Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 37 fclk í fréttum + EINN kunnasti leikari ítala, Romólo Valli, sem er frægur þar í landi f.vrir leik sinn í leikritum Shakespear- es, Chekovs, Molieres og fleiri, fórst í bílslysi í Róm fyrir skömmu. Leikarinn var kominn heim undir húsvegg á bílnum sínum eftir þeim heimsfræga Appiavegi er slysið varð. Hann var aðeins 54 ára að aldri. Hann hafði líka getið sér frægðar fyrir leik í kvikmyndum. Ali meðal aðdáenda + IIÉR er „mestur allra" eins og hann tíðum komst að orði um sjálfan sig, er hann var á blaðamannafundum áður en hann setti upp boxhanskana og fór inn í hringinn til að verja heimsmeist- aratitilinn — hér á árunum. — Þá er það auðvitað enginn annar en hnefaleikakappinn óviðjafnanlegi Muhammad Ali. — Carter Bandaríkjaforseti sendi hann til Afríkulanda til þess að kynna þar sjónarmið forsetans varðandi niðurfellingu Ólympíuleikanna í Sovétríkjunum í sumar. — Myndin er tekin er aðdáendur hans meðal heimamanna i Tanzaníu fagna komu hans á flugvellinum í Dar es Salaam. Yngsti hjartaþeginn + ÞAÐ er ekki að sjá að þessi ungi maður hafi fyrir 11 vikum gengið undir Iifshættulega stóraðgerð á sjúkrahúsi i heimalandi sinu, Bretlandi. — Þetta er yngsti maðurinn í Bretlandi, sem gengið hcfur undir hjartaflutning. 29 ára gamall, Andrew Barlow að nafni. — Barlow hjartaþegi fékk hjarta úr 17 ára gamalli stúlku. — Á myndinni veifar hann starfsiiði spitalans. Papworth Hospitai í Cambridgeshire, i kveðjuskyni, er hann ekur heim af spitaianum. Yul Brynnor + YUL BRYNNER leik- ari, sem er sennilega með frægasta skalla heims, hefur nú verið sköllóttur frá því á árinu 1951. — Þá tók hann að sér annað aðalhlutverkið í kvik- myndinni „The King and 1“ og varð að nauðraka höfuð sitt. — Hann hafði þá að eigin sögn verið dökkhærður. — Hann hef- ur æ síðan rakað höfuð sitt og er það sem billiard- kúla æ síðan svo sem kunnugt er. Hann hefur ekki í hyggju að láta hár sitt vaxa á ný. — Þó svo að hann undir niðri sé forvitinn og freistandi að kanna hvort hann sé tek- inn að grána! — Hann verður sextugur næsta sumar. — Hann mun ætla að fara með sitt gamla hlutverk í leikhúsinu London Palladium, og verður þessi sýning á næsta hausti. Á blaða- manna- fundi + HER eru saman á blaðamannafundi í London fyrir skemmstu leiðtogar Breta og ítala, þau Margareth Thatcher og Francesco Cossiga. — Þau höfðu þá rætt um heimsmálin og fleira í fullar sex klukkustundir. SKEMMTI- Þetta er meðal annars á boðstólum: ★ Útsölumarkaðsvörur á ótrúlega lágu verði frá Karnabæ — Bonanza — Garbó og Bonaparte. Mikið vörubrval. ★ Hljómplötur og kassettur frá Steinum h.f. Aldrei meira úrval — við jafnvel fluttum inn nýjar plötur. VÁ. ★ Alls kbnar efni — efnabútar og tillegg, frá Saumastofu Karnabæjar og Belgja- gerðinni — þarna er einstakt tækifæri, fyrir laghent fólk. ★ Grænmetis og ávaxtamarkaður frá Blómaval. ★ Gardínu og stórisamarkaður. ★ Vörukynningar frá: íslensk matvæli Sól / Tropicana Glit h.f./ Keramik og leirmunir ★ Tómstundabúðin er með leikföng o.m.m.fl.© ★ Gullkistan — skrautvörur ★ Skóv. Þórðar Péturssonar / Melissa. Þorgeir stjórnar af diskópalli „Heimsókn dansins“ Lukkumiðar Uppboð VÁ Veitingar Barnagæzla Listkynning Fjölskyldu viðburður Komið og skemmtið ykkur. „Þið megið bara alls ekki láta þennan markað fram hjá ykkur fara“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.