Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1980 33 Rekstur Dýraspít- alans tryggður! í tilefni greinar frú Sigríðar Ásgeirsdóttur héraðsdómslög- manns formanns stjórnar Dýra- spítala Watsons langar okkur undirritaða að koma eftirfarandi á framfæri: Á undanförnum árum hefur íslenzku dýralæknastéttinni verið legið á hálsi af hálfu stjórnar Dýraspítala Watsons, að ekki fengist íslenzkur dýralæknir til starfa að dýraspítalanum, svo rekstur gæti hafist. Síðastliðin tvö ár hafa farið fram samningavið- ræður milli héraðsdýralæknisins í Kjósarumdæmi með vissum hléum um reksturinn og hefur gengið á ýmsu. Strax frá upphafi voru lögð fram drög að samningi af hálfu héraðsdýralæknisins, sem eru nánast eins í öllum atriðum, og samningurinn sem birtist hér á eftir. I maí-mánuði á síðasta ári var reynt að ná samkomulagi um starfrækslu spítalans, en allt kom fyrir ekki. Síðan þá hefur samn- ingurinn legið fyrir, eins og stjórn dýraspítalans ætti að vera kunn- ugt. Samþykkt almenns fundar í Sjálfseignarfélaginu Dýraspítala Watsons 29. des. sl. kemur því ákaflega spánskt fyrir sjónir. Samþykkt þessa getur að líta í grein Sigríðar 5.2. 1980 og hljóðar svo: „Á almennum fundi sem hald- inn var í Sjálfseignarfélaginu Dýraspítala Watsons hinn 29. des. sl. var samþykkt að fela stjórninni að gera samning við Breth- Hansen dýralækni í Danmörku um erlendan dýralækni í fullt starf, þar sem fullreynt er að íslenzkur dýralæknir er ekki fáanlegur á þeim grundvelli en það er álit félagsfundarins að rekstur á spltalanum sé ekki fjárhagslega öruggur nema með dýralækni í fullu starfi." Til að taka af allan vafa um innihald samnings héraðsdýra- læknisins birtist hann hér og skal tekið fram að hann liggur fyrir undirritaður af hans hálfu. Samningur milli stjórnar dýra- spítala Watsons og héraðsdýra- læknisins í Kjósarumdæmi um rekstur og starf við spítalann. 1. Spítalinn verður opinn kl. 14 — 18 hvern virkan dag. Starfs- maður spítalans tekur á móti viðtalsbeiðnum við lækninn. Dýr- alæknirinn er á bakvakt þegar spítalinn er ekki opinn. Símsvari veitir upplýsingar um hvar hægt er að ná í dýralækni spítalans á bakvakt. 2. Héraðsdýralæknirinn eða staðgengill hans verður til viðtals á spítalanum mánudaga til föstu- daga, a.m.k. 3 klst. daglega eftir nánara samkomulagi. Meiriháttar aðgerðir munu framkvæmdar á öðrum tímum ef með þarf á spítalanum. 3. Greiðsla til læknisins fyrir störf hans við lækningar á spítal- anum verður samkvæmt gjaldskrá Dýralæknafélags íslands. Dýra- læknirinn sér um öflun lyfja og afgreiðslu þeirra og ber alla fjárhagslega áhyrgð í sambandi við það. Spítalinn sér um röntgen- myndatökur á ábyrgð dýralæknis- ins en á fjárhagslega ábyrgð spítalans. Þóknun vegna spítalans verður ákveðið gjald, sem miðast við hversu viðamiklar aðgerðirnar eru og er samkomulag milli stjórnar spítalans og læknisins á hverjum tíma. Skulu þessir aðilar semja gjaldskrá spítalans.# Gjaldskráin skal vera verðtryggð.’ Náist ekki samkomulag um gjaldskrána, tilnefnir hvor aðila um sig mann en yfirborgardómari Reykjavíkur skal tilnefna 3ja mann, sem verður formaður og skal nefnd þessi úrskurða um ágreininginn. 4. Héraðsdýralæknirinn fer með alla stjórn á daglegum rekstri spítalans og hefur umsjón með viðhaldi hans í samráði við stjórn- ina. Hann hefur einnig alla stjórn á starfsmönnum spítalans, sem hann ræður með samþ.vkki stjórn- ar spítalans, sama gildir um uppsagnir. Þóknun fyrir þetta starf verður ákveðin síðar, þegar komin er t.d. 6 mánaða reynsla á rekstur spítal- ans. Náist ekki samkomulag um þóknun, tilnefnir hvor aðila um sig mann en yfirborgardómari Reykjavíkur skal tilnefna 3ja mann, sem verður formaður og skal nefnd þessi úrskurða um ágreininginn. 5. Spítalinn sér um, að ávallt séu fyrir hendi hreinar hlífðar- svuntur handa starfsmönnum. 6. Annað starfsfólk en læknar fær greidd laun frá spítalanum sjálfum. 7. Fundir skulu haldnir með stjórn og dýralækni einu sinni í mánuði um rekstur og fjármála- stöðu spítalans. 8. Verði komið upp aðstöðu til hestalækninga í sambandið við spítalann skuldbindur Brynjólfur Sandholt sig til að beina hesta- lækningum að spítalanum eftir því sem kostur er. 9. Samningur þessi tekur gildi frá og með 1. desember 1979 og gildir í 1 ár en er síðan uppsegj- anlegur af beggja hálfu með 3ja mánaða fyrirvara. Ef grein Sigríðar er lesin með þennan samning í huga kemur margt einkennilegt í ljós. Alla vega verður fullyrðing Sigríðar um að „gengið hafi verið úr skugga um að íslenzkur dýralækn- ir fengist ekki að spítalanum," ákaflega annkannaleg. En frú Sigríður ber víða niður í þessari ritsmíð sinni. Það að gera annan aðilann tortryggilegan er háttur sem löngum hefur verið tíðkaður og lítur út fyrir að vera enn í fullu gildi. Hvað er betra tilefni til slíks á tímum harðnandi kjarabaráttu en einmitt laun og kjör. Þetta virðist frú Sigríður ætla að færa sér í nyt. í þessu sambandi er vert að taka fram til skýringar að föst laun dýralækna og lækna eru hérlendis greidd af ríkinu, en aðgerðargjöld eru greidd sam- kvæmt gildandi gjaldskrá hvers stéttarfélags, í þessu tilviki gjaldskrá Dýralæknafélags Islands. Þetta þýðir aö gjaldskráin verður töluvert lægri en ef miðað er við nágrannalönd okkar eins og t.d. Danmörku. Stjórn dýraspítal- ans hefur þráfaldlega leitaö til landbúnaðarráðuneytisins um að tryggja þessi föstu laun og með þetta í huga hafði landbúnaðar- ráðuneytið milligöngu um þær samningaviðræður er fóru fram í maí á síðasta ári og áður hefur verið frá greint. I grein sinni segir frú Sigríður dýraspítalann hafa boðið landbúnaðarráðuneytinu laun aðstoðardýralæknis en eftir því sem við best vitum og ráðu- neytið getur staðfest leitaði hún einmitt eftir föstum launum. Þetta hefur eflaust verið boð með öfugu formerki. Aðrar greiðslur yrðu síðan sam- kvæmt gjaldskrá D.í. eins og greinilega kemur fram í samn- ingnum. Ákveðið spítalagjald skyldi síðan koma til, til að standa undir daglegum rekstri spítalans og öðrum framkvæmdum. Von- andi er öllum ljós sá kostnaðar- auki sem tilfærsla af heimili og á stofnun, sem dýraspítalinn vænt- anlega yrði. Fullyrðingar um tvö- falt til þrefalt hærra gjald á spítalanum er því í rauninni ekki eins furðuleg og fram kemur í grein frú Sigríðar. Hræddir erum við líka um að, ef taka ætti föstu laun dýralæknisins líka út úr rekstrinum, þá yrði gjaldskráin töluvert hærri. I samningnum er gert ráð fyrir að opið sé milli 14—18 virka daga, en viðtalstími dýralæknis sé 3 tímar á dag, auk aðgerða sem framkvæmdar yrðu á öðrum tíma. Auk þess yrði að sjálfsögðu neyð- arþjónusta. Við teljum ákaflega ósanngjarnt að tortryggja þennan opnunartíma á þann hátt sem gert er. Á flestum ef ekki öllum stöðum erlendis þar sem við þekkjum til, er þessi háttur hafður á, hvað snertir viðtalstíma dýralæknis. Stjórn dýraspítalans virðist líta á dýralækningar sem eins konar „akkorðsvinnu" A.m.k. er hugsun- arhátturinn sá að, ef dýralæknir sé til viðtals 3 tíma á dag komi inn ákveðnar tekjur, sé dýralæknir við í 8 tíma þ.e. fullu starfi eins og það er kallað komi hlutfallslega meiri tekjur inn og reksturinn sé örugg- ur. Fyrirsögn greinar frú Sigríðar ber greinilega vott um þetta svo og samþykkt félagsfundar 29. des. 1979. Við bendum á að nýting tímans er það sem við leggjum til grurrdvallar og reynum eftir megni að sporna við myndun svokallaðra „dauðra tíma“. Einnig viljum við benda háttvirtri stjórn á, að við sem stundum dýralækn- ingar hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu áriö um kring ættum að þekkja eitthvað til þessara mála. Það hefur þráfaldlega verið á það bent, að farsælast er að sníða sér stakk eftir vexti og miða rekstur- inn við það sem reynslan leiddi í ljós. I samningum við danska dýra- lækninn er gert ráð fyrir föstum launum. Þessi laun þarf að sjálf- sögðu að taka úr rekstrinum, svo og laun aðstoðarfólks. Laun danskra dýralækna eru töluvert hærri en íslenzkra dýralækna og í ljósi þessa er þessi „veðurbreyt- ing“ í fjármálum dýraspítalans óskiljanleg, sérstaklega þegar ekki hefur verið hægt að tryggja þeim íslensku dýralæknum, sem sótt hafa um starf á dýraspítalanum sambærileg kjör að þeirra rnati. Þá þlasir við af þessari grein að um leið og dýraspítalinn tæki til starfa undir danskri leiðsögn muni þeir íslensku dýralæknar sem fyrir eru á svæðinu hætta störfum við dýralækningar-»á Stór-Rey kj avíkursvæði n u. Allir aðilar verða að horfast í augu við það að þó fjöldi gæludýra og hrossa sé mikill á þessu svæði er hann þó takmarkaður. Einnig verðum við að gera okkur ljóst að af þeim sjúkdómstilfellum sem hér um ræðir eru í rauninni ákaflega fá sem þurfa slíka að- stöðu, sem þessi dýraspítali hefur uppá að bjóða. Hins vegar skal játað að rekstur dýraspítala lyftir „standardnum" allnokkuð en að sjálfsögðu samhliða auknum út- gjöldum dýraeigenda. Þar sem við þrír undirritaðir hýggjum á samstarf á Stór- Reykjavíkursvæðinu skrifuðum við stjórninni bréf þann 10. jan. 1980, þar sem við athuguðum möguleikann á að fá leigða þá aðstöðu sem dýraspítalinn hefur upp á að bjóða og hingað til hefur ekki verið notuð til dýralækninga. Af grein frú Sigríðar virðist mega ráða að stjórn Dýraspítala Wat- sons muni ekki vilja ganga að þessu tilboði okkar. Og fyrra tilboði héraðsdýralæknis virðist hún hafa gleymt. Þrátt fyrir þetta óskar nú stjórnin svara við nokkr- um spurningum og á hvern hátt við hefðum hugsað okkur rekstur- inn. Því er til að svara, að við höfðum hugsað okkur að tengja rekstur spítalans því kerfi sem þegar er fyrir hendi. Og leggja samning þann sem áður er nefnd- ur til grundvallar rekstri spítal- ans. 1. Fyrstu spurningunni um opn- unartímann hefur þegar verið svarað hér að framan. 2. Hvort við ætlum að reka spítalann sem aukastarf er auð- svarað. Tveir okkar hafa dýra- lækningar hér á höfuðborgar- svæðinu sem aðalstarf og varia breytist það í hjáverk þótt starf- semin flytjist að spítalanum. Þriðji aðilinn kemur síðar til samstarfs að sínum vinnudegi loknum. 3. Hvorf ætlunin sé að við spítalann starfi sérmenntað hjúkrunarfólk, er því til að svara, að að sjálfsögðu krefst rekstur dýraspítala sérþjálfaðs aðstoðar- fólks. 4. Þá er spurt hve háa leigu við höfum hugsað okkur að borga fyrir spítalann. Frú Sigríður ítrekar í lok greinarinnar að allt frá 1977 hafi hús og tæki staðið öllum dýralæknum til afnota og segir svo vera enn. Það ætti því að vera auðvelt að ná samkomulagi um þetta atriði. Við ætlum okkur ekki að reka dýraspítalann í fjár- öflunarskyni og það mun varla vera markmið Sjálfseignarfélags Dýraspítala Watsons. Bætt þjón- usta við dýrin hlýtur að vera megin markmiðið með rekstri spítalans. 5. Hvað varðar dýrageymslu á spítalanum er augljóst, að dýra- geymsla og sjúkrahús undir sama þaki samrýmist ekki m.a. vegna smithættu. Hins vegar er sjálfsagt að starfrækja dýrageymslu í sér- hönnuðu húsi á lóðinni, enda brýn nauösyn á slíkri starfsemi. Með þessu tilboði teljum við að rekstur spítalans í samvinnu við íslenska dýralækna hér á svæðinu sé best tryggður. Jafnframt munu óskir gefandans rætast, að rekstur spítalans verði til þess að bæta þjónustuna við dýrin enda hlýtur það að vera megin markmiðið með rekstri spítalans. Með þökk fyrir birtinguna. Brynjólfur Sandholt Ilelgi Sigurðsson Eggert Gunnarsson. KENWOOD heimilistæki spara fé og fyrirhöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.