Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 17 fyrr en í dögun — og á daginn hef ég ekki getað sofið. Eg het hvílt mig að meðaltali tvo tíma á sólarhring og nú er ég líka búinn að vera. En ég ætla að fara hingað aftur í október, ég get varla beðið eftir því.“ Ég vakti hann f Aþenu, og svo vakti hann mig yfir ölpunum. En það er ekki allt, sem sýn- ist, á Kýpur, þaðeröllum ljóst, sem eitthvað hafa fylgzt með málum þar. Fyrr á árum, þegar ég var blaðamaður hjá Morgun- blaðinu, var ég löngum í er- lendum fréttum og fékk minn skerf af Kýpurfréttum og greinum. EOKA var þá upp á sitt bezt og Grivas fór huldu höfði. Eg var alltaf að furða mig á því hve Bretunum, gráum fyrir járnum, gekk erfiðlega í viðureigninni við EOKA-skæru- liðana, því hvorki er eyjan stór gera lftið úr ágreiningi og erfið leikum, en þegar tekst að kafa dýpra, er aftstaðan til Tyrkj- anna (18% íbúanna) í rauninni hatursfull. Segja má, að varla hafi við Miðjarðarhaf verið þjóðir eða valdsmenn, sem ein- hvers máttu sín, að þeir hafi ekki ráðið Kýpur einhverntíma á umliðnum öldum og árþús- undum. En þessi hellenski kjarni, sem mun hafa komið til Kýpur frá Pelopsskaga 12—14 hundruð árum fyrir Krist, hef- urlifað þetta allt — í gegnum súrt og sætt — og tilfinninga- tengslin við Grikkland hafa aldrei rofnað þótt ekki væri alltaf mikill samgangur. Tyrkir eru tiltölulega nýlega komnir til sögunnar, þeir sölsuðu eyj- una undir sig fyrir 400 árum, og þessi tyrkneski minnihluti er afkomendur þeirra landvinn- ingamanna. Grikkjunum finn- Það var svei mér gott að við vorum sloppin út áður en ósköpin dundu yfir. Svo sann- arlega hvarflaði það ekki að mér við brottförina í steikjandi sólskini og mollu á sunnudags- morgni í júní, að flugvöllurinn í Nikosíu og gulu hæðarkollarnir umhverfis yrðu veittvangur vopnaviðskipta á næstu dögum, þótt jafnan megi við öllu búast á þessum slóðum. Að vfsu voru öryggisráðstafanir með mesta móti, nákvæm leit i farangri og á fólki — og umhverfis Trident-þotuna frá Cyprus Air- ways stóðu hermenn með rifla á maganum. En þetta er sjálfsagt ekki meira en tíðkazt hefur í flughöfnum í Iöndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og næsta nágrenni á undanförnum árum, því aldrei er að vita hvar þessir flugvélaræningjar skjóta upp kollinum. Annars staðar á Kýpur var ekki hægt að merkja á yfirborð- inu neinar sérstakar ráðstafan- ir vegna spennunnar milii Grikkja og Tyrkja út af auð- lindum Eyjahafs. Hermenn sáust ekki víða á ferli, fólkið var glaðvært og alúðlegt — og gæzluliðar Sameinuðu þjóð- anna sátu i frítímum á gangstéttaveitingastöðunum, drukku bjórinn sinn og röbb- uðu. Sænskir strákar úr gæzlu- liðinu við Súezskurðinn koma til Kýpur í frí og njóta þess heldur betur að losna úr sand- auðninni og komast í „menn- inguna". Mér fannst þetta allt hálfgerðir unglingar, og ég ef- aðist um, að þeir loftuðu allir byssunni sinni. Jafngott, að þeir þurfi ekki oft að gripa til hennar. Það var ákaflega ánægjulegt að heimsækja Kýpur. Fallegt land, sem á mikla sögu og er allt fullt af minjum — jafnvel svo, að sagt er í gamni, að mað- ur eigi helzt ekki að róta upp jarðveginum með fætinum, því þá lendi maður á fornleifum. Og viðmót fólksins er mjög þægilegt, andrúmsloftið hvað það varðar ekki ósvipað og f Grikklandi. Nú, veðrið var dýrðlegt, enda vatnsskorturinn eitt af höfuðvandamálum þar f landi. Kýpur hefur stundum verið nefnd aldingarður Miðjarðarhafs, og maturinn er þar ekki aðeins góður og fjöl- breyttur, heldur er lfka skemmtilegt að borða hann, því hér gætir áhrifa þriggja heims- álfa. Og svo eru það vínin, sem mér finnast óvíða betri. Þetta eru þær hliðar tilverunnar sem snúa — eða öllu heldur sneru — að hinum venjulega ferða- manni, enda sagði brezkur strákur, sessunautur okkar á heimleiðinni, við mig þegar við komum okkur fyrir í þotunni: „Viltu vekja mig þegar við komun til Aþenu. Ég hef verið hér í þrjár vikur og það hefur verið svo skemmtilegt að lifa, að ég hef aldrei komizt í rúmið Israelsmennina. Grikkjum og Tyrkjum má líkja saman á svip- aðan hátt. Við vinnum, við þor- um, við höfum atvinnurekstur- inn, við eigum húsin — líka þau sem Tyrkirnir búa í. Þeir eru letingjahundar og vinna ekki ef þeir eiga einn pening í vasan- um. Þeir eru gungur, hlaupa með hausinn undir hendinni f felur, ef eitthvað bjátar á. Auk þess eru þeir sóðar og svfn og kunna enga mannasiði." Annar sagði: „Einn Grikki getur sigr- að heila herdeild Tyrkja af því að Tyrkir eru gungur og ræflar. Við kærum okkur ekkert um þá hér á Kýpur, og fyrr eða síðar munum við útrýma þeim. Við komumst ekki hjá því.“ Leigubflstjóri einn, með ör í andliti, svaraði þegar ég spurði hvort hann væri EOKA-maður og hefði fengið þennan áverka í bardaga: „Já, ég barðist gegn Bretum og drap með eigin hendi nokkur hundruð í það heila. Við vorum einu sinni fjórir EOKA-skæruliðar, sem útrýmdum næstum 450 manna brezkum herflokki f Kýreneu- fjöllum. Við króuðum þá af í kvos f hæðunum og þeir vissu aldrei hvaðan skotin komu, héldu að við værum heill her. í rólegheitum felldum við þá einn af öðrum, þeir höfðu ekk- ert að segja í okkur." Og hvað fannst honum um Bretana núna, þeir hafa her- stöðvar á eyjunni og eru um allt? „Þetta var stríð, við unnum; nú er þetta allt í lagi. Bretar eru ágætis náungar. Þeir mega vera, en við þurfum að losna við Tyrkina." Svo bar hann höndina upp að hálsinum, gerði snögga hreyfingu þvert yfir barkann — og sagði um leið: „Hausarnir fjúka af Tyrkjun- um næst þegar við fáum tæki- færi. Það tekur ekki nema nokkrar klukkustundir að kalla gamla EOKA-kjarnann saman, og þá þurfa ýmsir að biðja fyrir sér.“ Hluti af höfninni f Kyrenfu þar sem Tyrkir gengu á land. Hér sést vestur með ströndinni og tii hlfða Kyrenfufjalla. (þriðja stærsta í Miðjarðar- hafi) né vaxin miklum skógum. Þá leið varla svo dagur að brezkum herflojckum væri ekki gerð fyrirsát. Þeir misstu svo og svo marga menn, eða voru næstum þurrkaðir út — og tfmasprengjur sprungu um allt. Nikosía, Famagusta, Limassol, Kýrenfa — allt voru þetta kunnugleg nöfn — og allt síðan eyjan fékk sjálfstæði 1960 hef ég verið að gæla við þá hug- mynd að fara í heimsókn og skoða þetta land, sem mér fannst ég þegar þekkja allvel. A bak við bros og mildan hlátur grískættaðra Kýpurbúa (sem eru 80% íbúanna) leynist oft mikið hatur. Þeir eru ekki allir fúsir til að ræða málin, ast Tyrkirnir vera gestir, sem ættu að vera farnir heim fyrir löngu og eigi í rauninni ekki rétt til neins á Kýpur, þótt allir geri sér grein fyrir því, að pólitísk lausn hljóti að fela í sér réttindi þeim til handa, a.m.k. í orði. En uppruninn myndaði varla þetta óbrúanlega bil, ef „karakter“-einkenni væru ekki jafn ólík og raun ber vitni. Lífs- viðhorfin, trúarbrögð og menn- ingarleg viðhorf — hin bornu sérkenni stofnanna, sálarinnar, virðast hvorki geta runnið sam- an sé sætzt. „Tyrkir eru aumingjar, barb arar, skíthælar," sagði einn Grikki við mig, þegar hann fékkst loks til að ræða málið í einlægni. „Sjáðu Arabana og Þegar ekið er frá Nikosíu yfir fjöllin og til Kýreníu á norður- ströndinni þar sem Tyrkir gengu á land á dögunum, skilur maður vel hversvegna Bretarn- ir gátu ekki upprætt skæruliða- sveitirnar — og saga leigubíl- stjórans verður ljóslifandi. Frá gulsviðinni sléttunni á mið- hluta eyjarinnar er lagt á bratt- ann og farið um ótal fjallaskörð með gnæfandi tignarleg fjöll og háa hóla allt umhverfis. Ríkj- andi í litum eru gulur jarðveg- ur og gráir klettar, og fjalls- hlíðarnar eru alsettar brúskum einhverskonar kaktusa og harð- gerðra trjátegunda, sem komast af með litinn raka. Hér er auð- velt að leynast og líklega miklu betra að stunda skæruhernað KOMIÐ VIÐ Á KÝPUR: HARALDUR J. Hamar, ritstjóri, dvaldi um tfma á Kýpur f sumar, og kom heim skömmu fyrir uppreisnina, sem leiddi til innrásar Tyrkja. Morgunblaðið bað hann að skrifa nokkrar hugleiðingar um dvölina og ástandið, eins og það var: Þeir hugsa Tyrkjunum þegjandi þörfina en i skógum — þvi óvinurinn, sem fer í stórum flokkum, er berskjaldaður. En þegar komið er yfir fjöllin og halla fer und- an fæti niður að ströndinni, verða umskiptin mikil, þvi hér við hafið er meiri úrkoma, mik- ill gróður, heillandi fegurð og einhver mesta aldinrækt á Kýp- ur. Við gátum ekki farið stytztu leið frá Nikosíu yfir til Kýreniu, af því að sá vegur liggur um hérað, sem einungis er byggt Tyrkjum, — og þar eð bílstjórinn og leiðsögumaður- inn voru griskrar ættar, máttu þeir ekki fara þá leið nema i bílalest undir gæzlu sveita Sam- Eftir Harald J. Hamar einuðu þjóðanna — og það er aðeins tvisvar á dag, að þeim lestum er hleypt í gegn, klukk- an níu á morgnana og hálf tvö síðdegis. Við vorum á ferðinni á öðrum tima. Þarna er sam- búðarvandamál þjóðarbrotanna í hnotskurn. „Hér er allt rólegt á yfirborðinu,“ sagði einn úr gæzluliðinu við mig, þegar ég tók hann tali á veitingastað i Famagusta — „en ég er viss um allt færi í bál og brand með blóðsúthellingum og hörmung- um, ef Sameinuðu þjóðirnar færu með liðið héðan." Það eru fyrst og fremst þessi vandamál, sem vekja athygli gestsins, en vandamálin eru að sjálfsögðu langtum fleiri, því ekki eru Grikkirnir allir sam- mála um Enosis, þ.e.a.s. sam- einingu við Grikkland. Þó hörð- ustu EOKA-mennirnir vilji ekki gefa neitt eftir í þessum efnum, að þvi er virðist, eru lika margir sem gera sér grein fyrir, að Kýpur kæmist ekki upp með að auka tengslin við Grikkland öllu meir. Þetta hef- ur líka áþreifanlega komið á daginn á síðustu dögum. Og þeir, sem fylkt hafa liði undir merkjum Makaríosar, eru ekki endilega allir jafn ánægðir með þjóðhöfðingjann. Þvi var fleygt, að hann væri ékki með öllu heilagur í kvennamálum, en samkvæmt bókstafnum á biskupinn auðvitað að vera haf- inn yfir holdlegar fýsnir. Ekki eru heldur allir jafn ánægðir með, að bæði vergldlegt og kirkjulegt vald hefur verið sameinað i hendi eins manns. „Kirkjan er orðin hálfgerð Mafía í fjármálaheiminum hér,“ sagði einn Grikkinn. „Þetta samspil hefur m.a. leitt til þess, að fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Makarios hefur komið þvi til leiðar, að kirkjan hefur getað keypt jarðir og lóðir fyrir nán- ast ekki neitt, síðan hafa fram- kvæmdir verið skipulagðar af hinu opinbera á þessum svæð- um, og kirkjan síðan endurselt til einstaklinga lóðirnar fyrir okurfé." Hvergi er auðvelt að þjóna tveimur herrum. Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.