Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 11 — Áttu þér einhverja fyrir- mynd? „Já, það er blökkusöngkpna sem heitir Dídí Bridgewater. Ég efast um að margir kannist við hana hér á landi. Hér á íslandi eru líka margar góðar söngkonur sem ég held upp á eins og t.d. Diddú, Brunaliðs- stelpurnar og Helga Möller. — Að lokum, hvað hefur þú ætlað þér að gera í framtíðinni? „Ég stefni að því að komast til útlanda sem fyrst í söngnám og ætla ég þá að snúa mér alfarið að söngnum." MARIA „Ég hef haft áhuga á söng frá því ég man fyrst eftir mér,“ segir María. „Er ég var í skóla söng ég einu sinni í Stundinni okkar og síðar í ýmsum kórum. Þegar ég var 14 ára fór ég í kór Langholts- kirkju en er nú á öðru ári við nám í Söngskólanum. Hins vegar finnst mér það ekki passa nógu vel saman að syngja klassísk lög og dægurlög. Mér finnst röddin í mér hafa versnað mikið eftir að ég fór að syngja dægurlögin. En það er ekki svo gott að ráða við þetta þar sem hér er einungis hægt að læra klassísk- an söng. Það vantar eitthvað þarna á milli, t.d. kennslu í jazzsöng." — Er kennara þinum þá ekk- ert illa við að þú syngir dægurlög jafnframt náminu? „Hún hefur sagt við mig að ég þyrfti fljótlega að velja á milli þess, hvort ég vil halda áfram í náminu eða helga mig dægur- söngnum algjörlega. En eins og er veit ég ekki alveg hvort ég vil heldur. Núna langar mig að halda áfram að syngja dægurlög en það getur allt eins verið að ég sjái eftir því seinna að hafa ekki haldið áfram á klassísku brautinni." — Var það ekkert erfitt að skipta yfir frá því að syngja með „íslenskri kjötsúpu“ og i það að syngja með Ragnari Bjarnasyni? „Það er ekkert svo frábrugðið að syngja með þessum tveimur hljómsveitum. Það eina sem er virkilega frábrugðið eru lögin." — Hvernig er að syngja fyrir íslenska danshúsagesti? „Margir þeirra eru mjög rudda- legir og ókurteisir. Það kemur fyrir að þeir koma upp að sviðinu og heimta það að við leikum önnur lög ef þeim líkar ekki það sem við erum að leika í augnablikinu. Maður reynir þá að vera kurteis og uppfylla óskir þeirra að ein- hverju leyti jafnvel þótt maður roðni í framan af innbyrgðri reiði.“ Ættum að eiga góða möguleika — Hvernig er íslenskur dæg- urlagasöngur í dag? „Mér finnst hann vera mjög góður, og hann hefur batnað mikið nú á síðustu árum. Gunnar Þórð- arson sem ég tel vera okkar besta lagasmið, hefur gert mikið sem hefur orðið til að bæta dægursöng á íslandi. Einnig hefur Diddú (Sigrún Hjálmtýsdóttir) átt mik- inn þátt í því. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hana, og tel hana vera okkar bestu dægurlagasöngkonu. — Er hægt að verða rikur af að syngja dægurlög? „Ékki hér á íslandi. Hér er ekki hægt að lifa eingöngu á því að syngja dægurlög. Hins vegar ætt- um við að eiga möguleika á erlendum markaði, það sýna best móttökur íslensku hljómlistar- mannana í Cannes," sagði María að lokum. íslenzki dansflokkur- inn með nýia dagskrá í KVÖLD verður frumsýning hjá íslenska dansflokknum í Þjóð- leikhúsinu. Dagskráin að þessu sinni skiptist í þrjá hluta og er miðað við að veita áhorfendum sem fjölbreyttasta skemmtun. í fyrsta lagi verður sýnd dans- syrpa með atriðum úr hinum ýmsu ballettum rússneska tón- skáldsins Tsjaikovskis eins og t.d. Svanavatninu, Hnotubrjótnum og Þyrnirósu. Dansar þessir eru samdir af ballettmeistara Þjóð- leikhússins, Kenneth Tillson, sem áhorfendum er kunnug af upp- setningunni á óperunni Orfeifur og Evridís eftir Christoph Gluck. Þá verður og fluttur ballettinn Kerran eftir Tillson við tónlist eftir Sergej Prokofjev; þessi ball- ett var frumfluttur hér á Lista- hátíð 1976. Loks er á dagskrá Danskokk- teill, syrpa af ýmsum skemmti- dönsum þessarar aldar sem Svein- björg Alexanders hefur samið fyrir íslenska dansflokkinn og stjórnar einnig flutningi á. Þetta eru dansar allt frá Can-can til Disco-jazz. Sveinbjörg Alexand- ers, var hér síðast á ferð á Listahátíð 1978 og dansaði þá sólódans í sýningu dansflokkkins. Leikmynd sýningarinnar er eftir Birgi Éngilberts. Veriövelkomin Gisting á Hótel Esju er til reiðu. Viö bjóðum þér þægilega gistingu á góöu hóteli. Herbergin eru vistleg og rúmgóö, — leigð á vildarkjörum að vetri til. Héðan liggja greiðar leiðir til allra átta. Stutt í stórt verslunarhverfi. Laugardalslaugin og Laugardalsvöllur í næsta nágrenni.Strætisvagninn stoppar við hóteldyrnar,með honum ertu örfáar mínútur í miðbæinn. Á Esjubergi bjóðum við þér f jölbreyttar veitingar á vægu verði. Á Skálafelli, veitingastaðnum á 9. hæð læturðu þér líða vel, — nýtur lífsins og einstaks útsýnis. ' Hér er heimili * þeirra sem Reykjavík gista. #HOTEI L« ■sni □ n Suðurlandsbraut4,sími82200 Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.