Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 19 Lið Óla öruggt í 2. deild LIÐ Ólafs Sigurvinssonar. SearinK. hefur gert það mjög Kott í belgísku 3. deildinni í vetur. Liðið hefur 7 stÍRa for- ystu í deildinni og hefur þegar trygKt sér saeti í 2. deild næsta keppnistímabil. Searing lék í 4. deild í fyrra og hefur nú leikið 47 leiki án taps. Ólafur hefur verið fastamaður í liðinu í vetur. í 2. deildinni eru tveir íslend- ingar í baráttunni. þeir Karl Þórðarson og borsteinn Bjarna- son hjá La Louviere. Það hefur verið heldur á brattann að sækja hjá þeim í vetur og lið þeirra hefur verið í fallbarátt- unni. í síðustu leikjum hefur aðeins rofað til og liðið er nú í f jórða neðsta sæti og keppir að, því að sleppa við fall. Karl hefur verið einn bezti maður liðsins í vetur og er markhæst- ur með 5 mörk í 18 leikjum. Þorsteini hefur gengið öllu verr og hefur hann aðallega leikið með varaliði félagsins. Tómas leikur meö ÍBV TÓMAS Pálsson. sem hefur verið einn traustasti og besti maður ÍBV liðsins í gegnum árin, hefur ákveðið að leika enn eitt keppnistímabilið með lið- inu. Tómas lýsti því yfir í haust að hann ætlaði sér að leggja skóna á hilluna knattspvrnu- áhugafólki í Eyjum til mikillar hrellingar. Síðan hefur Tómas verið undir miklum þrýstingi frá forustumönnum ÍBV. með- spilurum sínum í liðinu og fjölmörgum áhugamönnum. í þá veru að hann endurskoðaði þessa ákvörðun sína og nú um helgina tilkynnti Tómas for- ráðamönnum ÍBV þá ákvörðun sína að leika með í sumar. Er þessari ákvörðun Tómasar mjög fagnað í Eyjum. En um leið og þessi gleði- fregn um Tómas barst á kreik fréttist það að Valþór Sigþórs- son, varnarmaðurinn sterki. væri alvarlega að hugsa um að flytjast í sumar til höfuðborgar- innar og leika þar. En vitað að tvö 1. deildarlið eru á höttunum eftir Valþóri. Fram og FH. og mun Valþór hafa ölíu meiri áhuga á FII. — hkj Glæsileg frammi- staða Ragnhildar ÍSLANDSMEISTARI kvenna í borðtennis náði frábærum árangri i einliðaleik á opna velska borðtennismótinu sem fór fram um helgina. Ragnhild- ur mætti Powell frá Wales, sem er einn efnilegasti borðtcnnis- leikari Wales-búa. Powell þessi byrjaði líka af fullum krafti og vann tvær fyrstu loturnar, 21 — 11 og 21 — 17. í þriðju lotu komst Powell í 15—6 og stefndi í öruggan sigur. En þá sagði Ragnhildur hingað og ekki lengra. Hún sneri taflinu við, vann 21 — 18 og síðan næstu tvær 21—19 og 21 — 18, sýndi Ragnhildur þarna frába'ran leik. Hinum íslensku keppendun- um gekk ekki eins vel, en þeir stóðu sig þó með sóma. í landsleik við Vestur-bjóðverja tapaði Gunnar fyrir Huging 5—21 og 3—21 og Hjálmtýr tapaði fyrir Leiss 5—21 og 10—21. Var talað um að þeir Leiss og Huging hefðu veðjað hvor myndi vinna stærri sigur og engin miskunn var synd. í tvíliðaleiknum töpuðu íslend- ingarnir fyrir Leiss og Stellwag 7—21 og fi—21. Önnur úrslit voru í svipuðum dúr, en geta má þess, að Gunnar Finn- björnsson vann eina lotu gegn Jeffers frá Wales í einstakl- ingskeppninni, 21 — 17, en tap- aði samanlagt 1 — 3. Fram—Haukar í kvöld: Fallbaráttan í algleymingi EINN leikur fer fram í botnbar- áttu 1. deildarinnar í hand- knattleik í kvöld. Fram og Ilaukar mætast í Laugardals- höllinni og hefst leikurinn klukkan 18.50. Eins og komið er, er botnbar- áttan í algleymingi, og bæði þcssi lið eru í bullandi fall- hættu. Framarar unnu fræki- legan sigur gegn Val um helg- ina, sinn fyrsta á vetrinum, og stappar það stálinu vafalaust í liðsmenn. Hins vegar mættust þessi lið fyrir skömmu í bikar- keppni IISÍ og bar Hafnarfjarð- arliðið þá sigur úr býtum i fjörugum og jöfnum leik. Það er því óhætt að spá jöfnum baráttuleik i Höllinni í kvöld. beek hafa sótt í sig veðrið. Og um helgina gerðust þau stór- tíðindi að Lokaren tapaði á heimavelli fyrir Brugge'á sama tíma og Standard og Anderlecht unnu öruggan sigur á heimavelli og þar með hrapaði Lokaren úr efsta sætinu niður í þriðja sæti. Brugge er efst með 33 stig, Standard og Lokaren hafa 32 stig og Anderlecht og Molenbeek 31 stig. — Það stefnir í geysilega bar- áttu um titilinn, sagði Ásgeir. — Standard hefur hlotið 11 stig af 12 mögulegum frá áramótum og markatalan er 13:0. Sömu sögu er að segja af Anderlecht, liðið hefur hlotið 11 stig af 12 mögu- Pétur skoraði PÉTUR Pétursson skoraði nitjánda mark sitt í hollensku deildarkeppninni er hann sendi vítaspyrnu rétta boðleið gegn Den Ilaag á laugardaginn. Var það fyrra mark Feyenoord, en það síðara skoraði Riehard Budding. Ilarrie Melis skoraði fyrir Den Ilaag. Úrslit leikja í Hollandi urðu þessi. Willem 11 Tilb. - GAE Deventer 3-0 Vitesse Arnhem — Nae Breda 2—0 Haarlem — Ajax 1—3 AZ*67 Alkmaar — Excelsior 1—0 FC Utrecht — Sparta 3—1 Feyenoord — Den IlaaK 2—1 Roda JC — MVV Maastricht 1—0 Tvente — PSV Eindhoven 2—1 Pec Zwolle — Nec NijmeKen 1—0 Ajax hefur yfirburðaforystu, 38 stig, Alkmaar hefur 31 stig og Feyenoord er í þriðja sæti með 29 stig. • Ólympíuleikarnir í Lake Placid heffjast á morgun. Á myndinni má sjá íslensku þátttakendurna, þjálfara og fararstjóra. Á myndina vantar einn keppenda, Sigurð Jónsson. Á bls. 24 og 25 eru íslensku keppendurnir. Ljósm. RAX. Standard hefur hlotið 11 stig af 12 mögulegum eftir áramót • Bræðurnir Sigurvinssynir, Ásgeir t.v. og ólafur. — OKKUR hefur gengið mjög vel eftir áramótin og við eigum góða möguleika á þvi að hrcppa titilinn. sagði Asgeir Sigur- vinsson er Mbl. ræddi við hann um helgina og spurði frétta úr belgísku knattspyrnunni. Miklar sviptingar hafa verið í 1. deild undanfarnar vikur. Lok- aren, lið Arnórs Guðjohnsens, virtist um tíma ætla að stinga önnur lið af, en upp á síðkastið hefur stjarna liðsins hrapað heldur betur á sama tíma og Standard Liege, lið Ásgeirs, FC Brúgge, Anderlecht og Molen- legum og hefur markatöluna 15:0. Á sama tíma hefur Lokaren gegnið mjög illa enda mikið um meiðsli hjá leikmönnum liðsins, t.d. Lubanski og Arnóri Guð- johnsen. Ásgeir skoraði ekki fyrir Standard á laugardaginn en hann kvaðst hafa verið ánægður með sinn hlut. Mörk liðsins skoruðu Edström, van der Smissen, Riedl og Wellens. Um næstu helgi leikur Standard á útivelli gegn FC Brúgge og mætir svo Anderlecht í bikar- keppninni helgina á eftir. - SS. • Tómas Pálsson á fleygiferð með knöttinn. Hann hefur nú hætt við að hætta og kætast örugglega allir Eyjamenn við þau tíðindi. Köln, HSV og Bayern efst FC KÖLN fékk ágætt tækifæri til þess að skjótast í efsta sæti þýsku deildarkeppninnar. er liðið fékk Stuttgart i heimsókn. á sama tíma og leik IISV og Herthu var frestað vegna veð- urs. Köln tókst hins vegar ekki að knýja fram sigur. aðeins jafntefli með miklum naumind- um, en jöfunarmark liðsins skoraði Gerd Strack þegar að- eins þrjár mínútur voru til leiksloka. Pierre Littbarski skoraöi fyrra mark Kölnar eft- ir snjallan undirbúning Tony Woodcock. Iladewicz og Kelsch komu Stuttgart hins vegar í 2—1, en það nægði liðinu þó ekki til sigurs. Úrslit leika í Vestur-Þýska- landi urðu þessi: Hertha Berlin — Hamburger SV Kaiserslautern — fr Leverkusen Eintr. Frankfurt — 4-0 Eintr. Braunschweig FC Köln - 7-2 VFB Stuttgart Werder Bremen — 2-2 Fortuna Dusseld. Uerdringen — fr Dortmund VFL Bochum — 3-0 1860 Munchen MSV Duisburg — 2-0 Schalke 04 Bayern Munchen — 1-2 Mönchengladbach 3-1 Bayern Munchen þjarmaði enn frekar að öðrum toppliðum deildarinnar með stórgóðum sigri gegn gamla risanum Bor- ussia Mönchengladbach. Dieter Höness og Wilfred Weiner skor- uðu fyrir Bayern í fyrri hálfleik. Schaffer minnkaði muninn fyrir leikhlé en lokaorðið átti Karl Heinz Rummenigge um miðjan síðari hálfleik. Eintrakt Frankfurt var hins vegar lið dagsins, skoraði 7 mörk gegn tveimur gegn botnliðinu Eintrakt Braunschweig. Thomas Pezzey og Bernd Hölzenbein (2) skoruðu í fyrri hálfleik gegn marki frá Eggeling, en í síðari hálfleik bættu þeir Bum Kun Cha Nachtweih, Nickel og Borchers mörkum við fyrir Frankfurt. Júrgen Trimhold svarði fyrir gestina. Markaregn var einnig í leik Kaiserslautern og Leverkusen. Þar héldu gest- irnir hreinu í heila klukkustund, en á skömmum tíma röðuðu leikmenn Kaiserslautern fjórum mörkum, Melzer, Wendt, Geye og Neues skóruðu mörkin. Schalke 04 er nokkuð óvænt í fjórða sæti deildarinnar, óvænt vegna þess að liðið skorar lítið af mörkum, lítið en nóg aö því er virðist. Eftir leiki helgarinnar er stað- an þannig, að Hamburger SV, 1. FC Köln og Bayern Munchen eru efst og jöfn að stigum, 28 hvert félag. Hamburger hefur hins vegar leikið einum leik minna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.