Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 43 Mugabe komst naumlega af Salisbury, 11. febrúar. AP. RHÓDESÍSKI skæruliðaleiðtog- inn Robert Mugabe kvaddi ráðu- nauta sina á sinn fund i dag til að ræða við þá um öryggismál í kjölfar nýrrar misheppnaðrar tilraunar til að ráða hann af dögum. Jafnframt skýrði rhódesíska út- varpið frá því, að formaður einnar deildar flokks Mugabes og kona hans hefðu verið drepin í dag í Chipinga, 296 km. suðvestur af Salisbury, þegar óþekktur maður varpaði fjórum sprengjum inn á heimili þeirra. Mugabe komst með naumindum lífs af í gær þegar 40 kílóa fjarstýrð sprengja sprakk undir bifreið sem ók á eftir bíl hans þegar hann kom af fundi í Fort Victoria, 241 km. suðvestur af Salisbury. Fjórir lágtsettir starfs- menn flokksins voru fluttir í sjúkrahús, en þeir meiddust ekki mikið. Nú hafa 12 árasir verið gerðar á rhódesíska stjórnmálamenn, þar af tvær á Mugabe, síðan brezkri stjórn var aftur komið á 12. desember. Brezki landstjórinn, Soames lá- varður, hefur tekið sér aukin völd til að binda enda á ofbeldisölduna og bannaði í gær ritara flokks Mugabes, Enos Nkala, að ávarpa eða skipuleggja fundi vegna meintra brota á Rhódesíusam- komulaginu. Nkala hefur oft sagt að stríð hefjist aftur ef flokkur hans sigrar ekki í kosningunum. Soames hefur gefið Mugabe frest til næstu helgi til að ábyrgj- ast að allir vopnaðir skæruliðar hans virði vopnahléð samkvæmt brezkum heimildum. En Mugabe hótaði því á fundinum í Fort Victoria í gær að senda menn sína aftur í stríðið ef flokknum yrði bannað að bjóða fram í einhverju kjördæmi. Hann sakaði Soames um að styðja Abel Muzorewa forsætisráðherra. ERLENT Góðir vinir á tali: sovézki andófsmaðurinn Alexander Ginzburg og bandariska söngkonan Joan Baez. Myndin var tekin i Aranyapra- thet í Thailandi fyrir helgina eftir Kambódiugönguna. mj m gc „Hana nú, hafðu þetta.“ Dr. Edward Teller, sem oft hefur verið nefndur faðir vetnissprengjunnar, fær heldur óbliðar móttökur hjá ónafngreindum manni, sem ataði andlit hans rjómaköku. Hinn aldni visindamaður lét sér þó hvergi bregða og árásarmaðurinn var leiddur á brott. Kjarnorkuveri í Bretlandi lokað: Fundu sprung- ur í kjarnaofni Lundúnum. 11. febrúar. AP. BREZK yfirvöld hafa lokað kjarnorkuveri skammt frá Lund- únum vegna sprungna, sem fund- ust i mikilvægum hlutum kjarna- ofnsins. Sprungurnar fundust þegar kjarnaofninn var röntgen- myndaður. Kjarnorkuverið, sem lokað var, er í Bradwell í Essex, skammt norðaustur af Lundún- um. Það er annað kjarnorkuver- ið, sem lokað hefur verið á undanförnum mánuðum vegna sprungna, sem hafa fundist. Kjarnorkuverið var tekið í notk- un árið 1962 og var hið fyrsta í Bretlandi. Afleiðingar af sprung- unum hefðu getað orðið þær, að kjarnaofninn hefði öfhitnað og geislavirkt efni hefði borist út í andrúmsloftið. Kjarnorkuverið í Bradwell er í Afríkuförin var 75% heppnuð Washingtin, 10. febrúar. AP. „HEIMA er bezt,“ sagði Muhammed Ali, fyrrum heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, þegar hann kom til Washington úr sendiför sinni til Afríku. Þar ræddi hann við leiðtoga ýmissa ríkja og reyndi að fá þá til fylgis við tillögu Carters, Banda- ríkjaforseta, um að hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum í Moskvu. Hann sagðist álíta för sína 75% heppnaða, eins og hann orðaði það. Hann sagðist álíta að ferðin hefði tekist betur en búist hefði verið við. „Hún mistókst engan veginn," sagði Ali við fréttamenn. Muhammed Ali sagði að Kenya hefði algjörlega hafnað tillögu Bandaríkjamanna um að hætta við þátttóku í leikunum. Líbería myndi fylgja Bandaríkjamönnum en hvað Nígeríu, Tanzaníu og Senegal snerti væri óljóst hvort þessi ríki fylgdu Bandaríkja- mönnum. Hann var spurður álits á ummælum um, að hann væri senditík bandarískrar heims- valdastefnu og hafnaði hann því algjörlega. Aðspurður hvort hann æskti þess að fara aftur í svipaða sendiför sagði hann: „Sem fyrst, sem fyrst." eigu brezka ríkisfyrirtækisins CEGB. Talsmaður fyrirtækisins sagði við fréttamenn, að sprung- urnar hefðu fundist á stöðum, þar sem tiltölulega lítil hætta væri á geislamyndun. Hann sagði að sprungurnar hefðu fundist í kjarnaofni 1. Kjarnaofni í Daungeness, suður af Lundúnum, var lokað í fyrra eftir að svipaðar sprungur fundust þar. Það varð til þess, að um- fangsmikil rannsókn var gerð á kjarnorkuverum í eigu ríkisins. Brezka blaðið The Guardian skýrði frá því í dag, að svipaðir gallar hafi fundist í sex öðrum kjarnorkuverum. Talsmaður CEGB neitaði að tjá sig nokkuð um frétt Guardian. Solzhenitsyn segir vestrið geta sigrað New York, 11. febrúar. AP. ALEXANDER Solzhenitsyn segir i grein i síðasta tölublaði Time að íhlutun Rússa í Afgan- istan sýni, að hungur kommún- ista sé óseðjandi, en vesturveld- in geti unnið að lokum ef þau geri sér grein fyrir því að kommúnismi og fólkið sem búi við ok þess séu ekki eitt og hið sama. „Allar kúgaðar þjóðir eru á bandi Vesturlanda: Rússar, hin- ar ýmsu þjóðir Sovétríkjanna, Kínverjar, Kúbumenn", segir Solzhenitsyn. „Með því einu að treysta á þetta bandalag getur stefna Vesturlanda borið árang- ur. Aðeins með því að standa með hinum kúguðu verður vest- rið úrslitaaflið í heiminum." Solzhenitsyn segir að komm- únismi stjórnist af „illviljaðri og skynlausri hvöt til heimsyfir- ráða“ og leggi ósjálfrátt undir sig ný og ný lönd. „Allar viðvar- anir til Vesturlanda um misk- unnarlaust og óseðjandi eðli kommúnistastjórna hafa reynzt tilgangslausar því að það yrði of hræðilegt að sætta sig við slíkt sjónarmið." I grein Solzhenitsyn segir að „harmleikurinn" í Afganistan hafi gerzt fyrir tveimur árum en „Vesturlönd hafi lokað augunum og dregið á langinn að viður- kenna vandann — allt í þágu ímyndaðrar slökunarstefnu." „Kommúnisminn getur aðeins framfylgt „hugsjónum" sínum með því að eyða undirstöðum lífs þjóðanna. Sá sem skilur þetta trúir því ekki eitt andartak að kínverskur kommúnismi sé meira friðelskandi en sovézka afbrigðið (tennur hans eru ein- faldlega ekki fullvaxnar) eða að afbrigði Titos marskálks sé góð- legra að eðlisfari. Sá síðast- nefndi var einnig blóðidrifinn og hann festi sig líka í sessi með fjöldamorðum." Solzhenitsyn aðvarar Vestur- lönd á „neyðarstundu" og hvetur vestræn ríki til að reisa „ásetn- ingsmúr" gegn frekari áraáum kommúnista. Hann bætir við: „Núverandi kynslóð Vestur- landabúa verður að veita viðnám á veginum þar sem fyrirrennar- ar þeirra hafa hörfað í svo miklu hugsunarleysi í 60 ár.“ Veður víða um heim Akureyri 0 Amsterdam 9 Aþena 18 Barcelona 12 Berlín 6 BrUssel 8 Chicago +6 Denpasar, Bali 30 Oublin 11 Feneyjar 9 Frankfurt 10 Qenf 7 Hetsinki +19 Hong Kong 16 Jerúsalem 11 Jóhannesarborg 23 Kaupmannahöfn 1 Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Montreal Moskva New York Nýja Delhi Ósló París Reykjavik Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 22 15 12 24 15 17 13 +5 +10 3 23 9 12 4 38 16 15 +4 25 16 11 4 4 skýjaó skýjaö bjart heiðríkt skýjað skýjað skýjað rigning heiðríkt þokumóða skýjað sólskin heiðríkt skýjað sólskin heiðrfkt skýjað skýjað sólskin sólskin skýjað sólskin ióttskýjað skýjað snjókoma skýjað skýjað bjart 'úrkoma skýjað alskýjað bjart skýjað heiöríkt skýjað bjart sólskin bjart skýjað þokumóða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.