Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Vel heppnað minniboltamót 2. og 3. febrúar sl. var haldið minniboltamót í Borgarnesi á vegum KKÍ og UMF Skalla- gríms. Keppt var í hinni nýju og glæsilegu íþróttamiðstöð í Borg- arnesi. Minnibolti er körfuknatt- leikur fyrir börn 12 ára og yngri. Þátttakendur voru um 140 í 11 liðum frá 6 félögum. Úrslit urðu sem hér segir: 1. sæti: ÍR-a lið 2. sæti KR-a lið 3. sæti U.M.F.N. 4. sæti Valur 5. sæti KR-b lið 6. sæti U.M.F.S. 7. sæti Fram Kðrfuknattielkur ___________________________ Bjarni afhendir verðlaun. 8. sæti ÍR-b lið í yngra flokki (10 ára og yngri) urðu úrslit þessi: 1. sæti Fram 2. sæti U.M.F.N. 3. sæti U.M.F.S. Framkvæmd mótsins gekk í alla staði mjög vel, þrátt fyrir þennan mikla fjölda þátttakenda. Krakkarnir sváfu í Grunnskól- anum og borðuðu að Hótel Borg- arnes. Boðið var til kvikmynda- sýningar í Borgarnesbíói á laugar- dagskvöldið. Bjarni Bachmann einn af brautryðjendum körfuknattleiks- ins í Borgarnesi var verndari mótsins og afhenti hann öllum þátttakendum verðlaunaskjöl í mótslok og sleit síðan mótinu. Siglingar eru ört vaxandi íþróttagrein Sú íþróttagrein sem er í hvað örustum vexti hérlendis er án efa sigling á seglbátum. Á sama hátt og skíðaáhugi hcfur aukist segja siglingamenn það áberandi hve margir skiðamenn taka upp sigl- ingar á sumrin enda i báðum tilfellum um að ræða ágætis útivist og íþrótt. sem öll fjöl- skyldan getur stundað saman. Aðstæður til siglinga eru mjög góðar hérlendis fyrir smærri báta. má til dæmis nefna björt kvöld þar sem unnt er að sigla að loknum vinnudegi, nokkuð sem ekki er unnt í hinum suðlægari löndum. Þá er sjórinn hér tiltölu- lcga hlýr, þannig að siglingatim- inn er lengri en á hinum Norður- löndunum. Aftur á móti er að- staða hér erfiðari fyrir stærri báta, kjölbáta. vegna hafnleysis. Aukning siglingaáhuga er ekk- ert sérfyrirbæri hérlendis, því sömu sögu er að segja frá öðrum Norðurlöndum. Til dæmis hefur bátafloti Gautaborgarbúa fimm- tánfaldast á aðeins fimm árum. Hér hefur nokkuð gætt hræðslu manna við að byrja siglingar vegna aðstöðuleysis, en þetta eins og annað er að breytast og siglingamenn eru þegar orðnir varir við svipaða þróun hér og í nágrannalöndunum. Vafalaust hafa auknar tóm- stundir og áróður fyrir útivist hjálpað til við uppbyggingu klúbb- anna hérlendis, einnig fjölgun fullorðins fólks, sem stundar sigl- ingar, svipað og gerst hefur hjá skíðafólki. Samkvæmt upplýsing- um Siglingasambands Islands (S.I.L.) stunduðu nærri þrjú þús- und manns siglingaíþróttir hér á landi árið 1979. Stærstu klúbbar landsins eru: Brokey og Siglunes — Reykjavík, Ýmir og Kópanes — Kópavogi, Vogur — Garðabæ, Þytur — Hafnarfirði og Nökkvi — Akureyri. Skipulagðar siglinga- keppnir hafa farið fram í öllum þessum klúbbum undanfarin sum- ur og telja siglingamenn það mesta framfarasporið þegar landsliðsþjálfari Skota, Allister Mitchell, leiðbeindi siglinga- mönnum hér sumarið 1976. Gerði hann strangari kröfur til keppnis- aga og kom upp íslenskum þjálf- urum enda lét árangurinn ekki á sér standa og hefur keppnishark- an aukist að sama skapi. Ilópurinn sem keppti á mótinu. Evrópusamband Knatt- spynuþjálfara stofnað HINN 12. janúar s.l. var stofnað í Vín í Austurríki Evrópusamband knattspyrnuþjálfara. Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags íslands (KÞI) hafði fylgst með undirbúningi um stofnun þessa sambands og sendi á stofnfund- inn sem fulltrúa sína þá Reyni G. Karlsson og Lárus Loftsson. Með þátttöku i þessu samstarfi knattspyrnuþjálfara í Evrópu gefst íslenskum þjálfurum í fyrsta sinn tækifæri til þess að ná með skipulegum hætti tengslum við þjálfara og þjálfarafélög margra Evrópuþjóða. Væntir stjórn KÞÍ þess að þetta samstarf verði íslenskum þjálfurum og um leið islenskri knattspyrnu mjög til framdráttar. Á stofnfundinum var samþykkt m.a. að þjálfarafélög viðkómandi þjóða sendi hvert öðru öll þau gögn sem út eru gefin á þeirra vegum, og eins að þau gerðu hvert öðru grein fyrir námskeiðum og ráðstefnum sem halda ætti og að reynt verði að bjóða sem flestum þjálfurum frá öðrum þjóðum þátttöku. Stjórn KÞÍ mun leitast við eftir mætti að koma þessum gögnum og boðum á framfæri við íslenska knattspyrnuþjálfara, og mun leggja áherslu á útgáfu frétta- bréfs síns, sem m.a. mun flytja fræðsluefni og upplýsingar frá Evrópusambandinu og knattspyrnuþjálfarafélögunum. Þess er vænst að þátttaka í samstarfi knattspyrnuþjálfara í Evrópu verði þýðingarmikill þátt- ur í yfirjgripsmiklu átaki sem stjórn KÞI hefur gert áætlun um í þeim tilgangi að efla til muna starfsemi félagsins. Aðalfundur Knattspyrnuþjálf- arafélags íslands verður haldinn mánudaginn 18. febrúar n.k. að Hótel Esju og hefst hann kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Æskilegt er að tillögur um lagabreytingar berist stjórn fé- lagsins í síðasta lagi 7 dögum fyrir aðalfundinn. Góð þátttaka í hringhlaupinu Stjórn Siglingasambandsins vinnur nú að því að fá skoskan eða skandinaviskan þjálfara hingað til lands í sumar. Ekki hefur farið miklum sögum af þátttöku íslendinga í siglinga- keppnum erlendis. Á undanförn- um árum hafa Islendingar tekið þátt í þremur Evrópumótum og einu heimsmeistaramóti á „Fireb- all“ og einu Norðurlandamóti unglinga á „Flipper". Árangur hefur verið upp og ofan en þó aðallega í meðallagi. Stoltastir eru þó íslenskir siglingamenn yfir sigri Gunnars Hilmarssonar og áhafnar hans í sterkri kjölbáta- keppni 1973, Stavanger/Bergen keppninni. Þar höfnuðu þeir í 1. sæti eftir harða keppni á 20 feta „Alacrity" skútu sinni. Hringhlaup frjálsíþróttadeild- ar Breiðabliks fór fram um síðustu helgi og var þátttaka mikil og góð. Góður árangur náðist eins og vænta mátti, en efstu keppendur í hverjum flokki urðu sem hér segir. Strákar f. 1966: Arnór SijfurðsNon Reynir SÍKurósson Strákar f. 1967—68: Hreinn Ilrafnkelsson Inifvi InKÓifsson Ginar Júlíusson Stelpur f. 1967-68: Eyja Sigurjónsdóttir Gunnhildur Gunnarsdóttir 5:10.91 mín Strákar f. 1969-70: Björn Már Sveinbjörnsson 3:14.62 mín Jón Björn Björnsson 3:17.62 mín Vilhelm Gunnarsson 3:29,75 mín Stúlkur f. 1969-70: Linda Stefánsdóttir 1:02,20 mín Auður Stefánsdóttir 4:05,52 mín Steinunn Purkelsdóttir 4:10,79 mín Strákar f. 1971 og síðar Helgi KoIviÖsson 2:22.20 mín Björjívin I>. Björgvinsson 2:27,90 min Arnar G. Ómarsson 2:30,50 min Stúlkur f. 1971 og síðar: Jórunn Sigurjónsdóttir 2:39.98 mín Steiniterður Danielsdóttir 3:01,05 min María Gunnarsdóttir 3:15.90 min 6:47,20 mín 7:24,42 min 4:33,53 mín 4:52,82 mín 4:57,94 mín 5:04,68 mín Enn um samskipti UÍA og ÍBR vegna Baldurshaga * Síðasi liðið haust skrifaði ég grein um óréttláta úthlutun á timum i Baldurshaga sem er eina frjálsiþróttaaðstaðan innanhúss hér á landi. í neitunarbréfi ÍBR til UÍÁ sem barst seint, var ástæðan sögð sú að eitt félag í Reykjavík hefði verið á móti því að UÍA fengi leigða tíma og meðan svo væri þyrfti ekkert um málið að ræða. Úndarlegt, því fulltrúar frjálsiþróttadeilda félaganna í Reykjavík hafa borið þetta af sér. Enn eru lausir tímar i Baldurshaga og frjálsíþóttaaðstaðan eftirsótta ekki fullnýtt. Það sem skeði i haust eftir fyrrnefnd málaiok var að frjáls- íþróttamenn UIA reyndu að pota sér inn á æfingar hjá Reykja- víkurfélögunum. Urðu þeir að fá skírteini sem sýndu að þeir væru félgar í því félagi sem þeir æfðu hjá. Þetta útilokaði að Austfirð- ingarnir gætu haldið hópinn og að hægt væri að ráða þjálfara eins og ráðgert var. Nú eru afleiðingarnar að koma í ljós eða öllu heldur frábær árangur stjórnar ÍBR. Egill Eiðsson einn efnilegasti frjálsíþróttamaður innan UÍA fékk að æfa hjá KR og lenti þar í hópi KA manna sem einnig syndg- uðu upp á náðina hjá KR, aðallega vegna fólksfæðar þar. Egill varð fjórfaldur íslandsmeistari á drengjameistaramóti Islands s.l. sumar. Hann haföi á æfingunum hjá KR félagsskap KA manna, æfði mikið með Oddi Sigurðssyni, naut tilsagnar þjálfara hans og auðvitað hlaut að koma að því. Viðkomandi er genginn í KA og verður næsta sumar á Akureyri. Þar verður eflaust æft af kappi, Egill er ákveðinn í að ná sem bestum árangri og kannski verður þetta honum besta tækifærið til þessa, við skulum vona að loforðin standi. Þetta er ágætt dæmi um það sem skeð hefur á undanförn- um árum í þessum efnum í Reykjavík. ÚÍA hefur ekki tækifæri til að keppa við KA og Reykjavíkurfé- lögin á grundvelli sömu aðstöðu. Þeir Austfirðingar sem ná góðum árangri verða einfaldlega að vera í Reykjavík og æfa þar. Ef félög og sambönd af landsbyggðinni eiga að geta haldið í þá íþróttamenn sem þau hafa alið upp verða þau að fá afnot af aðstöðu til æfinga í höfuðborginni. Ég fullyrði að ef UÍA hefði fengið tíma í Baldurshaga og haft eigin þjálfara og Austfirðingarnir þar með haldið hópinn hefði öðru vísi farið. AÐ lokum: Á Meistaramóti Islands 14 ára og yngri s.l. sumar sigraði UÍA, hlaut 97 stig, næsta samband UMSB hlaut 67 stig hin 16 og þar með talin Reykjavíkur- félögin hlutu þaðan af minna. Á íslandsmeistaramóti 15—18 ára hlaut UÍA flesta meistaratitla og flest stig í óopinberri stiga- keppni. 200 íslendingar 18 ára og yngri hlutu afreksstjörnu FRÍ, Héraðs- sambönd og félögin í Reykjavík eru um 30 talsins en UÍA eitt átti 60 krakka af 200. Á s.l. ári hlaut UÍA 19 ís- landsmeistara í frjálsíþróttum. Á fjölmennasta frjálsíþrótta- móti sem haldið er á Islandi árlega Sumarhátíð UÍA, voru 900 keppendur og er þátttaka þó takmörkuð. Sumum félögum og forystu- mönnum væri nær að snúa sér að uppbyggingu eigin unglingastarfs og síðan afreksfólks og sleppa því að leggja stein í götu annarra. Hermann Níelsson form. UÍA. P.S. Til að undirstrika aðstöðu- mun þeirra félaga og sambanda sem staðsett eru langt frá Reykjavík þar sem flest mót fara fram og hinna sem staðsett eru í borginni eða í nágrenni hennar mun það kosta UÍA um eina milljón kr. að senda keppendur á 3 mót í frjálsum íþróttum innan- húss á næstunni. Er hér um að ræða íslandsmeistaramót 14 ára og yngri, 15—18 ára og í flokki karla og kvenna. Þátttakendur frá UÍA verða um 35 talsins og er hér eingöngu reiknaður ferða- kostnaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.