Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MAGNEA Þ. BJARNADÓTTIR, Grettisgötu 30, andaöist í Borgarspítalanum 9. þ.m. Synir, tengdadaatur og barnabörn. + Sonur okkar GUDNI RÚNAR HALLDORSSON, Drápuhlíó 28, sem lést af slysförum 5. febrúar, veröur jarösunginn þriöjudaginn 12. febrúar kl. 3 frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd aöstandenda, Sjöfn Jónsdóttir, Halldór Gunnarsson. + Elsku litli drengurinn okkar, ÖRVAR ÞORBJÖRNSSON, er látinn. Jaröarförin hefur fariö fram. Þökkum auðsýnda samúö. Sérstakar þakkir til Þrastar Laxdals læknis og starfsfólks Múlaborgar. Anna Linda Steinólfsdóttir, Þorbjörn Guömundsson. + Eiginmaöur minn og faðir okkar EINAR SIGURDSSON, Hverfisgötu 106 A, lést 8. febrúar. Rannveig Konróösdóttir og börn. + Eiginmaöur minn, sonur og faðir okkar ÖRN SIGURÐSSON, vélstjóri, Kelduhvammi 5, Hafnarfiröi, andaöist sunnudaginn 10. febrúar. Sigríöur Jónsdóttír, Oddfríöur Ingólfsdóttir og börn hins látna. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Krosseyrarveg 11, Hafnarfiröi, veröur jarðsungin frá Hafnarfjaröarkirkju, miövikudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Gunnar Ásgeirsson, Hallbjörg Gunnarsdóttir, Guöni Björnsson, Erla Gunnarsdóttir, Guömundur Jafetsson barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar STEINDÓRA K. ALBERTSDÓTTIR veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. febrúar kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar, vinsamlega láti líknarstofn- anir njóta þess. Börnin. Kristinn Ottason skipasmiöur - Minning Hann var fæddur hér í bæ að Veáturgötu 47 hinn 30. júní 1899, og lést hinn 4. febrúar síðastlið- inn, áttræður að aldri. Foreldrar hans vou þau hjónin Otti Guðmundsson skipasmiður frá Engey og kona hans Helga Jónsdóttir, Berharðssonar gull- smiðs og bónda að Laxnesi í Mosfellssveit. Foreldrar Otta voru Guðmundur skipasmiður í Engey (Péturssonar skipasmiðs í Engey, Guðmundssonar lögréttumanns og bónda í Örfirisey, Skildinganesi og Lágafelli í Mosfellssveit, Jónsson- ar bónda Æsustöðum Mosfells- sveit, Jónssonar bónda Mógilsá Kjalarnesi Gíslasonar) og Guð- ríður Erlendsdóttir. Kona Péturs i Engey var Ólöf Snorradóttir hins ríka í Engey Sigurðssonar og Guðrúnar eldri Oddsdóttur bónda Neðra-Hálsi í Kjós Jónssonar. Kona Guðmundar í Skildinganesi og Lágafelli var Guðríður Ottadóttir bónda í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi Ingjaldssonar og Valgerðar Sig- urðardóttur frá Villingavatni. Kona Jóns Bernharðssonar gullsmiðs var Margrét Bjarna- dóttir bónda Jötu í Hrunamanna- hreppi, Oddsonar bónda Kluftum' sömu sveit, Þorlákssonar. Bern- harður faðir Jóns gullsmiðs var bóndi á Skógsnesi í Flóa sonur Jóns Bernharðssonar bónda á Neðra-Sumarliðabæ í Holtum og konu hans Önnu Jónsdóttur frá Þjóðólfshaga í Holtum. Kona Bernharðs í Skógsnesi var Þuríður Jónsdóttir bónda Efra-Velli í Flóa Magnússonar og Helgu ljósmóður Guðnadóttur frá Gerðum í V-Landeyjum. Kona Bjarna í Jötu var Kristín Jónsdóttir bónda að Jaðri Hraunam.hr. Þorlákssonar og Margrétar Björnsdóttur frá Þurstöðum í Borgarhreppi, og voru þau bræðrabörn. Kona Odds á Kluftum, móðir Bjarna var Gróa Ivarsdóttir, Bjarnasonar og var hún fyrri kona hans. Foreldrar Guðríðar Erlends- dóttur föður ömmu Kidda voru þau Erlendur útvegsbóndi Skóg- tjörn á Álftanesi Jónsson og k.h. Þórdís Jónsdóttir hins ríka út- vegsbónda Ytri-Njarðvík Snorra- sonar. Kona Jóns í Njarðvík var Katrín Einarsdóttir lögréttu- manns frá Þrándarholti.Hafliða- sonar. Erlendur á Skógtjörn var sonur Jóns bónda á Brunnastöðum Vatnsleysuströnd Ingimundarson- ar og barnsmóður hans Margrétar Erlendsdóttur frá Snorrastöðum í Laugardal. Eru þá taldir allir forfeður Kidda í 4 liði a.m.k. Eins og sést á framanrituðu var hann fjórði beini karlliðurinn, sem var skipa- smiður, en þeir Engeyjarmenn voru mjög afkastamiklir og vand- virkir skipasmiðir og dr. Jón Helgason biskup tekur svo til orða: „Yfir höfðuð að tala mátti svo heita að allir, sem einhverja dvöl höfðu í Engey, kæmu þaðan sem hálf- eða alútlærðir skipa- smiðir." Höfðu Engeyjarmenn einnig mikla reynslu af sjósókn, auk þess sóttu þeir þekkingu í þessum efnum til næstu nágrannalanda. Kiddi bar nafn Kristins skipa- smiðs í Engey Magnússonar, sem var fóstri Otta Guðmundssonar, en Kristinn í Engey var kvæntur Guðrúnu föðursystur Otta auk þess að vera þremenningur við Guðríði móður Otta. Voru þeir Otti og Pétur Kristinsson í Engey því uppeldisbræður, en dætur Pét- urs voru hínar þjóðkunnu konur: Ragnhildur í Háteigi, Guðrún kona Benedikts Sveinssonar, Mar- en kona Baldurs Sveinssonar og Ólafía. Otti fluttist úr Engey til Reykjavíkur um 1890 og hóf skipa- smíðar hér. Hann kenndi báðum sonum sínum þá iðn, Pétur varð sveinn 1913, en Kiddi árið 1917, aðeins 18 ára. Hann stundaði síðan iðn sína alla tíð á sama stað meðan kraftar entust. Otti faðir þeirra lézt 1920, og tóku þeir bræður þá við rekstri skipasmíða- stöðvarinnar og ráku hana í sam- einingu þar til skömmu eftir að Pétur réðst í fullt starf hjá Skipaskoðun ríkisins. Um 1950 seldu þeir Stálsmiðjunni athafna- svæði sitt, en hún hóf skömmu síðar á þeim slóðum smíði fyrsta innlenda stálskipsins d/s Magna, er hljóp af stokkunum 16.10. 1954 og boðaði þáttaskil í íslenzkri skipasmíðasögu, en Kiddi starfaði fyrir Stálsmiðjuna eftir það. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför fööur míns, ÞORLÁKS ÞORKELSSONAR, fyrrverandi skipstjóra, frá Landamótum. Fyrir hönd okkar systkinanna, Valbjörn Þorláksson. + Konan mín og móðir okkar, ÁGÚSTA GUNNARSDÓTTIR, Háaleítisbraut 54, verður jarðsett frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 13. febrúar kl. 10.30. Kristmundur Magnúsaon og börn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jaröarför móöur okkar og tengdamóöur KRISTÍNAR SANDHOLT, Karlagötu 4. Brynjólfur og Agnes Sandholt, Hallgrímur og Þóra Sandholt. Lokað vegna jaröarfarar Guðna Rúnars Halldórs sonar þriöjudaginn 12. febrúar frá kl. 1—6. Verzlunin Æsa. Lokað vegna jarðarfarar Guðna Rúnars Haildórs- sonar, þriöjudaginn 12. febrúar. Halldór Gunnarsson, heildverzlun. Systkini Kidda voru auk Péturs f. 10.3. 1891, er fyrr er nefndur og var kvæntur Guðrúnu Salgerði f. 28.11. 1890 Árnadóttur frá Bakka við Bakkastíg, fjórar systur þær: 1) Guðrún f. 16.12. 1892, gift Kristni f. 16.2. 1889 Péturssyni blikksm.m. og iðnrekanda; 2) Margrét f. 3.9. 1901, gift Sigurði f. 12.2.1899 Jónssyni skipstjóra; 3) Laufey f. 21.10. 1902, gift Kolbeini f. 16.6. 1901 Finnssyni skipstjóra og hafnsögumanni; 4) Guðríði f. 1.11. 1904, gift Hall- grími f. 4.9. 1905 Sveinssyhi skrifstofustjóra. Af þessum systkinum eru nú á lífi Margrét, ekkja, og Laufey. Jafnframt því að vera góður skipasmiður var Kiddi einkar lag- inn við vélar og segja má, að hann hafi kynnst vélum frá blautu barnsbeini þar sem faðir hans smíðaði þegar árið 1905 opna skarsúðaða báta 4—7 tonn, sem voru nefndir hreyfibátar. Stærð þeirra báta, sem voru smíðaðir í Ottastöð fór vaxandi smátt og smátt. Frá 1916 var stærðin komin upp í 10—30 smálestir og voru þeir bátar sléttbyrtir úr eik. En Kiddi lét sér ekki nægja að smíða báta fyrir aðra og kom sér því upp vélknúinni hraðskreiðri lysti- snekkju, sem hann endurbætti síðan og stækkaði. Þessi lysti- snekkja var síðan notuð m.a. sem flaggskip Balbo greifa, þegar Hópflug ítala kom hingað. Einnig minnist undirritaður margra ánægjulegra ferða út að skemmtiferðaskipum og inn á Eiðisvík á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld, en snekkjan var síðast í notkun fyrir brezka her- inn. Kiddi átti fleiri áhugamál og eignaðist forláta mótorhjól af Harley Davidson gerð með hlið- arkörfu, ferðaðist hann mikið um landið og var góðvinur hans, Jóhann Þorláksson vélsm.m., oft- ast með í þeim ferðum fóru þeir m.a. norður yfir Holtavörðuheiði áður en nokkur akvegur var kom- inn og litu bændur í Hrútafirði út á fjörðinn eftir mótorbát, þegar hljóðið úr mótorhjólinu barst í kyrrðinni. Hinn 27. maí 1933 kvæntist Kiddi eftirlifandi konu sinni Guðlaugu f. 17. maí 1914 Eiríksdóttur sjómanns frá Mora- stöðum í Kjós Þorsteinssonar og Jóhönnu Björnsdóttur skipasmiðs Sveinssonar. Þau Kiddi og Lauga voru bæði afkomendur Snorra ríka úr Engey, þ.e. Kiddi og Eiríkur voru íjórmenningar. Þau hjón eignuðust tvö börn. Hönnu f. 3. ágúst 1933, gifta Hilmar Hans Gestssyni vélstjóra f. 13. október 1924 og eiga þau þrjú börn; Otta f. 14. janúar 1947 verzlunarmann, lærður matsveinn og veitingaþjónn, kvæntur Rann- veigu ívarsdóttur f. 13. ágúst 1950 og eiga þau eina dóttur. Lauga hefur alla tíð haft mjög náin tengsl við mágkonur sínar, sem voru óvenju samrýndar og ótaldar voru heimsóknir hennar að sjúkrabeði móður minnar síðustu árin, sem hún lifði. Að leiðarlokum er oft litið yfir farinn veg og athugað hvaða einkenni voru einna mest áberandi í fari hins látna og kemur þá fram í hugann hve stiiltur og flaustur- laus hann var, einnig hve barngóð- ur hann var og naut undirritaður þess í ríkum mæli því alltaf var hægt að leita aðstoðar við því sem fór úrskeiðis og þarfnaðist við- gerðar auk þeirra gulla, sem hann smíðaði, því allt lék í höndunum á honum. Kiddi var einn þeirra fyrstu hér á landi, sem endurnýj- aði mótor í bíl sínum í byrjun styrjaldarinnar og setti léttbyggð- an hraðgengan í stað þess gamla. En mótorinn í eigin líkama var orðinn útslitinn fyrir löngu því segja má að hann hafi þurft að berjast við veikindi af ýmsu tagi, síðustu tuttugu til tuttugu og fimm árin, þótt hann hafi verið með hraustari mönnum á sínum yngri árum og verið valinn í varalið slökkviliðsins, en vinna við skipasmíði og viðgerðir hér áður fyrr við vosbúð og erfið skilyrði var þannig að mjög reyndi á þrek og heilsu manna. Blessuð sé minning míns góða frænda. Sveinn Ilallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.