Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGUST 1974 Blessunars traumar í 75 ár ÍSLANDI 75 ÁRA PRENTARAVERKFALLIÐ í vor varð til þess að menn fóru á mis við ýmsar fréttir, sumir sendu fermingarskeytin of snemma, aðrir misstu af afmælum eða fréttu of seint um merkisatburði Þrátt fyrir þessa erfiðleika voru um 200 konur saman komnar til fagn- aðar hinn 30 apríl í tilefni af 75 ára afmæli KFUK daginn áður KFUK, Kristilegt félag ungra kvenna, hefur tekið þátt í uppeldi og mótun æskunnar í Reykjavík í 7 5 ár, vaxið með bænum og náð til svo margra einstaklinga, að ómögulegt er að láta vera að minnast félagsins opinberlega á þessu afmælisári. Upphafið va árið 1899. í janúar sama ár hafði sr Friðrik Friðriksson stofnað félag fyrir drengi, KFUM Fundir þeirra voru haldnir í hegningarhús- inu við Skólavörðustíg Ein dóttir fangavarðarins, María Sigurðardótt- ir, gekk á sr Friðrik og spurði, hvort stúlkur mættu ekki koma á þessa fundi Hún lét sér ekki nægja að fá neikvætt svar, heldur spurði, hvort þar færi eitthvað fram, sem stúlkur mættu ekki heyra, eða hvort Guðs orð væri bara fyrir drengi Vegna ágengni Maríu ákvað sr. Friðrik að boða til stúlknafundar, þó að honum þætti það eiginlega ekki vera hlutverk sitt Varð það til þess, að stofnfundur KFUK var haldinn 29 apríl 1899, tæpum 5 mánuðum eftir stofnfund KFUM Starf í vexti 75 ár eru heil mannsævi. Þau hafa leitt í Ijós, hvort nokkur þörf var á slíku starfi á íslandi Ekki er saga allra félaga sú sama frekar en ævi- sögur manna Sum félög lenda í erfiðleikum, úreldast, standa í stað eða lognast alveg út af. í starfi KFUK hefur hvorki orðið afturkippur eða dauði Það er starf í stöðugum vexti Fundahöld, ferðalög, sumar- búðir, sönghópar, fóndurstarf, kristniboðsstarf. og ýmislegt fleira mætti nefna Sá, sem á sunnudegi er staddur á Amtamannsstíg í Reykjavík, mætir þar óteljandi börnum, sem ýmist eru að koma af fundi eða fara á fund í KFUK. Á sama tíma eru aðrir hópar á ferðinni annars staðar í bænum En það eru ekki bara sunnudagarnir, sem eru notaðir Flesta eða alla daga vikunnar koma hópar stúlkna á KFUK-fundi Starfað er á nálægt 10 stöðum í Reykjavík og nágrenni Að vetrinum kemur hver hópur saman einu sinni í viku eða oftar, og þarf oft að margskipta hópnum vegna þrengsla Barna- og unglingastarf Á þessum fyrstu 75 árum félags- ins hefur þungamiðja starfsins verið barna- og unglingastarfið Stjórn- endum í KFUK hefur frá upphafi verið Ijóst, að mikilvægasti þátturinn í lífi þjóðar er uppeldi æskunnar. Þau áhrif, sem einstaklingurinn verður fyrir í æsku, einkenna líf hans og móta persónu og lífsvið- horf. Fundir KFUK eru sniðnir við hæfi barnanna og unglinganna. Hinn mikli fjöldi starfsmanna vinnur óslit- ið við að undirbúa fundi, endurnýja og bæta starfsaðferðir, svo að þær samræmist nútímanum, höfði til æskunnar eins og hún er á hverjum tíma Sjálfboðastarf er ekki úr sög- unni. Það þekkist í ríkum mæli í KFUK, jafnvel þótt það kosti nám, undirbúning, fyrirhöfn og tíma Og það sem meira er: Það er unnið með gleði Hvað fer þá fram á fundunum? Það yrði langur listi, ef ég ætti að telja það allt upp Ég veit ekki einu sinni um það alltf Þó veit ég, að það er ekki dansað Það er glaðzt og hlegið og blandað geði, og það er sungið mikið, — en ekki hávær dægurlög. í nafni félagsins er fyrsta k-ið hið mikilvægasta. K-ið, sem táknar „kristilegt". Á fundum félagsins ber það líka hæst og er raunar hið eina nauðsynlega. Félli það niður, mundi félagið Ifka lognast út af, því að það er grundvöllur félagsins. Flest börnin, sem hafa komið að staðaldri í KFUK, koma fyrst og fremst til að heyra um Jesúm. Sama er að segja um unglingana, þó að 0 í kvennaflokki í Vindáshlíð þeir láti það oftast minna í Ijós Mér er minnisstaeð 10 ára hnáta, sem sat á fundi með handklæði undir handleggnum. Hún átti að vera mætt i fótaæfingum kl. 6,30, á sama tima og fundi lauk Hún var vön því, að hugleiðingin um Guðs orð væri áður en hún færi, en i þetta sinn voru leikir, sem tóku óvenju langan tíma, svo að hún sneri sér hálfreið að mér, benti á úrið sitt og sagði: „Ég þarf bráðum að fara, og það er ekki byrjað að tala enn '. Q Sumarbúðirnar í Vindáshlíð í Kjós Sumarstarf KFUK hefur rekið sumarstarf i fjöldamörg ár Upphaflega voru það tjaldbúðir, einstaka ár fengust hús til afnota, svo sem Straumur við Hafnarfjörð og Kaldársel, sem er eign KFUM I Hafnarfirði 1951 var skálinn í Vindáshlið i Kjós tekinn í notkun, og eru þær að sönnu marg- ar, islenzku stúlkurnar, sem eiga Ijúfar minningar úr Vindáshlið „í Vindáshlíð, i Vindáshlið, þar vil ég eyða sumartið" Hver Ijóðlinan og hver söngurinn á fætur öðrum kemur upp i hugann Minningarnar frá sumardvöl i Vindáshlið eru dýrmætar: Umhverf- ið, atburðir, einstaklingar . En það bezta er, að engin stúlka verður of gömul til að dvelja i Vindáshlið, fremur en til að vera i KFUK Á hverju ári er f lok ágúst kvennaflokkur, þar sem konur, 17 til næstum 100 ára, njóta hvlldar i „Hlíðinni", — og eiga dýrmætar stundir um orð Guðs. Þið, sem vor- uð i barna- og unglingaflokkum fyrir mörgum árum, gaman væri að hitta ykkur i Vindáshlið aftur — i kvenna- flokki! Skrifstofan er enn á gamla staðnum á Amtmannsstig. Allar eru jafn velkomnar. Líka þær, sem koma í fyrsta sinn Systur og bræður Starf KFUK er ekki bundið við Reykjavík, þó að hópurinn þar sé stærstur. Systurfélög eru líka í Hafnarfirði, á Akranesi, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Frá þremur fyrst nefndu stöðunum eru og sumarbúðir í tengslum við starfið eða sem hluti af því. Starfið fer fram með svipuðum hætti á öllum þessum stöðum. Alls staðar er það í nánum tengslum við kristniboðsstarfið í Eþíópíu, og margir kristniboðshópar eru til inn- an félaganna og enn fleiri f nánu samstarfi við þau Sjaldan er KFUK nefnt eitt sér Félgið á sér bróður — eða maka: KFUM, sem er jafnvel oftar nefndur en KFUK. Stundum er átt við bæði félögin, þó að KFUM eitt sé nefnt Stafar það af því, hve sambúðin er góð og samstarfið mikið. Hefur svo verið frá upphafi og aldrei verið hætta á skilnaði, eftir því sem ég bezt veit Margir þættir starfins eru sameiginlegir, en þeir eru allir ónefndir í þessari grein. Blessun Þeir einstaklingar eru óteljandi, sem hafa sótt fundi eða dvalið í sumarbúðum KFUK um lengri eða skemmri tíma. Þessar stúlkur og konur má finna í öllum stéttum og flestum landshornum. Sumar urðu kyrrar í félaginu og gengu í aðal- deildina, A.D., og taka virkan þátt í starfi félagsins Aðrar fundu sér ann- an vettvang í lífinu Sú, sem þetta ritar, er ein af hinum mörgu, sem hafa átt því láni að fagna að taka þátt í starfi KFUK, bæði sem þiggjandi og þjónandi. Þvf er mér Ijúft að mega koma því á framfæri, svo að sem flestir megi heyra, að þar hef ég hlotið svo ríkulega blessun, — ásamt svo mörgum öðrum, — að það er ósk mín, að sem allra flestar stúlkur og konur á öllum aldri megi njóta þess sama. Sannfærð er ég um, að hinar mörgu, sem hafa hlotið blessun í KFUK, hugsa til félagsins með hlýj- um huga. senda þangað börnin sfn og finna fyrir því í lífsbaráttunni, að áhrifin frá KFUK, blessunin frá Guði, sem þær hlutu þar, er þeim dýrmætur fjársjóður. Þær skulu og allar vita að þær eru ávallt velkomn- ar í KFUK, líka í heimsókn í eitt og eitt skipti, hvort sem þær nú eru ráðherrafrúr, verkakonur, konsert- meistarar, húsmæður, bankastarfs- menn eða annað. KRISTILEGT FÉLAG UNGRA KVENNA þýðir ekki, að allar stúlkurnar eru undir þrítugt! Þar eru sumar mjög gamlar, — en ungar í anda. Þær gömlu hafa aldrei slitnað úr tengslum við þær ungu, og þvf eru þær síungar, lifandi, starfandi og biðjandi. Og unga kynslóðin hlýt- ur sérstaka blessun af að umgangast slfkar konur. Kynslóðabilið hverfur Samstarf og samfélag ólíkra kyn- slóða er einn þáttur blessunarinnar. Framtíðin? KFUK er ekki sértrúarflokkur. Það er frjálst sjálfboðastarf leikmanna innan islenzku þjóðkirkjunnar. Þær eru margar, sem á þessu ári taka undir hamingjuóskir minar í garð KFUK. Það er einlæg von min og bæn, að þær stúlkur mættu stöðugt verða fleiri, sem finna, að í KFUK gerist það sama og meðal lærisveinanna forðum, þegar „Jesús hóf upp hendur sinar og blessaði þá " Enginn veit, hvað framtiðin ber i skauti sér En sá. sem treystir Drottni, á ótal fyrirheit. Hann veit, að í ríki Guðs, þar sem stærsti fjársjóður mannsins er, ávinnst „ekkert með valdi né krafti, heldur fyrir anda Drottins" (Einkunnarorð KFUK, Sak 4,6) Mætti KFUK áfram starfa í þeim anda, eflast og verða ungum og öldnum blessun í nútíð og framtið. Stfna Glsladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.