Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Bjartmar Kristjánsson: Sómi íslands Vegna síðustu atburða í Sovétríkj- unum hafa víða um heim komið fram cfasemdir um þáð, hvort taka beri þátt í Olympíuleikunum, sem ráðtfcrðir eru í Moskvu á komanda sumri Idealistarnir senja, að ekki eitíi að blanda saman íþróttum ot; stjórnmálum. Og samkvæmt þeirri „formúlu" af(;reiddi ríkisstjórn íslands bréf Carters forseta, sem skclcgglegast berst nú fyrir því, að þjóðir heims hunzi Ólympíuleika þeirra Kremlverja. En Carter sér það rétt, að tala verður við Sovét- stjórnina á því máli, sem hún skilur, en það er álitið, að fátt komi henni verr en það, að Ólympíuleikarnir fari út um þúfur. Það muni henni falla miklu verr en hitt, þótt korn- skortur verði í landinu. Enda hirðu- semin um mannslífin ekki svo mikil á þeim bæ, að það ylli verulegum áhygKjum. Því eru þær gagnaðgerðir betri að setja bann á Ólympíuleikana heldur en kornið eða hveitið. Hið fyrra er beittara vopn á stjórnvöldin, en hið síðara bitnar meir á þegnunum, sem eru saklausir flestir. Samkvæmt áðurnefndri formúlu hefir íslenzka ólympíunefndin ákveðið að heimsækja Moskvu, eins og ekkert hafi í skorizt. Virðist henni ekki hafa orðið bumbult af innrás Sovétmanna í Afganistan eða heldur af meðferðinni á Sakharov, svo að aðeins síðustu afrekin séu nefnd. Þar við bætist svo málefni Kortchnois. Sjálfsagðri beiðni Islendinga um frumstæðustp mannréttindi honum og fjölskylau hans til handa er vísað á bug með fyrirlitningu. En íslenzka ólympíu- nefndin er ekki að setja svona smámuni fyrir sig og segir bara, að ekki skuli blandað saman íþróttum og stjórnmálum! En hverjir blanda þessu tvennu meir saman en einmitt Sovétmenn? Það er vitað mál, að öll afrek sín á sviði íþróttanna telja þeir að sýni og sanni yfirburði hins sovézka stjórnarfars! Með hvaða hugarfari sem íþrótta- mennirnir heimsækja Moskvu er það víst, að stjórnvöld þar munu leggja sinn eigin skilning í þátttöku þeirra, og gleðjast yfir. Að fara til Moskvu nú er því hið sama og að gefa ofbeldisstefnu Sovétstjórnarinnar, bæði inn á við og út á við, „grænt ljós“. Samkvæmt fornri sögn var Herk- úles stofnandi Ólympíuleikanna. Fyrstu leikarnir, sem sögur fara af,' voru haldnir árið 776 f.K. í Ólympíu- dalnum á vestanverðum Pelopsskaga í Grikklandi. Meðan leikarnir fóru fram, mátti hvergi vera ófriður í landinu. Samkvæmt Ólympíuhug- sjóninni er það því rökrétt að neita þátttöku í Ólympiuleikunum í Moskvu. á meðan Sovétmenn fara með hernaði gegn nágrannaríki sínu. Og nú eru þeir í óðakappi að fjarlægja „óhreinu börnin" sín, svo að þau geri nú engan „skandala", en allt megi fram fara með glæsibrag. Ekkert skal geta skyggt á hátíða- gleðina eða hrifningu gestanna yfir herlegheitunum. Islenzka ólympíunefndin hefir tekið sína ákvörðun. En sóma íslands, og sóma íþróttamannanna sjálfra, væri þó betur borgið með því, að þeir sætu heima að þessu sinni. 7. febrúar 1980, atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Stokkseyri Umboösmaöur óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöið. Upplysingar hjá afgreiðslunni í Reykjavík sími 83033. Húsgagnadeild Óskum eftir aö ráöa starfsmann allan daginn, til sölustarfa í húsgagnadeild. Góö framkoma og reglusemi áskilin. Lágmarksaldur 22 ár. Upplýsingar á skrifstofunni í dag og miöviku- dag kl. 2—5. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A Verzlunarstarf Ungur röskur verzlunarmaöur óskast nú þegar til afgreiðslustarfa. Æskilegast að viðkomandi gæti tekið aö sér verzlunarstjórn ásamt eiganda. Upplýsingar (ekki í síma) í verzluninni kl. 10—12 og 2—4. Biering Laugavegi 6. Alafoss h.f Starfskraftur óskar aö ráöa starfsfólk á saumastofu Vinnutími frá kl. 8—16. A skrifstofu hálfsdags Vinnutími frá kl. 12—16. Við pökkun Vinnutími frá kl. 8—16. Störfin eru laus til umsóknar strax og liggja umsóknareyðublöð frammi í Álafossverslun- inni, Vesturgötu 2 og á skrifstofunni í Mosfellssveit. Fríar ferðir úr Reykjavík, Kópa- vogi og Breiðholti. Nánari uppl. gefur starfsmannastjóri í síma 66300. /Wosshf Mosfellssveit óskast til afgreiöslustarfa nú þegar. Upplýsingar í verzluninni miðvikud. 13. fe- brúar milli kl. 6 og 7. galleri (^)] Vörubifreiðarstjóri með meirapróf óskast hjá einni af elztu heildverzlunum landsins viö akstur á 8 tonna vörubifreiö. Umsóknir óskast sendar til augld. Mbl. fyrir 14. þ.m. merktar: „Bílstjóri — 4859“. Laus staða Hlutastaða dósents (37%) í handlæknisfræöi í læknadeild Háskóla islands er laus tll umsóknar. Laus samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn slnni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unniö, ritsmíöar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 10. mars nk. Menntamálaráðuneytiö, 8. febrúar 1980. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Hundahreinsun í Bessastaðahreppi Hundahreinsun fer fram í útihúsum viö Vestri-Skógartjörn, fimmtudaginn 14. febrúar n.k. kl. 18—19. Framlenging á leyfi er háö því aö undanleyfisgjöld ásamt ábyrgö- artryggingu séu greidd viö hreinsun. Leyfis- gjald nú er kr. 10.000,- án tryggingargjalds. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuö er 15. febrúar. Ber þá aö skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóös ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytiö 1. febrúar 1980. Húsnæði til leigu Til leigu eru 200 fm á 2. hæð í steinhúsi viö Lindargötu. Hæöin er einn bjartur salur og má skipta að vild. Hentugt fyrir skrifstofur eöa léttan iönaö. Upplýsingar í símum 21011 eöa 14240. Skrifstofuhúsnæði Til leigu er skrifstofuhúsnæöi á einum besta staö viö Grensásveg. Húsnæöiö sem er tilb. nú þegar er á 2. hæö. Frekari uppl. í síma 83539. Leiguhúsnæði í sumar íslenskur lyfjafræðingur, búsett og gift er- lendis, óskar eftir 2ja—3ja herb. íbúö, meö eóa án húsgagna, á leigu 3—4 mánuöi í sumar. uppl. í síma 10412. Hafnarfjörður Vorboði Sjálfstæöiskvennafélagiö Vorboði heldur fund í Sjálfstæöishúsinu mánudaginn 18. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Stjórnmálaviöhorfiö. Framsögumenn: Salome Þorkelsdóttir, alm. og Matthías Á Mathiesen alm. Frjálsar umræöur og kaffiveitingar. Allar sjálfstæöiskonur velkomnar. Stjórnin. Iðnaðarlóð Aöili sem hefur umráöarétt yfir iönaöarlóö, sem rúmar ca. 7000 fm. hús, þar af um 4500 fm. viö innkeyrslu, óskar eftir byggingaraöila sem gæti lagt fram fjármagn og/eöa tekiö að sér byggingu gegn ákveðinni eignaraöild. Tilboö sendist augld. Mbl. fyrir 20. febrúar n.k. merkt: „Iðnaðarlóö — 4857“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.