Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1980 25 „Geri mitt besta" — segir Haukur Sigurðsson HAUKUR Sigurðsson heitir einn af sex skíðamönnum sem keppir á Lake Placid næstu dagana. Haukur er einn af þremur göngu- mönnum sem þarna keppa fyrir íslands hönd og er hann einn af hinum sterku göngumönnum Ól- afsfirðinga. Hann hefur stundað gönguna frá því hann var 14 ára, eða um 9 ára skeið. Reyndar æfði hann lítið tvö af umræddum árum. Haukur byrjaði strax að æfa göngu, reyndar var hann um tíma dálítið í svigi. en hætti því fljótlega. Haukur er óumdeilan- lega einn sterkasti göngumaður landsins og hann hefur unnið alla flokka á íslandsmótum frá því hann var 13 ára gamall. Mbl. lagði fáeinar spurningar fyrir Hauk. „Áhuginn á gönguíþróttinni færist mjög í vöxt, sbr. síðasta göngumót, en þar voru 15 kepp- endur í yngsta fiokknum, en að- eins 7 keppendur í karlaflokki. Á mótið, sem fram fór í Siglufirði, mættum við Ólafsfirðingar með 17 manna lið. Annars hafa ekki nema 6—7 menn æft þessa keppnisgrein af fullum krafti síðustu árin,“ svaraði Haukur, þegar hann var spurður um vöxt íþróttarinnar. Því næst var Haukur spurður um stöðu íslendinga í skíðagöngu í heiminum í dag og í beinu fram- haldi af því hvert hlutskipti íslensku keppendanna yrði á kom- andi Ólympíuleikum. „Það er erfitt fyrir okkur að áætla hvar við stöndum, það eru svo margar þjóðir sem við höfum enga hugmynd um hvar standa. En við vorum að keppa á Norður- löndum síðustu vikurnar og miðað við t.d. Svía, Finna og Norðmenn hefur vegur okkar farið vaxandi og gagnvart þeim þjóðum stönd- um við betur að vígi heldur en í alpagreinunum. Hitt er svo annað mál, að Norðurlandaþjóðirnar eiga marga af sterkustu göngu- mönnum veraldar. Það er því erfitt að átta sig á hvert okkar hlutskipti verður á Lake Placid, get bara sagt að við gerum okkar besta,“ sagði Haukur. Loks spurðum við Hauk hvernig legðist í hann að vera að fara á Ólympíuleika. „Það er engin sér- stök tilhlökkun, ég er ekkert spenntari heldur en ég væri að fara á eitthvert annað mót. Ég endurtek bara að ég geri mitt besta,“ sagði Haukur að lokum. — — gg. „ 5 ára spriklandi í garðinum heima" — segir Björn BJÖRN Olgeirsson frá Húsavik er aðeins 18 ára gamail, en engu að síður hefur vegur hans í skíðaíþróttinni hérlendis verið slíkur, að hann var valinn í Olympíulið íslands sem keppir á vetrarolympíuleikunum í Lake Piacid næstu dagana. Keppir Björn í svigi og stórsvigi. „Ég byrjaði að fást við skíðin heima á túni þegar ég var 5 ára gamall. Mér líkaði það strax vel og þegar ég var 8 ára keppti ég í fyrsta skiptið. Hef ég verið á kafi í þessu sleitulaust síðan" sagði Björn í stuttu viðtali, en hann var Því miður tókst Mbl ekki að ná viðtali við Sigurð Jónsson sem keppir í svigi og stórsvigi á leik- unum. Olgeirsson spurður um upphaf ferils síns sem skíðamaður. Björn er jafnan í fremstu röð á skíðamótum þessa dagana og Mbl. spurði hann hvort alltaf hefði verið svo í gegn um árin. „Mér hefur alltaf gengið vel“ segir Björn og síðan ekki meira um það mál, vill greinilega ekkert vera að gera sig stóran. Mbl. spurði Björn hinnar klassísku spurningar, hvar hann stæði að vígi gagnvart því skíðafólki sem hann mun etja kappi við og í framhaldi af því hvert hlutskipti hans yrði og að hverju hann stefndi. „Ég hef enga hugmynd um hvar ég stend gagnvart fremsta skíðafólki heims, það kemur í ljós. Þar af leiðandi get ég ekkert sagt um hvert hlutskipti mitt eða félaga minna verður, get aðeins sagt að ég geri mitt besta. Meira er ekki hægt að gera að mínu viti“ sagði Björn. En hvernig líkar þér að vera að fara á Olympíuleika í fyrsta skipti? „Mér líkar það vel, þetta verður vonandi gaman, eitthvað nýtt“ var svar Björns. Dálitlar vangaveltur voru víða í sambandi við val skíðalandsliðsins varðandi skiptingu milli göngu- manna annars vegar og svig- manna hins vegar. Voru margir á því að svigmenn hefðu átt að vera fleiri heldur en göngumenn, frek- ar en þrír af hvoru eins og valið var. Mbl. spurði Björn og reyndar Steinunni Sæmundsdóttur einnig um álit þeirra á þessu. Svar þeirra var mjög á eina lund. „Þetta er rétt, göngumennirnir eru mjög jafnir og það var meira vit að velja þá alla þrjá heldur en að bæta við svigfólki, því að næstu menn eru það langt á eftir okkur eins og er“ sögðu Björn og Stein- unn. Er þetta þá sterkasta landslið sem Island getur teflt fram? Almennur hlátur við spurning- unni. Loks segir Björn, „ætli maður svari því ekki játandi, þó að ég sé sjálfur í liðinu." ólafsfirðingurinn Haukur Sigurðsson göngumaður stikar stórum. „Valió á leikana er réttlátt — segir Þröstur Jóhannesson — Það var ekki fyrr en árið 1974, að ég fór að æfa göngu; fram að því hafði ég verið í sviginu' sagði Þröstur Jóhannesson, 25 ára gamall ísfirðingur, en hann keppir fyrir íslands hönd í 15, 30 og 50 km göngu á ólympíuleikunum. Ég var plataður til þess að taka þátt í göngukeppni árið 1973 og það varð til þess að áhugi minn vaknaði á íþróttinni sagði Þröstur. Fram að því hafði ég verið í svigi og leikið mér mikið á skíðum eins og strákar gera á Isafirði. Þröstur Jóhannesson ísafirði. — Aldrei fyrr hef ég verið í jafngóðri æfingu og nú, og því lít ég björtum augum á Ólympíuleik- ana. Flkki að því sé fyrir að fara að ég geri mér einhverjar vonir um verðlaun, það er enginn möguleiki á því, vegna þess að allflestir göngumennirnir eru miklu betri en við. Heldur vonast ég til þess að ná mínum besta árangri í öllum göngugreinunum þremur. Ég æfði feikilega vel í Svíþjóð með félögum mínum og vonast til að ég uppskeri eins og ég sáði til. Það hefur ekki verið neitt lang- tima markmið hjá mer að komast á Ólympíuleika. Það var eiginlega fyrst úti í Svíþjóð sem það rann upp fyrir mér, þegar vel fór að ganga, að ég ætti möguleika. Valið á leikana finnst mér vera réttlátt, við göngumennirnir erum allir svo jafnir að ekki er hægt að gera upp á milli okkar. En skoðun mín er sú að Ólympíunefndin ætti að senda fleiri keppendur á leik- ana. Steinunn Sæmundsdóttir á skil- ið að fara á leikana, hún er svo langsamlega best af stúlkunum, en ég tel það hafi verið réttmæt ákvörðun að fórna hinni stúlkunni fyrir göngumann þar sem geta hennar var svo mikið langt á eftir. Og kom það best fram á mótunum erlendis. Leikarnir í Lake Placid eru mitt fyrsta stórmót, og leggjast þeir að öllu leyti vel í mig. Ég er ekki með nein langtíma markmið. Ég stefni á Islandsmótið sem verður á Akureyri um páskana. Þegar maður keppir í skíða- göngu reynir maður að æfa allt árið um kring. Á sumrin hleyp ég mikið og geng á fjöll. Ég starfa sem mælingamaður hjá vegagerð- inni og fæ þar gott tækifæri til að ganga og hleyp þegar tækifæri gefst. Þörstur sagðist að lokum vilja þakka vinnufélögum sínum í vega- gerðinni fyrir þann ómetanlega stuðning sem þeir veittu honum. Það gerði mér kleift að komast til æfinga í Svíþjóð, og færi ég þeim bestu þakkir fyrir. — gg- Ljósm. Mbl. Guðjón B. - ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.