Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 23 • ólafur H. Júnsson fyrirliði ok þjálfari Þróttar átti góðan leik með liði sínu á móti KA. Sérstaklega þó í vörninni ok á línunni. KA vann upp 4 marka forskot á 3 mínútum ÞAÐ er óhætt að segja að endir- inn á leik Þróttar og KA hafi verið ævintýralegur. Þróttur hafði tryggt sér fjögurra marka forystu 22—18 þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og virtust hafa nokkuð góð tök á leiknum. En norðanmenn gáfust ekki upp þrátt fyrir mótlætið og endir leiksins sýnir fram á að allt getur gerst í kappleikjum ef barist er til síðustu mínútu. Aðeins ein minúta var eftir af leiknum þegar staðan er 22—20 fyrir Þrótt. Páli Ólafssyni var þá vísað af velli í þriðja sinn og hann útilokaður frá leiknum. Þróttur missir boltann og KA- menn hefja skyndisókn. Alfreð Gíslason sendir failega sendingu inn í teiginn á Þorleif sem blakaði boltanum beint i netið. Þróttur komst ekkert áleiðis í næstu sókn sinni þar sem KA lék maður á mann. heldur glopraði frá sér boltanum. Markvörður KA sendir boltann beint fram á Armann Sverrisson sem brunaði upp, stökk inn i teiginn og jafnaði leikinn 22 — 22. aðeins 3 sekúndum fyrir leikslok. Fögn- uðu leikmenn KA ákaft þessu 3S“r 22:22 dýrmæta stigi liðsins. Þróttar- arnir sátu hins vegar cftir með sárt ennið. óskiljanlegt hvernig þeir fóru að þvi að missa leikinn niður i jafntefli á siðustu minút- unni. KA átti frumkvæðið fyrstu mínúturnar og komust í 3—1, en leikmenn Þróttar léku vel og voru ákveðnir, tóku leikinn í sínar hendur og staðan í hálfleik var 11—8, þeim í hag. Allan síðari hálfleikinn höfðu Þróttarar örugga forystu, og þeg- ar þrjár mínútur voru eftir var staðan 22—18, Það var eins og leikurinn á móti Armann hefði tekið mesta kraftinn úr liði KA. Og um tíma leit út fyrir að þeir hefðu sætt sig við tap í leiknum en svo kom stórkostlegur endasprett- ur og þeim tókst að krækja sér í annað stigið. Lið Þróttar lék mjög vel. Varn- arleikur liðsins var góður, svo og markvarslan. Olafur H. Jónsson var lykil- maður liðsins bæði í vörninni og sókninni. Sérstaklega var leikur hans á línunni góður og sýndi hann þá gamalkunna snilldar- takta. Páll Olafsson var og sterk- ur, en fullgrófur þegar hann var að taka Alfreð úr umferð. Var Páli þrívegis vísað af velli. Magnús Margeirsson átti góða spretti í leiknum. Lið Þróttar er greinilega á uppleið. Sigurður Sveinsson gat ekki leikið með liðinu að þessu sinni þar sem hann tognaði í nára. Munar um minna. Lið KA var ekki eins ákveðið í leik sínum eins og á móti Ár- manni. Alfreð var tekinn úr um- ferð frá fyrstu mínútu og liðið býr ekki yfir annarri stórskyttu, nema ef vera skyldi Gunnar bróðir Alfreðs. Þorleifur fyrirliði KA leiddi lið sitt til jafnteflis með mikilli baráttu allan leikinn og skoraði hann mörg gullfalleg mörk úr hornunum úr þröngum færum. Mörk Þróttar: Páll 7, Magnús 6 (2v), Sveinlaugur 2, Einar 2, Ólaf- ur H. 2, Gísli, Grétar og Lárus 1 mark hver. Mörk KA: Þorleifur 7 (2v), Alfreð 6, Gunnar 4, Jóhann 2, Friðjón, Ármann og Guðmundur 1 hver. — þr. Mikil spenna er Týr sigraði Þór Ak ÞAÐ var hörkuleikur í 2. deild- inni á laugardaginn þegar Týr og Þór frá Akureyri mættust í Eyjum. Týrarar tryggðu sér sig- ur og tvö dýrmæt stig þegar aðeins 3 sek. voru eftir af leiktím- anum. Enn cinu sinni i heima- leikjum sínum héldu Týrarar því hinum fjölmörgu áhangendum sínum á barmi taugaáfalls eða spennufalls í þeim æsingum sem uppi voru á siðustu mín. leiksins. Annars hafa þeir norðanmenn ríka ástæðu til þess að naga sig í handarbökin eftir að hafa gloprað þessum leik niður. Þeir fyrirhittu í leiknum slaka Týrara sem þarna léku sinn lakasta leik í vetur og Þórsararnir voru lengst af í leikn- um skrefinu á undan Týrurum í skoruninni. Fyrri hálfleikur var til þess að gera jafn en Þór þó ávaílt með forustuna og í hálfleik hafði Þór yfir 14—12. Týr jafnar metin í upphafi s.h. en smátt og smátt sígur Þór framúr og nær upp 4 marka forskoti og virtist nú öll nótt úti hjá Týrurum. En þá loksins fóru Eyjamenn í gang og þeir gerðu nú harða atlögu að norðanmönnum staðráðnir í því að berjast til síðustu stundar. Þegar ein og hálf mínúta var eftir tókst Týrurum að jafna 24—24 og 26:25 nú var spennan í hámarki. 50 sek. eftir og Týr er yfir 25—24. 25 sek. eftir og Þór jafnar 25—25. Sókn rennur út í sandinn hjá Týr og leiktöf er dæmd á Þórsara sein um of ætluðu að hangá á jafntefliiu. Þegar aðeins 3 sekúndur voru eftir sveif Kári Þorleifsson inn úr hægra horninu og skoraði glæsi- lega sigurmark Týs 26—25. Þá hreinlega ærðist mannfjöldinn af fögnuði en Þórsarar gengu niður- lútir af leikvelli. Þetta var slakur leikur hand- knattleikslega en mikil harka og spenna allan tímann. Týrarar hafa ekki fyrr í vetur leikið eins slaklega sem lið en það sem nú bjargaði þeim var stórleikur hjá bræðrunum í liðinu Sigurlási og Kára Þorleifssonum. Lási reif sig upp úr veikindum rétt fyrir leik- inn og var auk þess draghaltur vegna meiðsla en engu að síður var hann óstöðvandi og skoraði 15 mörk í leiknum. Mikið afrek hjá Sigu-lási. Kári Þorleifsson hefur mikið verið að sækja sig að undanförnu og lék nú sinn besta leik og skoraði 5 mörk. Síðasta markið hreint alveg stórkostlegt. Bræðurnir því með 20 af 26 mörkum liðsins. Þórsliðið leikur frekar þung- lamalegan handbolta, liðið er skipað stórum og stæðilegum köppum og vel sett með stórskytt- ur. Þá á liðið á að skipa mjög góðum markverði, Tryggva Gunn- arssyni, en hann varði stórvel í Eyjum á laugardaginn. Þá réðu Eyjamenn lítt við eldsnöggan línumann, Árna Stefánsson, sem skoraði 8 mörk í f.h. eða í hvert skipti sem hann fékk boltann inn á línuna. Þá vöktu þrumuskot Sigtryggs Guðlaugssonar mikla aðdáun í Eyjum nema þá kannski hjá húsverðinum sem hefur óttast að Sigtryggur bryti niður marks- úlurnar þegar hann skaut í þær. Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson 15 (7 v), Kári Þorleifsson 5, Ingibergur Einarsson 2, Þorvarð- ur Þorvaldsson 2, Logi Sæmunds- son 1, Helgi Ragnarsson 1. Mörk Þórs: Arni Stefánsson 9, Sigtryggur Guðlaugsson 7 (2 v), Arnar Guðlaugsson 2, Sigurður Sigurðsson 2, Ólafur Jónsson 1, Pálmi Pálmason 1, Hrafnkell Ósk- arsson 1, Benedikt Guðmdundsson 1, Valur Knútsson 1. — hkj. Stórskotahríð Atla sökkti Val l.DEILDIN í handknattleiknum er allt í einu orðin spennandi á nýjan leik. En ekki toppbaráttan. þvert á móti. Svo hefur nefniiega farið að undanförnu, að botnliðin hafa hvert um annað þvert verið að rífa til sín stig. ekkert þeirra þó af eins mikilli græðgi og lið HK. sem virtist dauðadæmt eftir fyrstu sex umferðirnar með ekkert stig. ÍR tók einnig kipp eftir að hafa farið halloka fyrir HK og nú síðast var það Fram sem vaknaði til lífsins og lagði Val að vclli um helgina. Þetta var fyrsti sigur Fram á þessu keppnistímabili og hann var mjög giæsilegur, lokatölur leiksins urðu 25 — 23 Fram í vil, en staðan í háifleik var 14 — 10 fyrir Fram. Það var hreint ótrúlegur kraft- ur í Fram-piltunum, greinilegt var að þeim þótti tími til kominn að hrista af sér slenið, ekki seinna vænna, þar sem ekki er ýkja mikið eftir af keppnistímabilinu. Að öðrum ólöstuðum var Atli Hilm- arsson foringi áhlaupsins, hann lék sinn besta leik sem undir- ritaður hefur séð til hans. En Atli hefði aldrei-unnið leikinn einn, liðið fylgdi eftir heils hugar og nái Framarar upp sama krafti og baráttu í hinum erfiðu leikjum sem framundan eru, verður liðið ekki meðal þeirra sem falla í 2. deild. En Fram gekk illa framn af að hrista Valsmennina af sér, það tók þá dálítinn tíma að hnýta saman vörnina og markvarsla var slök. Ungur nýliði kom í markið þegar líða tók á fyrri hálfleik og gerði það fljótlega gæfumuninn, auk þess sem vörnin tók að smella saman. Snæbjörn Arngrímsson, en svo heitir nýja markvarðar- undrið hjá Fram, varði hvað eftir annað meistaralega á mikilvægum augnablikum, m.a. vítakast Þor- björns Guðmundssonar, það varð til þess að staðan breyttist úr 6—6 í 14—10 fyrir Fram síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks. Framarar hafa nógu oft í vetur náð forystu í leikjum sínum, einungis til þess að glopra henni niður í síðari hálfleik og tapa. Það verður ekki annað sagt en upphaf síðari hálfleiks hafi bent til þess að sama sagan ætlaði að endur- taka sig. Valsmenn skoruðu tvö fyrstu mörkin og sýndu bata- merki. En skyndilega rifu Fram- arar sig upp og kvöddu. Á sjö mínútna leikkafla skoruðu þeir bláklæddu 5 mörk án svars frá Val og staðan var allt í einu orðin 19—13 fyrir Fram. Valsmenn vöknuðu nú á nýjan leik, skoruðu þrjú í röð og síðan var skipst á að skora. Spenna hljóp í leikinn undir lokin, er staðan var 24—21 fyrir F?ání: 23:25 Fram og rúmar tvær mínútur til leiksloka, Valsmenn höfðu þá skorað tvö síðustu mörkin. Vals- menn léku maður á mann, en Egil' Jóhannesson komst í dauðafæri, en var óheppinn og skaut í stöng. Atli var rekinn af leikvelli og Þorbjörn Guðmundsson skoraði, 22—24. En sekúndurnar tifuðu, Atli kom inn á rétt fyrir leikslok og skoraði strax, sigurinn var í höfn. Sigur Fram var verðskuldaður, liðið mætti baráttuglatt til leiks og hélt einbeitingu allt til leiks- loka, í fyrsta skipti í vetur. Atli Hilmarsson átti sem fyrr segir stórkostlegan leik og var langbesti leikmaðurinn á vellinum. En Fram-liðið var einnig sterk heild að þessu sinni. Erlendur Daviðs- son lék einnig mjög vel, örugglega sinn besta leik í vetur, einnig Sigurbergur, en reynsla hans er ungu piltunum nauðsynleg. Snæ- björn í markinu lék stórt hlutverk, Egill og Andrés voru góðir, einnig Hannes, en hann var frekar mis- tækur framan af. Hjá Val sást nú best hversu mikilvægur leikmaður Stefán Gunnarsson er. Hann var meiddur og lék ekki með, enda vantaði tilfinnanlegu kjölfestu í liðið. Jón Karlsson reyndi sitt besta og komst vel frá leiknum. Það gerði líka Bjarni þó stundum væri hann hálf utangátta í vörninni. Brynjar Harðarson fékk meira að vera með en oftast áður og gerði marga hluti laglega, að öðru leyti ríkti meðalmennska og áhugaleysi hjá Val. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild Valur— Fram 23-25 (10-14) Mörk Vals: Þorbjörn Guð- mundsson 5/1, Stefán Halldórsson 5/5, Brynjar Harðarson 4, Bjarni Guðmundsson 3, Jón Karlsson 3, Gunnar Lúðvíksson, Steindór Gunnarsson og Þorbjörn Jensson 1 mark hver. Mörk Fram: Atli Hilmarsson 10, Erlendur Davíðsson 6/5, Andrés Bridde 5/1, Hannes Leifsson 3, Egill Jóhannesson 1 mark. Víti í vaskinn: Erlendur brenndi einu sinni af og Snæbjörn varði vítakast Þorbjörns Guðmundsson- ar. Brottrekstrar: Erlendur og Sig- urbergur, báðir Fram og Þorbjörn Jensson Val í 2 mínútur hver. — KK- FH mátti þakka fyrir annað stigið gegn HK Atli skoraði 10 mörk á móti Val. Ekkert þeirra var úr vítaskotum. FRAM sigraði FH í mjög slökum leik í 1. deild kvenna í hand- knattleik um helgina. Lokatölur 15—10 fyrir Fram, staðan í hálfleik var þó jöfn, 7—7. Fram átti einn af sínum lakari dögum að þessu sinni og ef hið unga lið FH hefði haft úthald á við reynsluríkara lið Fram er aldrei að vita hvernig farið hefði, því að FH hélt lengst af i við Fram. FH átti þokkalegan leik, liðið hefur sýnt miklar framfarir frá því í haust, en betur má ef duga skal. Katrín og Kristjana komu FH MÁTTI þakka fyrir að hreppa eitt stig er liðið mætti ákveðnu liði HK að Varmá um helgina. HK, sem hafði unnið tvo leiki í röð, var um tíma fimm mörkum yfir gegn Hafnarfjarð- arliðinu sem haíði aðeins tapað 3 stigum fram að því. En ef HK hefði ekki misst tvo af máttar- stólpum liðsins er ekki óliklegt að liðið hefði sigrað í leiknum. Fyrst var það Kristján Þór Gunn- arsson scm meiddist illa á fingri í fyrri hálfleik eftir að hafa gert FH-ingum lífið leitt. Þetta gekk þó hjá liðinu þangað til að Ragnar Ólafsson var rekinn af leikvelli í þriðja skiptið. úti- lokaður. Breiddin er ekki mikil Erna með ERNA Lúðvíksdóttir hefur sann- arlega reynst Valsliðinu betri en engin í síðustu tveimur lcikjum liðsins í 1. deild kvenna í hand- knattleik. í umræddum tveimur leikjum hefur hún nefnilega skorað sigurmark Vals á lokasek- úndum leiksins. Það gerði hún um helgina gegn KR, úr vítakasti þcgar 7 sekúndur voru til leiks- loka. Valur sigraði 11 — 10 eftir ar 15:10 einna best frá leiknum hjá FH, en Jenný og Kolbrún í markinu komu best frá leiknum hjá Fram. Já, markvarsla Kolbrúnar var oft hreint ótrúleg. Mörk Fram: Guðríður 7/5, Jenný 3, Jóhanna og Oddný 2 hvor, Guðrún 1 mark. Mörk FH: Kristjana 5/1, Ellý og Svanhvít 2 hvor, Katrín 1 mark. —gg. Smk- 19:19 hjá HK og úr því íór leikur liðsins versnandi. FH saxaði á forskotið, en stigunum var deilt bróðurlega, 19—19. Jón Einarsson hjá HK gaf tóninn framan af, Hilmar var sterkur og Einar Þorvarðar varði eins og berserkur í markinu. Kristján skoraði hvert markið af öðru, en meiddist síðan. FH-ingar sigurmark ;s„ 10:11 að staðan i hálflcik hafði verið 6-6. Leikurinn var ekki sá besti í vetur, sóknarleikur beggja liða hægur og oft tilviljanakenndur og varnarleikurinn fyrir vikið bæri- legur. Liðin skiptust allan tímann á um forystuna og það var hlut- skipti Vals að hafa hana þegar leiknum lauk, það gat farið á hvorn veginn sem var. Eitthvað þótti vítakastið sem gaf sigur- markið umdeilt, en knötturinn fór þá af KR-stúlku í hendur mark- varðarins. Dómarinn var ekki í vafa, vítakast. Þrjár stúlkur báru af á vellin- um, Erna og Jóhanna hjá Val og Hansína hjá KR, annars var mikið um meðalmennsku. MÖRK Vals: Erna 5, Harpa 2, Ágústa, Marín, Karen og Elín 1 hver. MÖRK KR: Hansína 7, Hjördís 2 og Birna 1 mark. — Kg- sem léku án Sæmundar Stefáns- sonar áttu ekkert svar og staðan í hálfleik var 12—10 fyrir HK. í síðari hálfleik dró enn í sundur og verst leit úr fyrir FH þegar staðan var orðin 17—12. FH-ingar reyndu að taka Hilmar Sigur- gíslason úr umferð, en með litlum árangri, hins vegar kom það illa við HK-menn þegar Ragnar var rekinn af leikvelli í þriðja skiptið. Riðlaðist þá mjög allur leikur þeirra og FH-ingar minnkuðu muninn óðfluga. Þeir komust meira að segja yfir, 19—18, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Magnús Guðfinnsson jafnaði og lokakaflann voru FH-ingar með knöttinn án þess þó að þeim tækist að knýja fram sigur. Það hefði verið ósanngjarnt. HK í ham er stórskemmtileg sjón og ætla mætti eftir að hafa séð leikmenn liðsins á háa é-inu að það taki þá nokkrar klukkustundir að ná sér niður á nýjan leik. Hilmar Sigurgíslason var besti maður liðsins, skammt á undan Einari Þorvarðarsyni í markinu. Kristján Þór hefur verið vaxandi leikmaður og lék mjög vel meðan hans naut við. Þá var Jón Einars- son mjög frískur framan af. Hjá FH var nokkur meðalmennska, helst að Valgarð kæmi vel frá leiknum. I stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild HK—FH 19-19 (12-10) Mörk HK: Hilmar 6/1 Kristján Þór 6/2, Jón 3, Magnús 2, Ragnar og Kristinn 1 hvor. Mörk FH: Valgarð 4, Kristján 4/3, Guðmundur Magnússon, Geir, Pétur 3 hver, Magnús og Hans 1 hvor. Víti: Hilmar brenndi tvívegis illa af og Einar varði eitt víti. Brottrekstrar: Ragnar Ólafsson þrívegis út af, Valgarð tvivegis, Hans, Pétur og Magnús Guðfinns hjá HK í 2 mínútur hvor. ríh/gg. Fram sterkari Ljósm. Sor. Hinn ungi og stórefnilegi leikmaður KA Alfreð Gíslason skoraði 1? mörk á móti Ármann. Hér er Alfreð, kominn í gegn og skorar mark, reyndar á heimavelli sinum fyrir norðan. En hann er seigur við að skora þar líka. KA sýndi stórleik og burstaði Ármann LIÐ KA frá Akureyri vann stór- an og góðan sigur yfir Ármann á laugardaginn í Laugardalshöll- inni. Lið KA kom mjög ákveðið til leiks og var greinilegt á leikmönnum að þeir ætluðu að taka á honum stóra sínum. Enda voru ekki liðnar nema átta mínútur af leiknum er KA hafði náð öruggri forystu í leiknum. 5 — 1. Voru þeir síðan óstöðvandi og sigruðu 25—18 og var sá sigur síst of stór eftir gangi leiksins. Tveir leikmenn KA áttu stór- leik. Alfreð Gíslason hefur ekki verið betri. Alfreð skoraði 12 mörk í leiknum þrátt fyrir að vera í strangri gæslu. Þá átti Magnús Gauti Gautason markvörður af- bragðsleik og varði ekki færri en fjögur vítaköst í leiknum. Bak við þessa tvo leikmenn stóð svo sterk liðsheild sem vann mjög vel sam- an í leiknum bæði í vörn og sókn. Af 13 mörkum KA í fyrri hálfleik skoraði Alfreð 8. Réð vörn Ármanns og Heimir markvörður ÍTAnn 18:25 ekkert við eldsnögg og föst skot hans, sem höfnuðu flest í bláhorn- um marksins. Þess er þó rétt að geta að barátta í liði Ármanns var í algjöru lágmarki, og virtust leikmenn liðsins vera slegnir út af laginu með hinni góðu byrjun KA. Þegar 10 mínútur voru eftir af síðari hálfleik hafði KA náð 10 marka forystu, 24—14, og hafði þá oft leikið Ármann grátt. Síðustu mínúturnar slökuðu leikmenn KA nokkuð á og skoruðu Ármenning- ar síðustu fjögur mörk leiksins. Við þetta tap á lið Ármanns varla möguleika á að sigra í 2. deild en lið KA verður í baráttunni, og undirrituðum segir svo hugur að því takist að sigra í deildinni verði sami hugur í liðsmönnum og þeir sýndu á laugardag. Enda myndi liðið sóma sér vel í 1. deild með slíkum leik. Bestu menn KA voru eins og áður sagði þeir Alfreð og Magnús Gauti. Gunnar Gíslason bróðir Alfreðs átti góðan leik, sérstak- lega í vörninni. Þá eru Ármann Sverrisson og Þorleifur Ananías- son góðir leikmenn og dýrmætir fyrir liðið. Var nú allur annar bragur á leik KA en fyrr í haust. Frískleiki og kraftur og um leið mikil yfirvegun í spili liðsins þegar þess þurfti með. Lið Ármanns var í daufara lagi. Enginn leikmanna bar af öðrum. Stórskyttunni Friðrik tókst til dæmis ekki að skora eitt mark í leiknum og var hann greinilega miður sín. Það voru einna helst Smári og Þráinn sem eitthvað kvað að. Mörk KA: Alfreð Gíslason 12 (4 v), Gunnar Gíslason 6 (1 v), Þorleifur Ananíasson 5, Ármann Sverrisson 2. Mörk Ármanns: Smári 6 (3 v), Björn 4 (2 v), Þráinn 4, Kristinn 2, Haukur 1, Bragi 1. — þr. Þórssigur hlaut þaó að verða ÞÓRARAR úr Eyjum unnu sinn fyrsta sigur í 2. deildinni á sunnudaginn þegar nafnarnir frá Akureyri voru að velli lagðir í Eyjum. Sigur Eyjaþórs 24—20 í miklum hörkuleik. Þórararnir voru allan timann betri aðilinn í leiknum en það var ekki fyrr en síðasta korterið í leiknum sem þeim tókst að hrista þá norðan- menn af sér og innbyrða sann- gjarnan sigur. Þetta var leikur mikilla svipt- inga. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en Eyjamenn gengu til leik- hlés með þrjú mörk yfir, 11—8. Baráttan hélt áfram í s.h. og enn voru í leiknum miklar sviptingar. Akureyringar ná að jafna og komast yfir, um tíma fjögur mörk, en heimamenn hleyptu í sig hörku í lokin, jöfnuðu 16—16 þegar 11 mín. voru eftir. Síðust 10 mín. skoruðu síðan heimamenn 8 mörk en Akureyringarnir aðeins 4 og öruggur sigur Þórs Vm. í höfn. Var þeim sigri vel og innilega fagnað í Eyjum. ísinn loksins brotinn. Þórsliðið hefur í vetur verið mönnum mikil ráðgáta. Liðið er skipað mörgum mjög góðum hand- knattleiksmönnum og leikur á .u,vú 24:20 köflum ágætan handbolta en samt hefur liðinu ekkert gengið í stiga- söfnun í vetur. Það er eins og einhvern neista vanti. Verður fróðlegt að sjá hvort þessi kær- komni sigur liðsins á sunnudaginn verði til þess að liðið komist nú á sigurbraut. Herbert Þorleifsson átti aldeilis góðan dag og skoraði þrjú hreint stórkostlegt mörk, stökk inn í teiginn, greip boltann frá meðspilara og þar sem hann lá flatur í loftinu skoraði hann án þess að markvörður Þórs Ak. vissi hvaðan á sig stóð veðrið. Að skora eitt slíkt mark í leik þykir gott, en Hebbi skoraði hér þrjú. Stórkost- legt. Þá lék Gústaf Björnsson nú sinn besta leik með Þórsliðinu. Stórskemmtilegur leikmaður. Sig-» mar Þröstur varði vel, m.a. þrjú vítaköst. Sem í fyrri leiknum var leikur Þórs Ak. þungur og lítt fyrir augað. Það var helst Pálmi Pálma- son sem bauð uppá eitthvað skemmtilegt, en hann sást varla í leiknum deginum áður. Þó háði það Pálma nokkuð að meðspilarar hans voru oft á tíðum ekki með á nótunum þegar honum hafði tek- ist að opna vörn andstæðingsins með leikfléttum. Annars skaraði enginn framar fram úr öðrum í liðinu og mikill ljóður var það á leikmönnum Þórs Ak. hvernig þeir voru sífellt að jagast við dómar- ana. Slíkt er mjög hvimleitt og svo vita tilgangslaust. Mörk Þórs Vm.: Herbert Þor- leifsson 7 (4v), Gústaf Björnsson 6 (lv), Ásmundur Friðriksson 5, Ragnar Hilmarsson 3, Karl Jóns- son 2, Gestur 1. Mörk Þórs Ak.: Pálmi Pálmason 7 (2v), Hrafnkell Óskarsson 3, Benedikt Guðmundsson 3, Sig- tryggur Guðlaugsson 3 (lv), Árnar Guðlaugsson 2, Árni Stefánsson 1, Sigurður Sigurðsson 1. Dómarar í báðum leikjunum voru Bjarni Hákonarson og Pétur Gunnarsson og voru þeir ekki öfundsverðir af hlutverkum sínum í þessum miklu baráttuleikjum. Urðu þeim á mörg mistök en þau bitnuðu ekki frekar á öðru liðinu en hinu. — hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.