Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 31 Frumvarp á Alþingi: Verðtryggður líf- eyrir sjómanna Pétur Sigurðsson (S) mælti nýverið í neðri deild Alþingis fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt Guðmundi G. Þórarinssyni (F). Garðari Sigurðssyni (Abl) og Jóhönnu Sigurð- ardóttur (A) um Lífeyris- sjóð sjómanna. Upphaf þess máls er hjá kjararáðstefnu Sjómannasam- bands Islands og Farmanna- pg fiskimannasambands íslands 1978, sagði PSig. og er hér flutt að beiðni Lífeyris- sjóðs sjómanna. Upphafleg samþykkt kjararáðstefnunnar varðaði verðtryggðan lífeyri og lífeyrissjóð fyrir sjómenn sem komnir eru yfir 55 ára aldur. Guðjón Hansen, trygginga- fræðingur, kannaði efnisatriði þessa máls að beiðni sjóðsins og er þetta frumvarp, sagði PSig, byggt á áliti trygginga- fræðingsins varðandi verð- tryggingu lífeyris, en hann taldi ekki stætt á lækkun aldursmarks. Breyting á aldursmarki Rök tryggingafræðingsins gegn lækkun aldursmarks eru þrenns konar: 1) Alyktunin fjallar um lífeyrisréttindi sjó- manna almennt en þeir dreif- ast á marga lífeyrissjóði (blandaða sjóði). Lækkun niður fyrir 65 ára mark gæti að óbreyttu þýtt rýrari kjör aldraðra í framtíðinni eða þýtt stórhækkun iðgjalda. 2) Sam- ræmi þurfi að vera í aldurs- mörkum lífeyrissjóða vegna margháttaðra samskipta þeirra í milli, einkum varðandi flutning réttinda. 3) Lækkun aldursmarks gæti þýtt „skerð- ingu örorku- og makalífeyris- réttinda ... Stafar þetta af því að stig eru áætluð fram í tímann til þess tíma, er ellilíf- eyrisaldri er náð. Við hugsan- lega lagabreytingu þarf að hafa í huga þetta samhengi milli ellilífeyrisréttinda ann- ars vegar og örorku og maka- lífeyrisréttinda hins vegar“. Verð- tryggingin Varðandi sjálfa verðtrygg- inguna gilti öðru máli. Sam- staða væri um það mál og hljóðar frumvarpsgreinin s\o: Aftan við bráðabirgða- ákvæði laganna komi tvær nýjar málsgreinar, er orðist svo: Árin 1980—1984 skulu elli-, örorku- og makalífeyris- greiðslur samkvæmt iögum þessum breytast ársfjórð- ungslega þannig, að lífeyrir miðist við grundvallarlaun samkvæmt 2. málsgr. 11. gr. eins og þau eru 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október ár hvert. Frá 1. janúar 1985 að telja skulu uppbætur á líffeyr- isgreiðslur ákveðnar í sam- ræmi við ákvæði 16. gr. Heimilt er stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um aðild hans að samstarfssamningi lífeyr- issjóða, sem nefndur er í 24. gr. laga nr. 97/1979, um eftir- laun til aldraðra. PSig vakti athygli þing- nefndar, sem mál þetta fengi til athugunar, á ábendingu Sjómannafélags Reykjavíkur, á fleiri atriðum, varðandi Lífeyrissjóð sjómanna, sem rétt væri að taka til athugun- ar við breytingu laganna nú, til samræmis við lög um aðra lífeyrissjóði. Helgi Tryggvason: Hvíldardagurinn Mikið er hvað játendur krist- ins siðar víðs vegar um lönd eru orðnir ruglaðir í reglum sínum. Tökum hér eitt dæmi af mörg- um. Um hvíldardagsboðorðið hefur ærið margt viljað gloprast og gleymast. Má þar til nefna sjálfa hvíldina fyrst og fremst. I 2. Mósebók, því stórmerka lagasafni, 20, 8—11, segir: Sex daga skaltu erfiða og vinna allt þitt verk. Hér er því að ræða um boðorð um iðni og atorkusamt starf í sex daga, til að vinna „allt sitt verk", en ekki fimm daga. Við köllum sunnudaginn hvíldardag og helgidag. Orðið „helgar" er á hvers manns vör- um. En hvað segir lögreglan og læknarnir í fjölmenninu um „helgihaldið" almennt? Verða ekki þá flest lögbrot og flest slys og meiðsli? Síst má gleyma boðinu um helgihald hvíldardagsins hjá ísraelsmönnum, því að hann var frá upphafi helgidagur, — dagur fræðslu í lögmáli Drottins, bæði fyrir eldri og yngri. Konur skyldu ekki elda mat á hvíldar- degi, heldur njóta næðis eins og aðrir. Það hlaut líka að vera þýðingarmikið fyrir vinnufólkið, þræla og ambáttir, að njóta þessarar vikulegu hvíldardags- helgi með öðru fólki á heimilinu. Fyrir þessi siðmenntandi áhrif hvíldardagsins hefur verið margfalt minni hætta á því meðal ísraelsmanna, að þrælar spilltu siðferði unglinga, en það var löngum hið stöðuga kvörtun- arefni ábyrgra Grikkja og Róm- verja á ýmsum tímum. Það er yfirleitt auðsætt, að varðveisla þriðja boðorðsins hef- ur bætt allan heimilisbrag, og síðan samfélag fólksins almennt, og enn betur eftir að samkund- uhúsin komu til sögunnar. Störf Réttur og skylda 3 þeirra hafa stuðlað mjög að gæslu allra boðorðanna, því að hvíldardagurinn varð eftir það áhrifameiri almennur skóladag- ur í heilagri trú. Engin furða var, að Gyðingar urðu fyrsta þjóðin, sem við höfum spurnir af, til að stofna til almennrar skólaskyldu í landinu á virkum dögum fyrir börn. Þar hefur hvíldardagsskólinn rutt braut- ina. En flest gott má misnota. Þannig hlóðu fræðimenn Gyð- inga smátt og smátt upp mörg- um boðum og bönnum kring um hvíldardagshaldið, og sumum heldur smásmugulegum. Allir kannast við, hvað það kemur oft og greinilega fram í frásögum guðspjalla, að fræðimönnum þótti Jesús fremja herfilegt brot gegn hvíldardagsreglum þeirra. Sú ásökun hefur þótt vera vel rökstudd af þeirri kenningu, sem hinir ströngu fræðimenn að- hylltust á þeim árum, sem Jesús „gekk um kring og gerði gott“ með lækningum sínum, að ef allri þjóðinni tækist að halda, þótt ekki væri nema einn hvíldardag algerlega á fullkom- inn hátt, eftir reglum hins forna lögmáls, — og að viðbættum öllum þeim ákvæðum sem fræði- menn höfðu hlaðið utan um það boðorð, — þá myndi þjóðin öðlast frelsi undan oki Róm- verja. Út frá þessu verður skilj- anlegri hinn harði ágreiningur fræðimanna og Farísea við Jesú í tilefni af t.d. læknisstörfum hans á hvíldardegi. Frá ýmsum stöðum ber fregn- um saman um það, að hjá þeim Gyðingum, sem rækja Gyðinga- trú og siði ýmsa, þar með hvíldardagshaldið heima og í samfélagi og leggja alúð við að byggja heimili sín traustlega upp yfirleitt, þekkist vart hegð- unarvandamál unglinga. Sama sagan er enn að gerast á traust- um heimilum í löndum kristins siðar. Ég hef reynt að fræðast um þetta efni frá Gyðingum sjálf- um, sem ég hef kynnst. Svarið er helst þetta: Um leið og við tökum upp vestræna siði og fylgjumst með tískunni, erum við um- kringdir sömu vandamálum og aðrir með uppeldi barnanna. Einhverjum kann að þykja þetta tal um 6 daga vinnuviku vera nokkuð seint á ferð, þegar 5 daga vinnuvika er að verða reglan. En ég tel ósannað, að krafan um tveggja daga hvíld frá vinnu eigi rétt á sér, meðan fjöldi manna hefur ekki reynt skipulagið einn hvíldardagur í viku, t.d. undanfarna áratugi. Með því að ekki svo lítill hópur eyðir hvíldardeginum til þeirra athafna og þeirrar neysiu, sem gerir sunnudagshelgina svoköll- uðu að mesta þreytu- og illra eftirkasta, sem fyrir er, — að ógleymdum þeim leiðindum og þreytu, sem saklausir þolendur verða að taka á sig fyrir misnot- endur hvíldardagsins? Ilelgi Tr. kenn smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Bólstrun klæðningar Klæöum eldri húsg. ákl. eöa leöur. Framl. hvíldarstóla og Chesterfieldsett. Bólst. Laugarnesvegi 52, s. 32023. Tek aö mér að leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboö sendist augl. Mbl. merkt: „Ú — 4822". Skattframtöl — Reikningsskil Tek aö mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og minni fyrir- tæki. Ólafur Geirsson viösk.fr. Skúlatúni 6. sími 21673 e. kl. 17.30. Frímerki Óska eftir aö kaupa frímerki. Greiöi fyrir 100 gr. 7000 ísl. kr. + buröargjald. Orla Jensen, Viol- vej 183, 7800 Skive, DANMARK. t’Hkynningar' Hilmar Foss Lögg. skjalaþýð. dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824, Freyju- götu 37, sími 12105. Til sölu-m.a. lítiö einbýlishús 2ja og 3ja herb. íbúöir af ýmsum geröum, gott eldra elnbýlishús. Bílskúr. 2ja íbúða hús. Laust strax. Hagstætt verö. Njarðvík Góö 3ja herb. íbúð. 5 herb. íbúö, gott raöhús, bílskúr. Eldra ein- býlishús. Bílskúr Næstum full- gert einbýlishús. Bílskúr. Vogar Rúmlega fokhelt einbýlishús. Bíl- skúr. Grindavík Sem nýtt einbýlishús. Ennfremur eldri einbýlishús. Efri hæð í tvíbýlishúsi. Sandgerði Góð efri hæð. Laus strax. Enn vantar allar gerðir fasteigna á söluskrá. Eigna og veröbréfasal- an, Hringbraut 90, Keflavík, simi 92-3222. Reykjavíkur Fundur veröur haldinn aö Bald- ursgötu 9, þriöjudaginn 12. febr. kl. 8.30. Bakarameistari sýnir meöferö á gerdeigi og fl. Alllr velkomnir. Stjórnin. K.F.U.K AD Fundur fellur niöur í kvöld vegna þorravöku AD K.F.U.M. fimmtu-- daginn 14. feb. Nefndin. I.O.G.T St. Veröandi nr. 9. Fundur í kvöld miövikudag. St. Framtíöin nr. 173 kemur í heimsókn. ÆT. Filadelfia Almennur biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Einar J. Gislason talar K.R. konur fundur veröur í félagsheimilinu miðvikudaginn 13. febrúar n.k. kl. 8.30. Fyrirhugaö er að kynna ýmsa smárétti úr hakki. Von- umst til að flestar mæti. Nýjar konur velkomnar í hópinn. Sljórnin. KRiSTiLFOr STWRF Biblíulesfur í kvöld kl. 8.30 aö Auöbrekku 34, Kópavogi. Gunnar Þor- steinsson talar Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn Hermannasamkoma í kvöld kl. 20.30. jFERDAFELAG Mslands 0,.DuGC\ : SIMAR 11798 og 19533. Myndakvöld F.í. á Hótel Borg 12. febr. kl. 20.30. Bjarni Bragi Jónsson sýnir myndir úr ferö F.i. í Lónsöræfin sl. sumar, og Baldur Sveinsson sýnir myndir frá Snæfellsnesi og Húnavatnssýslu og fl. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aögangur ókeypis. Veitingar seldar í hléi. Ferðafélag íslands K.F.U.M og K. Hafnarfirði Kristmboðsvikan í kvöld Kristniboösþáttur séra Bernharöur Guömundabon. Ræöa Helga Steinunn Hró- bjartsdóttir. Söngur Marqrét Hróbjartsdóttir Frá Sálarrannsóknar- félaginu Hafnarfirði Fundur verður í Góötempiara- húsinu miövikudaginn 13 febrú- ar kl. 20.30. Dagskrá m.a. Erindi Sigurveig Guömundsdóttir: Heigisýn vólv- unnar. Einsöngur: Ingibjörg Mar- teinsdóttir viö undirleik Guðna Þ. Guömundssonar. Stjórnin. I.O.O.F. I.O.O.F. Rb. 1 = 1292128’ 2 N.K. Fimir fœtur Templarahöllin 16. febrúar Svífum áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.