Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Scheppach trésmíöavélar fyrirliggjandi Samanstendur af 5“ þykktarhefli, 10“ afrétt- ara og hjólsög meö 12“ blaði, 2 ha. mótor. Verzlunin Laugavegi29, símar 24320 — 24321 — 24322. ^Dale . Carneeie námskeiðið ★ Meira hugrekki. ★ Stærri vinahópur. ★ Minni áhyggjur. ★ Meiri lífskraftur. STJÓRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson Sími82411 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Chuck Yeager við flugvélina Bell XI, sem kemur við sögu í þættinum af sögu flugsins í sjónvarpi í kvöld. Sjónvarp í kvöld klukkan 20.40: Hljóðmúrinn og saga flugsins Lokaþáttur franska mynda- flokksins um sögu flugsins er á dagskrá sjónvarps í kvöld klukk- an 20.40. I þáttum þessum hefur saga flugsins verið rakin nokkuð ítarlega, og sérstaklega verið fjallað um ýmsa atburði og flug- vélategundir sem mikil áhrif hafa haft á þessa grein tækni- framfara mannkynsins. í kvöld nefnist þátturinn Hljóð- múrinn. Verður í honum fjallað um helstu framfarir í gerð og framleiðslu flugvéla á árunum 1945 til 1960, en um árabil var það eitt helsta takmark þeirra er að flugvélasmíði unnu, að gera flug- vél er gæti flogið hraðar en hljóðið, og þannig rofið „hljóð- múrinn". Þýðandi og þulur er Þórður Örn Sigurbjörnsson. Bogi Ágústsson í Umheimi í kvöld: Fjallað um Júgóslavíu og Saudi-Arabíu I sjónvarpi í kvöld er á dagskrá þátturinn Umheimurinn í umsjá Boga Ágústssonar fréttamanns. Þátturinn hefst kl. 22.30. Bogi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að líklega yrði fjallað um tvö mál. í fyrsta lagi ástand og horfur í Júgóslavíu, og síðan um Saudi-Arabíu. Einnig sagði hann að hugsanlegt væri að rætt yrði um gullæðið, en það væri óákveðið enn. Bogi sagði að fjallað yrði um Júgóslavíu með tilliti til heilsu Títós meðal annars. Tító hefur sem kunnugt er átt við vanheilsu að stríða undanfarið, og varð að taka af honum vinstri fót fyrir neðan hné fyrir skömmu. Þá herma síðustu fréttir að hann eigi við lasleika að stríða í meltingarfærum og lifur, svo að hugsanlega á hann ekki langt eftir ólifað, enda kominn hátt á níræðisaldur. Bogi sagði, að einnig yrði reynt að draga upp mynd af Júgóslavíu í fortíð, allt frá 1945, og reynt yrði að skyggnast fram á við og gera sér í hugarlund hvað verður er Tító fellur frá. í þessu sambandi verður rætt við Stefán Bergmann, sem stundaði nám i Júgóslavíu um skeið. Þá verður í þættinum sem fyrr segir rætt um Saudi-Arabíu og mikilvægi landsins fyrir hin vestrænu iðnríki, og hugsanlega rætt við sérfræðinga á þeim vettvangi. Dr. Cunnlaugur á Spænsku tröppunum í Róm í útvarpi í kvöld heldur' Gunnlaugur Þórðarson lög- fræðingur áfram að segja hlust- endum frá baráttu sinni við vindmyllur í Madrid á Spáni. Þetta er síðara erindi Gunn- laugs. en hið fyrra var flutt fyrir viku. í erindum þessum segir dr. Gunnlaugur frá för sinni á lögfræðingamót í Madr- id. þar sem hittust lögspek- ingar meira en 100 þjóðlanda. I þættinum i kvöld segir Gunnlaugur svo einnig frá heim- ferð sinni frá Spáni, en þá kom hann meðal annars við í borg- inni eilífu, aðsetri páfans og hinni fornu borg Rómverja, Rómarborg, höfuðborg Italíu. I Róm er margt að sjá, eins og auðvelt er að ímynda sér, og verður vafalaust fróðlegt að heyra frá för Gunnlaugs. Meðal þess sem hann segir frá er hið margbreytilega mannlíf á Spænsku tröppunum, en þær liggja upp frá hinu fræga Spænska torgi, en á þessa staði koma flestir þeir sem til Rómar koma. Erindi dr. Gunnlaugs er á dagskrá klukkan 21.00. Spænsku tröppurnar í Róm ganga upp frá Spænska torginu. Ilér er jafnan að sjá fjölskrúðugt mannlíf, enda er Róm ákaflega blönduð borg. þar búa menn sem uppruna sinn eiga i öllum hlutum heims. Myndina tók Anders Iíansen. Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDIkGUR 12. febrúar MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Valdís Óskarsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar á sögunni „Skelli“ eftir Bar- bro Werkmáster og Önnu Sjödahl. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Áður fyrr á árunum“. „Ágústa Björnsdóttir stjórn- ar þættinum. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjónarmaður: Jónas Ilaraldsson. fjallað um at- vinnuréttamál vélstjóra og skipstjórnarmanna. 11.15 Morguntónleikar. Serge Dangain og útvarpshljóm- sveitin í Lúxemborg leika Rapsódíu fyrir klarínettu og hljómsveit eftir Claude Deb- ussy; Louis de Froment stj. / Ungverska ríkishljómsveitin leikur Hljómsveitarsvítu nr. 3 eftir Béla Bartók; János Ferencsik stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 íslenzkt mál. Endurtek- inn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar frá 9. þ.m. 15.00 Tónleikasyrpa. Létt- klassísk tónlist, lög leikin á ýmis hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. SÍDDEGID 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Ungir pennar. Harpa Jós- efsdóttir Amín sér um þátt- inn. 16.35 Tónhornið. Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar. 17.00 Síðdegistónleikar. Helga Ingólfsdóttir, Guðný Guð- mundsdóttir, Graham Tagg og Pétur Þorvaldsson leika Divertimento fyrir sembal og strengjatríó eftir Hafliða Hallgrímsson / Fílharmon- íusveitin í Buffalo leikur „Englana“, hljómsveitarverk eftir Charles Ives; Lukas Foss stj. / Yfrah Neaman og sinfóníuhljómsveit brezka útvarpsins leika fiðlukon- sert eftir Raberto Gerhard; Colin Davis stj. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.50 Til- kynningar. KVÖLDIÐ 20.00 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.30 Á hvítum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Barizt við vindmyllur í Madrid. Dr. Gunnlaugur Þórðarson flytur síðara er- indi sitt. 21.35 Orgelleikur í Landa- kirkju i Vestmannaeyjum. Guðmundur H. Guðjónsson leikur „Piece Heroique“ eftir César Frank. 21.45 Útvarpssagan: „Sólon íslandus“ eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Þorsteinn Ö. Stephensen les (11). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passíusálma (8). 22.45 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „Gotcha“, ein- þáttungur eftir enska nú- tímaskáldið Barrie Keefe. Stúdentar í enskudeild Há- skóla íslands flytja: Guðjón Ólafsson, Margrét Benedikz, Einar Þ. Einarsson og Her- bert J. Holm. Nigel Watson bjó til flutnings fyrir útvarp og stjórnar leiknum. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 12. febrúar 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 Múmínálfarnir. Lokaþáttur. Þýðandi Ilall- veig Thorlacius. Sögu- maður Ragnheiður Stein- dórsdóttir. (Nordvision). 20.40 Saga flugsins. Lokaþáttur. Hljóðmúrinn. Fjallað er um helstu fram- farir í flugvélagerð á árun- um 1945-1960. Þýðandi og þulur Þórður Örn Sig- urðsson. 21.40 Dýrlingurinn. Stríðshetjan kemur heim. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 22.30 Umheimurinn. Þáttur um erlenda viðburði og málefni. Umsjónar- maður Bogi Ágústsson fréttamaður. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.