Morgunblaðið - 16.08.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 16.08.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. AGUST 1974 15 Laing vill viðræður við Norðmenn um landhelgismál Caracas 15. ágúst — NTB SAMTÖK brezkra fiskframleið- enda óska eftir þvf, að samninga- viðræður um fiskveiðilögsögu á milli Bretlands og Noregs verði teknar upp eins fljótt og kostur er, eftir því sem formaður sam- taka brezkra togaraeigenda, Aust- in Laing, sagði á miðvikudag í viðtali við norska blaðamenn á hafréttarráðstefnunni í Caracas. Hann lýsti þvf jafnframt yfir, að hann yrði mjög vonsvikinn, ef Norðmenn færa út fiskveiðilög- sögu sína einhliða, áður en niður- staða hefur fengizt í Caracas. Laing segir, að viðræðurnar á milli Norðmanna og Breta eigi að miða að gagnkvæmum eftirgjöf- um, þannig að norskir sjómenn fái að veiða upp í ákveðna kvóta Austin Laing. af síld og makríl á brezkum mið- um, en Bretar fái að veiða þorsk og flyðru og kannski ýsu á ákveðnum svæðum við Noreg. Austin Laing er áhrifamikill í sjávarútvegspólitík í Bretlandi og á auðvelt með að beita áhrifum sínum í brezka þinginu. Laing sagðist vera vonsvikinn yfir þeim litla árangri, sem hann telur, að náðst hafi á ráðstefnunni og lét í ljósi efa um, að meiri árangur kunni að nást á næstu ráðstefnu. Frakkar sprengja Canberra, 15. ágúst. AP. UTANRlKISRÁÐHERRA Ástral- iu, Donald Willessee, tilkynnti i dag, að Ástralíustjórn teldi, að Frakkar hefðu sprengt enn aðra kjarnorkusprengju á Kyrrahafi f dag. Hann lýsti áhyggjum stjórnar sinnar og sagði, að mótmælum gegn tilraunum Frakka yrði hald- ið áfram. Geislavirkt úrfelli hefur mælzt á níu stöðum í Ástralíu, en í litlu magni. Hækka vexti Stokkhólmi, 15. ágúst. NTB. SVlAR hækkuðu í dag forvexti um einn af hundraði, f 7%, að þvi er tilkynnt var í dag. Vextir af iangtimalánum voru jafnframt hækkaðir um lA%. Gerald T. Ford svarar f sfmann f fbúð sinni f Alexandríu á sunnudag. Hefur sfmi Fords verið rauðglóandi allt frá þvf, að Nixon sagði af sér, og hafa menn spurt mikið um, hvcrn hann ætli að velja sem varafor- seta. Ford segist reyna að skýra út fyrir fólki að hann sé ekki hinn nýi forseti, en það gangi oft treglega. Heroin fyrir 112 milljónir dala New York 15. ágúst — AP. BANDARÍSKA fíkniefnalögregl- an lagði f dag hald á heroin, sem komið hafði með skipi austur yfir Atlantshaf. Er verðmæti þess tal- ið vera um 112 milljónir dala. Varningurinn var falinn í send- ingu af antik-húsgögnum og köll- uðu lögreglumennirnir málið nýtt „franskt samband“. Fimm menn hafa verið hand- teknir vegna þessa máls. Rússar segja upp samningum um verndun norsks þorskstofns Þrándheimi 15. ágúst — NTB. SOVÉTRÍKIN hafa sagt upp samkomulaginu við Noreg og Bretland um vernd norska íshafs- þorskstofnsins í Barentshafi. For- maður norsku samninganefndar- innar, Gunnar Gundersen, sagðist líta á uppsögnina sem mikið áfall fyrir Norðmenn, og litlir mögu- leikar væru á þvf, að hægt verði að gera nýtt samkomulag. Það er einnig óvíst, hvort ein- hver takmörk verða á veiðum á þessum stofni þar til á næsta ári. Gundersen býst við, að Rússar leyfi frjálsar veiðar á Barents- hafi, sem þýðir, að verksmiðju- skipum þeirra verður hleypt þar inn, en þau hafa verið útilokuð frá svæðinu. Ástæðan fyrir uppsögn Rússa er það magn, sem önnur ríki hafa veitt, en þau hafa farið fram yfir kvóta sinn, 60.000 lestir af þorski. Mörg lönd hafa haldið áfram veiðum á Barentshafi árið um kring, þrátt fyrir þrábeiðni Norður-Atlantshafsnefndarinnar. meðal þessara landa eru Dan- mörk. „Mikilvægur árangur hefur þegar náðst” Segir Salindo-Pohl forseti nefndar Mið- og Suður-Ameríkuríkja á hafréttarráðstefnunni Caracas 14. ágúst, frá Margréti R. Bjarnason, blm. Morgunblaðsins. REYNALDO Salindo-Pohl heit- ir forseti nefndar Mið- og Suð- ur-Amerikuríkjanna hér á haf- réttarráðstefnunni í Caracas. Hann er frá E1 Salvador í Mið- Ameríku, formaður sendi- nefndar lands síns og hefur tek- ið þátt I öllum undirbúnings- fundum ráðstefnunnar, allt frá því að þeir hófust í New York árið 1968. Fram til þessa hefur hann verið forseti 2. nefndar, en af einhverjum ástæðum þótti til- hlýðilegt, að Venezuelabúi hefði það embætti með honum hér í Caracas. Mér gafst kostur á að hitta Salindo-Pohl smástund í hádeginu í dag, þegar hann kom af fundi 2. nefndar. Hann var ákaflega vinsamlegur við að ræða og mikill stuðnings- maður málstaðar okkar, enda fer afstaða okkar og þess ríkja- hóps, sem hann hefur forystu fyrir, mjög saman í flestum greinum hér á ráðstefnunni. Salindo-Pohl sagði mér, að E1 Salvador hefði fært úr lögsögu sina í 200 sjómílur þegar árió 1950 — fyrir 24 árum og þá farið að dæmi Suður-Ameríku rikjanna Chile, Perú og Ekva- dor, sem hefðu gert svo árið 1947. Ég spurði, hvers vegna þeir hefðu miðað við 200 sjómilur, og kvað hann ytri mörk Humboltstraumsins hafa ráðið þvi, auk þess hefði mönnum fundist 200 mílna lögsaga hæfi- leg. Enda þótt fiskiðnaður þessara landa hefði verið skammt á veg kominn, þegar til þessara ráðstafanna var gripið, hefði ekki þótt annað fært en færa út lögsöguna, þvi að erlend fiskiskip voru farin að stunda þar algera rányrkju. „Við gátum séð frá ströndu, hvernig fiskiflotamir mokuðu upp aflanum uppi í landstein- um, bandariskir, rússneskir, japanskir og frá fleiri ríkjum, og var auðséð, að við svo búið mátti ekki standa. Við urðum að verja þessar auðlyndir." — Nú hafa Mið- og Suður- Ameríkuríkin einnig 200 sjó- mílna landhelgi. Eru þau til- búin til að láta af þeirri af- stöðu? spurði ég Salindo-Pohl. Hann svaraði þvi játandi. „Það verður ekkert vandamál, ef við fáum komið á sterkari efnahagslögsögu út að 200 mílna mörkunum. En við ger- um okkur ekki ánægða með annað en sterka efnahagslög- sögu. Veik efnahagslögsaga mundi einungis bjóða heim erlendri rányrkju á fiskimiðun- um. Við ljáum heldur ekki máls á þvi, að viðurkenna neins konar söguleg eða hefðbundin réttindi. Við höfum alveg sömu afstöðu í þessu máli og þið íslendingar og höfum fylgzt nákvæmlega með vandamálum ykkar og deilunum við Breta og Vestur-Þjóðverja, og við erum algjörlega andsnúnir niðurstöð- um Alþjóðadómstólsins i Haag.“ — Hefur veriö skilgreint nánar, hvað átt er við með sögu- legum réttindum eða hefð- bundnum réttindum eða tiltek- ið eitthvert visst árabil i því sambandi? „Nei, það hefur aldrei verið gert. Þeir, sem halda fram kröfu um hefðbundinn rétt, hafa yfirleitt orðað það heldur óljóst og við höfum ekki hvatt þá neitt til að skilgreina þetta atriði, þar sem við teljum það ekki koma til greina. Þeir, sem að þessum rétti standa, verða sjálfir að hafa frumkvæði að því að skilgreina hann. En þetta er flókið atriði. Hvenær er eitthvað orðið sögulegt eða hefðbundið, og við hvaða kringumstæður hafa hefðirnar skapazt, og svo framvegis." — Eiga Mið- og Suður- Amerikuríkin við stríðandi hagsmuni innbyrðis að etja, eða falla hagsmunir þeirra allra saman? „Hagsmunir þeirra fara nær algerlega saman. Þau hafa litið eitt mismunandi skoðanir á þvi, hvernig eigi að nálgast vanda- málin og hvaða lögfræðilegar leiðir skuli farið. En frá póli- tísku sjónarmiði er með þeim alger eining." Gerir eitthvert þessara rikja kröfu um yfirráð yfir land- grunninu umfram 200 milur? „Já, Argentína og Mexíkó. Sérstaklega þó Argentína, sem hefur stórt og afmarkað land- grunn frá náttúrunnar hendi. Ríki, sem gera kröfur til land- grunns umfram 200 mílur byggja hana á Genfarsamþykkt- inni frá 1958, þar sem svo var kveðið á, að strandríki hefði heimild til nýtingar auðlinda á hafsbotni landgrunnsins eða svo langt sem tæknilega væri unnt. Um þetta er erfiður ágreiningur, því að önnur riki vilja takmarka efnahagslögsög- una algerlega við 200 mílurnar, þar á meðal Afríkurikin." — Deilurnar um siglingar um sund koma þær illa við ykkur? „Ekki svo mjög. Það eru að vísu nokkur sund m.a. i Karabíska hafinu, sem mundu lokast, ef komið væri á 12 mílna landhelgi, en ég held, að það verði hægt að leysa það mál.“ — En vandamál eyja- klasanna? „Það eru nokkur slík riki á okkar svæði og almennt séð hneigjumst við að því að viður- kenna séreðli hafsvæðanna á milli eyja i eyjaklasa, og er þá nokkuð þegjandi samkomulag um, að þau samþykki viðáttu- mikla efnahagslögsögu". — Hver er afstaða ykkar til vandamála landluktu ríkjanna? „Á okkar svæði eru tvö land- lukt ríki, Bólivía og Paraguay og við vinnum að því, að kröf- um þeirra verði sinnt. Við erum þeirrar skoðunnar, að ráðstefn- an verði að setja reglur um aðgang landluktra rikja að sjó og hlutdeild þeirra í nýtingu hafsins. Það kemur að okkar mati ekki annað til greina en þessi mál verði leyst til fram- búðar". Hver er afstaða ykkar til stjórnunar alþjóðahafsbotns- svæðisins? „Öll ríki Mið- og Suður- Ameríku vilja, að þar verði komið á sterkri stjórn, sem bæði hafi eftirlit með rannsókn og nýtingu alþjóðahafsbotn- svæðisins og sjái um fram- kvæmd í þessum efnum. Stór- veldin og iðnríkin eru þessu andvíg, en hinn svonefndi 77 rikjahópur, hann telur nú raunar 102 riki, en heldur upprunalega nafni sinu, sem var dregið af tölu þeirra rikja, sem að honum stóð i upphafi, en þau eru öll svokölluð van- þróuð ríki. Þessi ríki hafa staðið algerlega saman í þessu máli og undirritað samkomu- lagsuppkast þar að lútandi". — Þið hafið tvo þriðju hluta atkvæða fylgjandi slíkri til- högun á stjórnun alþjóðahafs- botnsvæðisins, ef til kemur? „Já það höfum við, en við munum ekki nota það atkvæða- magn að svo stöddu. Við munum reyna enn frekar að ná samkomulagi við iðnríkin og stórveldin, m.a. vegna þess að við þörfnumst aðstoðar þeirra við rannsókn og vinnslu auð- linda hafsbotnsins. Menn grein- ir svo litið á um þetta, hvort eigi að beita atkvæðagreiðslu, vegna þess hve hægt miðar í 1. nefnd, sem um þetta mál fjallar, en ég er því algerlega andvígur að svo stöddu“. Að lokum spurði ég Salindo- Pohl, hvað hann vildi segja um árangur fundanna hér í Caracas. Hann svaraði: „Ég hef orðið var við svartsýni hjá mörgum upp á siðkastið og blaðamenn hafa skrifað, að ráð- stefnan hafi farið út um þúfur eða mistekizt, en það er ekki rétt. Það hefur að vísu komið í ljós, að meiri undirbúnings- vinnu var þörf, en ég tel, að mikilvægur árangur hafi þegar náðst. Til dæmis sá, að 200 mílna efnahagslögsaga nýtur nú stuðnings langflestra rikjanna á ráðstefnunni, og það tel ég einkar mikils virði“. >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.