að færa. Svala Nielsen HESTAMANNAMÓT Snæ- fellinga var haldið að Kaldár- melum sfðast liðinn sunnudag. Góð þátttaka var f mótinu og voru til dæmis sýndir fleiri gæðingar nú en nokkru sinni fyrr á mrótum hjá Snæfell- ingum. Bendir það til þess, að áhugi þeirra á hestamennsku fari vaxandi. Samkvæmt upplýsingum Hauks Sveinbjörnssonar á Snorrastöðum var keppt í fjór- um greinum og sýndir voru alhliðagæðingar og klárhestar Bræðurnir Tvistur og Þristur koma samsfða f mark f 250 metra stökkinu. Þeir skiptu með sér fyrsta og öðru sæti. Ljósm. Mbl. Sveinn Þorm. Góð þátttaka í hestamannamóti Snæfellinga með tölti. Úrslit í einstökum greinum voru þessi: 250 metra skeið 1. Þokki, eigandi Emanúel Guðmundsson, Ölafsvík, 23,9 sek. 2. Tvistur Halls Jónssonar í Búðardal, 24,4 sek. 3. Rjóð Jóns Hallssonar í Búðardal 24,5 sek. 250 metra stökk, unghrossa- hlaup 1.—2. Tvistur Stefáns Aðal- steinssonar á Hellissandi á 20,5 sek. 1.—2. Þristur Aóalsteins Jónssonar á Hellissandi, 20,5 sek. 3. Blossi Helga Jónssonar á Grenjum á 22,2 sek. Þess má geta, að Tvistur og Þristur, sem urðu jafnir, eru bræður. 300 metra stökk 1. Sóti Einars Marelssonar í Borgarnesi á 22.7 sek. 2. Rauðka Guðmundar Halldórssonar á Syðri-Rauða- mel á 24,1 sek. 3. Loftur Ragnars Tómas- sonar í Vatnsholti á 24,4 sek. 600 metra brokk 1. Máni Halldórs Sigurðs- sonar á Grenjum á 1 mín.28,6 sek. 2. Blakkur Svans Aðalsteins- sonar á Hellissandi á 1 mín.33,5 sek. 3. Bliki Bjarna Eyjólfssonar i Grundarfirði á 1 min.34,1 sek. í flokki alhliðagæðinga varð efstur Snæfari Leifs Kr. Jóhannssonar í Stykkishólmi. Snæfari er fjögurra vetra. Annar var Sörli Jóns Björns- sonar í Ölafsvík, fimm vetra, og þriðji Stjarna Högna Bærings- sonar í Stykkishólmi, en hún er sjö vetra. 1 flokki klárhesta varð efst Stjarna Hallmans Thomsen i Ölafsvík, 5 vetra. Annar var Ljúfur Rögnvalds Guðlaugs- sonar i Grundarfirði, 12 vetra gamall, og þriðji Blakkur Svans Aðalsteinssonar á Hellissandi, 9 vetra. Efstu hestarnir f flokki alhliða gæðinga. Frá vinstri: Snæfaxi, Sörli og Stjarna. Þokki, sem varð fyrstur f skeiðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.