Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 29 Akureyri, 9. febrúar. NÓTASKIPIÐ Ililmir SU 171 var afhent eigendum sínum. samnefndu hlutafélagi á Fá- skrúðsfirði, um hádegisbilið i dag, og fór athöfnin fram á innanverðum Eyjafirði. For- ráðamenn Slippstöðvarinnar höfðu boðið fulltrúum eigenda, mörgum starfsmönnum sínum og mörgum öðrum gestum til stuttrar skemmtisiglingar um spegilsléttan fjörðinn til þess að fagna þessum áfanga. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar hf., flutti stutta ræðu og þakkaði starfs- mönnum fyrirtækisins, sem höfðu hannað og smíðað skipið, frábærlega unnið verk og komst þannig að orði, að hér væri um afrek í skipasmíði að ræða, enda Hilmir eitthvert fullkomnasta og best búna fiskiskipið, sem nú væri í eigu Islendinga. Þess væri vert að minnast, að ekki væru liðnir nema 9 mánuðir, síðan Slippstöðin hefði afhent annað glæsilegt skip, Sigurbjörgu ÓF 1, og væri það vel að verið. Jóhann Antoníusson, fram- \ Hilmir SU 171 á siglingu á Eyjafirði. Hilmir SU 171 afhentur eigendum: „Afrek í skipasmíði“ segir Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar Skipið afhent eigendum. Frá v.: Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar, Stefán Reykjalin stjórnarformaður, Jóhann Antóniusson framkvæmdastjóri Hilmis og Sverrir Júliusson annar aðaleigenda Hiimis hf. kvæmdastjóri Hilmis hf., tók vi? skráningarbréfi skipsins sem tákni um, að skipið væri komið í hendur eigenda, og flutti Slippstöðinni þakkir í stuttri ræðu. Um leið var fáni Slipp- stöðvarinnar dreginn niður. Einnig talaði annar aðaleigandi Hilmis hf., Sverrir Júlíusson, fyrrum alþingismaður. Að því búnu var haldið til hafnar aftur. Hilmir fer héðan í dag til Neskaupstaðar, þar sem hann tekur veiðarfæri um borð, en heldur síðan beint á veiðar. Skipstjóri er Þorsteinn Erlings- son, en 1. vélstjóri Elías Þor- steinsson. Samningurinn um smíði skips- ins var undirritaður í apríl 1978 en fékk ekki staðfestingu hlutað- eigandi yfirvalda fyrr en í lok ágúst sama ár og tafði það nokkuð upphaf smíðinnar. Fyrsti botnhlutinn var lagður á garða um miðjan febrúar 1979, skipið var sett á flot 4. janúar sl. og var þá nefnt Hilmir SU 171. Nú er smíði þess lokið réttum 12 mánuðum eftir að kjölurinn var lagður. Hönnun skipsins og und- irbúningur smíðinnar var að öllu leyti í höndum Slippstöðvarinn- ar hf. Mesta lengd þess er 56,48 m, mesta djúprista 6,05 m og burðargeta 1391 tonn. Hönnun skipsins miðaðist í megindráttum við það að skapa burðarmikið fiskiskip við tak- markaða djúpristu, vegna tak- markaðs rýmis í mörgum höfn- um og viðunandi ganghraða. Að loknum líkanatilraunum á mót- stöðu og ganghraða var ákveðið að byggja svokallað perustefni á skipið, sem eykur ganghraða þess um 0,7 hnúta við mesta véiarafl og minnkar orkuþörfina við samsvarandi ganghraða um 23%. I reynslusiglingu voru niðurstöður líkantilraunanna staðfestar og reyndist meðal- ganghraði við „ballest" djúpristu 14 hnútar. Er vélaraflsþörf fyrir 12 hnúta hraða og reynslusigl- ingaraðstæður 995 hö í „ballest" og 1345 hö við fulla hleðslu. Hilmir SU 171 er hannaður og útbúinn sem fiskiskip til hring- nóta- og flotvörpuveiða með 2 nótakassa, hvern um 100 rúm- metra, sem er nægileg stærð fyrir stærstu hringnætur og með flotvörpu og sérstakar geymslu- tromlur fyrir tog- eða snurpu- víra, þannig að hægt er að skipta um veiðiaðferð fyrirvaralaust. Lestarrýminu, samtals 1330 m3 , er skipt niður í einangraða kælilest, 6 einangraða sjókæli- geyma og milliþilfarslest. í sjó- kæligeymum (Refrigerated Sea Water Tanks) sem rúma samtals 565 m3, er fiskurinn geymdur í kældum sjó við 0°C. Til þess að kæla sjóvatnið og viðhalda kæl- ingunni hefur verið settur upp umfangs- og afkastamikill kæli- og dælubúnaður sem getur kælt 250 tn af sjó úr +10°C niður í 0°C á 8 klst. Allar lestar eru útbúnar til flutnings á lausum fiskfarmi svo sem loðnu og hefur skipið fengið sérstakt flokkunartákn -S- vegna þess. Helzti útbúnaður á þilfari er m.a. 2 tog- og snurpuvindur, 2 sérstakar geymslutromlur fyrir víra, flotvörpuvinda, 2 hjálpar- vindur, kapalvinda fyrir höfuð- línukapal, akkerisvinda, sjálf- virkur átaksjöfnunarbúnaður, 2 fiskidælur og 2 vökvadrifnar slöngutromlur. Andveltigeymir er innbyggður á milliþilfari framan við milliþilfarslestina og á hann að minnka velting um allt að 45—50% í ákveðnum hleðslutilvikum. Til að auka stýris- og sjóhæfni skipsins ein- kum með tilliti til nótaveiða eru 2 þverskrúfur í skipinu og hefur skipið auk þess svokallað stýris- blað með „ugga“ og reyndist snúningsþvermál skipsins vera 120 m þegar stýri var lagt hart í borð á fullri ferð áfram. Aðalvél er af gerðinni Wich- mann, 2400 hö við 475 snúninga, hjálparvélar eru 2 af gerðinni Caterpillar 337 hö og er önnur staðsett í vélarrúmi en hin í framskipi ætluð til að knýja fremri þverskrúfuna. Er aðalvél- in búin til brennslu svartolíu. Til upphitunar íbúða, neysluvatns og ýmsum hiturum í sambandi við svartolíu — og vélabúnaðinn er nýtt hitaorka frá kælivatni aðalvélarinnar sem annars væri dælt fyrir borð. Siglinga-, fjar- skipta- og fiskileitartæki eru öll hin fullkomnustu og er fyrir- komulag á tækjum í stýrishúsi skipulagt í nánu samstarfi við skipstjórnarmenn og lögð áherzla á hagkvæma niðurröðun með tilliti til sem beztrar yfir- sýnar fyrir skipstjórann. íbúðarrými eru fyrir hendi fyrir 16 manna áhöfn. Á milli- þilfari og á aðalþilfari eru eld- hús, geymslur og rúmgóður matsalur með setkrók, snyrt- ingar og saunabað, 5 tveggja manna og 4 eins manns klefar, en á bátaþilfari hafa skipstjóri og vélstjóri íbúðir með svefn- klefa, dagstofu og sameiginlegu baðherbergi. íbúðir og íbúðar- klefar eru óvenju rúmgóðir, allar hinar vönduðustu og var lögð mikil áherzla á að skapa vin- gjarnlegt umhverfi fyrir áhöfnina. Sv.P. Áf ram stuðlað að auknum gagnkvæmum viðskiptum Islendinga og Portúgala DAGANA 5.-7. febrúar var haldinn fundur í Reykjavík í sameiginlegri nefnd Islands og Portúgals til að ræða um viðskipti landanna og leiðir til að efla þau. í mörg ár hefur Portúgal verið stærsti markaðurinn fyrir islenskan saitfisk, en efnahagserfiðleik- ar þar hafa torveldað salt- fisksölu þangað. Af hálfu íslendinga hefur verið lagt kapp á að auka vörukaup frá Portúgal og munar langmest um kaup á gasolíu og bensíni. Hefur þessi viðleitni tvímælalaust greitt fyrir sölu á saltfiski undanfar- in ár og eru nú horfur á því, að hægt verði að selja það magn í ár, sem framleiðendur vilja senda þangað. Sameiginlega nefndin var sammála um, að æskilegt væri að halda áfram að stuðla að auknum gagn- kvæmum viðskiptum. Var þetta m.a. staðfest í bókun sameiginlegu nefndarinnar, sem formenn hennar, Fern- ando Reino; sendiherra, og Þórhallur Asgeirsson, ráðu- neytisstjóri, undirrituðu við lok fundarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.