Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 ■ Kristófer Ingi Svavarsson laganemi: Af slysni varð mér litið yfir j;rein Rúnars Vilhjálmssonar fé- lagsfræðinema í Morgunblaðinu þann 31. janúar síðastliðinn. Líkaði mér sú lesning ekki sem skyldi. Ber þar margt til enda af nægu að taka. Órökstuddar og að því er virðist heldur betur vara- samar fullyrðingar hellast yfir lesandann eins og eldur og brenni- steinn yfir íbúa Sódómu hér áöur og fyrr, virðast allir undir sömu sökina seldir, morðingjar skulu þeir vera, læknar, alþingismenn, konur er látið hafa eyða fóstri og því sem næst allir sem á einhvern hátt hafa stuðlað að framgangi 9. gr. 1.25/1975. Ágæti lesandi, þannig hljóðar umrædd lagagrein: „9. grein. Fóstureyðing er heim- mati þeirra sérfræðinga er stóðu að samningu laganna ekki mann- vera í eiginlegri merkingu heldur aðeins og einvörðungu fóstur, þ.e. frumusamband sem verður að mannveru er líða tekur á með- göngutímann. 8. gr. laganna und- irstrikar þetta en hún hljóðar þannig: „Fóstureyðing samkvæmt lögum þessum er læknisaðgerð sem kona gengst undir í því skyni að binda endi á þungun, áður en fóstrið hefur náð lífvænlegum þroska.'* (undirstr. mín). Enda hlyti hæstiréttur íslands að hafa ógilt þessi lög ef hann teldi að um manndráp væri aö ræða. Eins og Rúnar veit brýtur slíkt nefnilega í bága við okkár ágætu stjórn- arskrá. Rúnar vill ekki að fóstureyð- Kristófer Ingi Svavarsson legum ástæðum sé alltof rúm. Ekki eigi að leyfa fóstureyðingu þó álit lækna og sérfræðinga liggi fyrir um að sennilega sé eitthvað alvarlegt að fóstri. Bæði er það að Rúnar telur sig þess umkominn að vega og meta hvort sérfræð- ingarnir séu nú í raun og veru nokkrir sérfræðingar, þeir séu „ósammála hver öðrum“, „meira að segja sérfræðingarnir eru ekki vissir um það í mörgum tilvikum, iivort eitthvað sem þeir telja afbrigðilegt, t.d. hjá ófrískri konu, sé hægt að lækna, eða hvort það er að öllu leyti háð erfðum“, og að þeir séu „ónákvæmir" (en þessar fullyrðingar eru að sjálfsögðu ekki studdar neinum rökum). Og þótt sannað sé að fóstrið sé afbrigði- legt þá eigi konan er gengur með það engan rétt á að „myrða“ það. Tja, þvílíkir fordómar! Það að Fóstureyöingar eru mannréttindi il: 1. Félagslegar ástæður: Þegar ætla má að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. Við slíkar aðstæður skal tekið tillit til eftirfarandi: a) Hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liðið frá síðasta barnsburði. b) Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar eða alvarlegs heilsuleysis annarra á heimilinu. c) Þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast barn- ið á fullnægjandi hátt. d) Annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við ofangreindar aðstæður. 2. Læknisfræðilegar ástæður: a) Þegar ætla má að heilsu konu, líkamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu. b) Þegar ætla má að barn, sem kona gengur með eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar í fósturlífi. c) Þegar sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dregur alvarlega úr getu konu eða manns til að annast og ala upp barn. 3. Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleið- ing af öðru refsiverðu atferli." En áður en lengra er haldið í glímunni við Glám í grein Rúnars skal nokkrum orðum farið um þá kenningu sveinsins að fóstureyð- ingar jafngildi morði, sjálfa þungamiðju málflutnings hans. Samkvæmt 10. gr. 1.25/1975 skal fóstureyðing hafa farið fram helst fyrir lok 12. viku meðgöngu- tímans og aldrei seinna en fyrir lok 16. viku nema lífi konu sé stefnt í voða með áframhaldandi þungun. Fóstur á þessu tíma- skeiði, fyrstu tólf vikum, er að ingar af félagslegum ástæðum séu leyfðar. Um það efni segir hann: „Það á ekki að leysa félags- leg vandamál með fóstureyðing- um, heldur á samfélagið að bera ábyrgðina og leysa þessi félags- legu vandamál, t.d. með aukinni fjárhagsaðstoð við einstæðar rnæður." Sama sinnis er Þorvaldur G. Kristjánsson alþingismaður. Með frumvarpi til laga þingið 1978—79 lagði hann til að 1. tl. 9. gr. laganna yrði felldur niður með þeirri sömu röksemdafærslu, fé- lagsleg vandamál ætti að leysa með félagslegum úrbótum en ekki fóstureyöingum. Sagði hann m.a..í greinargerð: „En satt er það, að mörgu er enn ábótavant og að ýmsu þarf að hyggja. Betur þarf að gera í málum barnshafandi kvenna, svo sem fæðingarorlofi og mæðraheimilum. Barnaheimilum þarf að fjölga og bæta, dagvist- arheimilum og leikskólum." Til þess beri að virkja „almannavald- ið og samhjálp þjóðarinnar" svo enn séu notuð orð Þorvaldar. Með þessum málflutningi ýjar hann að því að setning 1. tl. 9. gr. hafi verið e.k. staðfesting á því að ekki hafi verið sem skyldi staðið að félags- legum aðgerðum í þágu mæðra. En þá hLýtur tillaga hans að vera byrjun á öfugum enda. Ef fóstur- eyðingar hafa verið vond úrræði við þessum félagslega vanda, vanda sem mæta beri með þeim meðölum er Þorvaldur nefnir í greinargerð sinni, þá hlýtur að liggja í hlutarins eðli að vandinn sé fyrst leystur með hinum félags- legu aðgerðum, síðan verði ákvæð- ið fellt niður enda sé það þá óþarft. En því miður virðist sú ekki vera raunin. í greinargerðinni fer Þorvaldur aðeins almennum orð- um um almennt kunna staðreynd, lítið fer fyrir hlutlægum tillögum. Allavega báru „leiftursóknar"- hugmyndir Sjálfstæðisflokksins, flokks Þorvaldar, ekki þess merki að greiða ætti þessum tiltekna, félagslega vanda náðarhöggið. Sama marki er Rúnar brenndur: „t.d. með aukinni fjárhagsaðstoð við einstæðar mæður", getur vart talist til hlutlægra-tillagna. I riti Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins no. 4/1973 (en það hefur að geyma gr.gerð og tillögur nefndar að frumvarpi til laga um fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir en þær tillögur voru ekki lagðar til grundvallar 1.25/1975) eru mörg sláandi dæmi um konur sem fengu neitun við umsókn sinni um fóstureyðingu þó í hlutarins eðli hefði átt að liggja að slíks væri þörf. Dæmi: „41 árs kona með 13 þunganir að baki og 9 fæðingar, 3 fósturlát, eggjahvítu í þvagi, hækkaðan blóðþrýsting of lélegar æðar í fótum, í sjúkrasögu, fær neitun við umsókn sinni, því hún sé ekki haldin alvarlegum, langvarandi sjúkdómi. Þess er einnig getið að konan þolir ekki getnaðarvarnir.“ (bls. 27). Myndi slíkum tilfellum fjölga við afnám 1. tl? Svari hver fyrir sig! Rúnar telur að heimild til fóstureyðinga af læknisfræði- kona fengi ekki fóstureyðingu sem sannanlega gengi með skert fóstur og treysti sér ekki til að annast og ala upp hið afbrigðilega barn í framtíðinni væri slík níðsla á öllum grundvallarreglum mann- réttinda að vart ætti sinn líka. Tal um fatlað fólk í þjóðlífinu á alls ekki við í slíku samhengi og kemur þessum sjálfsagða rétti konunnar ekkert við. Vitaskuld er það fólk jafn rétthátt og annað fólk og margt af því er t.d. í hópi gáfuðustu og vönduðustu einstakl- inga sem ég þekki (þá má skjóta því að þar sem Rúnar nefnir sem dæmi um mikinn ávinning öryrkja að ýmiss lög hafi verið sett í þeirra þágu að ekki virðist alltaf mikið farið eftir þeim sbr. t.d. um forgangsrétt öryrkja til vinnu). En áfram brunar Rúnar og heldur því næst fram að „mikill fjöldi kvenna virðist aldrei bíða þess bætur á sálarlífi sínu að hafa framkvæmt fóstureyðingu". Og áfram: „Verulegur hluti þeirra kvenna, sem lætur framkvæma fóstureyðingar getur aldrei eign- ast barn framar, verður ófrjór". Hvorug þessara atriða eru studd rökum og segir Rúnar: „Reyndar er erfitt að fá upplýsingar um þetta mál, en svona virðist það vcra“ (undirstr. mín). Þetta er rangt. I áðurnefndu riti Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins no. 4/1973 er að finna niðurstöðu eftirrannsóknar er Svava Stefáns- dóttir félagsráðgjafi stóð fyrir hjá konum er gengist höfðu undir fóstureyðingu við fæðingadeild Landspítalans árið 1966 og 1967. Á bls. 119 á töflu 23 gefur á að líta þær upplýsingar að af 76 konum er þátt tóku í könnuninni höfðu 7 fundið fyrir verulegri sektarkennd eða 9,2% spurðra. 14 fundu um tíma til vægra sjálfsásakana eða 18,4% en 55 eða 72,4% fundu ekki til neinna sjálfsásakana. Aðeins tveimur konum af 76 eða 1,5% spurðra tókst ekki að eignast barn síðar þrátt fyrir vilja, en hafa ber í huga að „báðar eru fjölbyrjur og hátt á fertugs aldri“ (sama rit bls. 118). En villur á borð við þessa væri unnt að fyrirgefa ef ekki fylgdi þessari röngu staðhæfingu vægast sagt ósmekkleg prédikun: „(það að vera ófrjór)... þykja sumum „nútímakonum" ef til vill léttvæg mótrök, þegar það sýnist verða æ algengara í okkar ónátt- úrulega samtíma, að konur geri sig ófrjóar á jafn sjálfsagðan hátt og menn fara til tannlæknis ... Það versta sem kæmi fyrir þessar „nútímakonur" væri, að þær skildu við manninn sinn eða hreinlega misstu hann, kynntust síðan öðrum manni sem þær langaði að eignast með börn. Ymisleg önnur ógæfa tengd ófrjóseminni gæti auðvitað hent þessar „nútímakonur“. Ef svona bull, þrungið kvenfyrirlitningu og furðulegri gremju, er ekki ónátt- úrulegt, hvað þá? Rúnar vill ekki að konu sé hcimil fóstureyðing hafi henni verið nauðgað. Um það atriði segir hann þetta: „Auðvitað eru slík tilfelli algjör undantekn- ingartilfelli, enda vafalaust fæst- ar blaðafréttir sem um þetta fjalla, hrcinar nauðgunarfréttir. Gildir hér það sem stundum er sagt að sjaldan veldur einn þá tveir deila". og áfram: „Ef hins- vegar mæður lentu í slíkri ógæfu að ganga með börn eftir sitt hatursfólk (ef við gerum ráð fyrir að við elskum ekki óvini okkar, eins og Kristur boðar)...“ (allar undirstr. eru mínar). Hvað er „hrein nauðgunar- frétt"? Er eitthvað til sem heitir „hlutanauðgun" eða „fjórðungsn- auðgun"? Hingað til hélt ég að skilgreiningin á nauðgun væri sú að konu væri þvingað til kynlífs- athafna með ofbeldi. Ef ekki, þá væri bara hreint ekki um nauðgun að ræða. Og „sjaldan veldur einn þá er tveir deila“! Vill Rúnar meina að stúlka sé samsek sé henni nauðgað, sé hún þvinguð til athafna er varða viðkvæmustu og persónulegustu þætti hvers ein- staklings með ofbeldi og vægðar- lausri ruddamennsku? Hver er sekt hennar? sá spyr sem ekki veit! Og ætlast Rúnar virkilega til Dagrún Kristjánsdóttir: Rétt eða rangt? Mat manna á réttu og röngu, virðist ærið misjafnt eftir því, hvar í þjóðfélagsstiganum þeir standa, hvað þeir gera og hve málefnið eða verknaðurinn, stend- ur þeim sjálfum nærri, sem um er rætt. Margir skilja ekki aðstöðu annarra, fyrr en þeir sjálfir hafa reynt hana. En margt er þannig vaxið að ekki þarf nema meðal- mennsku, til að skilja og finna hvað er sæmilegt og hvað ekki. Ritfrelsi og málfrelsi, þetta eru falleg orð í munni þeirra sem skilja hvað þau þýða, — og vita að það gildir það sama á þeim vettvangi og öðrum, að það er ekki ótakmarkað. Ekki frekar en við getur gert hvaðeina sem okkur sýnist á öðrum sviðum. Við meg- um ekki stela og við megum ekki drepa fólk, án þess að verða að gjalda þess. Við erum sett í fangelsi og erum ekki lengur frjáís, vegna þess að við misnotuð- um frelsið. Eins gefur að skilja að hægt er að misnota ritfrelsi og málfrelsi, svo gróflega að ógnað sé æru og framtíð einstaklingsins. Það er líka hægt að misbjóða svo tilfinningum fólks, í viðkvæmum 'Hiltlllitlf einkamálum, með því að opinbera þau alþjóð, að það nái sér aldrei. Er þeim ljóst, er það gera undir yfirskini rangrar túlkunar sinnar á eigin athæfi, að þeir eru að fremja glæp gagnvart þeim er fyrir verður? Það er ekki hægt að nefna það annað en glæp að sverta náungann í augum annarra, troða á tilfinningum nánustu ættingja og í sumum tilvikum nota sér ójafna aðstöðu, þar sem sá sem vegið er að er ekki lengur lífs. Það eru margir sem hafa, í von um hagnað, leiðst til þessa óheillaverknaðar, og haldið að þeir væru friðhelgir gagnvart allri gagnrýni, vegna þess eins að einhver hefur í ógáti nefnt þá rithöfunda eða listamenn. En hvernig færi það er farið yrði að, fremja rán og morð undir yfir- skini þess að „listin" krefðist þess, — aðferðir og frágangur verknað- arins væri með svo miklum „list- rænum“ svip, að það gerði alla sök að engu og að það væri einungis skilningsleysi fólks, á „list“ — sem vantaði? Það væri jafn eðlilegt og það að ætlast til þess að nægt sé að ræna fólk heiðri þess og valda 111111)1 því sálarkvölum — jafnvel svipta það moguleika til starfs og sjálfs- bjargar — án allra eftirkasta? Er það ef til vill talin mildari aðferð, að rýja fólk ærunni og möguleika ti! eðlilegs lífs’ Er það manuúð- legra að særa einhvern, svo að hann nái sér aldrei og verði að lifa við harmkvæli — en að gera hreinlega út af við hann? Það virðist almennt vera álit „listamanna" að þeim sé ALLT leyfilegt undir því yfirskini að það sé list. En það eru ekki allir á sama máli um það, sem betur fer, þó alltof margir, þori ekki að viðurkenna það af hræðslu við að vera álitnir einhver viðundur. En er ekki samt betra að þola það, en að fylgja því sem rangt er eða illt, því að við verðum sjálf að svara fyrir skoðanir okkar og gerðir, þá getum við ekki skotið okkur á bak við það sem aðrir hugsa og gera. Okkur var gefin tungan til þess að tjá með hugsanir okkar, svo að skiljanlegar yrðu öðru fólki, okkur voru gefnar hendur, til þess að vinna með. En voru okkur gefin þessi tæki okkur til sjálfsbjargar eingöngu, þ.e. í eiginhagsmuna- skyni? Voru okkur gefin þau til þess eins að við gætum barið frá okkur í orði og verki, án tillits til umhverfis og annarrar lifandi „skepnu"? Ætlaðist Drottinn til þess að við lifðum lífi okkar hvert um sig, algjörlega óháð öðrum og mættum því nota öll meðul sem okkur hugkvæmdist til að „reyna að krækja í nógu þægilegt sæti“? Hafi svo verið, þá er vissulega allt tal um rétt og óreft, satt og ósatt, syndir og glæpi, — algjörlega út í hött. En það er mjög ótrúlegt að allt það misferli sem á sér stað, sé Guöi þóknanlegt og það þarf engan guð til að stjórna því sem illt er — mennirnir hafa sýnt það og sannað að þeir eru fullfærir um að framkvæma öll myrkraverk, sem hugsanleg eru, án nokkurrar aðstoðar æðri máttarvalda. Flestir munu leynt eða Ijóst, í innstu hugarfylgsnum eða opin- skátt, trúa að til sé æðra vald, en það sem við höfum yfir að ráða. Flestir sem því trúa, tengja það því sem er fullkomið og gott, — ólastanlegu líferni, sannleika, feg- urð, miskunn, réttlæti, birtu, óeig- ingirni, samúð, skilningi, fórnfýsi, kærleika til náungans og alls lífs, heiðarleika, fyrirgefningu og þannig mætti lengi telja. Af þessu má sjá að það sem er í mótsetn- ingu við allt þetta, er Guði ekki þóknanlegt. Líklega eru fáir, sem ekki hafa einhverntíma, fallið í fleiri en eina og fleiri en tvær, af þeim gryfjum sem forðast ber, enda „mjór vegurinn og þröngt hliðið", sem vísar leiðina til full- komnunar. En það er mismunur á hvort að vegfarandi hrökklast í ógáti eðaóvitandi, út af réttri braut, eða hvort hann tekur vísvit • andi stefnu í ránga átt. Það eru alltof mörg dæmi þess að rithöfundar misnoti gáfu sína og þá á ég við þá, sem geta misnotað hana vegna hæfileika. Margir sem kalla sig rithöfunda geta ekki misnotað það sem þeir ekki eiga, en þeirra sök er sú að klastra saman ómenningarlegu samsulli af einskisnýtu og sora- legu efni, sem engum tilgangi þjónar öðrum en þeim, að for- 1 fl IHtllHllllllllllil I II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.