Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 23 Kristján Guðmundsson bakarameistari, Flateyri Þegar Jónas Hallgrímsson kvaddi vin sinn Tómas Sæmunds- son hinztu kveðju verður honum spurning efst í huga. Hvers vegna vill Guð reyna svo eftirlifendur, svifta þá einmitt þessum manni, í blóma lífsins; manninum, sem svo fús var til að vinna samfélagi sfnu allt til þarfa. Huggun hans er sú, að sá sem kallaði, hafi þurft á góðum liðsmanni að halda, og ætl- að honum „meira að starfa Guðs um geim.“ Þó að við vitum eins vel nú og þá, að slíku kalli verðum við öll einhvern tíma að gegna, þá fer okkur eins og Jónasi forðum; við spyrjum: hvers vegna, þegar ein- hver er kallaður öllum að óvörum. Kannski finnum við þá stund- um til þess, að við hefðum gjarn- an kosið að fá svigrúm til að kveðja, þakka góða samfylgd — eða greiða stóra skuld. Tómas Sæmundsson hafði helg- að heilli þjóð krafta sfna og unnið 1 stórvirki á skammri ævi. Aðrir fórna minna samfélagi kröftum sínum og telja aldrei eftir tfma né fyrirhöfn til að verða samferðar- mönnum sínum að þvf liði, sem þeir mega. Það er kannski stigs- munur á þessu tvennu, en naum- ast eðlismunur. 1 báðum tilfellum verður eftir opið skarð og ófyllt. Tilefni þessara hugleiðinga er sviplegt fráfall Kristjáns Guðmundssonar bakarameistara á Flateyri. Engan okkar sam- ferðarmannanna mun hafa órað fyrir því, að hann yrði frá okkur kallaður jafnfyrirvaralaust og raun varð á. Hverjum datt í hug, að hann Kiddi bakari ætti ekki langt líf fyrir höndum? Datt kannski nokkrum í hug að hlífa honum og hætta að ætlast til alls af hans hálfu? Þó hefðu áreiðan- lega allir, sem þekktu hann, verið fdsir til þess, ef það hefði ein- hverju mátt breyta. Sjálfur kunni hann ekki að hlífa sér og hafði heldur aldrei gert það. Kristján var Breiðfirðingur að ætt, en Vestfirðingur var hann alla ævi. Hann var fæddur og uppalinn á Patreksfirði, fluttist ungur til Flateyrar, þar sem hann lærði bakaraiðn, kvæntist og átti síðan heimili til dauðadags. Á Flateyri var þvi ævistarf hans unnið og ekki með hangandi hendi. Hann gegndi þvf nytsama hlutverki að sjá heilu byggðarlagi fyrir sínu daglega brauði, og þeg- ar starfsbræður hans í nálægum plássum voru fluttir suður, kom það eins og af sjálfu sér, að hann bætti störfum þeirra á sig, þar til svo var komið, að hann þjónaði allri Vestur-lsafjarðasýslu í þessu efni. Stundum hafði hann mann með sér f þvf starfi, en þegar þess var ekki kostur, þá var brugðið á það ráð að leggja harðara að sér. Oft undraðist ég handatiltektir hans og afköst, þegar hann gekk að verki, og fannst það allt með ólíkindum. Ég held hann hafi skilað margra manna verki, ef á þurfti að halda. En í litlu byggðalagi verða þau fleiri verkefnin en brauðstritið eitt, sem hlaðast á herðar ein- stakra manna. Kristján fór vissu- lega ekki varhluta af því. Hann var maður þeirrar gerðar, að hann skoraðist ógjarnan úr leik, ef til hans var leitað. Ég kann ekki tölu þeirra verkefna, sem honum voru falin í þágu samborg- aranna og alls konar félaga, fyrr og síðar, enda verða þau ekki tíunduð hér. Mörg slíkra verka eru þó þess eðlis, að þeir, sem leysa þau af hendi, hljóta aðallega vanþakklæti að launum í lifanda lffi. Upptalning slfkra verka og þakkirnar fyrir þau koma stund- um sfðar, en út í þá sálma verður ekki farið hér nema að mjög litlu leyti. Kristján var þeirri gáfu gæddur að geta öðrum fremur komið fólki f gott skap með gamanmálum á góðri stund. Hann var gamanleikari af Guðs náð. Séu það mannkostir að geta glatt aðra, komið mannsöfnuði til að veltast um af hlátri, og ég ef ast ekki um, að svo sé, þá var Kristján Guðmundsson sannar- lega mikill mannkostamaður. Það hafa varla verið mörg skiptin, meðan hann var búsettur á Flateyri, að efnt væri til mann- fagnaðar, án þess að hann væri þar til kvaddur að skemmta fólki. Og þetta var ekki bundið við Flat- eyri eina. Mörgum mun hann vera minnisstæður úr leiksýningum víða um Vestfirði. Það var segin saga á slíkum leiksýningum, þeg- ar leikendur gengu fram f leiks- lok, að þótt okkur hinum fúskur unum væri kannski klappað lof í lófa vegna skyldurækni og um- burðarlyndis áhrofenda, þá voru fagnaðarlætin, sem hann Kristján hlaut, að minnsta kosti ósvikin. Það gæti verið, að þetta hefði stundum getað orðið tilefni af- brýðisemi og ólundar, ef einhver i annar hefði átt hlut að máli, en gagnvart Kristjáni kom slíkt- ekki til greina. Til þess var hann alltof óeigingjarn félagi í hópnum, og líka óumdeilanlega maklegur þess heiðurs, sem hann þannig hlaut. En hversu oft hugleiddum við það, að- þótt alltaf væri hægt að kalla til Kristjáns, ef efnt skyldi til mannfagnaðar, þá verður framlag skemmtikraftsins ekki alltaf hrist fram úr erminni án tíma og fyrirhafnar, — og að sá tími og fyrirhöfn væri viðbót við dagsverk, sem ýmsum þætti ærið nóg eitt sér? Vegna greiðvikni og hjálpsemi Kristjáns var það löngu viðtekin regla, að til hans var kallað fyrr en flestra annarra, ef einhvers konar vanda bar að höndum. Þar gat verið um aðstoð að ræða I veikindatilfellum, samgöngu- erfiðleikum, umferðaróhöppum, slysatilfellum o.s.frv., o.s.frv. Það getur líka vel verið, að ástæðan fyrir aðstoðarkvabbi okkar hinna hafi ekki alltaf verið sérlega brýn, því að Kristján var maður, sem enginn veigraði sér við að leita til, hvort sem var á nóttu eða degi. Nú kynni einhver að halda, að maður, sem hafði svo margt á sinni könnu, hefði stundum fallið í þá freistni að vanrækja þá, sem næst honum stóðu. Gamalt mál- tæki segir eitthvað á þá leið, að kona skóarans fái síðust allra skó og barn bakarans sfðast allra brauð. Ég þykist geta borið um það-, að þetta hafi að minnsta kosti ekki átt við um Kristján bakara. Heimili hans og Þorbjargar Jónasdóttur er fyrirmyndarheim- ili, sem hann annaðist af mikilli umhyggju og skyldurækni. Það er þjóðhátíðarsumar í landi. Nokkrir ágætir Vestfirðing- ar ætla að skemmta samborgurun- um í þvi tilefni. Það er leitað til Kristjáns eins og fyrr og ekki skorast hann úr leik. Undirbún- ingur er hafinn, Kristján gengur til verks fullur áhuga að venju. Hann vinnur að vísu tveggja manna verk í bakaríinu, en mun- ar ekki um að bæta við sig smá- munum. Maður á bezta aldri og kennir sér ekki meins. Og enn er hann vakinn upp um miðja nótt. En nú er það ekki einhver annar, sem er hjálparþurfi, það er hann sjálfur. Sleginn til jarðar af ósýni- Vilborg Pálsdóttir —Fáein kveðjuorð Fædd 29. maf 1896 Dáin 10. ágúst 1974 1 dag kveðjum við vinir og vandamenn fágæta konu, Vil- borgu Pálsdóttur, sem aldrei mátti vamm sitt vita og alltaf hugsaði meira um velferð og hag annarra en sinn eigin, sem æ verður fátíðara nú á dögum. Villu, eins og við kölluðum hana, kynntist ég fyrir rúmum 20 árum, er sonur okkar kvæntist systur- dóttur hennar. Hún bjó þá á heimili systur sinnar Guð- mundínu og manns hennar Árna Pálssonar kaupmanns og þar dvaldi hún æ síðan. Það var ekki lítið lán fyrir heimilið að hafa slíka ágætis- manneskju, ekki síður en fyrir hana að dvelja hjá þeim góðu hjónum. Systrabörnum sfnum var hún sem önnur móðir og fyrir börn þeirra vildi hún allt gera eins og okkur, sem þekktum hana. Sonarbörnum mfnum, sem voru með henní fyrstu árin, var hún ómetanleg, enda voru þau öll í miklu afhaldi hjá henni, sérstak- lega elzti sonurinn, sem hún fékk að ráða nafni á og heitir eftir föður hennar. Og það vildi svo skemmtilega til, að einmitt þessi drengur, sem stundar nám hér við háskólann eftir 11 ára dvöl ytra, var á heimilinu með henni sl. ár. Reyndist hann henni eins og bezt varð á kosið og hún átti skilið. Á meðan ég bjó á ísafirði var hún oftast fyrsta manneskjan, sem ég heilsaði, er suður kom og sú sfðasta, sem ég kvaddi, er haldið var heim. Alltaf var hún heima, alltaf á sínum stað, boðin og búin að láta manni lfða vel í návist sinni. Eftir að ég fluttist suður sá ég hana alltof sjaldan, hún fór ekki víða og það er nú einhvern veginn svo, að hér f öllu stressinu má fólk bara alls ekki vera að þvf að lifa lífinu, allir legum gesti yfirgefur hann heim- ili sitt á þeirri nóttu — og á ekki afturkvæmt. Hann lézt á sjúkra- húsi í Reykjavík skömmu síðar — á þjóðhátíðardaginn aðeins 46 ára að aldri. Ég vitnaði hér að framan í Jónas Hallgrímsson og leyfi mér að gera það. aftur. Hann segir á einum stað: Hvað er langlffi? -ifsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. Margoft þrítugur meir hafði lifað svefnugum segg er sjötugur hjarði. Samkvæmt þessu sjónarmiði varð Kristján Guðmundsson lang- lífur maður, þótt öll hefðum við kosið samfylgd hans miklu leng- ur. Hann var jarðsettur í Fossvogi á Jónsmessu, þegar bjartastur dagur er í hugum okkar og lengst- ur sólargangur. Þangað veit ég, að margir fylgdu honum, þótt sumir gerðu það aðeins í huga sér. Og þótt mörgum hafi eflaust verið söknuður efst i hug á þeirri stundu, þá veit ég, að Jónsmessu- birta mun jafnan verða tengd minningu þeirra um góðan dreng. Ég vil líka trúa því, að sá, sem kvaddi Kristján heitinn að heim- an, jafnfyrirvaralítið og raun varð á, hafi ekki gert það að ófyr- irsynju og að hann láti f staðinn koma huggun sína þeim til handa, sem nú eiga um sárt að binda. Eysteinn. alltaf á þönum, aldrei tími til að slappa af og heimsækja fólk. Helzt var það að við töluðum saman í síma endrum og eins, alltaf ætlar maður að hittast, en svo er það einn daginn of seint. öll munum við sakna hennar og fyrir allt það, sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu, þakka ég hjartanlega. Sendi öllum hennar ættingjum innilegar samúðar- kveðjur og bið henni guðsbless- Hjónin Járngerður Jónsdóttir og Haraldur Jónsson, Miðeg NtJ þegar þessi ágætu hjón, vinir mínir, eru fallin frá, finnst mér ég ekki geta annað en minnst þeirra með nokkrum fátæklegum orðum. Vissulega hefðu þau átt skilið, að um þau hefði verið skrifað rækilega, því svo margt höfðu þau sér til ágætis, og skilað miklu og góðu dagsverki áður en dagar þeirra voru allir. Það verður ekki gert af minni hálfu að sinni. Kynni mín af þeim Járngerði og Haraldi hófust er ég sem ungur drengur kom á heimili þeirra einn vordag til sumardvalar, en þau sumur urðu mörg því svo vel leið mér f umsjá þeirra og komu þau ávallt fram við mig sem eitt sinna barna. Þau bjuggu þá að Tjörnum undir Vestur-Eyja- fjöllum, á svonefndum Hólma- bæjum því hólmi þessi var um- girtur stórvötnum, Markarfljóti og Álum svo eigi var inn eða út fyrir landamörkin komist án þess að fara yfir þessar stóru og vatns- miklu vötn, því allt var þá öðru- vísi en nú, engar brýr eða fyrir- hleðslur. Þessir farartálmar reyndust oft erfiðir yfirferðar sérstaklega að vetrinum ef sækja þurfti lækni eða annað, sem alltaf gat komið fyrir, og gerði það, að oft á tímum reyndi þetta mjög á húsbóndann en hann átti alltaf góða hesta þvf án þeirra var ekki komist. Haraldur var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Sigríður Tómas- dóttir og með henni átti hann þrjú börn. Sigríður féll frá eftir nokkra ára sambúð og giftist Har- aldur 1927 Járngérði Jónasdóttur Jónssonar pósts og konu hans Ólafar Eyjólfsdóttur. Járngerður var fædd 23. des. 1891 að Selja- landsseli undir Eyjafjöllum, hún lézt í sjúkrahúsi Selfoss eftir erfiða sjúkdómslegu 31. júli s.l. Eigi var langt á milli þeirra hjóna, Haraldur lézt 23. apríl s.l. Hann var fæddur 4. september 1893 að Krókatúni undir Eyja- fjöllum. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Jón-Geirsson og Mar- grét Guðlaugsdóttir. Haraldur og Járngerður voru jarðsett að Stóra-Dalskirkju. Þau hjónin Haraldur og Járn- gerður eða Gerða eins og hún var ávallt kölluð meðal vina sinna áttu saman sex börn, sem öll eru á lífi að undanskilinni dóttur, Jón- heiði, sem dó á æskuskeiði og syrgðu þau hana mjög. Þau ólu einnig upp börn Haralds af fyrra hjónabandi og fleiri börn höfðu þau f fóstri um lengri og skemmri tíma. Það þurfti því margs að gæta en þau hjón voru samtaka og sýndu það bezt, að þar sem hjarta- rúm er, er einnig húsrúm. Efnin voru ekki mikil i þann tíð en allt bjargaðist þetta með eigin vinnu og miklu álagi, sem oft var í þann tíma. Haraldur var góður smiður og vann oft utan heimilis við smíðar og einnig fór hann fyrr á árum á vertíðir í Vestmanna- eyjum allt til að sjá þessu stóra heimili farborða. Með samhjálp og æðruleys bjargaðist þetta af. Eftir að Þverá var veitt í Markarfljót með fyrirhleðslu var ekki hægt að búa lengur að Tjörnum þvf jörðin fór undir vatn, þá réðust þau hjónin í að kaupa hina landmiklu jörð Miðey í Austur-Landeyjum og gerðu þar gott bú með ræktun og miklum byggingum. Þessa jörð sátu þau meðan þau gátu með Thikilli prýði, en er þau brugðu búi tók yngsti sonur þeirra, Grétar, og hans kona við og hafa þar nú stórt bú. Þetta er saga þessara góðu hjóna í mjög stórum dráttum, sem ávallt voru tilbúin að gera öðrum greiða, líkna og hjálpa eftir beztu getu. Fyrirferðin var ekki mikil en bæði menn og dýr fundu hvað gott var að vera meðal þessa fólks, það hafði ávallt tíma til að sinna öðrum og mætti um það koma með dæmi hvað þeim var það eiginlegt að líkna gamalmennum, sem þau höfðu á sfnu heimili lengri eða skemmri tíma. I því efni vissi aldrei vinstri höndin hvað sú hægri gerði, því það var hjartagæskan, sem öllu þeirra lífi réð. Nú hafa þau hjónin kvatt sína fögru sveit, þar sem þau voru fædd og uppalin og lengst af dvöldust, til enn betra hlutskiptis í öðrum heimi sem þau trúðu bæði að við tæki að þessari jarð- vist lokinni. Ég og fjölskylda mín blessum minningu þeirra og biðjum ást- vinum þeirra allrar blessunar. Kristján Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.